Morgunblaðið - 19.12.1995, Page 62

Morgunblaðið - 19.12.1995, Page 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ r BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 Leikskólivið Hæðargarð besti kosturinn Frá Ingibergi Elíassyni: OFT VILL það verða svo þegar kemur að einhverri framkvæmd að fara þarf heilan hring með málið áður en endanleg ákvörðun er tek- in. Þessi kenning fær staðfestingu í málsmeðferð um nýjan leikskóla í Smáíbúðahverfínu. í þessu hverfi, sem nú fer að teljast með eldri hverfum borgar- innar, eru að koma nýjar kynslóðir ungra foreldra og virðist þörf fyrir 140 til 150 leikskólapláss fyrir börn þessa fólks. Þörfínni lofaði R-listinn að mæta og hefur trúlega fengið stuðning margra vegna þess. Þegar kemur að því að standa við kosn- ingaloforð gerir bæði sárt og klæja og er þetta mál engin undantekn- ing. Ákjósanlegasti staðurinn á gamla Víkingssvæðinu Við athugun glöggra manna kom strax í ljós að vænlegasti staðurinn fyrir leikskóla var á gamla Víkings- svæðinu, við Hæðargarð, þar sem við sem ólumst upp á þessum slóð- um áttum mörg gleði- og gæfu- spor. Ekki var það verra að hafa Breiðagerðisskólann og heimili eldri borgara á sömu torfunni. Þama virtist verða ágætlega rúmt um alla bæði þá sem fyrir voru og nýja leik- skólann. Af þeim stöðum sem til greina komu hafði þessi ýmsa kosti, þarna væri enn gott rými þó ný mannvirki bættust við og ekki sýni- legt að nálægum íbúum ykjust óþægindi vegna leikja barna (víst eru þeir til sem amast við börn- um). Stórt vandamál sem mætti leysa með tilkomu nýja leikskólans er óviðunandi og jafnvel háskaleg aðkoma að leikskólanum við Mos- gerði, þrönga íbúðagötu inni í miðju hverfínu. Hringferðin hefst Skemmst er frá að segja að nú hófst hringferðin sem nefnd er í upphafi þessa pistils. Allt var ómögulegt við hugmyndina að leik- skóla við Hæðargarð. Farið var í lúsaleit um hverfið og þrátt fyrir góðan vilja virtust aðrir staðir sem komu til álita vera óhæfir til bygg- ingar leikskóla. Þetta var raunar eins og við er að búast í gömlu borgarhverfi sem kreist hefur verið og troðið í hveija smugu, ef svo má að orði komast um fullnægju byggingarþarfarinnar. Að vísu voru einhveijir svo djarf- ir að nefna Grundargerðisgarðinn, grænan reit í miðju hverfinu. Um þennan garð er það að segja að hann er mörgum hjartfólgið útivist- arsvæði en ekki einhverskonar „sparisjóðsbók" sem sjálfsagt er að sækja í þegar byggingaland er upp- urið eða mönnum kemur ekki sam- an um að byggja á besta staðnum. Er ekki mál að hringferðinni ljúki, umræðan hefur verið lær- dómsrík fyrir okkur íbúa hverfísins. Ég er sannfærður um flestir ef ekki allir verða sáttir við upphaf- legu hugmyndina að reisa myndar- legan leikskóla á gamla Víkingsvell- inum við Hæðargarð. INGIBERGUR ELÍASSON, framhaldsskólakennari og íbúi í Smáíbúðahverfinu. Ríkisbáknið - fjarskiptaeftirlitið Frá Hjálmtý Guðmundssyni: ÞAÐ ER ekki á ofurvald ríkis- báknsins logið. Fjarskiptaeftirlit ríkisins er gott dæmi um það. Fyrst ber nú að nefna að þessi stofnun var sett á laggirnar algjör- lega að ástæðulausu og gerir ekk- ert annað en auka á kostnað, al- gjörlega óþörf stofnun. Fyrir daga hennar sá Póstur og sími um þetta fyrir sáralítið gjald en eftir að þetta bákn var búið til fjórfaldað- ist gjaldið og í sumum tilfellum miklu meira. _En þar er ekki öll sagan sögð. Ég er með talstöð í ferðabílnum, öryggistæki sem er lítið notað sem betur fer. Meðan Póstur og sími sá um málið kost- aði þetta'mig innan við 500 krón- ur ári. Fyrir sl. ár greiddi ég Bákn- inu 2.160 kr. fyrir ekki neitt og núna í ár er ég krafinn um 3.240 kr. Hækkun milli ára er 50%, fimmtíu prósent. Greiðendur standa gjörsamlega varnarlausir gagnvart þessari einokunarstofn- un. Kannski Morgunblaðið, sem berst hvað mest gegn Pósti og síma, vilji skoða málið og fá upp- lýst til hvers í ósköpunum þessi stofnun er og af hveiju þessar endalausu hækkanir hellast yfir þolendur. Hver kom þessari vit- leysu í kring? Vantaði embætti handa einhveijum? Það væri rétt að einkavæða þetta því ekkert einkafyrirtæki myndi leyfa sér að haga sér svona. HJÁLMTÝR GUÐMUNDSSON, Kríunesi 8, Garðabæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.