Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 11 FRÉTTIR Þingsályktunartillaga fimm alþingismanna Lög verndi trúnaðarsamband blaðamanna og heimildarmanna HÉR FER á eftir greinargerð með þingsályktunartillögu alþingismann- anna Ástu R. Jóhannesdóttur, Ólafs Ragnars Grímssonar, Össurar Skarp- héðinssonar, Jóns Kristjánssonar og Kristínar Ástgeirsdóttur, sem leggja til að Alþingi álykti að fela dóms- málaráðherra að skipa nefnd til að endurskoða gildandi lög um vernd trúnaðarsambands fjölmiðlamanna og heimildarmanna þeirra. Við þá endurskoðun verði 53. grein laga um meðferð opinberra mála skoðuð sér- staklega og lagt mat á hvort þörf sé á frekari löggjöf til að tryggja að- stöðu blaðamanna og annars fjöl- miðlafólks við starfa sinn, s.s. vemd gagna sem fjölmiðiamenn komast yfir og vernd starfsstöðva þeirra gegn rannsóknaraðgerðum yfirvalda. Nefndinni yrði ætlað að ljúka störfum fyrir 1. mars næstkomandi. „í áttunda kafla laga um meðferð opinberra mála, nr. 19/1991, er fjall- að um „Vitni, mat og skoðun". Þar er kveðið á um að öllum sé skylt að koma fyrir dóm í opinberu máii og bera þar vitni. Frá þessari megin- reglu eru undantekningar. I 50.-55. gr. er fjallað um þá sem skorast geta undan vitnaskyldu eða er óheimilt að bera vitni fyrir dómi um ýmis atriði vegna tengsla við sak- borning eða trúnaðar sem fylgir starfsskyldum þeirra. í 53. gr. er fjallað um vitnaskyldu fjölmiðla- manna. Ákvæðið var lögfest árið 1991 og er það fyrsta sinnar tegund- ar í lögum um meðferð opinberra mála og var afgreitt af löggjafanum án teljandi umræðu eða athuga- semda. Athyglisvert er að ekki var leitað álits Blaðamannafélags ís- lands eða annarra slíkra samtaka. Greinin á sér fyrirmynd í dönsku réttarfarslögunum. í 53. gr. eru viðurkenndar starfs- skyldur fjölmiðlamanna um trúnað við heimildarmenn sína. Þetta ákvæði á sér hliðstæðu í siðareglum Blaðamannafélags íslands þar sem segir í 2. gr.: „Blaðamaður virðir nauðsynlegan trúnað við heimildar- menn sína.“ Þessi siðaregla er al- þjóðleg í fjölmiðlun og eru um það ótal dæmi að fjölmiðlamenn hafa heldur sætt varðhaldi og öðrum refs- ingum en að brjóta þessa reglu. í reglum um fréttaflutning Ríkisút- varpsins segir í 4. gr.: „Virða ber trúnað við heimildarmenn, bæði að því er varðar nafnleynd þeirra og trúnaðarupplýsingar." í framangreindri lagagrein eru ákvæði um undantekningar frá hinni almennu reglu um trúnað fjölmiðla- manna við heimildarmenn sína fyrir dómi. Annars vegar er kveðið á um að vitnisburðar sé krafist vegna af- brots sem ætla megi að varði þyngri refsingu en fésektum eða varðhaldi, enda sé vitnisburður nauðsynlegur fyrir rannsókn málsins og ríkir hags- munir í húfi. Ekki er óeðlilegt að löggjafinn kveði með einhveijum slíkum hætti á um vitnaskyldu þess- ara starfsstétta. Hins vegar er kveðið á um að fjölmiðlamanni sé skylt að bera vitni vegna brots gegn þagnarskyldu { opinberu starfi, enda sé vitnisburður nauðsynlegur fyrir rannsókn málsins og ríkir hagsmunir í húfi. Þrátt fyr- ir mikilvægi þeirrar þagnarskyldu verður að teljast óeðlilegt að binda fjölmiðlamenn sérstakri vitnaskyldu í slíkum dómsmálum. Það er eðii fjölmiðlastarfa að afla upplýsinga sem víðast að, afhjúpa spillingu og veita ríkisvaldinu aðhald. Skerðing á rétti fjölmiðlamanna til upplýs- ingaöflunar gerir þeim ókleift að gegna hlutverki sínu. Fjölmiðlamenn bera ábyrgð á birtingu efnisins sam- kvæmt m.a. meiðyrðakafla hegning- arlaga, prentlögum og siðareglum, en það er mikilvægt fyrir fjölmiðla í lýðræðissamfélagi að sem minnst höft séu lögð á sjálfa upplýsingaöfl- un þeirra. Mikilvægi frelsis við upp- lýsingaöflun sést best á því að lík- legt er að almenningur í Bandaríkj- unum hefði aldrei komist á snoðir um Watergate-málið ef blaðamenn Washington Post, Robert Woodward og Carl Bernstein, hefðu ekki getað tryggt heimildarmanni sínum fyllstu leynd. Minna má á að að hérlendis hafa fjölmiðlamenn oft bent á mikil- vægi þessa og á að enn eru engin lög til um upplýsingaskyldu hins opinbera og reglur og venjur um upplýsingar úr stjórnkerfinu eru ójósar og ósamstæðar, jafnvel svo að enn eru ekki tiltæk íslensk gögn um sögulega viðburði. Oftar en ekki verða gögn úr skjalasöfnum annarra ríkja því einu heimildir fjölmiðla- manna og sagnfræðinga um gang mála á íslandi. í grannlöndunum hafa mál af þessum toga vakið mikla umræðu á síðustu árum, en samkvæmt upplýs- ingum Lúðvíks Geirssonar, for- manns Blaðamannafélags íslands, njóta fjölmiðlamenn í grannlöndun- um meiri verndar en hér, ef til vill að Stóra-Bretlandi undanteknu. Ekki verður séð að mál vegna brota á þagnarskyldu í opinberu starfi hafi þá sérstöðu umfram pnn- ur dómsmál að þau verði ekki felld inn í þann almenna ramma sem til- tekinn er í 1. mgr. 53. gr. um alvar- leg brot. Enga ámóta hugsun er að finna í 55. gr. um vitnaskyldu presta, lækna, lyfsala, sálfræðinga, félags- ráðgjafa, lögfræðinga og endurskoð- enda. Varpa má fram þeirri spurn- ingu hvort andi lagaákvæðisins bijóti ekki í bága við þróun í nútíma- réttarríkjum sem miðar að opnari stjórnsýslu og virkara aðhaldi fjöi- miðla gagnvart stjórnvöldum, sbr. dómaframkvæmd hjá mannréttinda- dómstól Evrópu varðandi 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, um rétt til að taka við og miðla áfram upplýsingum, sem lögfestur var hér á landi með lögum nr. 62/1994. Hugmyndin um að nauðsyn sé á því að þögn og leynd hvíli yfir embættis- færslum stjórnvalda byggist á úrelt- um sjónarmiðum. Hérlendis hefur ekki reynt á um- rætt ákvæði 53. gr. fyrr en héraðs- Meira fé veitt til jarðhitaleitar í FRUMVARPI til lánsfjárlaga eru lánsheimildir Orkusjóðs til lánveit- inga vegna jarðhitaleitar nálægt þéttbýlisstöðum auknar um 15 milljónir króna, úr 6 milljónum, sem verið hefur ráðstöfunarféð undan- farin ár, í 21 milljón króna. Jakob Björnsson, orkumálastjóri og framkvæmdastjórí Orkusjóðs, segist ekki þekkja nákvæmlega til- drög þessarar tillögu um að auka lánsheimildir sjóðsins. Orkusjóður hafi haft 6 milljónir til ráðstöfunar síðustu árin og það sé augljóst að ekki sé hægt, að gera mikið fyrir dómur Reykjavíkur úrskurðaði 15. desember sl. að Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins, væri skylt að bera vitni í tilteknu máli sem varðar meint brot á þagnar- skyldu. Því máli hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. Athyglisvert er að hefði Agnes sætt sig við úrskurð héraðsdóms og borið vitni um heim- ildarmann fyrir dóminum má telja líklegt að hún teldist hafa brotið siðareglur Blaðamannafélags ís- lands. Með því að hlíta úrskurði dómsins, sem felldur er á grunni umræddra ákvæða 53. gr. hefði blaðamaðurinn því orðið fyrir álits- hnekki innan starfsstéttar sinnar og þrengt verulega starfsmöguleika sína við fjölmiðlun. Þá miða þving- unaraðgerðir gegn blaðamanninum að því að halda uppi trúnaðartrausti almennings _ á forustumönnum Landsbanka íslands og því að banka- eftirlitið njóti trausts. Einnig er at- hyglisvert við dóminn að viðkomandi rannsókn beindist að banka í eigu ríkisins og með niðurstöðunni er sýnt að hagsmunir ríkisbankans eru mun betur tryggðir en hagsmunir einkabanka. Mikilvægt er fýrir lýðræðið og fijálsa fjölmiðlun að fjölmiðlamenn njóti sömu eða sambærilegrar verndar samkvæmt lögum hér á landi og blaðamenn njóta í nágrannalöndum sem við berum okkur helst saman við. Það er grundvallarréttur fjöl- miðlamanns að vemda heimildir sín- ar, réttur sem er virtur í öllum lýðræð- isríkjum. Eðlilegt er að nefndin sem hér er lagt til að sett verði á laggim- ar verði skipuð bæði lögfróðum mönn- um og blaðamönnum. Henni er ætlað það verkefni að endurskoða sérstak- lega 53. gr. laga nr. 19/1991, skoða önnur lagaákvæði sem íjalla um trún- aðarsamþand fjölmiðlamanna og heimildarmanna þeirra, með tilliti til þess að styrkja starfsskilyrði þeirra, og skoða reglur um húsleit, símahler- anir o.fl. í því sambandi. Æskilegt er að nefndin geri úttekt á réttarástandi hjá öðmm þjóðum. Giöfi v^jonn sem vermir éHmhmmmí * ^**^*!^ Pelsfóðursjakkar Margar gerðir Gl œsiieq va ran panieq .A /..] jolaqjol Fatnaður frá KYUSO Pelskápur í miklu úrvali. Verð fyrir alla. þá fjárhæð. Hins vegar sé mikill áhugi á að leita eftir jarðhita á nokkrum stöðum á landinu, þ.á m á Snæfellsnesi, í grennd við Stykkis- hólm, á Austfjörðum, við Höfn í Hornafírði og ef til vill víðar. Þessi áhugi hafí ekki minnkað við þann árangur sem hafi orðið af jarðhita- leit að undanförnu eins og til dæm- is í Vík í Mýrdal. Orkusjóður lánar 60% af kostn- aði vegna rannsókna og borana við jarðhitaleit. Lánin eru til 10 ára og eru verðtryggð og bera 2,5% vexti. Pelsfóðurs- kápur Pelsjakkar og húfur í miklu úrvali Fatnaður frá raðgreiðslur Greiðslukjör við allra hæfi. 4 PEISINN V Kirkjuhvoli • sími 552 0160 LJ-HJ Þar sem vandlátir versla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.