Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ
Félagsmálastofnun Akureyrar hafa borist 124 umsóknir um fjárhagsaðstoð fyrirjól
Iþrótta- og
tómstundaráð
Styrkur
bæjarráðs
tilKA
harmaður
ODDUR Halldórsson, sem
sæti á í íþrótta- og tómstund-
aráði, lagði á fundi ráðsins
fram bókun þar sem harmað
er að bæjarráð hafi ekki notað
Afreks- og styrktarsjóð til að
veita KA styrk vegna Evrópu-
keppninnar í handknattleik.
Tilefni þessarar bókunar er
250 þúsund króna styrkur sem
bæjarráð samþykkti í liðinni
viku að veita handknattleiks-
deild KA vegna þátttöku liðsins
í 16 liða úrslitum Evrópukeppni
bikarhafa í handknattleik.
„íþrótta- og tómstundaráð
hefur haft þær vinnureglur
lengi að styrkja félög til ferða
í fræðsluskyni s.s. þjálfara á
námskeið. Iþrótta- og tóm-
stundaráð hefur ekki hingað
til séð sér fært að styrkja til
keppnisferða. Einnig hefur
íþrótta- og tómstundaráð verð-
launað árangur með úthlutun
úr Afreks- og styrktarsjóði.
Iþrótta- og tómstundaráð
harmar að bæjarráð skuli ekki
nota þessa vinnureglu og nota
Afreks- og styrktarsjóð með
því að veita KA styrk vegna
Evrópukeppni í handknatt-
leik,“ segir í bókun Odds.
Þrír fulltrúar frá Framsókn-
arflokki, Sjálfstæðisflokki og
Alþýðuflokki samþykktu bók-
unina, fulltrúi Alþýðubanda-
lags sat hjá við afgreiðsluna
og formaður ráðsins, sem
kemur úr röðum Framsóknar-
flokks eins og Oddur, greiddi
atkvæði á móti henni.
Beiðnum um fjárhags-
aðstoð fækkar milli ára
FÉLAGSMÁLASTOFNUN Akureyrar höfðu í
gærmorgun borist 124 umsóknir um fjárhags-
aðstoð í desember en allan desember í fyrra
bárust 129 slík erindi. Guðrún Sigurðardóttir,
deildarstjóri ráðgjafadeildar, segir greinilegt
að umsóknir um fjárhagsaðstoð í desember nú
verði eitthvað fleiri en í sama mánuði í fyrra.
Staðgreiðsla af
framfærslustyrkjum
Hvað árið í heild varðar, gerir Guðrún ráð
fyrir að umsóknir um fjárhagsaðstoð verði
færri en í fyrra en fjárhæðin sem fer í þennan
málaflokk verði hærri í ár.
Ein aðalástæðan fyrir því að meiri fjármunir
fara í fjárhagsaðstoð nú en í fyrra er sú að frá
1. september sl. þurfa sveitarfélög að greiða
staðgreiðsluskatt af öllum framfærslustyrkjum.
„Hjá okkur er þetta framkvæmt þannig að
skattinum er bætt ofan á þá upphæð sem fólk
fær, hjá þeim sem ekki hafa skattkort fyrir
sinni upphæð. Þetta þýðir útgjaldaaukningu."
Guðrún segir að samhengi sé á milli fjölda
umsókna um fjárhagsaðstoð og atvinnu-
ástandsins á hveijum tíma. Umsóknir í ágúst
og september sl. voru mun færri í ár en í sömu
mánuðum í fyrra og telur Guðrún að það megi
rekja til betra atvinnuástands í þeim mánuðum
nú. Umsóknum fjölgaði aftur í haust og þær
eru jafnan .flestar í desember.
Rúmar 30 miiyónir í styrki
Félagsmálastofnun veitir bæði styrki og Ián
til einstaklinga og fjölskyldna og segir Guðrún
að hlutfall lánsumsókna hafi aukist nokkuð frá
fyrra ári án þess að vitað sé hver ástæðan er.
Álls hefur tæp 31 milljón króna farið í fjár-
hagsaðstoð á árinu og þar af rúmar 22 milljón-
ir í styrki. Inni í þeirri tölu eru skil á stað-
greiðslu skatta í þijá mánuði. Allt árið í fyrra
fóru um 30,6 milljónir króna í styrki og lán hjá
Félagsmálastofnun.
Stórt skref að leita aðstoðar
„Það er stórt skref fyrir fólk að leita eftir
fjárhagsaðstoð hjá Félagsmálastofnun í fyrsta
skipti en við reynum að taka vel á móti fólki.
Mörgum þykir niðurlægjandi að geta ekki lifað
af sínum tekjum en útgjöld hjá fólki eru oft
of mikil miðað við tekjurnar,“ segir Guðrún.
Morgunblaðið/Kristján
Eignasala Akureyrarbæjar
Selt verði fyrir
meiraen215
milljónir 1996
GUÐMUNDUR Stefánsson, Fram-
sóknarflokki, sagði á fundi bæjar-
stjómar að þó svo að gert væri ráð
fyrir í fjárhagsáætlun fyrir næsta
ár að seldar yrðu eignir fyrir 215
milljónir króna væri ekkert því til
fyrirstöðu að selja eignir fyrir mun
hærri upphæð. „Það er sameiginleg-
ur skilningur okkar, að hægt verði
að ganga mun lengra á þessari
braut,“ sagði hann.
Guðmundur sagði að eignasala á
vegum bæjarins gæti aukið fram-
kvæmdagetu bæjarsjóðs um 50-70
milljónir króna á ári og vissulega
munaði um þá fjármuni, verkefnin
væru ærin. Fyrst og fremst myndu
þeir peningar sem fengjust fyrir
eignasölu þó fara í að greiða niður
skuldir.
Þórarinn B. Jónsson, Sjálfstæis-
flokki, sagðist gjaman vilja sjá að
selt yrði fyrir meira en 215 milljónir
króna af eignum bæjarins á næsta
ári. Skýra stefnu skorti þó um hvern-
ig standa ætti að eignasölunni og
væri mikilvægt að málin yrðu skoðuð
gaumgæfilega áður en farið yrði að
bjóða hlutabréf bæjarins í Útgerðar-
félagi Akureyringa til sölu.
Fullt traust ríki í viðskiptum
Fram kom í máli flokksbróður
hans, Sigurðar J. Sigurðssonar, að
sala hlutabréfa bæjarins í Krossanesi
og Skinnaiðnaði væri að skila bæjar-
félaginu margfalt til baka því sem
til þeirra var lagt. „Sala bréfanna
nú varð ekki vegna frumkvæðis
bæjarstjómar, heldur vegna dugnað-
ar forsvarsmanna Skinnaiðnaðar og
áhuga einstaklinga á Krossanesi,"
sagði Sigurður. Hann sagði mikil-
vægt að við sölu hlutabréfa í eigu
sveitarfélags yrði að standa þannig
að málum að fullt traust og jafnræði
ríki um slík viðskipti.
-------♦ ♦ ♦--------
Hjálparstofnun
kirkjunnar
Tekið við
framlögrim
BÍLL á vegum Hjálparstofnunar
kirkjunnar verður í göngugötunni í
Hafnarstræti á Þorláksmessudag, frá
kl. 11.00 til 23.00 en í honum verður
fólk sem tekur á móti söfnunarbauk-
um og framlögum. Einnig verða þar
friðarljós til sölu. Þá verða menn á
vegum Hjálparstofnunar kirkjunnar í
Kirkjugarði Akureyrar á aðfangadag
og bjóða friðarljós til sölu.
Smábátahöfnina í
Sandgerðisbót lagði
SMABATAHOFNINA í Sand-
gerðisbót á Akureyri lagði í
fyrrinótt og var hún nánast ófær
fyrir litla báta í gær. Starfsmenn
Akureyrarhafnar þurftu að
hreinsa höfnina og var hafnar-
báturinn Mjölnir notaður til að
brjóta ísinn og ýta stórum isjök-
um úr höfninni og út á fjörðinn.
ívar Baldursson hafnarvörður
taldi að ísinn hafi verið allt að
þijár tommur að þykkt. Einnig
þurfti að losa ís úr Fiskihöfninni
en í gærmorgun var rúmlega
fjórtán stiga frost á Akureyri.
Gúmmíbátaþjónusta NorðurlandS skoðar björgunarbáta og flotgalla
Stöðug
aukning í
eftirliti og
viðgerðum
GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTA
Norðurlands sf. hefur starfáð á
Akureyri í rúm 11 ár en fyrirtæk-
ið sérhæfir sig í skoðun og við-
haldi á björgunarbátum skipa,
einnig skoðun á flotgöllum og
vinnur undir eftirliti Siglinga-
málastofnunar ríkisins. Til viðbót-
ar gerir Gúmmíbátaþjónustan við
svokallaða slöngubáta.
Ragnar Breiðfjörð Ragnarsson,
eigandi og framkvæmdastjóri,
segir að um að stöðuga aukningu
hafi verið að ræða í eftirliti og
viðgerðum á þessum árum.
Gúmmíbátaþjónustan hefur fjár-
fest í nýju og stærra húsnæði og
flutti starfsemi sína að Draupnis-
götu 3 um miðjan desember og
þar vinna 3 starfsmenn.
STARFSMENN Gúmmíbátaþjónustu Norðurlands, peir lon^ftarf
Pálmason, Ragnar Breiðfjörð Ragnarsson og Gunnar H. Gunn-
arsson, hafa í nógu að snúast þessa dagana. Á gólfinu eru björg-
unarbátar af Harðbaki EA, nýja Júlíusi Havsteen ÞH og Sól-
rúnu EA og flotgallar af Betty HU og Júlíusi Havsteen.
Samkvæmt reglun Siglinga-
málastofnunar skal skoða alla
björgunarbáta einu sinni á ári og
eru allir bátar sem koma í skoðun
blásnir upp og þrýstiprófaðir og
einnig eru flotgallarnir þrýsti-
prófaðir. í skipum 12 metra og
lengri er skylda að hafa björgun-
arflotgalla um borð.
Fyrirfæki á Akureyri hafa ekki
farið varhluta af auknum umsvif-
um útgerðarfyrirtækja og er
Gúmmíbátaþjónusta Norðurlands
þar engin undantekning. Fyrir-'
tækið mun skoða 16 stóra björg-
unarbáta úr fjórum togurum
Mecklenburger Hochseefischerei,
sem eru í viðhaldi hjá Slippstöð-
inni-Odda hf.
Matarbúr
Hjálparstofnunar
25 um-
sóknir
hafa
borist
TUTTUGU og fimm umsóknir
höfðu borist matarbúri Hjálp-
arstofnunar kirkjunnar á Ak-
ureyri í gær. Matarbúrið sem
er í Hekluhúsinu á Gleráreyr-
um er opið í dag, fimmtudag
og morgun, föstudag.
Fyrir síðustu jól bárust á
milli 40 og 50 umsóknir um
aðstoð að sögn Jóns Oddgeirs
Guðmundssonar hjá Hjálpar-
stofnun kirkjunnar á Akur-
eyri. Sá háttur var hafður á
í fyrra að auk þess sem fólk
fékk matarkassa fékk það
einnig gjafakort á úttekt í
versluninni Nettó og fór upp-
hæðin eftir fjölskyldustærð.
„í ár verðum við bara með
matarkassana," sagði Jón
Oddgeir, en í þeim er m.a.
kjötmeti, kartöflur, ávextir,
gosdrykkir og fleira.
Sóknarprestar á Akureyri
taka við beiðnum um aðstoð.