Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Hvítjól
um allt
land
FRETTIR
Skattar fyrirtækja hækka um 800 milljónir árin 1995 og 1996
Skattar einstaklínga lækka
um 1,3 milljarða króna
HLUTFALL skatttekna af lands-
framleiðslu verður 23,2% á næsta
ári og hefur ekki verið lægra frá
1987. Fjármálaráðuneytið reiknar
með að skatttekjurnar lækki um
tæplega hálfan milljarð í ár og á
næsta ári. Skattar einstaklinga
lækka um nálægt 1.300 milljónum
króna, en á móti kemur að skattar
á fyrirtæki hækka um 800 milljónir.
Þetta kemur fram í upplýsingum,
sem efnahagsskrifstofa fjármála-
ráðuneytisins tók saman fyrir fjár-
laganefnd Alþingis. í yfirliti yfir
skattbreytingar 1995 og 1996 kem-
ur fram, að breytingar á lögum um
tekju- og eignarskatta einstaklinga
Fannst með-
vitundar-
laus utan
þjóðvegar
MAÐUR fannst meðvitunarlaus við
hlið bíls síns utan þjóðvegarins
skammt fyrir innan Vopnafjörð á
þriðjudagskvöld og er talið að hann
hafi legið þar um nokkum tíma áður
en hann fannst. Maðurinn var flutt-
ur með sjúkraflugi á Borgarspítal-
ann í Reykjavík.
Talið er að bíllinn, sem er jeppi
af Suzuki-gerð, hafi farið tvær velt-
ur áður en hann stöðvaðist utan
vegar. Mun maðurinn líklega hafa
kastast út úr bílnum. Vegfarandi
sem átti leið um veginn sá bílinn
fyrir tilviljun utan vegarins en hann
er svartur og orðið var niðadimmt.
Slysið varð á beinum, olíumalar-
bomum vegarkafla og að sögn lög-
reglu var engin hálka á veginum.
Bíllinn var á leið upp brekku þegar
slysið varð. Lögreglan á Vopnafirði
hafði í gærdag ekki komist að bíln-
um til að rannsaka orsakir slyssins.
Maðurinn er 25 ára gamall sjómað-
ur, aðfluttur Vopnfirðingur. Það sást
til ferða bílsins á milli kl. 17 og 17.30
en hann fannst utan vegar kl. 21.
Ekki er vitað hve lengi maðurinn lá
á jörðinni en tólf stiga frost og gola
var þetta kvöld. Maðurinn var klædd-
ur þykkum jakka og gallabuxum.
Hann er með höfuðáverka og hugsan-
lega einnig innvortis meiðsli.
Maðurinn liggur á gjörgæsludeild
Borgarspítalans þar sem hann gekkst
undir aðgerð í fyrrinótt. Að sögn
lækna þar er hann alvarlega slasaður.
-----------» + «-----
Hafranns óknastofnun
Þorskgengd
rannsökuð
á nýári
HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur
í hyggju að rannsakar þá auknu
þorskgengd fyrir Vestfjörðum sem
orðið hefur vart undanfarið, að sögn
Jóhanns Siguijónssonar, aðstoðar-
forstjóra stofnunarinnar.
„Ef þessar fréttir reynast ekki
vera bóla sem springur fljótlega höf-
um við í hyggju að standa að rann-
sóknum á þessum göngum," segir
Jóhann. „Það verður okkar fyrsta
verkefni á nýju ári.
Hann segir það kæmi sér á óvart
ef þessar rannsóknir myndu breyta
forsendum ráðgjafar stofnunarinnar
á heildaraflamarki í þorski.
■ Þorskkvóti verður ekki/16
lækka skatttekjur ríkissjóðs um
1.520 milljónir króna á þessum
tveimur árum. Sú tala er fundin
þannig, að ríkissjóður missir 100
milljónir við lækkun á tekjuviðmið-
un hátekjuskatts, 150 milljónir
vegna skattfrelsis 80% húsaleigu-
tekna, 120 milljónir við afnám stór-
eignaskatts og 250 milljónir vegna
skattfrelsis lífeyrissjóðsgreiðslna
1995.
Skattfrelsi lífeyrisiðgjalda hjá
launþegum hefur þau áhrif á þessu
ári að skatttekjur ríkissjóðs lækka
um 800 milljónir og um sömu upp-
hæð á næsta ári. Lækkun eignar-
skatta vegna fyrningar einkabíla
JÓHANN Hjartarson stórmeist-
ari vann í gær 6. skák sína við
Hannes Hlífar Stefánsson og
varð því íslandsmeistari i skák
árið 1995. Er þetta í fjórða sinn
sem Jóhann fagnar þessum titli.
Einvígi þeirra var bráðabani, þ.e.
sá færi með sigur af hólmi, sem
fyrr ynni skák. Niðurstaðan i
einvíginu var þvi 3'/2 2'/2.
draga tekjur saman um 50 milljón-
ir og sérstök hækkun barnabóta-
auka kostar ríkissjóð 500 milljónir.
Þeir liðir, sem vega til lækkunar
á skatttekjum, nema samtals 2.770
milljónum króna. Á móti kemur, að
brottfall skattfrelsis lífeyris-
greiðslna á næsta ári reiknast sem
250 milljóna tekjur og afnám sjálf-
virkrar verðuppfærslu skilar einum
milljarði króna.
Breytingar á tekjuskatti fyrir-
tækja, lækkun vegna flýtifyminga,
þýðir 150 miiljón króna lægri skatt-
tekjur. Tiyggingagjöld færa milljarð
í ríkissjóð í auknum tekjum vegna
hækkunar tryggingagjalds um 0,5%,
Jafnframt einvíginu fer fram
alþjóðlegt skákmót, kennt við
Guðmund Arason. 7. umferð var
tefld í gær og vann þá Borge
Þröst Þórhallsson, Blees vann
Christiansen, Martin vann Riem-
ersma, Bern tapaði fyrir Jóni
Garðari, jafntefli gerðu Björgvin
og Ólafur B., Guðmundur tapaði
fyrir Jóni Viktori. Nilsson tapaði
en á móti kemur 100 milljóna tekju-
tap vegna lækkunar ábyrgðargjalds
vegna gjaldþrota. Hækkun skatt-
tekna í raun vegna þessa liðar nem-
ur því 900 milljónum króna. .
Áðrir skattar eiga að færa ríkis-
sjóði 300 milljónir króna í ár og á
næsta ári. Hækkun bensíngjalds og
þungaskattur vegna sérstaks vega-
átaks 1995 skilar 350 milljónum,
en frá þeim dragast 50 milljónir
vegna afnáms kjamfóðurgjalds.
I samantekt efnahagsskrifstofu
fjármálaráðuneytisins kemur fram,
að skatttekjur ríkissjóðs 1995 og
1996 minnka um 470 milljónir
króna.
fyrir Ágústi Sindra, Nolsöe tap-
aði fyrir Sævari, Gullaksen og
Sigurbjörn skildu jafnir. Öðrum
skákum umferðarinnar var ólok-
ið er blaðið fór í prentun.
Eftir 7 umferðir er Albert Ble-
es með 6 vinninga, í 2. sæti Þröst-
ur Þórhallsson með 5'A og í 3. til
4. sæti voru Nikolaj Borge og Jón
Garðar Viðarsson með 5 vinninga.
VEÐRIÐ virðist ætla að leika við
landsmenn á aðfangadag, jóladag
og annan dag jóla með hægri
norðan- og norðaustanátt. Á að-
fangadag verður úrkomulaust
víðast hvar.en él á köflum norð-
an- og austanlands. Frost verður
á bilinu 6-8 stig, en fer upp í 10
stig inn til landsins. Snjórinn, sem
loks lagðist yfir rauða jörðina á
suðvesturhorninu í gær, verður
enn um jólin og því hvit jól um
allt land.
Gunnar Hvammdal, veðurfræð-
ingur á Veðurstofu íslands, gaf
Morgunblaðinu þessa spá í gær.
Hann sagði að um miðja næstu
viku gæti veður versnað og þá
færi líklega að snjóa um austan-
og sunnanvert land.
Ekki hvasst í stórstreyminu
Stærsti straumur í 20 ár verður
á aðfangadag. Stórstreymi í
Reykjavík verður kl. 7.50 á að-
fangadagsmorgun og aftur kl.
20.13 um kvöldið. Eins og skýrt
hefur verið frá hafa menn óttast
að stórstreymið gæti leitt til erf-
iðleika og flóða, gerði ill veður.
„Eins og spáin er núna ætti stór-
streymið ekki að valda vanda,“
sagði Gunnar Hvammdal. „Við
suðurströndina hefur Eyrar-
bakka og Stokkseyri verið hætt-
ast í stórstreymi og hvassviðri,
en nú er spáð hægri norðanátt."
Frostrigning
Mikil hálka myndaðist á höfuð-
borgarsvæðinu í fyrrakvöld og
gærmorgun, þegar svokölluð
frostrigning gerði mönnum lífið
leitt. „Skýringin á þessu er sú,
að lægðardrag kom inn yfir
ströndina og með því loft, sem
var hlýrra en landið. Sjórinn suð-
ur af landinu mældist 4-6 stiga
heitur. Þegar loftið, sem hafði
legið yfir honum, barst inn yfir
land, þar sem var 4-5 gráðu frost,
þá þéttist það og myndaði hrím-
þoku eða frostrigningu. Þannig
myndaðist þessi glerhálka."
Gunnar segir að frostrigning
sé alþekkt fyrirbrigði í veður-
fræði, en verði helst vart þar sem
stillur séu miklar og því hafi
hennar ekki oft orðið vart hér.
„Þetta fyrirbrigði veldur flug-
mönnum oftast mun meiri erfið-
leikum en ökumönnum og þeir
grípa til þess ráðs að úða vélarn-
ar með alkóhóli,-til að ekki setjist
á þær ísing vegna þessa.“
Þingsályktunartillaga fimm þingmanna á Alþingi
Vilja lögvernda trúnað-
arskyldu blaðamanna
ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGU
um að nauðsynlegt sé að endur-
skoða lög um vernd trúnaðarsam-
bands fjölmiðlamanna og heimild-
armanna þeirra hefur verið dreift
á Alþingi og verður hún lögð fram
í dag.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdótt-
ir, þingmaður Þjóðvaka í Reykja-
vík, er fyrsti flutningsmaður tillög-
unnar og sagði í gær að það hefði
sýnt sig að þörf væri á að ýta á
það að réttarstaða fjölmiðlamanna
yrði tryggð með löggjöf þannig að
blaða- og fjölmiðlafólk gæti staðið
við þær skyldur, sem því væru lagð-
ar á herðar í siðareglum blaða-
manna.
í greinargerð með ályktunartil-
lögunni er vísað til úrskurðar Hér-
aðsdóms Reykjavíkur um að Agn-
esi Bragadóttur, blaðamanni Morg-
unblaðsins, væri skylt að bera vitni
vegna upplýsinga, sem fram komu
í greinaflokki hennar um endalok
Sambands íslenskra samvinnufé-
laga og varða meint brot á þagnar-
skyldu. „Athyglisvert er að hefði
Agnes sætt sig við úrskurð Héraðs-
dóms og borið vitni fyrir dóminum
má telja líklegt að hún teldist hafa
brotið siðareglur Blaðamannafé-
lags íslands," segir í greinargerð-
inni.
í annarri grein siðareglnanna
kveður á um að blaðamaður eigi
að virða „nauðsynlegan trúnað við
heimildarmenn sína“.
Meðflutningsmenn Ástu Ragn-
heiðar að tillögunni eru Ólafur
Ragnar Grímsson, Össur Skarphéð-
insson, Jón Kristjánsson og Kristín
Ástgeirsdóttir. Ásta Ragnheiður
vakti athygli á því í samtali við
Morgunblaðið að flutningsmennirnir
væru allir fyrrum fjölmiðlamenn.
Ályktunartillagan felst í því að
dómsmálaráðherra verði falið að
skipa nefnd, sem hafi það verkefni
að endurskoða gildandi lög um
blaðamenn og heimildarmenn
þeirra og sérstaklega 53. grein laga
númmer 19 frá árinu 1991 þar sem
segir að fjölmiðlamanni sé skylt að
bera vitni vegna brots gegn þagn-
arskyldu í opinberu starfl, enda sé
vitnisburður nauðsynlegur fyrir
rannsókn málsins og ríkir hags-
munir í húfi. Málið á hendur Agn-
esi Bragadóttur, sem nú hefur ver-
ið kært til Hæstaréttar, er reist á
þessari grein.
■ Lög tryggi/11
FRÁ einvíginu í gærkveldi er Jóhann vann Hannes Hlífar. Morgunblaðið/Knstinn
*
Jóhann Islandsmeistari