Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ____________AÐSENPAR GREIMAR_ Eru Hvalfjarðargöngin verkfræðilegt glapræði? ÞEKKING og reynsla af jarð- ganga gerð undir sjávarmáli í gos- berg eða basalt eins og við höfum hér á íslandi er nánast ekki til í heiminum í dag. Ein göng eru til í Japan sem voru gerð í jarðlög svipaðrar gerðar og við höfum hér. Þar lentu menn í miklum vandræðum. Þekking á þessu sviði sem til er í Evrópu og Bandaríkj- unum nýtist okkur Islendingum lítið sem ekki neitt. Neðansjávar- jarðgöngin sem þar hafa verið byggð hafa verið gerð við allt aðr- ar jarðfræðilegar aðstæður og í allt annars konar berglög. Margar þessara þjóða hafa lent í gríðarlegum erfiðleikum við slíka jarðgangagerð. Kostnaður við Ermarsundsgöngin tvöfölduðust. Danir hafa verið að beijast við feiknarleg vandamál í göngunum undir Stórabelti. Göngin þar eru gerð að mestu í kalksteinslagi, en þó er farið þar í gegnum nokkur mismunandi jarðlög. Lentu menn þar á jarðlögum sem eru alveg hriplek, svo lek að göngin fylltust af vatni. Óheyrilegum fjármunum hefur verið kostað til, að reyna að þétta sjávarbotninn, með því að prammar sigldu með leir út á svæðið þar sem þessi leku jarðlög voru og var leirinn losaður þar. Islensk reynsla af jarðgangagerð Reynsla okkar íslendinga af jarðgangagerð er á einn veg. Það gengur vel að bora og sprengja en lekavandmálin eru mikil og geta orðið hrikaleg. Þessi leka- vandamál sjást ekki fyrir með þeim rannsóknum sem gerðar eru. Nú höfum við gert tvenn jarð- göng á síðustu 10 árum. Leka- vandamálin í Ólafsfjarðarmúlan- um voru veruleg. í Vestíjarðar- göngunum var vandamálið feikn- arlegt og Iíklega einsdæmi í jarð- gangagerð í heiminum. Þegar bor- að var í bergið stóðu tveggja tommu vatnsbunumar marga metra lárétt út úr bor- holunum. Slíkur var vatnsþrýstingurinn og vatnsmagnið. Þó var þetta langt upp í fjalli, í um 150 metra hæð og enginn skildi hvað- an vatnið gat komið. Kallaðir voru til færustu sérfræðingar erlendis frá, á þessu sviði, til að veita ráð hvað gera skyldi. Þeg- ar þeir sáu aðstæður flýttu þeir sér út úr göngunum og héldu að inni fjallinu gæti jafn- vel verið holrúm fullt af vatni sem gæti sprengt bergið þá og þegar og menn væru hreinlega í lífshættu þarna inni. Allir stóðu ráðalausir hvað gera ætti. Slíkar voru að- stæður þegar ég átti þess kost að skoða göngin af eigin raun sumar- ið 1993. Er hægt að gera göng undir Hvalfjörðinn? Sú reynsla sem við íslendingar höfum í dag af jarðgangagerð ofansjávar eftir Vestfjarðargöngin er sú að við getum átt von á gríðar- legum lekavandamálum. Við get- um ekki leyft okkur að segja að lekavandamálin í Vestljarða- göngunum hljót að vera eitthvað sérstakt. Þvert á móti, við hljótum að álykta sem svo að þetta sé eitt- hvað sem við verðum að búast við. Eg tel að ef byijað verði á Hval- fjarðargöngunum séu líkurnar á að mönnum takist að ljúka þeim um 50%. Ég tel helmingslíkur á því að vegna lekavandamála og ófyrirséðra vandamála við fram- kvæmdina verði menn að gefast upp við gangagerðina vegna auka- kostnaðar, sem muni hækka kostnaðarhlið framkvæmdanna það mikið, að rekstur ganganna muni aldrei geta staðið undir sér. Þó ekki kæmi nema brot af þeim leka sem kom í Vestfjarða- gongunum upp í Hvalfj arðargöngun- um þá myndu þau fyllast á nokkrum klukkutímum. Hver væri þá tilbúinn að fara langt undir sjáv- armál í margra kíló- metra löngum göngum og bora í hriplekt bergið og eiga ljf sitt og limi undir dælunum sem dæla vatninu upp úr göngunum? Þegar enginn veit nema sjálft úthafið myndi þá og þegar fylla göngin á augabragði. Hver mun bera faglega ábyrgð á framkvæmdinni, enginn? Á íslandi eru það með örfáum undantekningum einungis arki- tektar, verkfræðingar og tækni- fræðingar sem hver á sínu sviði Það gengnr vel að bora og sprengja, segir Friðrik H. Guðmunds- son, en lekavandmálin eru mikil og geta orðið hrikaleg. hafa menntun, reynslu og réttindi en síðast en ekki síst Ieyfi til að ráðleggja við mannvirkjagerð og hanna mannvirki. En til þess að veita ráðgjöf varðandi verklega framkvæmdir þarf hver einstakl- ingur sem hefur tilskilda menntun og reynslu að fá sérstakt ráðherra- leyfi til að mega starfa sem slíkur. Þetta er vert að hafa í huga, því það virðist vera að aðalráðgjaf- ar Spalar, fyrirtækisins sem stend- ur að þessum framkvæmdum, séu jarðvísindamenn sem eru án um- ræddrar menntunar og reynslu og hafa ekkert leyfi til að veita ráð- gjöf varðandi hönnun og verklegar framkvæmdir hvort sem það er á sviði vega- og flugbrautargerðar, hafnargerðar, stíflugerðar eða jarðgangagerðar. Jarðfræðingar eru til þess vanhæfir, jafnvanhæf- ir og veðurfræðingar sem eru farn- ir, að því er virðist, að veita ráð- gjöf við hönnun og gerð snjóflóða- varna. Er nú ekki rétt áður en lengra er haldið að fá það á hreint hverj- ir eru tilbúnir til að bera faglega ábyrgð á framkvæmdinni. Hvaða verkfræðistofa eða ráðgjafi er það sem er aðalráðgjafi Spalar og er búin að kaupa sér tryggingar sem slíkur? Við eigum ekki að leyfa það að farið sé út í slíka fram- kvæmd nema að baki framkvæmd- arinnar standi ábyrgur hönnuður sem hefur full réttindi. Slíkt þykir lágmarks krafa við meðalstór verkefni á íslandi í dag. Slíka kröfu verður einnig að gera til framkvæmda eins og hönnun og gerð Hvalfjarðarganga. Verða göngin dýrari en brú? I ljósi reynslunnar eru allar lík- ur á að kostnaður við gangagerð undir sjó verði verulega hærri en upphafleg tilboð gera ráð fyrir. Þegar einnig er tekið tillit til þeirra fjárhæða sem fara til þeirra sem ætla að leggja til fjármagn og tryggingar er brúin væntanlega orðin ódýrari kostur. Það er því allt sem bendir til þess að göngin verði dýrari en brú. Er ekki rétt að skoða frá grunni forsendur þess að þvera Hvalfjörð- inn og láta meta hvaða aðrir val- kostir eru fyrir hendi, kostnaðar- reikna þá og láta fram fram um- hverfismat á þeim? Slíkt hefur aldrei verið gert. Vegur fyrir Hvalfjörð og yfir Dragháls eða Uxahryggjaleið Er ekki rétt að láta skoða hvað kostar að gera almennilegan veg Friðrik Hansen Guðmundsson. fyrir fjörðinn og jafnvel góðan veg þaðan yfir Dragháls. Fyrir Norð- lendinga, Vestfirðinga og stóran hluta Vestlendinga myndi það stytta vegalengdina til Reykjavík- ur álíka og Hvalijarðargöngin. Hvað með að taka Norðurlands- veginn gegnum Mosfellsheiðina til Þingvalla og þaðan framhjá Botns- úlum og ofaní Lundarreykjadal. Er það ekki lágmarkskrafa að allir valkostir séu skoðaðir áður en stokkið er út í slíka framkvæmd sem göngin eru? Það erum jú við, íbúarnir í þessu landi, sem komum í öllu falli til með að borga þessi göng, hvert svo sem formið er á framkvæmdinni. Eigum við ekki að standa að þverun Hvalfjarðar eins og við höfum staðið að öðrum vegaframkvæmdum hingað til og sátt hefur verið um, þ.e. að Vega- gerðin sjái um þessar framkvæmd- ir? Eitt er víst að fjármagnskostrt- aðurinn yrði verulega lægri, því íslenska ríkið mun fá miklu hag- stæðari lán en nokkurn tíma Spöl- ur eða verktakar þeirra. Aldrei verið reiknað hvað brú kostar Hvað með að gera brú yfir Hvalijörðinn í staðinn fyrir göng? Enginn veit t.d. hvað skástags- brú/hengibrú á miðjum firðinum með jarðfyllingum að sitt hvorum megin, myndi kosta, þ.e. ef Hval- fjörðurinn yrði brúaður á svipaðan hátt og Borgarfjörðurinn. Þá er Ijóst að engin verkfræði- leg vandkvæði eru á að hanna brú þarna yfír og engin fyrirsjáanleg óþekkt vandamál sem menn þurfa að glíma við þegar að framkvæmd- um kemur. Það yrði örugg fjár- festing og lyftistöng fyrir ferða- ' mannaiðnaðinn að fá tækifæri til að aka með ferðamennina yfir einn fegursta ijörð landsins í stað þess að skella þeim niður í niðamyrkur og hættur jarðganganna. Eigum við að láta eignarlaust skúffufyrirtæki, sem örfáir menn standa að, fara að stjórna upp- byggingu samgöngukerfisins og steypa þjóðinni út í tvísýnustu framkvæmd íslandssögunnar? Hér virðist allt skorta, jafnt faglega ráðgjöf og ábyrgð sem og ijár- magn. Höfundur rekur verkfræðistofu í Reykjavík. Jólatré GRENITRÉ - furutré nýfelld úr skóginum fylla hýbýlin sætum ilmi. Flestir kjósa að hafa lifandi tré vegna ilmsins og vilja ekki án þess vera. Sú venja að hafa lifandi tré inni og úti á torgum í borgum og bæj- um er ekki mjög gömul, a.m.k. ekki hér á Norðurlöndum. Kringum 1500 var þessi siður tekinn upp í Sviss og á Ítalíu en á fáum stöðum þó. Hann barst þangað frá austurlöndum nær. Þjóðveijar tóku við sér sextíu árum síðar. Jólatrén í Þýskalandi voru reist á torgum stóru bæjanna og prýdd ávöxtum og ýmsu öðru matarkyns sem síðan var gefið fátækum á jóladag. Um 1800 var farið að tendra ljós á tijánum. Nefna má að fyrsta torgtré í Norður-Evrópu var sett upp í Riga í Lettlandi. Á Norðurlöndum urðu Danir fyrstir til að nota lifandi jólatré á sama hátt, og var það á árunum 1820-1830 og drógu þá dám af Þjóðveijum. Heldra fólk ruddi brautina og í kjölfarið allur almenningur og þá einkum á Suður-Jótlandi. Svíar og Norðmenn tóku siðinn upp eftir Dönum, ekki síst vegna þess að auðvelt var að afla sér tijáa í hin- um skógauðugu löndum sem Sví- þjóð og Noregur eru. Eftir 1930 var siðurinn orðinn algjör í þessum löndum. Á íslandi og í Færeyjum sáust lifandi jólatré aðeins hjá efnafólki og þá einkum danskættuðu. Almenningur notaði eftirlíkingar af grenitijám, heima- smíðaðar. Stofninn var tréstandur 70-90 cm langur og 4 cm í þver- mál, og á hann voru festir þrír greinakransar mislangir, sá efsti stystur, sá næsti 5 cm lengri og 10 cm lengri sá neðsti. Þessi gertVitré voru pýramída- löguð og áttu að' líkjast lifandi grenitré. Tré þessi voru gjarnan klædd sortulyngi og mosa, ellegar pappír í grænum lit til að gefa þeim eðlilegan svip. Notaðir voru pokar og aðrir munir úr litsterkum pappír til skreytinga á gervitijánum. í Skandinavíu og víðast hvar í stærri bæjum og borgum eru sett upp stór torgtré og hefur sá siður einnig komist á hér á landi. Vinabæir á hinum Norður- löndunum hafa gefíð sínum vina- bæjum hér torgtré um árabil. Flestir vita að jólatréð á Austur- velli í Reykjavík er gjöf frá Ósló- borg, og Norrköping í Svíþjóð færir Kópavogsbæ torgtré að gjöf árlega og fleiri bæi mætti telja. Saga jólatrésins er hér rifjuð upp af Kristni Skæringssyni, sem jafnframt gefur góð ráð um meðferð þeirra. Innflutt tré eru nánast öll keypt frá Danmörku. Danir eru frægir fyrir jólatrésræktun sína og flytja þau út til margra landa í stórum stíl, til Þýskalands, Póllands og annarra Mið-Evrópulanda og meira að segja allt suður til Ítalíu og einnig til Noregs og Svíþjóðar þó að ólíklegt virðist vera í svo skógauðugum löndum. Dönsk tré þykja sérlega eftir- sóknarverð vegna hins hæga vaxt- ar í ófijórri jörð, einkum Vestur- Jótlands. Þau eru ákjósanlega lög- uð með stinnar greinar og bera því vel uppi ljós og skraut. Landgræðslusjóður hefur á fimmta áratug keypt sín tré af Danska heiðarfélaginu og átt mjög ánægjuleg viðskipti við þetta syst- urfélag sitt. Aðrir innflytjendur kaupa sín tré af ýmsum aðilum í Danmörku, en þó aðallega frá Jótlandi. Núver- andi flutningsmáti með skipi frá Danmörku er mjög þægilegur, öll tré og greinar sett í gáma og var- an kemst óskemmd á leiðarenda. Trén sem felld eru hér innan- lands koma frá ýmsum stöðum á landinu. Flest eru þau höggvin í Haukadal og Þjórsárdal og Þing- vallasvæðinu á Suður- landi og í Skorradal og Hreðavatni á Vest- urlandi. Á Norðurlandi eru trén höggvin í Fnjóskadal, Ystafells- skógi og Fossselsskógi og fleiri stöðum í þeim landshluta. Frá Áust- urlandi koma trén að mestu frá Hallorms- stað. Mest er höggvið af rauðgreni og stafafuru og einnig nokkuð af blágreni og fjallaþin. Rauðgrenið er í rauninni hið eina fullkomna jólatré vegna hins þægilega ilms sem það gefur frá sér. Það verður að hugsa vel um það svo að það felli ekki barrið. Sjá um að það hafi nægan vökva og velja því svalasta staðinn í stof- unni. Stafafuran og þinurinn eru barrheldnar tegundir en þurfa þó sömu umönnun og rauðgrenið í sambandi við vökvun. Geyma skal tréð úti eða í köldum húsakynnum þar til það er tekið inn og sett á sinn stað í stofunni. Sé tréð stíft af frosti skal þíða það rólega áður en það er sett inn. Snögg hitabreyting hefur mjög slæm áhrif á tréð. Bleyta skal tréð rækilega nokkru áður en það er sett í fótinn, og þá að sjálfsögðu fót sem fylltur er með vatni, og gæta þess að hann tæmist aldrei meðan tréð tekur til sín vökva. Áður en tréð er skrúfað fast í fótinn skal saga þunna sneið neðan af stofninum til þess að æðarnar í ysta lagi viðarins geti þjónað því hlutverki sínu að fíytja næringu til greinanna. Nefna skal til við- bótar sérlega gott húsráð: Saga skal 5 cm sneið neðan af stofni trésins. Leggið neðstu greinarnar upp með stofninum, og bindið band utan um þær meðan næsta aðgerð fer fram. Tálgið börkinn af stofninum neðst allan hringinn u.þ.b. 8-10 cm upp á legginn frá stúfnum. Stingið síðan stofnendandum u.þ.b. 15 cm niður í pott með sjóð- andi vatni í 10-15 mín. Setjið tréð strax að lokinni suðu í vatnsfót. Notið volgt vatn og sjá- ið vel um að bæta í svo lengi sem tréð tekur við. Ef svona er farið að heldur tréð barrinu vikum saman. Höfundur er framkvæmdastjóri Landgræðslusjóðs. Kristinn Skæringsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.