Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞETTA er léleg fjármálastjórn, góði. Á meðan smástækkun á einu álveri kemur inn flýja tvö risaálver úr landi. Tilraunaverkefni hafið um jafningjjafræðslu Skólanemar nota jóla- fríið til undirbúnings FÉLAG framhaldsskólanema og menntamálaráðherra boðuðu til kynningarfundar á mánudag til að kynna svokallaða jafningjafræðslu, sem er sérstakt tilraunaverkefni um fíknivamir í framhaldsskólum. Verkefnið er nú hafíð og felst það í því nemendur sjálfir vinni að við- horfsbreytingu meðal framhalds- skólanema til neyslu tóbaks, áfeng- is og annarra fíkniefna. Markmiðið með verkefninu er m.a. að breyta viðhorfi framhalds- skólanema til neyslu þessara efna, efla vitund nema um áhættu áfengis- og fíkniefnaneyslu og auka þekkingu þeirra á skaðsemi hennar og finna leiðir til að að- stoða nemendur sem eiga í erfið- leikum vegna áfengis- og fíkni- efnaneyslu. Samvinna fjölmargra aðila Á kynningarfundinum á mánu- dag mættu fulltrúar skólameist- ara, kennara, námsráðgjafa, fíkni- efnalögreglunnar og forvarnar- deildar fíkniefnalögreglunnar, Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum og fleiri aðila. Skipuð hefur verið sex manna verkefnisstjórn sem hefur yfirumsjón með verkefninu en vinnan mun að mestu leyti hvíla á framhaldsskólanemum sjálfum og verkefnisstjóra' Á fundinum fórum við yfir markmiðið með tilraunaverkefn- inu og kynntum hugmyndir um hvernig staðið verður að því,“ seg- ir Ásdís Halla Bragadóttir, aðstoð- armaður menntamálaráðherra og formaður verkefnisstjórnar. Hún sagði að áhersla væri lögð á sam- vinnu við þá aðila sem boðaðir voru á kynningarfundinn og fleiri aðila sem að málinu kunna að koma og að framhaldsskólanem- endur í skólunum nytu stuðnings í sínu starfi. „Fundurinn gekk mjög vel og allir þessir aðilar lýstu ánægju sinni með að verkefnið væri farið í gang og buðu aðstoð. Þarna komu líka fram ýmsar athyglis- verðar hugmyndir og áherslur sem verkefnisstjórnin mun meta,“ seg- ir hún. Meðal verkefna sem unnið verð- ur að er fræðsla og þjálfun nem- enda, blaðaútgáfa, fíknivarnaá- ætlun fyrir framhaldsskóla, um- ræðufundir og aðstoð við nemend- ur í vanda. „Við erum þessa dagana í við- ræðum við aðila sem munu von- andi geta tekið að sér að halda utan um daglega framkvæmd verkefnisins og framhaldsskóla- nemar eru þegar farnir að velta fyrir sér hvernig þeir ætla að nota jólafríið til að undirbúa verkefnið,“ segir Ásdís Halla. Skynsamlega uppsett „Mér líst ágætlega á þetta og er frekar hlynntur þessu heldur en hitt. Þarna er verið að fara a'f stað með tilraunaverkefni sem er skynsamlega uppsett. Þessu eru sett markmið og tímamörk og ég tel tilraunina vel þess virði að reyna hana. Það sem er athyglis- verðast við þetta er að þarna eru jafnaldrar og menn úr þessum hópi að gera eitthvað,“ sagði Björn Halldórsson í fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík. „Við í lögreglunni erum mjög þakklátir fyrir allt sem gert er í forvarnarmálum því okkur hefur þótt ástandið í fíkniefnamálum vera að fara á verri vegi undanfar- ið og ef rétt er á haldið og við stöndum okkur í stykkinu þá eiga krakkarnir að geta gert þetta manna best,“ sagði Ólafur Guð- mundsson hjá Forvarnardeild lög- reglunnar í Reykjavík. LAUGAVEGUR OG NÁGRENNI Hin eina og sanna jólastemmning “mKL 22.00 ÍKVÖLD QCeðiCeg jóC, þöítjíum viðskiptin. SVyeðja. Verslunarfólk við Laugaveg og nágrenni. Söluskrifstofa SH í Tókýó 5 ára Viðskiptin hafa rúmlega tvöfaldast Jón Magnús Kristjánsson FIMM ár eru nú liðin frá því að Sölumið- stöð hraðfrystihús- anna opnaði söluskrifstofu í Tókýó í Japan og af því tilefni var efnt til móttöku- athafnar 12. desember sl. að viðstöddu fjölmenni. Auk forstjóra SH, Friðriks Pálssonar, komu til sam- komunnar helstu viðskipta- vinir SH, samtals 110 manns. Boðið var upp á íslenskan jafnt sem jap- anskan mat og ýmsar nýj- ungar kynntar. Jón Magnús Kristjáns- son, forstöðumaður sölu- skrifstofunnar, sagði í símasamtali við Morgun- blaðið, að sérstaklega skemmtilegt hefði verið að sjá allan þennan hóp við- skiptavina samankominn. Fimm starfsmenn eru á skrifstofunni, tveir íslendingar og þrír Japanir. Skrifstofan er stað- sett miðsvæðis, nálægt lestarstöð og er ekki nema innan við hálftíma ferðalag til flestra viðskiptavina. Söluskrifstofan var opnuð vegna síaukinna viðskipta við þetta markaðssvæði enda hefur Sölum- iðstöðin haft þá stefnu að vera sem næst mörkuðunum. SH rekur dótt- urfyrirtæki og skrifstofur í Banda- ríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi og sú nýjasta er Japansskrifstofan, sem að mati Jóns Magnúsar hefur sannað gildi sitt. Hún er jafnframt fyrsta fisk- söluskrifstofan, sem opnuð er af íslendingum, utan Evrópu og Bandaríkjanna. SH byggir söluna á langtíma föstum viðskiptum, en er lítið sem ekkert á uppboðsmark- aðinum í Tókýó. Asíumarkaður hefur verið stærsti markaður Sölumiðstöðv- arinnar undanfarin tvö ár, en við- skiptin þangað hafa meira en tvö- faldast frá opnun skrifstofunnar og var árið 1994 aigjört metár. Sem hlutfall af verðmæti, nema Asíuviðskiptin nú um 27% af heild- arviðskiptum SH, en það hlutfall var um 12% árið 1990. Þá var heildarmagnið um 20 þús. tonn, en var 42 þús. tonn í fyrra. Jón Magnús segir að það stefni í eitthvað minna magn í ár. Til loka nóvember hafi verið búið að selja 37 þús. tonn á Japan, Taiw- an, Suður-Kóreu, Kína og Hong Kong. Veltan fyrstu ellefu mánuði ársins nemi um sex milljörðum ísl. kr., sem er um 12% lækkun miðað við sama tíma í fyrra. 11% samdráttur hefur orðið í magni og 12% samdráttur í verðmæti fyrstu ellefu mánuðina miðað við sama tíma í fyrra. Jón Magn- ús segir að rekja megi þennan samdrátt m.a. til minni karfaútflutn- ings frá íslandi og verk- falls. Á móti hefði grál- úðuútflutningurinn aukist nokkuð svo og útflutningur á sjófrystri rækju. „Ég tel að það hafi haft áhrif á ákvörðun manna um að stofna söluskrifstofu í Japan að viðskipti við þennan heimshluta jukust hratt á árunum 1986-89. Segja má að fram til 1986 hafi viðskipti okkar við Japan og Austur-Asíu að mestu falist í Ioðnu og loðnuhrognum og mjög lítið um aðrar tegundir. Upp frá því þróaðist markaðurinn mjög hratt, einkum vegna íjölgunar frystitogara á íslandi. Sala á sjó- frystum karfa og grálúðu hefur gengið mjög vel á Japansmarkaði. Loðnuviðskipti hafa aukist mjög síðastliðin tvör ár þar sem að loðnuveiði okkar helstu keppi- nauta, Kanadamanna og Norð- manna, hefur brugðist á sama tíma. Það þýðir að við höfum ver- ið einir á markaðnum og í stað ►JÓN Magnús Kristjánsson er fæddur á Flateyri við Önund- arfjörð 30. maí árið 1962 og vann þar í fiski á sumrin öll sín námsár. Eftir stúdentspróf frá MK lá leiðin í viðskipta- fræði í Háskóla íslands þaðan sem hann útskrifaðist árið 1987. Þá hóf hann störf hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna í Reykjavík, í markaðs- deildinni og var þar í sölu á karfa, grálúðu og loðnu sem eru afurðir sem tengjast Asíu- viðskiptum mikið. Hann tók við starfi forstöðumanns söluskrif- stofu SH í Tókýó í júlí 1994 af Helga Þórhallssyni, sem gegnt hafði því starfi frá opn- un skrifstofunnar 1990. Eigin- kona Jóns Magnúsar er Fríða Torfadóttir og eiga þau þijú börn, 6,4 og 2 ára. 3-6 þúsund tonna af frystri loðnu á Japansmarkaði á ári, sem var lengi vel hefðbundið magn, hefur heildarmagn frystrar loðnu á Jap- ansmarkaði frá íslandi skotist upp í 18-19 þúsund tonn á ári sl. tvö ár í skjóli þess að enga aðra loðnu er að fá.“ Jón Magnús segir að verð á sjáv- arafurðum hafi verið frekar hátt í Japan miðað við önnur lönd. En í kjölfar efnahagssamdráttar, sem hófst fyrir um fjórum árum, hefur verðlag farið lækkandi. Sterk staða jensins hefur einnig leitt til þess að kaupendur í Japan krefj- ast lægra verðs en ella. Hann telur framtíðina þó vera tiltölulega bjarta. „Við erum í góðu og sterku sambandi við marga við- skiptavini. Stöðugt er verið að þróa nýjar af- urðir og enn séu margir möguleikar fyrir hendi. Hér er fjölbreyttur físk- markaður, sá stærsti í heiminum, og er neyslan mjög fjölbreytt. A Japansmarkaði er ekki bara hægt að selja fískmeti, heldur'líka þara og annað sem úr sjónum kemur." Japansmarkaður er kröfuharð- ur, að sögn Jóns „há vörugæði eru skilyrði fyrir því að ná árangri. Áreiðanleiki í viðskiptum og góð þjónusta eru Iíka atriði sem við- skiptavinir okkar leggja áherslu á. Við erum að selja hér neysluvör- ur, sem hin dæmigerða japanska fjölskylda getur hugsað sér að borða á virkum dögum. Sagt er að Japanir borði með augunum, sem þýðir að menn hugsa ekki aðeins um bragðgæði, heldur skiptir útlit matar ekki síður máli, t.d. að fiskurinn sé ferskur að sjá, fallegur á litinn og þéttholda. Maturinn þarf að vera lokkandi til að hleypa munnvatnskirtlunum af stað.“ Markaðurinn erfiður í allri neysluvöru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.