Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ / Römerpottunum má steikja kjöt og elda grænmeti saman eða í sitt hvoru lagi s Engin fitumatreiðsla, einstaklega Ijúffengur og heilsusamlégur matur • Pottarnir passa í alla eldavélaofna Mikill sparnaður í þrifum Leiðbeiningar og uppskriftir á íslensku. 3 gerðir á jólatilboði frá kr. 1.700. Gefðu gagníega, glœsilega gjofl \ Einar mmm j Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 "S 562 2901 og 562 2900 Jólagjöfin fyrir og alla sem unna heilsusamlegri matreiðslu % L ia/IVj i' -1 orðaðu það við Fálkann ry <£&'&•. 3 A\ oaV° Pekking Reynsla Þjónusta 16.900 ki Minni — ominm „MINNI Ingólfs", þ.e. þess er fyrst byggði Reykjavík, var vinsælt á hátíðlegum stundum og manna- mótum framan af öld- inni og heyrist jafnvel bregða fyrir enn. Hinn 16. desember sl. ræðst nýr rithöfundur, tón- listarflytjandi m.m., Helgi Þór Ingason, fram á ritvöllinn í nafni Langholtskirkjukórs að skrifa „Óminni Ing- ólfs“ og betrumbæta formála minn að nýleg- um flutningi Jólaórat- oríu Bachs. Samkvæmt íslenskri orðvenju hefur orðið minni ýmsar merkingar. Auk þess að muna, vera minnugur, er önnur aðalmerking orðsins að minnast, halda minningu einhvers á lofti. Orðið óminni er sjaldan notað um gleymsku, nema hún verði af annarlegum orsökum, s.s. ofdrykkju, sbr. óminnishegrann. Minni er haldið fólki til vegsemdar, til að minnast dáða eða afreka þeirra er minnið er haldið, í ræðu, riti eða söng! Þar eð ég þyki ekki gleyminn maður liggur beint við að álykta að heitið „Óminni Ing- ólfs“ með hinu neitandi forskeyti sé andstæða minnisins, sem flutt er til heiðurs og sé skrifað undirrit- uðum til lasts en greinarhöfundi sjálfum og Langholtskirkjukór til lofs, enda enginn annar tilgangur sýnilegur með skrifi þessu, hvaða hvatir sem liggja þar að baki. Ég er óvanur því að fá jóla- og áramótaóskir sendar gegnum Morgunblaðið í opinberri grein, en þakka þær hér með og endurgeld. Slíkar óskir á opinberum vettvangi verða ósannfærandi, þegar hnýtt er aftan við athugasemdum um heilsufar og orðrétt: „sérstaklega vona ég að honum daprist ekki minnið frekar en orðið er“! Hvaðan kemur þessum manni þekking eða umboð til þess að lýsa einhvetju yfir á opinberum vettvangi, sem snertir heilsu mína og ástand? Svo er almættinu fyrir að þakka, að heilsa mín er ágæt og kunnugir telja minni mitt óvenju trútt. Þar eð ég gegni enn fullu starfi með mikilli ábyrgð er sú aðdróttun sem hér er falin bak við fölsk kurteisis- orð, svo gróf að varðar við atvinnu- róg. Óminnishegrinn hefur enn ekki sótt mig heim. Fleira er ósannfærandi í grein verkfræðingsins. Spuming er, hvort hugur fylgir máli, þegar hann óskar Mótettukór Hallgríms- kirkju „til hamingju með glæsilegan flutn- ing á Jólaóratoríunni sunnudaginn 10. des- ember“. Annaðhvort hefur hann ekki verið viðstaddur eða láðst að lesa efnisskrána. Hún hefst með formála mínum „Af himnum ofan boðskap ber“, sem er tilefni skrifa hans „Óminni Ingólfs". Formáli þessi er ljós og skýr, þarfnast ekki frekari útlistana, en í Ijósi aðfinnslu þeirrar sem hlotið hefur heitið Óminni Ingólfs er eft- irfarandi tekið fram: Um síðustu mánaðamót hafði söngstjóri Mótettukórsins, Hörður Áskelsson organisti Hallgríms- kirkju, samband við mig, bað leyfis að nota íslenskar þýðingar, sem ég hafði fyrir rúmum tveimur áratug- um látið gera af söngtextum Jólaór- atoríunnar og ég á birtingarrétt á, en höfundar eru tveir látnir vinir, Þorsteinn Valdimarsson skáld og sr. Sigurjón Guðjónsson. Jafnframt bað hann mig að rita stuttan inn- gang að efnisskrá Jólaóratoríunnar, þar sem vikið yrði að því, hvetjir voru brautryðjendur í flutningi á tónlist Bachs hér á landi. Ég átti engan hlut að birtingu greinarinnar í Morgunblaðinu, en tel víst að rit- stjórn blaðsins hafi talið hana áhugaverða vegna menningarlegrar umfjöllunar. Ekki sama Bach og Langholt í formála að flutningi Jólaórat- oríunnar í Hallgrímskirkju í fyrsta sinn var minnst á brautryðjendur í kynningu á tónlist Bachs á íslandi í örstuttu máli. Annars vegar stór- organistann Pál ísólfsson, hins veg- ar Pólýfónkórinn, sem flutti öll stærstu kórverk Bachs hér á landi á árunum 1964-1988, flest þeirra í fyrsta sinn á íslandi, s.s. Matt- heusarpassíu og Messu í H-moll, sem eru stærstu og dáðustu verk tónbókmennta á sínu sviði. Þessara flytjenda er einungis getið vegna sérstöðu sinnar, að ryðja brautina, sem aðrir hafa plægt síðan og not- ið góðs af verki brautryðjendanna eins og gengur. Til dæmis ætla ég, að það hafi sparað Langholtskirkju- kór nokkra fyrirhöfn og fjárútlát að nota texta þá, er ég hafði látið gera við Jólaóratoríuna, en útláta- laust hefði verið að sýna þá kurt- eisi að biðja leyfis. Reynsla sú er fékkst af fyrri flutningi hlýtur líka að hafa reynst nokkurs virði, þótt ekki væri nema af þátttöku þeirra hljóðfæraleikara og söngvara; sem tóku þátt í endurflutningi. I for- mála mínum er aðeins verið að fylgja úr hlaði fyrsta flutningi Jóla- óratoríunnar í veglegustu kirkju landsins, kirkju Krists og Hallgríms Péturssonar. Fyrir mér vakti ekki að skrifa neins konar heildaryfirlit yfir flutning á tónlist Bachs hér á landi, aðeins að lýsa upphafinu, enda ekkert rúm né tilefni til ann- ars. Ástæða hefði verið til að geta Enginn nær langt í flutningi þeirrar listar án þess að nálgast hana sem helgidóm, segir Ingólfur Guðbrands- son, ná á henni full- komnum tökum, sam- einast anda hennar og innihaldi en af- klæðast yfirlætinu. annarra sporgöngumanna í að kynna tónlist Bachs, s.s. Rutar Ing- ólfsdóttur og Kammersveitar Reykjavíkur, Helgu Ingólfsdóttur og Skálholtshátíðar, en hvorki rúm né beinlínis tilefni á þessum vett- vangi. Afrek Langholtskirkjukórs- ins eru öllum í fersku minni, jafn- rækilega og þau hafa verið kynnt, en ekkert tilefni til að geta hans sérstaklega í umræddri grein. Hvorki kórinn né hinn ágæti stjórn- andi hans, Jón Stefánsson, eiga á hættu að gleymast, þótt ekki væri um þau fjallað í sambandi við flutn- ing Jólaóratoríu í Hallgrímskirkju. Má kannski ekki minnast á Johann Sebastian Bach án þess að kór Langholtskirkju sé nefndur í leið- inni? Ég þekki Jón Stefánsson ekki að öðru en ljúfmennsku og trúi ekki að óreyndu að hin illa grund- uðu skrif „Óminni Ingólfs“ séu til orðin með vitund hans. Af alkunnri hógværð og lítillæti Kórs Lang- holtskirkju og stjórnanda hans er ég viss um að hann gerir ekki kröfu til að kallast brautryðjandi í túlkun á verkum Bachs á íslandi. Það er misskilningur að flytjand- inn sé aðalatriði og miðpunktur tón- Ingólfur Guðbrandsson Yfirlýsing frá sljórn læknaráðs Landspítalans VEGNA þrenginga ríkissjóðs og árviss fjárlagahalla hefur enn einu sinni verið skorin upp herör gegn kostnaði í heilbrigðismálum. Landspítalinn hefur á undanföm- um árum verið þvingaður til að leitast við að halda fullum rekstri með síminnkandi framlögum á fjárlögum. Landspítalinn hefur nú um árabil verið fjársveltur og þurft að mæta skertum fjárframlögum með minnkaðri starfsemi (lokunum deilda). Þessar aðgerðir hafa haft í för með sér skemmri sjúkrahús- vist sjúklinga. Óhjákvæmilega hef- ur kostnaður við hvern legudag hækkað, þar sem afköstin hafa aukist með „betri“ nýtingu sjúkra- rúma, t.d. vegna nýrrar tækni við skurðlækningar og markvissari meðferðar. Á undanförnum árum má segja að Landspítalinn hafi verið keyrður svo sem unnt er, en að heildaraf- köst séu samt ófullnægjandi vegna lokana skurðstofa og sjúkradeilda. Afleiðingin er sú, að þrátt fyrir aukna „framleiðni" lengjast biðlist- ar, vinnutap og þjáningar sjúklinga aukast og minnkandi vinnugleði verður vart meðal starfsfólks. Versnandi rekstrarumhverfi bitnar á kennslu læknanema, hjúkrunar- nema og annarra heilbrigðisstétta. Nú stendur enn einu sinni til að lækka framlag til Landspítalans. Ríkisendurskoðun hefur varað við því að frekari niðurskurði verði ekki hægt að mæta með aukinni hagræðingu. Lækkun fjárframlaga til spítalans er þar með bein skila- boð frá ráðamönnum um að draga úr lækningum á Landspítalanum. I þessu tilefni vill stjórn lækna- ráðs Landspítalans leggja áherslu á eftirfarandi: 1. Sé raunverulegur vilji af hálfu stjórnvalda til að ná fram betri rekstri heilbrigðiskerfisins er nauð- synlegt að breyta fjármögn unarað- ferð allra sjúkrahúsa á íslandi. Æskilegt væri að minnka mið- stýringu fjármunanna með því að tengja ákveðnar greiðslur við þau verk sem unnin eru við hvern sjúkl- ing. Með slíku kerfi myndi fjár- magn beinast til sjúkrahúsa í hlut- falli við unnin verk og þannig kæmi fljótt í ljós hvar eðlilegt væri að starfsemin færi fram. 2. Hugmyndir um fjárhagslega samstjórn sjúkrahúsanna í Reykja- vík gætu ef til vill leitt til spamað- ar til lengri tíma og vert er að skoða þann möguleika. 3. Frekari minnkun ijárframlags til Landspítalans mun leiða til breyttrar heilbrigðisþjónustu á ís- landi vegna skertrar starfsemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.