Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 41
að ljúka því námi. Þannig vill til
að undirritaður var þá kennari
hennar í þessu námi og minnist ég
þess hversu áhugasöm hún var í
því og hve vel hún naut sín við
námið.
En nú hefur Hulda útskrifast
úr þessum heimi. Margir álíta að
útskrift sé í eðli sínu byijun á ein-
hverju sem eflaust krefst meira en
skóli nær að öllu leyti að búa okk-
ur undir. Ég er þess fullviss að
koma Huldu inn í nýjan heim verð-
ur farsæl og björt. Mér eru hugtök-
in hreinskilni og hugrekki efst í
huga þegar ég kveð elskulega mág-
konu mína, en báðum þessum
dyggðum var hún n'kulega prýdd.
Við hjónin vottum Kristjáni bróð-
ur mínum sem stóð svo dyggilega
við hlið konu sinnar í erfiðum veik-
indum, sonum þeirra og öldruðum
foreldrum hennar okkar innileg-
ustu samúð.
Þórður S. Óskarsson,
og fjölskylda.
Fyrstu minningarnar um Huldu
frænku mína, en Hulda og móðir
mín, Magnea, voru systkinaböm, á
ég frá jólaboðunum hjá Bjarna og
Karen á Vesturgötu 12, foreldrum
Huldu. Það vom átveislur að
„dönskum" sið og ævinlega sérstak-
ar.
Næsta minningarbrot sem tínt
skal til hér er þegar Hulda sem
glæsileg flugfreyja kom fyrst heim
til okkar á Víghólastíginn með
mannsefnið sitt, hann Kristján.
Bæði voru þau þá mjög ung, en
minningin er hve mér þá ungri
fannst þau vera flott par.
Svo er það ekki fyrr en við eld-
umst að ég kynnist Huldu náið. Þá
liggja leiðir okkar saman í gegnum
kvennafélag. Þá unnum við saman
í nefndarstörfum á vegum þess fé-
lags okkar sem heitir BPW-klúbb-
urinn á íslandi og er í alþjóðasam-
tökunum IFBPW sem stendur fyrir
International Federation of Busi-
ness and Professional Women.
Hulda var virk í félaginu nánast frá
upphafi á meðan aðrir félagar hafa
komið inn í stuttan tíma, sem raun-
in varð með mig þar sem ég flutt-
ist frá höfuðborgarsvæðinu. Á síð-
asta ári, þegar félagið hélt upp á
15 ára afmælið sitt, linnti Hulda
ekki látunum fyrr en ég mætti. Þar
hélt Hulda ræðu um sögu félagsins
og gerði það með mikilli prýði. í
máli hennar kom fram að hún sjálf
hafði mætt á langt yfir eitt hundrað
fundi hjá félaginu sem örugglega
telst mjög gott í félagi sem fundar
einu sinni í mánuði.
Mig langar að þakka samveru-
stundir sem við áttum fyrir nokkr-
um árum. Þá höfðu Hulda og Krist-
ján örfáa daga lausa um sumar, en
brunuðu vestur á ísafjörð til að
heimsækja okkur í Aðalvíkina og
sjá með eigin augum „Homstranda-
paradísina“ okkar að „Görðum“.
Þar var gírað niður og daganna
notið og mikið spjallað um heima
og geima.
Fyrir rúmu ári fékk Hulda sjúk-
dóm og gekk þrautaveg hans með
bæði von og vonbrigði til skiptis í
farteskinu, meðan ferlið gekk sinn
veg. Þrátt fyrir að hún gengi ekki
heil fór hún ásamt systur sinni Öldu
með háaldraða móður þeirra til átt-
haga hennar í Danmörku síðastliðið
sumar, því henni var í mun að
móðir hennar fengi nú að komast
enn einu sinni heim.
Við Hulda áttum báðar von í
andlegum mætti og leituðum þang-
að eftir styrk í veikindum hennar.
Hulda frænka var glæsileg kona.
Hún var orðvör sem er mikill kost-
ur, en hafði þó sína eigin sannfær-
ingu.
Eg fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matt. Joch.)
Ég þakka samfylgdina og góð
kynni og bið góðan Guð að blessa
minningu Huldu frænku minnar og
bið um styrk hans til handa Krist-
jáni og sonum þeirra, háöldruðum
foreldrum og systur, hafið Guðs
blessun.
Helga Jósefsdóttir.
Veistu, ef vin þú átt,
þanns þú vel trúir,
og vilt þú af honum gott geta,
geði skaltu við hann blanda
og gjöfum skipta,
fara að finna oft.
(Úr Hávamálum)
Ég fór ekki eftir þeim heilræðum,
sem Hávamál gefa í ofangreindu
erindi. Nú er það of seint, Hulda
mín er farin til annars heims. Þar
dvelur hún nú, hress og kát, eins
og í gamla daga, og þar vonast ég
til að hitta hana aftur, þegar minn
tími kemur. Við kynntumst, þegar
ég settist við hlið henni i 9 ára
bekk D í Miðbæjarbarnaskólanum.
Sambandið hefur varað síðan, þótt
mjög hafi sneiðst um heimsóknir
hin síðari árin. En á jólum og af-
mælum var skipst á gjöfum og reynt
að komast í heimsókn. Nú bíður
slíkt um sinn.
Ég dáðist mikið að Huldu, þegar
hún tók sig til og fór í Öldunga-
deild MH. Hún lauk námi þar vorið
1982 með sama dugnaði og ósér-
hlífni, eins og hún sýndi í öllu því,
sem hún tók sér fyrir hendur. Allt
var alltaf gert eins vel og unnt
var, allir hlutir nýttir eins vel og
kostur var. Það lá stundum við, að
ég fengi minnimáttarkennd. Það
var þó óþarfi, því að aldrei mikl-
aðist Hulda af verkum sínum. Ég
mun geyma minninguna um góða
vinkonu og ylja mér við hana um
ókomin ár. Guð blessi Huldu mína
og Kristján og drengina þeirra
báða.
Öðrum aðstandendum og vinum
sendi ég innilegar samúðarkveðjur,
sérstaklega þó öldruðum foreldrum
Huldu, Karenu og Bjarna.
Hrönn Hafliðadóttir.
í dag kveðjum við elsku Huldu
okkar.
Ég man vel eftir því þegar ég
kynntist Huldu fyrst. Þá voru Krist-
ján frændi og Hulda trúlofuð. Þetta
var á Laugateignum í eldhúsinu
þar. Ég var nýflutt til landsins og
kunni ekki tungumálið. Kristján
var að dunda sér við að lagfæra
eitthvað og Hulda sat við hliðina á
honum að hjálpa til. Það fyrsta sem
ég hugsaði þegar ég sá hana var
hvað hún var lagleg. Hún var glæsi-
leg kona og þau stórglæsilegt par,
svo brosti hún svo innilega til mín,
það var eins og sólargeislar kæmu
alls staðar. Hún starfaði sem flug-
freyja þá og talaði svo vel ensku,
sem var mitt móðurmál, að ég, sem
táningur hændist að henni.
Síðan giftust þau og áttu tvo
syni. Þau byggðu sér fallegt heim-
ili í Breiðholtinu, þar sem maður
var alltaf velkominn og fékk hlýleg-
ar móttökur.
Ég man vel eftir öllum fjöl-
skylduboðum, þar sem við hittumst
hress og kát, og alltaf nóg til að
tala um í þessari stóru og ástríku
fjölskyldu.
Ég minnist Huldu ekki með sorg,
því ég veit að henni líður vel núna.
Hún fær loksins frið eftir erfið og
ósanngjörn veikindi.
Farðu í friði, Hulda mín, við hitt-
umst aftur, ég þakka þér fyrir okk-
ar dýrmæta vinskap. Ég bið Guð
að færa Kristjáni, Bjarna, Erni og
allri fjölskyldunni styrk.
Elsku Kristján frændi minn, vil
ég loka þessu með eftirfarandi sögu
sem móðir mín sendi mér þegar
ég átti um sárt að binda, og hef
hana alltaf við náttborðið mitt.
Nótt eina dreymdi mann draum,
hann dreymdi að hann væri að
ganga eftir ströndinni með Guði.
Þvert yfir himininn birtust honum
sýnir úr lífi hans, fyrir hvert atvik
úr lífi hans, tók hann eftir tvennum
fótsporum í sandinum, önnur til-
heyrðu honum, og hin Guði.
Þegar síðasta atvik lífs hans birt-
ist honum, leit hann aftur á fótspor-
in í sandinum. Hann tók eftir því
að mörgum sinnum í gegnum ævi-
skeið hans voru aðeins ein fótspor.
Hann tók líka eftir því að þetta
gerðist einmitt á erfiðustu tímabil-
um lífs hans.
Þetta angraði hann mikið, og
hann spurði Guð. „Guð, þú sagðir
að ef ég myndi ákveða að fylgja
þér, þá myndir þú ganga við hlið
mér alla tíð. En ég hef tekið eftir
því að á erfiðustu tímabilum lífs
míns, þá eru aðeins ein fótspor, ég
get ekki skilið af hveiju þú yfír-
gafst mig þegar ég þarfnaðist þín
sem mest.“
Guð _ svaraði: „Mitt dýrmæta
barn. Ég elska þig og ég myndi
aldrei yfirgefa þig. A erfíðustu
tímabilum lífs þíns, þar sem þú
sérð aðeins ein fótspor, það var þá
sem að ég hélt á þér.“
(Okunnur höf.)
Patsy.
Margt er það, margt er það
sem minningamar vekur
en þær eru það eina
sem enginn frá mér tekur.
(Davíð Stefánsson)
Það var sunnudagur 10. desem-
ber, annar í aðventu, þegar hringt
var í mig og mér tilkynnt andlát
vinkonu minnar Huldu A. Bjarna-
dóttur.
Það kom mér ekki á óvart, því
þegar ég heimsótti hana nokkrum
dögum áður sá ég að hveiju stefndi,
en samt er maður alltaf jafnóviðbú-
inn þegar fólk á besta aldri er kall-
að burt.
Elsku Hulda mín, þá er þínum
þjáningum lokið og ég veit að þér
líður vel núna. Ég ætla ekki að
rekja ævisögu þína, aðeins að minn-
ast 37 ára vináttu sem aldrei féll
skuggi á. Við vorum að rifja upp
gamlar minningar núna í sumar
eins og oft áður og þá sagðir þú,
það er skrítið að eftir öll þessi sam-
veruár okkar hefir aldrei fallið
styggðaryrði á milli okkar. Ég mun
ylja mér við það og margar yndis-
legar minningar af ýmsum uppá-
tækjum sem við brölluðum sem
ungar stúlkur.
Síðan tók alvaran við, frumburð-
irnir, fyrstu börnin okkar, fæddust
með rúmlega mánaðar millibili og
þegar þau fóru á sama dagheimilið
þá fengum við mæðgur alltaf far
með þér á Hagaborg í gamla bláa
jeppanum. Það sparaði mér mikinn
tíma og erfiði og vil ég þakka þér
það.
Margt skemmtilegt gerðum við
saman og í öllum afmælum var
sjálfsagt að við mættum hvor hjá
annarri. Þegar ég flutti til Svíþjóð-
ar í tvö ár þá var bréfasamband á
milli okkar. Þú varst að hugsa um
að koma í heimsókn til mín en af
því varð ekki áður en ég flutti heim
aftur.
ég minnist þess hvað var gaman
hjá okkur fyrir 3 árum þegar við
vorum að undirbúa 50 ára afmæli
þitt og Kristjáns, þá var fjör hjá
okkur. Við hlógum mikið að ýmsu
sem gerðist þá og þú sagðir marg-
oft, þú manst að kalla mig til hjálp-
ar þegar kemur að 50 ára afmæl-
inu þínu, Ágústa mín. Því miður
fékk ég ekki tækifæri til að njóta
þess því þá varst þú búinn að fá
þennan hræðilega sjúkdóm og ný-
búin að fara í stóran uppskurð. Þú
talaðir oft um það að þú hefðir sko
ætlað að hjálpa mér því þú vildir
alltaf gjalda í sömu mynt ef þú
gætir. Það var sárabót að þú gast
komið og fagnað þessum áfanga í
lífi mínu með mér.
Þú barðist hetjulega og ætlaðir
ekki að láta bugast. Við héldum
að allt væri að verða gott og í all-
an fyrravetur varstu svo dugleg
að drífa mig með þér á allskonar
uppákomur og fundi og þakka ég
þér fyrir þær skemmtilegu stundir
sem við áttum saman.
Við vorum orðnar svo vongóðar
um að þú værir að ná þér, en í
sumar kom reiðarslagið, sjúkdóm-
urinn var búinn að taka sig upp
aftur. Daginn sem þú fékkst þessi
hörmulegu tíðindi kom ég til þín
og þú tókst utan um mig og sagð-
ir, nú verð ég að ganga í gegnum
þetta allt aftur og við táruðumst
saman.
Elsku vinkonan mín, það var .svo
margt sem við rifjuðum upp af
skemmtilegum minningum á mið-
vikudögunum okkar, eins og þú
kallaðir þá, þegar ég leit inn í
morgunkaffi til þín áður en þú fórst
að vera svona mikið á sjúkrahús-
inu. Nú er ég þakklát fyrir þessar
stundir okkar og ég á eftir að sakna
þess að þær verða ekki fleiri.
Sigrún, yngsta dóttir mín, vill
þakka Huldu frænku og vinkonu
fyrir allar smágjafimar sem hún
var alltaf að færa henni og hvað
hún Hulda dáðist alltaf að teikning-
unum hennar og bað hana að teikna
fleiri fyrir sig. Svo sýndi hún henni
þá virðingu að hengja þær upp og
sýna vinum sínum hvað 11 ára vin-
konan hennar teiknaði vel. Þetta
sýnir svo vel hvaða mann hún
Hulda hafði að geyma, hún var svo
barngóð. Að síðustu viljum við
Hreinn þakka Huldu og Kristjáni,
sem er búinn að standa eins og
klettur við Huldu hlið í veikindum
hennar, allar samverustundirnar,
grill-, kaffi- og matarboðin síðustu
árin.
Það var Huldu mikil gleði að
báðir synimir gátu komið heim frá
útlöndum þar sem þeir hafa búið,
Bjarni Ingi í Noregi og Örn Óskar
í Bandaríkjunum, og verið hjá henni
síðustu stundirnar.
Við biðjum góðan guð að taka
hana í faðm sér. og líkna henni.
Elsku Kristján, Bjami, Öm, Kar-
en, Bjarni, Álda, Kári og aðrir
ættingjar, við vottum okkar dýpstu
samúð og biðjum góðan guð að
styrkja ykkur á sorgarstund.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Ágústa Ágústsdóttir
og fjölskylda.
Við kveðjum Huldu Bjamadóttur
með hryggð í huga. Vissulega hefð-
um við vonað að stundimar með
henni yrðu svo miklu, miklu fleiri.
Hulda hafði verið í BPW-klúbbnum
lengst okkar allra, var ein af virk-
ustu félagskonunum og sat í stjóm
hans um tíma. Til hennar var alltaf
hægt að leita um liðsinni til góðra
verka og skemmtilegra funda. Hún
skoraðist aldrei undan og jafnvel
eftir að hún veiktist sá hún um
undirbúning afmælisfagnaðar í til-
efni 15 ára afmælis klúbbsins og
taldi það ekki eftir sér, þrátt fyrir
að því fylgdi seta á undirbúnings-
fundum og fleira. Hún bað aðeins
um að þeir væru ekki haldnir í þeirri
viku mánaðarins, sem hún þurfti
að gangast undir meðferð vegna
veikindanna. Á afmælisfagnaðinum
sagði hún síðan skemmtilega frá
tildrögunum að stofnun klúbbsins
og fyrstu árunum sem hann starf-
aði. Líklega hefur Hulda sett met
í fundarsókn, var búin að sitja yfir
hundrað fundi, og eftir að veikindin
gerðu vart við sig mætti hún jafnan
þegar hún treysti sér til, síðast
núna í vor.
Fyrir fáeinum árum fóru nokkrar
klúbbsystur i fjögurra daga
skemmtiferð til Parísar og var
Hulda þar á meðal. Leigður var
„minubus" í Lúxemborg, ekið í ró-
legheitum til Parísar eftir frönskum
sveitavegum og komið á áfangastað
snemma kvölds. Eftir á var sagt
að þetta hefði verið vikuferð, sam-
þjöppuð í fjóra daga. Tímanum var
ekki eytt í rpeiri svefn en nauðsyn-
legt var, en þeim mun meira skoðað
og því fleiri veitingastaðir heimsótt-
ir og auðvitað litið á Parísartísk-
una. í þessari ferð tók Hulda fjölda
mynda og sýndi þær á næsta fundi
á eftir og sagði frá ferðinni. Þótti
þá mörgum súrt í broti að hafa
setið heima, svo lifandi og listilega
krydduð var frásögnin. Einnig mun-
um við þegar hún sagði okkur frá •
ferð sinni til Austurlanda og silki-
kjólunum sem hún saumaði þegar *
hún kom úr þeirri ferð. Þannig '
mætti lengi telja því þær eru marg- |
ar góðu, skemmtilegu stundimar \
sem við áttum með henni.
Það er erfitt að orða hugsanir
sínar, þegar kveðja á lífsglaða og :
glæsilega konu eins og Huldu, sem
hrifin er burt á besta aldri. Eitt er ;
víst að klúbburinn okkar hefur
misst mikið og við þökkum henni 5
kærlega fyrir samfylgdina. Krist-
jáni, sonunum tveimur og öðrum
ástvinum hennar sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Þei, þei og ró, f
þögn færist yfir allt
Hnigin er sól í sjó,
sof -þú í blíðri ró. i
Við hðfum vakað nóg,
værðar þú njóta skalt.
Þei, þei og ró,
þögn færist yfir allt -
(Jóhann Jónsson.) ,
BPW-klúbburinn
í Reykjavík.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund. —
(V. Briem.)
Mig langar í örfáum orðum að
minnast elskulegrar æskuvinkonu
minnar. Margs er að minnast frá
æskuárunum, sem nú leita á hug-
ann, en hæst ber þó, er við kynnt-
umst eiginmönnum okkar og allar
liðnu stundimar, hér heima sem
erlendis.
Já, ung giftist Hulda eftirlifandi
eiginmanni sínum, Kristjáni Ósk-
arssyni. Þeim varð tveggja bama
auðið, eignuðust tvo efnilega ~
drengi. Sameiginlega reistu þau sér
fallegt heimili í Trönuhólum 1 en
þar bar allt vott um þá natni, alúð
og smekkvisi er einkenndi þig.
Ég tel það ávinning, að hafa
fengið að kynnast þér og eiga vin-
áttu þína alla tíð, sem aldrei féll
skuggi á. Öldruðum foreldram þín-
um reyndist þú styrk stoð, kærleik-
ur, tryggð og dugnaðar voru sterk
persónueinkenni þín, jafnt í mótlæti
sem meðbyr og kom það glöggt
fram í veikindum þínum sem þú
tókst með æðraleysi og reisn.
Ég kveð þig með söknuði og
trega úr fjarlægð. Minningamar frá
liðnu sumri, sem við áttum saman,
með Kristjáni og Emu systur munu
lifa um ókomin ár.
Kristján og synir, ég sendi ykkur
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Einnig foreldram þínum og systur
og öðram ættingjum. Megi minn-
ingin um þig verða okkur, er eftir
lifum, til eftirbreytni. Hvíl í friði.
Alda Bredehorst.
ERFIDRYKKJUR
P E R L A N sími 562 0200
Eríidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð, fallegir
salir og mjög
góð jijonusta
Upplysiugai
í sima 5050 925
og 562 7575
FLUGLEtÐIR
ném i,o mt iii iii
f