Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 47
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 47 ■Í i MORGUNBLAÐIÐ I i I HELGA FINNBOGADÓTTIR + Helga O. Finn- bogadóttir var fædd í Reykjavík 29. oktober 1906. Hún lést í Borgarspítalan- um 12. desember sl. Foreldrar Helgu voru Finnbogi Finn- bogason skipstjóri í Reykjavík, f. 22.12. 1874, d. 12.12. 1930, og kona hans Gróa Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 1.2. 1866, d. 8.8. 1950. Finnbogi var frá Þormóðsstöðum við Reykjavík, en Gróa var fædd á | Álftanesi. Þau Finnbogi og Gróa eignuðust sjö börn og komust aðeins þrjár dætur upp, yngstu börn Jjeirra hjóna. Þær voru: Ásta Osk, f. 21.8. 1903, d. 12.12. 1941, Helga Oktavía og Margrét Jóhanna, f. 15.10. 1908, d. 16.4. 1981. Helga var ógift og barn- laus, en systur hennar eignuðust börn. Ásta eignaðist tvö börn, Hrönn og Finnboga. Margrét eignaðist eina dóttur, Jóhönnu. | Helga gekk í Miðbæjarskólann á MIG langar til að minnast hennar Helgu frænku minnar með nokkrum fátæklegum orðum. Hún var ömmu- systir mín í móðurætt. Eg kallaði hana frænku, þó að í raun kæmi hún mér í ömmu stað. í mínum huga voru hún og systir hennar, Margrét Jóhanna, sem kölluð var Bíbí, alveg , ótjúfanleg eining. Þær héldu heimili * saman mestan þann tíma sem ég 4 man eftir mér og voru þær einstak- | lega samrýndar. Enda var alltaf talað um Helgu og Bíbí í sama orðinu. Bíbí lést á árinu 1981 eftir langvinn veikindi og bjó Helga ein eftir það. Helga vann hjá Pósti og síma allan sinn starfsaldur. Starfsaldur hennar varð 54 ár fyrir'þá stofnun og hafa líklega fáir leikið það eftir. Best man ég hana við störf á skrifstofu bæjar- símans. Það var mjög vinsælt að 4 kikja aðeins inn til hennar á skrifstof- 4 una, enda var ósjaldan stungið ein- , hveiju góðgætinu að barninu. Man * ég að mér þótti ákaflega mikið til um það þegar Landssímahúsið við Austurvöll var borðum skreytt á 50 ára afmæli símans, þ.e. árið 1956, því ég hélt að þetta væri allt vegna þess að Helga varð líka fímmtug þetta ár. Svo óijúfanleg voru Helga og síminn í huga barnsins. Helga varð, eins og aðrir, að láta ; af störfum vegna aldurs. Hún hóf . þá að taka virkan þátt í félagslífi aldraðra í Reykjavík. Ófáar eru þær ( hannyrðir sem hún hefur gefið fjöl- skyldu sinni. Henni dapraðist sjón á seinni árum og varð þá leirmuna- gerðin henni hvað hugleiknust. Ég tel að þetta tómstundastarf í þágu aldraðra sé mörgum ómetanlegt og verði seint fullþakkað. Helga var alltaf heilsuhraust, ef frá er talin sjóndepran. Hún hafði | stálminni og kom það sér oft mjög , vel. Margir hafa leitað til hennar ’ þegar greiða þurfti úr nöfnum á fólki ( eða stöðum eða að tímasetja at- burði. Jafnan var úrskurði hennar treyst. Helga var vinamörg og var ákaf- lega trú sínum vinum. Hún átti vini á öllum aldri, allt frá kornabörnum upp í hennar jafnaldra. Börn hænd- ust að henni og hún hafði gaman af að kankast á við þau. Það síðasta | sem Helga gerði áður en hún veikt- , ist og var lögð inn á sjúkrahús, það- ( an sem hún átti ekki afturkvæmt, ( var að kalla saman vini sína til að samfagna henni á 89 ára afmæli hennar. Þangað komu vinir hennar á aldrinum frá fjögurra mánaða til níræðs. Er ánægjulegt að minnast þess hversu mikið Helga gladdist á þessum degi. Blessuð sé minning hennar. Garðar Sverrisson. i i „Deyr fé deyja frændur, deyr sjálfr ' et sama en orðstírr deyr aldregi hveim sér góðan getr.“ æskuárum sínum og stundaði nám í Kvennaskólanum í Reykjavík 1921- 1922. Helga hóf ung störf hjá Landsíma íslands og starfaði þar í 54 ár. Hún hóf fyrst störf hjá sím- anum á símstöðinni á Þingvöllum sum- arið 1925 og hóf síð- an störf hjá Bæjar- símanum í Reykja- vík í september sama ár. Síðan var hún skipuð talsímakona við bæj- arsímann 1926 og fluttist síðan á Landsímann 1931. Hún var varðsljóri á langlínumiðstöðinni 1942-1947, er hún fluttist á. skrifstofu bæjarsímans í Reykja- vík, þar sem hún starfaði þar til hún lét af störfum 1976 vegna aldurs. Hún sat oft í stjórn FÍS og sótti mörg þing BSRB sem fulltrúi FÍS. Útför Helgu fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin kl. 15.00. Það var glampandi sól og gott veður þegar lestin brunaði suður Svíþjóð og ég var á leið heim að fylgja henni frænku minni síðasta spölinn. Minningin um hana Helgu frænku er líka böðuð sólskini. Frá barnæsku var hún mér bæði eitt og allt vegna veikinda móður minnar og fráfalls föður míns. Hún kenndi mér að lesa og skrifa, hún batt slauf- una í hárið á mér og fór með mig á jólaböll Landsímans. Hún gaf mér sumargjafir og tók mig með sér upp í garð til þess að legga greinar á leiðið hans afa fyrir jólin. Seinna þegar ég var flutt út á land og hún kom í heimsókn ljómaði sólin í augum lítilla drengja sem biðu með eftir- væntingu eftir að taskan væri opnuð og aldrei urðu þeir fyrir vonbrigðum. Mörgum árum seinna varð einum sona minna að orði, það var alltaf sólskin og gott veður þegar hún Helga frænka kom í heimsókn. Nú er hún gengin á vit feðra sinna þessi fallega sterka kona sem alla ævi var stoð og stytta fjölskyldunnar, fyrir það ber að þakka. Veri hún Helga frænka mín kært kvödd. Jóhanna Jensdóttir. Elsku Helga okkar er látin, áttatíu og níu ára að aldri. Hún hélt upp á afmælið sitt, hress og kát að vanda, þ. 29. október umvafin fjölskyldu og vinum. Daginn eftir veiktist hún snögglega og lést eftir erfiða legu á Borgarspítalanum þ. 12. desember sl. Helga var glöð og jákvæð og hafði þann einstaka eiginleika að laða fram bros hjá öllum sem hún mætti. Þrátt fyrir háan aldur og verulega sjón- depru hin síðari ár fylgdist Helga vel með öllu, var áhugasöm um mannlífið í kringum sig og hélt and- Iegu þreki óskertu. Okkur systkinunum var hún „næstumeiginlegaamma" en hún kom inn í okkar fjölskyldu sem vin- kona ömmunnar á heimilinu. Þær stöllur brölluðu margt á yngri árum þegar þær unnu hjá símanum, sóttu Hótel Borg og gengu saman í gegn- um gleði og sorg. Mörg sunnudags- kvöldin hlustuðum við á sögur frá „den“ og gátum ekki varist þ’eirri hugsun að þá hafi verið miklu skemmtilegra að vera til. Okkur fannst Helga vera aldurslaus því hún hafði þann fallega eiginleika að koma fram við börn og ungmenni eins og jafningja. Hún hafði alltaf áhuga á að fylgjast með hvað við vorum að gera og hvað okkur fannst um lífið og tilveruna. Svo skemmdi ekki fyrir að hún lumaði yfirleitt á einhveiju góðgæti í svörtu handtöskunni! Helga vann alla tíð hjá símanum og þangað sótti hún góðan félags- skap og skemmtun fram á síðasta dag. Hún bjó lengst af með Bíbí systur sinni á fallegu heimili á Birki- mel 8, en Bíbí lést fyrir allmörgum MIIMNINGAR árum. Þær systur voru afar samrýnd- ar og víst er að Helga hefur saknað Bíbíar mikið þó hún hefði ekki mörg orð um það. En systurdætur Helgu og fjölskyldur þeirra voru hennar böm og barnabörn og sýndu henni alla tíð fádæmá ræktarsemi og hlýju. Langri og farsælli ævi er lokið. Eftir standa fallegar minningar um elskulega og umhyggjusama konu sem lét sig sarílferðafólkið varða. Fyrir hönd flölskyldu minnar þakka ég allar góðar stundir og votta ást- vinum innilegustu samúð. Hildur Helgadóttir. skarð verður ekki fyllt, elsku frænka, en við vitum að þú hiýtur góða heim- komu. Megi góður Guð veita þér blessun í náðarfaðmi sínum í heimi eilífa lífsins. Samskiptin við Helgu frænku hafa gert okkur að gæfusömu fólki. Fyrir það erum við æviniega þakklát. Hún reyndist alla tíð mér og minni fjöl- skyldu mjög kærleiksrik. Söknuður- inn er mikill og sorgin þjakar hjört- un, en fullvissan um að Helgu líður vel í faðmi Drottins, umvafín kær- leika horfinna ástvina, gefur okkur eftirlifandi ættingjum hennar og vin- um styrk til að lifa með sorginni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Blessuð sé minning ástkærrar frænku og ömmusystur, Helgu Finn- bogadóttur. Oskar Finnbogi. Guð blessi Helgu frænku mína. Með hjartans þökk fyrir allt og allt. Hrönn Garðarsdóttir. Helga frænka er dáirí. Það er erf- itt að átta sig á því að hún sé ekki lengur á meðal okkar. Við erum svo eigingjörn á ástvini okkar og þá, sem eru okkur kærastir, að við viljum hafa þá hjá okkur alla tíð. Hún Helga okkar var ætíð mjög heilsuhraust og því kom skyndilegt fráfalf hennar nú okkur á óvart. Helga var mikil hetja og sóma- manneskja. Hún var samviskusöm svo af bar. Nákvæm til allra verka og allt sem hún tók sér fyrir hend- ur, gerði hún af festu, öryggi og nákvæmni. Lífið í kringum hana og aðstæður næst henni voru oft erfiðar vegna veikinda systra hennar og móður. Hún stóð sig sem hetja við að halda heimili fyrir sig og systur sína og hún annaðist haná Bíbí syst- ur sína af svo einstakri alúð, um- hyggjusemi og kærleika að ætíð verður í minnum haft. Þær systur Helga og Margrét (Bíbí) voru báðar sem ömmur í lífi mínu og okkar bræðranna, sona Hrannar, því amma okkar, Ásta, var látin, þegar við Iitum þennan heim. Það var sama hvenær var og hvern- ig stóð á, alltaf var tími hjá Helgu fyrir litla frændur sína og svo var áfranij þótt þeir væru ekki lengur litlir. í hjarta hennar var nóg rými fyrir ástúð, kærleika og umönnun fyrir alla frændur hennar, sem hún gekk í ömmu stað. Mjög minnisstætt er þegar Helga fór með okkur litlu frændurna í kirkj- una sína, Dómkirkjuna, á aðfanga- dagskvöld til að hlýða á jólaboðskap- inn og öðlast helgi og frið jólanna. Og voru þá litlu drengirnir ekki allt- af þolinmóðir að bíða þess að mess- unni lyki, en frænkan hafði sérstakt lag á að halda drengjunum rólegum. Helga var traustur vinur sinna kunningja og hélt ræktarsemi og tengslum við þá. Hún var mjög skap- góð en ákveðin og hafði sínar skoðan- ir á hlutunum. I gegnum langa ævi kynntist hún mörgu fólki og báru allir henni gott orð. Hún var mjög holl og trygglynd húsbændum sínum, en hún starfaði hjá Símanum í alls 54 ár. Helga var mjög vel látin af öllu samstarfsfólki sínu. Hún gekk glaðleg til verka á hveijum degi og sótti vinnu sína fótgangandi í öllum veðrum vestan af Melum og niður í Landsímahús. Dáðist ég alla tíð að hreysti hennar og dugnaði og lét hún ekkert stöðva sig við að sækja skyldustörfin. Lengi í bernsku fannst mér að Helga hefði unnið hjá Síman- um síðan Síminn var stofnsettur á Islandi. En Helga var fædd sama ár og Síminn hóf göngu sína hér á landi, þ.e. árið 1906. Einnig er okkur, sem eftir lifum, sérstaklega minnisstætt frábært minni hennar. Hún mundi gamla tím- ann í Reykjavík, bæði af eigin kynn- um og af afspurn. Komum við til með að sakna þess, þegar Helga og Guðbjörg, frænka konu minnar, voru að rifja upp gömlu góðu dagana úr henni Reykjavík. Mætti marguryngri þakka fyrir jafngott minni og Helga hafði alla tíð. Hin síðari árin fór sjónin að gefa sig og þá kom fram nokkurt óöryggi í fari Helgu frænku, svo sem vænta má. Hún fór þó flestra sinna ferða, tók m.a. þátt í ferðalögum með sínum gömlu starfsfélögum hjá Símanum og sótti hannyrðatómstundir hjá Reykjavíkurborg svo lengi sem sjónin leyfði. Elsku Helga frænka, við fráfall þitt verður tilveran fátækari. Nú hefur þú fengið hvíldina og samein- ast þínum horfnu á’stvinum, systrum og foreldrum. Við söknum þín frá jólaboðunum á aðfangadagskvöld og afmælisboðunum og öðrum sam- kvæmum innan fjölskyldunnar. Þitt t Útför okkar kæru vinkonu, FRIÐRIKKU MILLY MÚLLER, Austurbrún 6, fer fram frá Áskirkju, Reykjavík, í dag, fimmtudaginn 21. desember, kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig og Geir G. Jónsson, Aflagranda 40, íbúð 706, 107 Reykjavík. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR, Hólavallagötu 13, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu- daginn 22. desember kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, vinsamlegast láti Barnaspítalasjóð Hringsins njóta þess. Tryggvi Pétursson, Sigríður E. Tryggvadóttir, Ólafía K. Tryggvadóttir, Kristinn Álfgeirsson, Ásta Tryggvadóttir, Erlingur Hallsson, Guðrún S. Tryggvadóttir, Arni Þórðarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför móður okkar og tengdamóður, SESSEUU ÞORSTEINSDÓTTUR CLAUSEN. Haukur Clausen, Elín H. Thorarensen, Örn Clausen, Guðrún Erlendsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okk- ar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU GUÐJÓNSDÓTTUR, Hverahlfð 12, Hveragerði. Guðbjörg Jóna Sigurðardóttir, Valdimar Ingvason, Björgvin Heiðarr Arnason, Steinunn Magnúsdóttir, barnabörn og langömmustrákar. t Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og sonar, ÁSMUNDAR JÓNATANSSONAR Sína Þorleif Þórðardóttir, Þóröur Ásmundsson, Jóna María Ásmundsdóttir, Jónfna Guðmundsdóttir, Jónatan Kristieifsson. stýrimanns, Birkiteigi 2, Mosfellsbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.