Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ 9 ETIENNE AIGNER Statement NÝR HERRAILMUR Amerísku heilsudynurnar Skipholti 35 ■ Sími 588 1955 | Ný sending af UMBRO tískufatnaði W ****%ÍÍ „Orginal" irtthi 1 liðapeysur HKr^v mf fi| r * * IP Man. Utd., Brasiiía, R 1- mtfiaSÉr .. Inter, Lazio, England, ; -1 > Liverpool, Italía o.fl. I Mikið úrval af Man. ^ utd > Liverpool og | Arsenal. Ath: Nýja gráa Man. f fHBprTA1»Utd. peysan kr. 3.999 Póstsendum SPORTVÖRUVERSLUN Háaleitisbraut 68, sími 568 4240 Pelsar frá Flash Verð frá 11.900 Þrumugóð tónlist Los Lobos og ein- hver albesta hljóðrás sem heyrst hefur í kvikmynd, auk þess sem hin n hljómflutningst i Stjörnubíói og uppsetning þei virka með ólíkindum vel ★ ★’/2 S.V.MBL /DD/ /Dynamic DigilalSound ★★★ Á.Þ. Dagsljós ★ ★★ G.B.. DV Sýnd kl. 5. Miðaverð kr. 700. Sýnd í kl. 6.50. Miðaverð. kr. 750. NETIÐ Sýnd kl. 9 og 11. kr.275 Það er þess virði að bíða eftir bestu gjöfunum. Simi 6500 551 ANTONIO BANDERAS INDÍÁNINN í SKÁPNUM Sími Sýnd í A-sal kl. 5 og 7. Jolamyndm Einmitt þeear þið haldið að allar gjafírnar hafa verið opnaðar... 6500 551 ...en svo er ekki Verið viðbúin töfrum! Misheppnað grín TONLIST Gcisladiskur KÓSÝ JÓL Geislaplata ungllngah|jóinsveitarinn- ar Kósý. Hljómsveitina skipa: Markús Þór Andrésson, Ragnar Kjartansson, Magnús Ragnarsson og Ulfur Eld- járn. Utsetningar: Kósý. Upptöku- stjóm og hljóðblöndun: Jón Skuggi. Kisi hf. gefur út. Dreifing: Japis. 43,06 mín, 1.999 krónur. ÞAÐ er erfitt að átta sig á hvað vakir fyrir þeim félögum í ungl- ingahljómsveitinni Kósý með út- gáfu geislaplötunnar Kósý jól. Umbúðir plötunnar eru að vísu ákaflega smekklegar, með falleg- um Iitmyndum, kökuuppskrift, „dúkkulísu“ klippimyndum og hnittilegum hugleiðingum hljóm- sveitarmanna um innihald plöt- unnar. En þar með er nánast upp- .talið það sem hægt er að segja jákvætt um þessa plötu, nema ég hafi misskilið verkið svona hrapal- lega og ekki náð „dýptinni" sem kann að felast í því, sem vel má vera. Þeir félagar í Kósý hafa fengið orð fyrir að vera skemmtilegir á tónleikum og engin ástæða til að efast um það. En það sem þykir fyndið í þröngum hópi vina og vandamanna á tónleikum eða í lokuðum samkvæmum kann að falla í grýttan jarðveg hjá sauð- svörtum almúganum, sem þramm- ar um í slabbinu fyrir utan veggi menntaskólans. Og ég er ansi hræddur um að hinn almenni hlustandi hafí lítinn húmor fyrir því sem borið er á borð fyrir hann á þessari plötu. Vissulega er hægt að brosa út í annað, í fyrstu, en þegar fram í sækir fer einhæft grínið að missa marks og verður að lokum algerlega misheppnað að mínu mati. Hugmyndin er að visu ekki svo fráleit og ef til vill hefði hún geng- ið upp hefði ekki komið til fremur slakur undirleikur og enn verri söngur. Gítarleikarinn virðist þó kunna ýmislegt fyrir sér, en sums staðar er eins og hann geri í því að spila „hallærislega" og með slæmum hljóm. Kannski á þetta bara að vera svona, eins konar „partur af prógramminu“? Þó kastar fyrst tólfunum þegar kem- ur að söngnum. Þeir félagar lafa víðast hvar í tóninum og sums staðar í samsöng eru þeir beinlínis falskir. Svona söngur og spila- mennska sleppur oft í tónleikasal þar sem hlátur og kátína ríkir, en hljómflutningstækin gefa engin grið þegar hrasað er í tónstigan- um. Það er leiðinlegt að þurfa að setja svona ummæli á blað því þeir Kósýmenn virðast hinir geðugustu piltar að sjá og þeir hafa áreiðanlega ekki af me'ðvit- aðri illkvittni ætlað sér að mis- þyrma hugverkum ástsælla höf- unda á borð við Oddgeir Kristjáns- son, Ása í Bæ, Gunnar Þórðarson, Magnús Eiríksson, Gylfa Ægis- son, Bach og Beethoven, svo nokk- ur dæmi séu tekin af höfundum sem verða fyrir barðinu á glanna- legum húmor Kósý-manna á þess- ari plötu. Líklega er það einmitt þetta sem fer mest fyrir brjóstið á manni þegar hlustað er á Kósý jól, því húmorinn virðist virka einna skást í þeim fáu frumsömdu lögum sem er að finna á plötunni. Og þau bera það með sér að ekki er loku fyrir það skotið að þeir Kósýmenn geti barið saman þokkalegt popplag með tíð og tíma ef þeir vendu sig við vandaðri vinnubrögð. Eftir þessa útgáfu standa Kósý- piltar á krossgötum. Þeir þurfa að gera það upp við sig hvort þeir ætla að vera „grínarar“ eða tón- listarmenn sem vilja láta taka sig alvarlega. Velji þeir síðari kostinn myndi ég ráðleggja þeim að leggja frekari útgáfustarfsemi og tón- leikahald á hilluna í bili og æfa sig örlítið betur heima (söngnám myndi ekki skemma fyrir). Síðan er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að reyna aftur, undir öðru nafni, því ég hef grun um að með þess- ari plötu hafi þeir félagar skotið sig svo illilega í lappirnar að þeir eigi sér ekki viðreisnar von undir merkjum unglingahljómsveitar- innar Kósý. Sveinn Guðjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.