Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 25 LISTIR Með himneskum armi BOKMENNTIR MEÐ HIMNESKUM ARMI 100 ára saga Hjálpræðishersins á Islandi eftir Pétur Pétursson. Skál- holtsútgáfan 1995 — 208 síður. 2.980 kr. HÖFUNDUR bókarinnar, dr. Pét- ur Pétursson, prófessor við guðfræði- deild Háskóla íslands, er einn helsti sérfræðingur þjóðarinnar um trúar- hætti íslendinga á þessari öld. Hann hefur skrifað tvær doktorsritgerðir á því sviði, þá fyrri í félagsfræði, A Study of the Secularization Process in Iceland 1830-1930, sem ijallar um þær grundvallarbreytingar sem urðu á íslensku þjóðfélagi á árunum 1830- 1930 með sérstöku tilliti til þáttar og sérstöðu kirkjunnar. Seinni dokt- orsritgerð Péturs, Frán váckelse till samfunn, sem flallar um tilurð og þróun hvítasunnuhreyfingarinnar á Islandi frá upphafi og þar til hún varð að kirkjudeild, er skrifuð í guð- fræði. Auk þessa hefur hann ritað íjölda greina. Hann gerði m.a. könn- un á trúarlífi Islendinga ásamt dr. Birni Bjömssyni, prófessor, eins og kunnugt er. Með himneskum armi er saga Hjálpræðishersins á íslandi, gefin út að frumkvæði hans í tilefni 100 ára afmælis Hersins, sem haldið var há- tíðlegt fyrr á þessu ári. Þó að forystu- menn Hersins hafí beðið höfund um að rita bókina, Jeggur hann sjálfstætt mat á efnið. Á bókarkápu segir að bókin sé „skrifuð með það fyrir aug- um að vera aðgengileg áhugamönn- um um trúarsögu íslendinga, án þess að slakað sé á fræðilegum kröfum." Efni bókarinnar Bókin skiptist í 6 meginkafla: Inn- gang, Hjálpræðisstíll og herskipulag, Upphaf Hersins á íslandi, saga til 1920j Þættir úr lífi og starfí Hers- ins, Árin 1920-1945 og Hjálpræðis- herinn eftir stríð. í inngangi segir höfundur að Hjálp- ræðisherinn sé sprottinn upp úr ensk- um vakningarhreyfíngum með hrein- trúaráherslum. Hann telur að skipu- lag og starfsaðferðir hans hafí gert hann að sérstakri hreyfíngu, fremur en trúarlegur ágreiningur við aðrar vakningarhreyfíngar. Herinn _ hefur virst framandi fyrir mörgum Islend- ingum. „Hvorutveggja, púritanisminn og hermennskan, virðist falla illa að þjóðareinkennum íslendinga, en þrátt fyrir það náði þessi hreyfíng að skjóta rótum hér á landi“ (bls.ll). Eigi að síður bendir hann á, að Hjálpræðis- herinn sé hluti af alþjóðlegri hreyf- ingu, sem hefur auðgað starf hans á íslandi. Hún hefur yfír að ráða þekk- ingu og færni sem getur nýst við nýjar aðstæður hér á landi (bls 16). Hjálpræðisstíll og herskipulag rek- ur sögu stofnunar Hjálpræðishersins á Englandi á 7. áratug síðustu aldar og það mark, sem stofnandinn, Will- iam Booth, setti á þessa hreyfingu sem stjómandi hennar. Á þann hátt er gerð grein fyrir sögulegum bak- granni og félagslegum forsendum til- urðar og mótunar Hersins þar í landi. Eitt af aðalsmerkjum Hjálpræðishers- ins var vakningarboðskapur hans, þar sem áhersla var lögð á afturhvarf og helgað lífemi. Hann var á undan sinni samtíð að því leyti að konur höfðu full réttindi og skyldur á við karla í stjómun og skipulagi hreyfingarinnar og einnig sem prédikarar. Líknarþjón- usta Hersins á meðal hinna verst stöddu í samfélaginu hófst fljótlega eftir stofnun hans vegna þess að leið- togi hans áleit að tilgangslaust væri „að boða fagnaðarerindið fólki með tóma maga“ (bls.29 Herskipulag Hjálpræðishersins á sér rætur í persónu stofnanda hans, William Booth, sem vildi geta stjórn- að hreyfingu sinni á skilvirkan hátt. Upphaf Hjálpræðishersins á Is- landi og saga hans til 1920 fjallar um komu Hersins til íslands 1895, sögu hans og útbreiðslu um landið fyrstu 25 árin. Hann mætti andstöðu ýmissa, en fékk stuðning mætra manna. Margs konar þjónustu var komið á fót í anda starfs Hersins í Englandi fljótlega eftir komu hans til landsins, svo sem gistiheimili, fræðslu- starfsemi, fatasöfnun fyrir þurfandi, eftir- spurnar- og vinnumiðl- unarskrifstofum Þættir úr lífi og starfí Hersins fyrstu árin. Hér er því haldið fram, að samkomur Hersins hafí höfðað meira til kvenna en karla, enda var kon- um gert jafnt undir höfði og körlum. Um svipað leyti og Hjálp- ræðisherinn kom til landsins var kvenréttindahreyfíngu farið að vaxa fiskur um hrygg og rígbundið karla- veldi tekið að gliðna. Nokkrum framúrskarandi Herkonum eru gerð skil, þjónustu þeirra og áhrifum. Saga Sigurbjarnar Sveinssonar, skálds Hjálpræðishersins, er rakin og samband hans við önnur skáld, sérstaklega Halldór Laxness. Hann er sagður vera sá alþýðumaður, sem mest hefur lagj; af mörkum til trúar- legrar ljóðlistar íslendinga á þessari öld (bls.114), en nafn bókarinnar er einmitt tekið úr einum af sálmum hans, „Hinn sanni vínviður". Síðasti hluti þessa kafla fjallar um afturhvarfsreynslu Matthíasar Ólafs- sonar og trúarvakningunni, sem hófst fyrir hans tilstilli á meðal bænda á Fellsströnd, en hún tengd- ist starfi Hjálpræðishersins. Reynt er að túlka afturhvarfsreynslu Matt- híasar í ljósi trúarlífssálfræði. Árin 1920-1945. Starfsemi Hers- ins var með svipuðum hætti og verið hafði á millistríðsárunum. Starfsem- in jókst ekki til muna. Menn komu og fóru, en nokkrar fjölskyldur bundu tryggð við Herinn, þannig að meðlimir þeirra tengdust honum kyn- slóð eftir kynslóð, og urðu burðarás- ar í starfsemi hans. Drepið er á starf nokkurra merkilegra foringja. Hjálpræðisherinn eftir stríð. Vegna þess að íslenskt samfélag hefur breyst mikið eftir stríð og vel- ferðartilboð orðið fleiri, hefur minni þörf orðið fyrir ýmsa þjónustu Hjálp- ræðishersins. Hann „virðist ekki hafa haft frumkvæði eða áræði til að hasla sér völl í sam- félaginu eftir seinna stríð á sama hátt og hann hafði fyrr á öld- inni“ (bls 182). Drepið er á starf stúlknaheimil- isins að Bjargi. Því er haldið fram að Skipulag Hjálpræðis- hersins henti vel þar sem þjóðkirkjur eru ekki til staðar og allar kirkjur séu fríkirkjur. Ólíklegt er talið að hann verði sérstök kirkjudeild hér á landi í náinni framtíð. Hann hefur „komið fram sem starfandi kærleiksarmur kristn- innar innan vébanda rúmgóðrar þjóð- kirkju - þjóðkirkju sem gekk inn í nýja öld án þess að hafa skipulagða líknarþjónustu á eigin vegum“ (bls. 200). Mat Það fer ekki á milli mála við lest- ur bókarinnar að höfundur er fræði- maður í félagsfræði. Hann setur ýmis „fyrirbæri" Hjálpræðishersins inn í félagsfræðilegt og trúalífsfé- lagsfræðilegt mynstur og leitar skýr- inga á þeim í því samhengi. Þetta á við herstílinn, stöðu leiðtogans o.fl. Afturhvarfsreynsla Matthiasar Ólafssonar er skýrð út frá trúarlífssál- fræði. Þar sem svo rækilega er undir- strikað hvað eftir annað að aftu- hvarfsboðun sé eitt af gmndvallarein- kennum Hjálpræðishersins, virðist höfundur taka afturhvarfsreynslu Matthíasar sem dæmi um aftur- hvarfsreynslu Hjálpræðishersfólks al- mennt. Eftir lestur bókarinnar vakn- aði spurningin hjá mér hvort Hjálp- ræðisherfólki myndi fínnast raun- vemleiki afturhvarfsreynslu þeirra dreginn í efa sem raunverulegt mót þeirra og Guðs við lestur skýringanna á afturhvarfsreynslu Matthíasar. Með helgum armi er vel skrifuð bók og vönduð. Hún er aðgengileg öllum. Margar myndir prýða bókina. Það er mikill fengur að útgáfu henn- ar. Kjartan Jónsson Pétur Pétursson Nýjar bækur Sjóður minninganna ÚR sjóði minninganna er ljóðabók eftir Sigur- unni Konráðsdóttur. Bragi Sveinsson ritar formála bókarinnar og segir meðal annars. „Mér er mikil ánægja að fylgja ljóðunum hennar Sigurannar úr hlaði. Hún er sannur fulltrúi hinnar hefð- bundnu ljóðmenningar." Sigurunn hefur sett saman vísur og kvæði allt frá sex ára aldri. „Þetta valt upp úr manni og þetta var nú ekki alltaf talið manni Sigurunn Konráðsdóttir til hróss,“ segir Sigur- unn. Ymis stök ljóð hafa komið út eftir Sigur- unni, t.d. í Húnvetninga- Ijóðum 1995. Einnig hafa birst ljóð eftir hana í blöðum og Tímaritum. Sigurann er fædd að Kurfí við Skagaströnd. Hún stofnaði eigið heim- ili í Hafnai’fírði árið 1938 og hefur verið bú- sett þar síðan. Útgefandi er Reyk- holt. Verð í áskrift er 2000 kr. en 2.500 kr. í búð. canon BJC-70 color 720 dpi litaprentari 4 bls/mln * 2 hylkja kerfi 30 blaða arkamatari Rétt verð: kr. 29.950 Canon BJC-4000 color vandafiur litaprentarl Allt að 5 bls/mín - 720 dpl 100 blaða arkamatari Rétt verð: kr. 39.950 OOLOR Lexmark 4076 II color 600 dpi - Milljónír lita Hágæðaprentun I lltmyndum 150 blaða arkamatari Rétt verð: kr. 39.900 Canon BJ-30 Nettur og lipur bieksprautuprentari 3 bls/mín - 720 dpi Rétt verð: kr. 24.950 _____________ í jóiapakkann! (*) Aiiir sem kaupa prentara fá að veija sér jóiapakka undan jólatrenu í Nyherjaóúðinni! Q3> NÝHERJA^ KENWOOD kemur sér vel! SAMLOKUGRILL kr. 4.495.- stgr. KENWOOD HARBLASARI 1600 W kr. 3.595.- stgr. KENWOOD RAFMAGNSPANNA RÉTTVERÐ 11.295.- stgr. KENWOOD HRÆRIVÉL MEÐ HAKKAVÉL kr. 25.900.- stgr. KENWOOD HANDPEYTARI 180 W kr. 3.229.- stgr. KENWOOD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.