Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Ásdís
NÝJA kæfan í Nóatúni
Ný kæfa frá
Þýskalandi
og Svíþjóð
SALA á útlendri kæfu er hafin í
Nóatúnsbúðunum í Reykjavík.
Fyrirtækið hefur flutt hana inn
samkvæmt tollkvótum sem GATT-
samkomulagið felur í sér. Um er
að ræða fjórar gerðir af Jensens
kæfu frá Þýskalandi og fjórar af
sænskri kæfu.
Jensens kæfan, sem telst til
betri kæfu, er gæsalifrarkæfa með
jarðsveppum, kálfalifrarkæfa með
sveppum og andalifrarkæfa, sem
kosta 398 krónur, og villibráðar-
kæfa með trönubeijum og rauðvíni
á 428 krónur. Skammturinn er 90
grömm.
Sænska kæfan er venjuleg
kæfa, seld í stærri umbúðum og
er frá Pastejköket. Tegundirnar í
Nóatúni eru Allerto, lifrarkæfa,
kæfa með gúrku og loks létt kæfa.
Hún kostar frá 133-177 krónur
og er 150-200 grömm.
NEYTENDUR
Föt eru ekki síður
listaverk en málverk
o g skúlptúrar
ÁHUGI Steinunnar Helgadóttur, myndlistarkonu,
á vefnaðarvöru og fatnaði hefur aukist ár frá
ári. Hún útskrifaðist frá Listaháskólanum í Gauta-
borg fyrir sjö árum. Þótt hún hafi ekki lagt mynd-
listina í formi málverka og skúlptúra á hilluna
ver hún tíma sínum í æ ríkari mæli í hönnun
barnafatnaðar.
„Ég lít á flíkurnar, sem ég hanna sem mynd-
verk, og hef allar klær úti til að verða mér úti
um efni, bæði gömul og ný, tölur, hnappa, legging-
ar og bönd. Gömul efni og afgangar eru í miklu
uppáhaldi hjá mér. Vinir og vandamenn gauka
oft að mér efnisbútum, annað kaupi ég hingað
og þangað. Stundum nota ég gömul gardínuefni
og sængurver í fatnaðinn og blanda jafnvel ólík-
ustu efnum saman.“
Endurnýtingu sína á gömlum efnum og fatn-
aði í nýjan segir Steinunn ekki til komna af ein-
skærri hagsýni. Hún segir að slík efni veki hjá
sér aðra tilfinningu en ný, þau séu mýkri, fatnað-
ur úr þeim fari oft betur og eins og hún segir:
.....hrynjandinn í þeim er svo skemmtilegur."
Saumaskap hefur Steinunn ekki lagt fyrir sig,
segist vera óttalegur klaufi í þeim efnum. Hún
teiknar fatnaðinn, hannar snið, velur efni, skreyt-
ingar og sér að öllu leyti um útfærsluna, en hef-
ur fengið Saumastofuna Rebekku til að sjá um
saumaskapinn. Afraksturinn selur hún í verslun-
inni Láki og skipstjórínn, sem hún ásamt Kol-
brúnu Kjarval, leirlistarmanni, setti nýverið á lag-
girnar í gömlu húsi við Laugaveginn.
Aðspurð hvort slík verslun ætti möguleika á
tímum stórmarkaða og fjöldaframleiddrar vöru
af öllum gerðum sagðist Steinunn vera bjartsýn.
STEINUNN Helgadóttir og Kolbrún
Kjarval í Láka og skipstjóranum.
„Sem betur fer eru margir sem taka handunnar
og sérstæðar vörur fram yfir fjöldaframleiddar.
Aðrir eru alltaf að flýta sér, hlaupa í næsta stór-
markað og kaupa bara það sem hendi er næst
án þess að hugsa um annað en verðið. Þótt við
höfum eins ólíkar vörur og barnafatnað, leirmuni
og handsmíðuð íslensk leikföng á boðstólum, von-
umst við vitaskuld til að geta haft lifibrauð af
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
NÁTTFÖT úr gömlum sængurfötum.
BARNAKJÓLL upprunninn úr ýmsum átt-
um. Bolurinn er úr nýju bómullarefni en
pilsið saumað úr gamalli hrásilkiflík.
búðinni í framtíðinni. Við höfum ekki kostað miklu
í ytri umgjörð. Húsnæðið er gamalt og okkur
fannst engin ástæða til að breyta miklu. Hér fá
vörurnar notið sín í gamaldags og hlýlegu and-
rúmslofti."
vþj
Nýjar ís-
lenskar vín-
arpylsur
ÍSLENSKAR vínarpylsur fram-
leiddar undir merkjum danska
fyrirtækisins Steff Houlberg sem
er forystu- fyrirtæki á danska pyl-
sumarkaðinum eru komnar á
markaðinn. Pylsurnar eru fram-
leiddar hér á landi samkvæmt upp-
skrift og ströngum gæðastöðlum
Steff Houlberg. Þær eru bæði fáan-
legar í fimm og tíu stykkja pakkn-
ingum.
„í framleiðsluna er eingöngu
notað íslenskt kjöt og innihalda
pylsurnar hærra hlutfall kjötmagns
en þekkst hefur hérlendis,“ segir
Jón Björnsson framkvæmdastjóri
NÝJA pylsutegundin, Steff
Houlberg, frá Ferskum
kjötvörum hf.
Ferskra kjötvara hf. „Fyrirtækið
hefur starfað frá því um aldamót
og þetta eru pylsur eins og fólk
kaupir í pylsuvögnum á Ráðhú-
storginu í Kaupmannahöfn."
Einungis náttúrulegar garnir eru
notaðar við pylsugerðina, en það
er talið gefa betra bit og leiða til
þess að pylsumar springi síður við
suðu. Kílóverðið er 738 krónur og
er svínakjöt uppistaðan í pylsunum.
Hundaþjálfun
á myndbandi
HUNDURINN okkar - í sátt og
samlyndi heitir kennslumyndband
um uppeldi og þjálfun hunda. Ásta
Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari og
sérfræðingur í meðferð hegðunar-
vandamála hjá hundum, er höfund-
ur myndbandsins, en myndataka
var í höndum Óla Arnar Andreas-
sen. Þulur er Gylfi Pálsson.
„Ásta Dóra hefur mikla þekkingu
á hundum og atferli þeirra. Hún
hefur hlotið menntun og þjálfun í
hegðunarráðgjöf í Englandi hjá
John Rogerson, sem ásamt fleirum
stofnaði Samtök hegðunarráðgjafa
fyrir gæludýr. Hann er þekktur
hundaþjálfari og höfundur metsölu-
bóka um hunda. Aðferðir Rogersons
byggjast á því að laða hundinn til
samstarfs með verðlaunum í stað
þess að þvinga hann til hlýðni,“
segir meðal annars í fréttatilkynn-
ingu um myndbandið.
Þar kemur einnig fram að Ásta
Dóra notar nýjustu þjálfunaraðferð-
ir við kennsluna. Meðal þess sem
fjallað er um í kennslumyndbandinu
er undirbúningur þess að fá hund
á heimilið, eftirlit með heilbrigði
hundsins auk þess sem fjallað er
um börn og hunda. Ennfremur eru
sýndar hlýðniæfingar og hunda-
þjálfun kennd í sjö áföngum. Mynd-
bandið er meðal annars selt í Hag-
kaup og sumum bókabúðum og
kostar víðast um 2.700 krónur.
10-11 BUÐIRNAR
QILDIR FRÁ 20.-27. DESEMBER
Jólasvínahamborgarhryggur, kg 898 kr.
Kalkúnar, kg 795 kr.
Ali-endur, kg 498 kr.
Svínabógur og iaeri, kg -_____485 kr.
Emmess jólaís, 1,51 198 kr.
Krakus jarðarber,’/. ds. 98 kr.
Jólaostakaka m/trönuberjum, 8-10 m 589 kr.
Pripps pilsner’A í 48 kr.
KAUPGARÐUR í Mjódd
QILDIR FRAM VFIR JÓL ______
Svínahamborgarhryggur, kg 889 kr.
Svínabógur reyktur, kg 589 kr.
Svínalæri reykt, kg 689 kr.
Kardemommubærinn 1.199 kr.
______________Myndbönd
Flintstonesogplakat l.098kr.
Skógarlíf 998 kr.
VasadiskóSanyo 2.998 kr.
ASLOM símar frá Sviss, 6 íitir 3.980 kr.
BÓNUS
GILDIR 21.-24. DESEMBER
SS, KEA, ALI jólakjötið á Bónusverði
Mackintosh, 1,36 kg
1.329 kr.
Urb. hangilæri 899 kr. Bónusappelsín, 2I 79 kr.
Orb. hangiframpartur 749 kr. lce pilsner 39 kr.
Kjúklingar, kg 379 kr. S.R. maískorn, 'Adós 33 kr.
Teiknimyndir m/ísl. tali 890 kr. Emmess rjómaís, 1,51 196 kr.
Kippa 2 1 kók 995 kr. Tartalettur, 10 stk. 69 kr.
Bónus servíettur, 75 stk. 89 kr.
FJARÐARKAUP Sérvara í Holtagörðum
GILDIR TIL JÓLA Verkfærasett, 100 stk. 1.880 kr.
Rækjur, 500 g 299 kr. Roadmaster þríhjól 3.570 kr.
Roast beef (nautainnanlæri), kg 998 kr. Barbie bíll 1.697 kr.
Ungnautafilet, kg 998 kr. Pottasett, 5 stk. 2.395 kr.
Stroganoff, kg 998 kr. Barnanáttgalli 425 kr.
Konfekt ísterta 798 kr. Allir geisladiskar með 400-700 kr. afslætti
Ánanans 3x227 g 95 kr.
Bl. ávextir, '/< ds. 99 kr. HAGKAUP
BKI kaffi, 2x400 g 389 kr. GILDIR 1S.-24. DESEMBER
Sérvara Hljómdiskar Spánskarappelsínur, kg Grafinn og reyktur laxfrá Eðalfiski, kg 79 kr. 998 kr.
Borgardætur 1.599 kr. Goða lambalæri, kg 689 kr.
Pottþétt 95
2.499 kr. Green Giant skorinn aspas, 285 g
89 kr.
i Hangilæri (frí úrbeining) 898 kr.
'J Mjúkís 249 kr. j
TILBOÐIN Gevalia E-Brygg, 500 g 349 kr.
S&Wmaís, '/?dós ~ 39 kr.
S&WPik-nik 125 kr.
SÉRVARA
Myllu heil jólaterta \ 198 kr. Steinasteik 1.990 kr.
Toblerone, 200 g pk. 219 kr. Kaffikanna 1.990 kr.
Kjörís mjúkís, 2 teg. 349 kr. Gufustraujárn 2.890 kr.j
Hagkaups smjörlíki, 500 g 69 kr. 18 glös saman í kassa 1.990kr.
11-11 BÚÐIRNAR QILDIR FRA 21.-27. DESEMBER Sx/ínahamboraarhrvaaur ka ARNARHRAUN
985 kr GILDIR 20.-27. DESEMBER
Úrb. hangiframpartur, kg 798 kr. Hangiframpartur m/beini, frí úrb., kg Hangíiæri m/beini, frí úrb., kg Hamborgarhryggur, kg Svínabógurog svínalæri, kg 498 kr. j 698 kr. 889 kr. 498 kr.
Úrb. hangilæri, kg Léttreyktur lambahamborgarhryggur MS jólaís MS hrísísterta Lgils jólaöl, 2,51 998 kr. "669 krl 359 kr. 429 kr. 388 kr.
Beauvais rauðkál, 570 g 85 kr.
Mjúkís, 21 398 kr.
Bassetts lakkrískonfekt, kg 358 kr.
Pepsi Cola, 2 1 139 kr. Þepsi, 21 135 kr.
MIÐVANGUR Hafnarfirði GILDIR 21.-24. DESEMBER VÖRUHÚS KB Borgarnesf TILBOÐIN QILDA TIL ÁRAMÓTA
Hangilæri, úrbeinað, kg 898 kr.
Grillaður kjúklingur 590 kr. Kalkunn, kg 898
Spergilkál, kg 249 kr. I Pekingönd, kg Quality Street konfekt 1,8 kg 689 1.495 kr. j
Bíaðlaukur, kg 249 kr.
Pilsner, 0,51 59 kr. I Raúð epíi, kg 135 kr.
Pepsi, 2 1 149 kr.
Appelsin, 2 1 179 kr. j Appelsínur, kg 98 kr. j
Emmess jólahrísísterta, 1,51 SKAGAVER HF. Akranesi HELQARTILBOD 349 kr. Vínber, kg 198 kr.
Rauðkál, 720 g 98 kr.
Sýrðar agúrkur, 720 g SÉRVARA 147 kr.
Kjuklingar, kg 398 kr. Skáktölva 2.990 kr.|
Konfekt, Nói Síríus, kg Hangiframpartur (frí úrbeining) 1.697 kr. 598 kr. Hestaskeifur, 1 gangur Myndaalbúm f. 200 myndir 1.065 kr. 410kr. j