Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
BREF
TTL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
Opið bréf til
forsætisráðherra!
Frá Sigurði Magnússyni:
HÆSTVIRTUR forsætisráðherra,
herra Davíð Oddsson.
Ég leyfi mér að senda yður opið
bréf til að vekja athygli yðar á að
síðastliðin 3 ár hef ég með ýmsum
leiðum verið að benda á að mörgu
er áfátt í reglugerð um rafmagnseft-
irlit og að núverandi reglugerð er
ekki byggð á lögum. Þetta sannast
best með því að nú er í smíðum frum-
varp til laga um um rafmagnseftir-
lit á íslandi.
Ég hef áður sent erindi varðandi
þessi mál til ráðuneytis yðar, til iðn-
aðarráðherra, bæði fyrrverandi og
núverandi, til iðnaðarnefndar Al-
þingis, og tvisvar hef ég sent öllum
þingmönnum sem starfandi voru á
síðasta kjörtímabili, erindi um þessi
mál og lýst áhyggjum mínum varð-
andi þennan málaflokk.
Spurningar
Ég vil bæta við þeirri spurningu
til yðar hvort það samræmist stjórn-
arskrá landsins og siðgæði, að í
reglugerð sé einkareknum skoðun-
arstofum gefið sjálfdæmi til verk-
efna og gjaldtöku.
Það er sagt að hér sé um sam-
keppni að ræða, en hvernig getur
það gengið að hafa samkeppni um
löggæslu og öryggiseftirlit?
Jafnframt bendi ég á, að undan-
farna áratugi hafa rafmagnseftir-
litsgjöld verið innheimt sem hundr-
aðshluti af raforkuverði, sem fyrir-
fram greidd skoðunargjöld fyrir
reglubundna skoðun, sbr. reglugerð-
arákvæði, og eru eigendur raforku-
virkja því farnir að greiða margfalt
gjald með núverandi fyrirkomulagi.
I framhaldi af þessu vil ég spyija
þá sem lesa og íhuga þessa grein
eftirfarandi spurninga: Ér hægt að
reka einkavædda lögreglu og hvern-
ig virkaði slík starfsemi? Verður
einkavædd löggæsla ekki fyrst og
fremst eigin hagsmunagæsla um
hagnað og hagkvæmni samkvæmt
eðli einkarekstursins, en megin-
markmið rafmagnseftirlits, sem er
öryggi og þjónusta, fellur í skugga
hagsmunagæslunnar?
Er opinber löggæsla ekki hlut-
lausust hvað varðar eigin hagsmuna-
gæslu og löggæslan þannig fram-
kvæmd á hagkvæmastan hátt fyrir
samfélagið?
Hvemig er hægt að ætlast til að
gæslumenn laga og öryggis verði
hlutlausir, ef viðkomandi þarf að
sýna fram á með vinnu sinni að
hann sé arðbær fjárfesting innan
fyrirtækisins sem nýtir starf hans,
eigendum fyrirtækisins til viðurvær-
is. _
Ég bið yður, hæstvirtur forsætis-
ráðherra, að íhuga hvort það er sið-
ferðilega og þjóðfélagslega rétt að
skoðunarstofur geti skammtað sér
laun og innheimt þau svo með þeim
ýtrustu aðferðum sem lög leyfa.
Samrit sent hæstvirtum: Forseta
Alþingis, herra Ólafi G. Einarssyni,
iðnaðarráðherra, herra Finni Ing-
ólfssyni, dómsmálaráðherra, herra
Þorsteini Pálssyni, forseta Hæsta-
réttar, herra Hrafni Bragasyni.
SIGURÐUR MAGNÚSSON,
Skólavörðustíg 16a, Reykjavík.
Suðræn perla
eða bandarísk?
Frá Ómari Ragnarssyni:
í ÁGÆTRI tónlistargagnrýni Morg-
unblaðsins 13. þ.m. kemur fram, að
gagnrýnandinn er ósáttur við hrynj-
andina í islenska textanum við lagið
„Girl from Ipanima“ á plötu Hauks
Heiðars Ingólfssonar, „Suðrænar
perlur“. Það er skiljanlegt, en texta-
höfundur telur sig skulda lesendum
Morgunblaðsins útskýringu á þessu.
Hún er einföld. Ef Stan Getz og
félagar hefðu ekki kynnt þetta lag
fyrir rúmum þijátíu árum og djassað
þessa suðrænu perlu svolítið upp,
hefðu Vesturlandabúar líklega ekki
hugmynd um að lagið væri til.
I útgáfu Stan Getz er lagið sung-
ið fyrst á portúgölsku og síðan á
ensku, og í mínum huga, Sveins
Guðjónssonar og margra annarra
hljómar þetta lag vel með hljóðfalli
enska textans, sennilega mest vegna
þess að við skiljum ekki portúgölsku.
Hljóðfallið á portúgölskunni er hins
vegar nokkuð frábrugðið því banda-
ríska; atkvæðin eru mun fleiri en á
enskunni. Stan Getz fer sums staðar
bil beggja í saxófónsólói sínu, en
þegar til stóð að gera íslenskan texta
við lagið á plötu Hauks Heiðars, stóð
valið á milli hrynjandinnar á portúg-
ölskunni og á enskunni. Undirritað-
ur, með sitt engilsaxneska tónlistar-
uppeldi, ætlaði auðvitað fyrst ósjálf-
rátt að fylgja ensku hrynjandinni,
en af því að platan heitir „Suðrænar
perlur", var ákveðið að verða trúr
upprunanum og fylgja þeirri portúg-
ölsku, atkvæði fyrir atkvæði.
Til að hnykkja enn betur á þessu
var notað íslenskt rímfyrirbrigði sem
féll vel að suður-ameríska taktinum,
þ.e. innrím: ;,segja — þegja — Mar-
bella (frb. Marbeja) — deyja ...“,
„hjá mér — hjá sér — frá sér.. .“
Til þess að Islendingum gengi
betur að setja sig inn í suðrænan
blæ þessarar hrynjandi og spor per-
sónanna í textanum, var vettvangur
hans hafður á þeirri suðrasnu, „latin“
sólarströnd sem flestir íslendingar
þekkja, Costa del Sol. Þótt Stan
Getz eigi heiðurinn af útbreiðslu lags-
ins og flestir Vesturlandabúar, þeirra
á meðal íslenski textahöfundurinn,
hafí hingað til „fílað“ þetta lag í
hrynjandi bandaríska textans, þá
varð niðurstaðan sú að fylgja hinni
suður-amerísku hrynjandi í gerð ís-
lensks texta. Plata Hauks Heiðars
Ingólfssonar heitir jú „Suðrænar perl-
ur,“ ekki „Bandarískar perlur."
ÓMAR RAGNARSSON,
fréttamaður.
Allt efni sem birtist I Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt f
upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það-
an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu
efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.