Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Verk eftir Miro skemmt í Rio Rio de Janeiro. Reuter. SKEMMDARVARGUR olli skemmdum á einu meistaraverki eftir Joan Miro sem verið hefur til sýnis á listasafni í Rio de Janeiro í Brazilíu, að sögn brazilísku sjón- varpsstöðvarinnar Globo. Fullyrti forstjóri safnsins í gær að búið væri að gera við verkið en fyrir- hugað var að senda það til við- gerða í Evrópu. Málverkið sem um ræðir nefnist Konur á götu og er ein af perlum sýningar á verkum Miros, sem lauk í Rio á sunnudag. Á myndina hafði listamaðurinn sett tvö svört lófaför en gestur á sýningunni tók eftir því um helg- ina, að þar var komið þriðja lófaf- arið og hafði það verið límt á málverkið með svörtu lími. Stofnun á Spáni sem ber nafn listmálarans hefur metið verðmæti skemmda málverksins á eina millj- ón dollara, jafnvirði 65 milljóna króna. Fjórir verðir, sem voru við störf á safninu um helgina, sögðust ekki hafa orðið varir við neitt óeðlilegt í salarkynnum þess. Að sögn G/oöe-stöðvarinnar bendir stærð lófafarsins til þess að það sé af konu eða smávöxnum karlmanni. Rúmlega 15.000 gestir sáu Miro-sýninguna um helgina. Verið er að kanna upptökur öryggis- myndavéla í þeirri von að þar sé að finna vísbendingar sem leitt gætu til þess að skemmdarverkið upplýstist. AL Hirschfield er orðinn 92 ára og segist öfunda þá sem kunna að slaka á. Sjálfur vinnur hann sjö daga vikunnar. 7.000 teikn- ingum síðar BANDARÍSKI myndlistarmaður- inn A1 Hirschfield slær hvergi af, þó að hann sé orðinn 92 ára. I síðustu viku voru nokkrar teikn- inga hans seldar á uppboði á alnet- inu og í þessari viku kemur út geisladiskur fyrir tölvur um líf hans og list. Þrátt fyrir að Hirsch- field segist lítið vit hafa á tækn- inni sem gerir þetta kleift, er hann engu að síður óhræddur við að notfæra sér hana. Og hann ber aldurinn vel, það er helst að heyrnin sé farin að bila. Hirschfield vinnur enn sjö daga vikunnar og galleríið sem selur myndir hans fullyrðir að þær séu orðnar 7.000. „Ég hef alltaf öfund- að þá sem geta slakað á,“ segir hann og bætir þvi við að aldurinn hafi ekki gert það að verkum að • honum finnist hann hafa skilning á öllum sköpuðum hlutum. Það eina sem hann finni til öryggis gagnvart, sé autt blað. 14,4 millj- ónir í heið- urslaun MENNTAMÁLANEFND Alþingis hefur lagt fram tillögu um að heið- urslaun listamanna árið 1995 muni nema 14,4 milljónum kr. og skiptast á 16 einstaklinga. Hver þeirra hlýtur 900 þúsund kr. Samkvæmt illögunni hljóta eft- irtaldir listamenn heiðurslaun AI- þingis á næsta ári: Atli Heimir Sveinsson, Árni Kristjánsson, Ás- gerður Búadóttir, Guðbjörg Þor- bjamardóttir, Halldór Laxness, Hannes Pétursson, Helgi Skúlason, Indriði G. Þorsteinsson, Jón Nordal, Jón úr Vör, Jórunn Viðar, Kristján Davíðsson, Matthías Johannessen, Sigfús Halldórsson, Stefán Hörður Grimsson og Thor Vilhjálmsson. Sautján einstaklingar hlutu heið- urslaun á þessu ári. Einn listamaður í heiðursflokki lést á árinu, María Markan, óperusöngkona. HELMUT Neumann og Pia Söndergaard. Islensk lög í Austurríki Á FUNDI Austurríska-íslenska fé- lagsins í Vínarborg nýverið voru leik- in íslensk þjóðlög. Var þar á ferð Pia Söndergaard, danskur tónlistar- kennari í Vínarborg, sem lék á blokk- flautu bæði þjóðlög .og iög eftir Sig- valda Kaldalóns og Sigfús Einarsson. Helmut Neumann, heiðursforseti Austurríska-íslenska félagsins, las hins vegar upp kvæðin i þýðingu sinni. Þá vakti fyririestur Piu Sönder- gaard um Tollund-manninn í Dan- I mörku og menningu hans athygli. Gudrun Lange hélt í framhaldi af því fyrirlestur um mannfórnir í ís- lenskum heimildum. Próf. Dr. Hans Norbert Roisl tók þátt í umræðum eftir fyrirlestranna, en meðal við- staddra voru einnig nokkrir menn úr Ungversk-íslenska félaginu. Þúsund ára afmæli Austurríkis verður haldið hátjðlegt á næsta ári og þá einnig á íslandi. Þar koma fram austurrískir _ listamenn og Landsbókasafni Islands-Háskóla- bókasafni verður við það tækifæri afhent vegleg gjöf. FULLYRT hefur verið að litrík verk Asgers Jorn hafi afleit áhrif á líðan fólks sem horfir mikið á þau. Gerir listin menn veika? Danir ræða nú hversu mikið sé hæft í fullyrðingum þess efnis að listaverk geti haft svo mikil áhrif á líðan fólks að það veikist hreinlega IDANMÖRKU er nú rætt hvaða áhrif listaverk kunni að hafa á sálarlífið. Hafa sálfræðingar lýst því yfir að mikil áhrif megi hafa á undirmeðvitundina og þar með líðan fólks með listaverkum. Áður hafði danskur sérfræðingur nefnt sem dæmi myndir Asgers Jorn úr Cobra-hópnum, sem hann segir geta gert menn veika, hafi þeir þær daglega fyrir augunum. „Ég er ekki í nokkum vafa um að þau listaverk sem hanga uppi á vegg á heimilum fólks hafa geysileg áhrif á líðan fólks og ef þau eru ofbeldisfull eða aggressíf útiloka ég ekki að þau hafi áhrif sálarástand þess sem horfir,“ segir Arno Norske sálfræðingur í samtali við Berlingske Tidende. Blaðið hafði áður birt ítarlegt viðtal við sérfræðing í kínversk- um fræðum, Ole Larsen. Hann sagði að „neikvæð list“ gæti haft mikil áhrif á fólk og leitt til sjúk- dóma hjá þeim sem hefðu slik listaverk fyrir augunum daglega. „Miðtaugakerfið þróaðist fyrir þremur milljónum ára og þar skiptir það sem menn sjá öllu máli. Á sekúndubroti höfum við þurft að ákveða hvort við eigum að hlaupa, gera árás eða elska, eftir því hvaða skilaboð hafa bor- ist til heilans," segir Norske. Hann minnir einnig á áhrif lita og forma, t.d. lögun glugga. Aðrir sálfræðingar segja all- nokkuð til í kcnningum Larsens, þó að þeir hafi ýmislegt við þær aðferðir að athuga sem hann notar til að kanna áhrifin á fólk, en hann þrýstir á útréttan hand- legg manna þegar þeir horfa á mismunandi verk, sé Iétt að ýta handleggnum niður, hefur verkið neikvæð áhrif á viðkomandi, sem getur ekki ýtt á móti. Sálfræðing- arnir segja hins vegar engan vafa á því að fólk bregðist misjafnlega við listaverkum Og þó að þeir hafi engar vísindalegar sannanir fyrir fullyrðingum Ole Larsens, sé ekki hægt að vísa þeim á bug. Annars væri enginn kraftur Myndhöggvarinn Gorm Eriks- en segist vinna markvisst að því að kalla fram svokallaðar erk- itýpur í list sinni. Hugtakið er fengið frá sálfræðingnum C.G. Jung og er samheiti þeirra forn- mynda sem birtast í sögnum, trú- arbrögðum og listum og undir- meðvitundin geymir. „Að sjálf- sögðu getur list haft mikil áhrif á sálarlífið þegar hún nær til undirmeðvitundarinnar. Annars væri enginn kraftur í henni. Sjálf- ur reyni ég að komast hjá því að skapa form sem vekja hræðslu en ég tel ekki að það sé endilega rangt að gera slíkt,“ segir Eriks- en. Sálkönnuðurinn Nina Thy- mark er hins vegar ekki hrifin af kenningum Ole Larsen og að- ferðunum sem hann beitir. Hún segir prófin segja lítið og að nið- urstaða þeirra sé túlkuð í æsi- fréttastíl. Sjálf notar Thymark myndlist í starfi sínu, þeir sem til hennar leita mála verk sem hún greinir síðan. „En þetta er of langsótt. Mönnum fellur mis- jafnlega það sem þeir sjá. Myndir geta vissulega haft sterk áhrif á menn en það sama á einnig við um útlit fólks og jafnvel munstur á flísagólfi."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.