Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Talsmaður Jabloko um þingkosningarnar í Rússlandi „Úrslitin afleiðing stefnu stjórnarinnar“ ÚRSLIT þingkosninganna eru bein afleiðing efnahagsstefnu ríkisstjórn- ar Viktors Tsjernomyrdíns, að mati Eugeniu Gillendorf, blaðafulltrúa umbótaflokksins Jabloko, flokks Grigóríjs Javlinskíjs. „Fólk dregur fram lífið, ellilífeyririnn er lágur, launin lág og greidd óreglulega út. Mörgum fínnst eftirsjá að gamla einræðiskerfinu, þó að þeir kunni vissulega að meta lýðræðisumbætur. Þegar Sovétríkin voru og hétu, fengu menn örugglega laun, þó að þau væru oft á tíðum lægri,“ sagði Gill- endorf í samtali við Morgunblaðið en einnig var rætt við talsmann ftjálslynda lýðræðisflokksins, flokk Vladímírs Zhírínovskíjs. „Úrslitin eru vissulega vonbrigði en ekki mikil. Við fengum aðeins minna fylgi en okkur hafði verið spáð,“ sagði Gillendorf. Hún segir úrslitin ekki hafa verið óvænt nema sigur kommúnista sem hafi verið mun stærri en búist hafi verið við. „Enn er talningu ólokið í héruðum í mið- og vesturhlutanum og við gerum okkur vonir um dálitla fylg- isaukningu." Gillendorf sagði það af og frá að svokallaðir umbótasinnar ættu að sameinast í flokka. „Við eigum ekk- ert sameiginlegt með flokki Gajdars. Hann hefur stutt ríkisstjórnina í mörgum málum og hún hefur haldið sig að hluta til við stefnuna sem hann markaði í efnahagsmálum. Flokkur okkar hefur verið andvígur henni frá upphafi.“ Hvert ástandið verður í Dúmunni eftir kosningar, segir Gillendorf erf- itt að segja til um. „Kommúnistarn- ir á síðasta þingi voru meira í ætt við sósíaldemókrata. Við vitum ekki hvað gerist nú þegar alls kyns kommúnistar, harðlínumenn og hóf- samir, fara inn á þing.“ „Viðunandi árangur" Morgunblaðið hafði samband við flokksskrifstofu Zhírínovskíjs í Moskvu í gær. Talsmaður flokksins sagði að árangurinn í kosningunum væri mjög viðunandi. „Það var rek- inn gegn okkur hatursáróður, þann- ig var andrúmsloftið síðustu tvö árin. Ríkisfjölmiðlar ráku áróður, það var einnig gert í blöðum um- bótasinna og kommúnista, fjölmiðl- ar voru ekki hlutlausir gagnvart okkur, hér eru engin hlutlaus blöð. Það var sagt að flokkurinn væri mjög slæmur, við værum illmenni. En almenningur áttaði sig á þessu, sá í gegnum þessar lygar og ég tel að við höfum unnið sigur; þrátt fyrir Reuter GENNADIJ Zjúganov, leiðtogi kommúnista, hlýðir á næstráð- anda flokksins, Valentín Kuptsov á blaðamannafundi í Moskvu. ákafan andróður náðum við öðru sæti. Það er mjög gott. Ég tel að þessar kosningar hafi ekki farið heiðarlega fram. Ég trúi því ekki að fólk hafi kosið þennan flokk Tsjernomýrdíns? Hver kýs rík- isstjórn sem hefur rænt eigin þjóð? Hann hefur rænt frá fólki, hvers vegna skyldi það kjósa ræningj- ana?“ Ég held að býsna margir hafi falsað niðurstöðurnar, ekki all- ir en víða var það gert.“ Spurt var hvort þingmenn myndu starfa náið með kommúnistum í nýju Dúmunni, þrátt fyrir ýmsan ágreining. „Ef þeir fylgja góðri stefnu fyrir landið okkar, þjóðina okkar, munum við styðja þá, ella munum við berjast gegn þeim. Margir þeirra eru föðurlandsvinir“, svaraði talsmaðurinn og í því slitn- aði sambandið. Deutch, yfirmaður CIA, fyrir þingnefnd Ottast að hryðjuverk aukist Washington. Reuter. JOHN Deutch, yfirmaður banda- rísku leyniþjónustnnar, CIA, spáði því í gær, að hryðjuverk ættu eftir að aukast um allan heim. Við því yrði brugðist með því að stórauka tilraunir til að koma fyrir uppljóstr- urum innan hryðjuverkahópa og rík- isstjórna, sem þá styddu. Deutch sagði á fundi með leyni- þjónustunefnd þingsins, að honum þætti miður að hafa komist að þess- ari niðurstöðu en hann teldi að hryðjuverkum myndi fjölga mjög á næsta áratug. Yrði þeim ekki aðeins beint gegn Bandaríkjamönnum, heldur stjórnvöldum víða um heim. Nefndi Deutch sem dæmi Hamas- og Hizbollah-samtökin meðal Palest- ínumanna og sagði, að átök milli þjóða-, þjóðarbrota og trúarhópa myndu áfram valda óstöðugleika og vera jarðvegur fyrir hryðjuverka- starfsemi. Spá óháðra sérfræðinga um urslit þingkosninganna í Rússlandi Bandalagí kommúnista spáð u m 40% þingsætanna Moskvu. Reuter. KOMMÚNISTAR og bandamenn þeirra fá um 40% þingsætanna í kosningunum í Rússlandi á sunnudag, samkvæmt spá óháðra sérfræðinga sem byggð var á nýjustu kosningatölunum. Kommúnistar þyrftu að tryggja sér stuðning þjóðernissinnans Vladímírs Zhírínovskíjs til að ná meirihluta á þinginu, eða 226 þingsæti af 450, að sögn sérfræðinganna. Talningu var lokið í 223 einmenningskjör- dæmum af 225 í gær. Kjörstjórnin sagði að kommúnistar hefðu fengið 57 kjördæmaþing- menn og bandamenn þeirra 29 (Bændaflokkur- inn 20, vinstriflokkur undir forystu Níkolajs Ryzhkovs, fyrrverandi forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, átta, og flokkur harðlínukommúnista einn). 225 þingmenn til viðbótar eru kjörnir af lands- listum og talningu í þeim hluta var lokið í 173 af 225 landskjördæmum. Flokkar sem ekki ná 5% atkvæða í þessum hluta fá enga þingmenn kjörna af landslistunum. Aðeins fjórir flokkar hafa náð þessu marki og kommúnistaflokkurinn er þeirra stærstur með 21,41% 'atkvæðanna og 96 þingmenn, eða alls 153 þingmenn í báðum hlutum kosninganna. Kommúnistar voru með 42 þingmenn á síðasta þingi. Samtals gætu því kommúnistar og bandamenn þeirra fengið um 179 þingsæti í báðum hlutum kosninganna. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, sem Zhír- ínovskíj fer fyrir, er með 10,89% atkvæðanna, samkvæmt nýjustu tölum, og fær 49 þingmenn af landslistanum. Hann fékk aðeins einn kjör- dæmaþingmann. Kommúnistar, bandamenn þeirra og flokkur Zhírínovskíjs gætu myndað meirihluta á þing- inu, með 229 þingmenn. 226 atkvæði nægir til að samþykkja tillögu um vantraust á stjórnina og samþykkja frumvörp, en tvo þriðju atkvæð- anna þarf til að hnekkja neitunarvaldi forsetans. Sérfræðingar telja ólíklegt að kommúnistar og flokkur Zhírínovskíjs geti náð samstöðu í mörgum málum, þótt þeir geti komið stjórninni í vanda með því að samþykkja vinsæl frumvörp sem forsetinn yrði að beita neitunarvaldi gegn. Jabloko með 51 þingmann Samkvæmt nýjustu tölúm er flokkur Viktors Tsjernomyrdíns forsætisráðherra, Heimili okkar Rússland, með 9,98% atkvæða, sem nægir til að tryggja 43 þingmenn af landslista. Flokkur- inn hefur fengið 10 menn kjörna í einmennings- kjördæmunum, eða alls 53 þingmenn. Stærsti flokkur umbótasinna, Jabloko, fékk 7,27% atkvæða samkvæmt nýjustu tölum sem færir honum 37 þingmenn af landslista. Hann hefur fengið 14 kjördæmaþingmenn og alls 51 þingmann. Samtök rússneskra samfélaga hafa fengið fímm kjördæmaþingmenn og Val Rússlands, stærsti flokkurinn á síðasta þingi, er nú með 10 þingmenn en var með 65. 77 óháðir frambjóðendur hafa náð kjöri, auk 22 frambjóðenda annarra smáflokka. l\l % íendurgreiðslu Skandia býður hlutabréf með 10% útborgun og afganginn á boðgreiðslum til 12 mánaða • Hjá Skandia geta hjón keypt hlutabréf í Almenna hlutabréfasjóðnum hf. fyrir 270 þúsund krónur - borgað aðeins 10% út og afganginn á boðgreiðslumVisa og Euro til 12 rnánaða. • Með slíkum kaupum fá hjón u.þ.b. 90.000 króna skattaafslátt sem greiðist í ágúst á næsta ári. • Hlutabréf í Almenna hlutabréfasjóðnum hf. hafa hækkað um 45% síðustu 12 mánuðina. • Þú getur gengið frá kaupunum með einu sfmtali við Skandia í síma 56 19 700. Skandia Fjárfestingarfélagið Skandia hf.« löggilt verðbréfafyrirtæki Laugavegi 170 • sími 56 19 700
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.