Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 13 LANDIÐ Halldór Blöndal samgöngnráðherra hleypti í gær umferð á Vestfjarðagöngin Fjölmenni er göngin yoru opnuð fyrir umferð VESTFJARÐAGÖNG voru opnuð fyrir umferð í gær og verða opin fram á næsta sumar að þeim verð- ur lokað meðan endanlegur frá- gangur fer fram. Áætlað er að þau verði fullbúin næsta haust. Halldór Blöndal ræsti búnaðinn, sem opnar dyrnar í Breiðadal, með aðstoð Sveinbjarnar Veturliðasonar, elsta starfsmanns Vegagerðarinnar á ísafirði. Göngin tengja Þingeyri, Flateyri og Suðureyri ásamt nágrannasveit- um við ísafjörð. Verkið hófst 1991 og er aðalverktaki Vesturís hf. Halldór Blöndal samgönguráðherra sagði við opnunina að nú væru allir sammála um að það hefði verið rétt ákvörðun að fara í þessar fram- kvæmdir sem munu auka samhug og samstarf íbúanna á norðanverð- um Vestfjörðum og væri ef til vill ein ástæða þess að sveitarfélögin hefðu nú ákveðið að sameinast. Hann sagðist vona að sveitarfélögin tvö, sem enn standa utanvið sam- einingu, Bolungarvík og Súðavík, gengju fljótlega inn í hið nýja sam- einaða byggðarlag ísfirðinga. Einar K.Guðfinnsson, fyrsti þing- maður Vestfjarðakjördæmis, tók mjög í sama streng, en hann taldi að góð pólitísk samstaða hefði náðst um framkvæmdirnar. Bergur Torfason á Felli í Dýrafirði talaði fyrir hönd sveitarstjórnarmanna og talaði mjög í anda ísfirðinga sem saman munu nota þessa miklu sam- göngubót til að efla mannlíf í nýju sameinuðu sveitarfélagi, en áður voru íbúar beggja ísafjarðarsýsln- anna kallaðir Isfirðingar og því kannski ekki óeðlilegt, að nýja sveitarfélagið fengi nafnið ísaljarð- arbær. Páll Sigurjónsson, fulltrúi Vest- urís, sagði að verkið hefði gengið mjög vel og að íslendingar hefðu öðlast mikla reynslu við jarðganga- gerð. Hann þakkaði gott samstarf við verkkaupa, starfsmenn og und- irverktaka og þakkaði að verkið hefði verið án meiriháttar slysa, en búast má við þeim í þeim hættu- verkum sem þarna eru unnin. Helgi Hallgrímsson vegamálastjóri þakk- aði starfsmönnum og fulltrúum .. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson FJOLMENNI var við opnun jarðganganna í gær. MEÐAL viðstaddra voru þingmenn Vestfirðinga sem hér sjást ásamt Helga Hallgrímssyni vegamálastjóra. verktaka vel unnin störf, en gat um leið þeirra sem áratugum saman hafa barist við fannfergi og óveður uppi á heiðunum, en þar væri ekki minni hætta en inni í fjallinu. Að loknum ræðuhöldum gengu þeir Halldór Blöndal samgönguráð- herra og Sveinbjörn Veturliðason, HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra, bæjarstjórinn á ísafirði, Krislján Þór Júlíussonog Helgi Hallgrímsson vegamálasljóri. starfsmaður Vegagerðarinnar, að ráðherrann við að lyfta hurðinni svo rofabúnaðinum, sem stjórnar hurð- bílaumferð gæti hafíst um þetta inni við gangamunnann í Breiða- dýrasta umferðarmannvirki á ís- dal, þar sem Sveinbjörn aðstoðaði landi. Jarðgöng- in í tölum Heildarlengd jarðganga 8.683 m Tvíbreiðgöng 2.168 m Einbreið göng með útskotum 6.515 m Heildarlengd með vegskálum 9.113 m Lengd útskota er 32 m þar af 16 m í fullri breidd. Fjar- lægð milli útskota er 160 m og heildarfjöldi þeirra er 40. Bergstyrkingar Sprautusteypa 12.500 m3 Bergboltar 8.500 stk. Breidd tvíbi'eiðra ganga 7,5 m Breidd einbreiðra ganga 5,0 m Hæðganga 6,3-7,2 m Hönnuðfríhæð 4,6 m Hámarkshæð ökutækja 4,2 m Heildarrúmtak útgraftar 320.000 m3 af föstu bergi. Vegskálar Lengd í Tungudal 120 m Lengd í Breiðadal 170 m Lengd í Botnsdal 140 m Breidd 7,5 m Hæð 7,7 m Magnsteypu 3.160 m;l Nýir vegir 9 km Rúmtak fyllinga og burðar- laga 550.000 m3 Sex km jarðgöng í Breiðadals- og Botnsheiði opnuð umferð eftir fjögurra ára framkvæmdatíma Mesta samgöngu- mannvirki landsins JARÐGÖNGIN í Breiðadals- og Botnsheiði, sem eru mesta sam- göngumannvirki landsins, eru ekki fullkláruð en verða opin umferð fram á næsta sumar. Síðasta sprengingin í göngunum var fimmtudaginn 23. mars sl. og var það samgönguráðherra sem sprengdi síðasta haftið í Breiðadals- göngunum um miðja vegu milli gangamóta og munna í Breiðadal. Lengd ganganna frá munna í Tungudal ísafjarðarmegin að gangamunna í Breiðadal Önundar- fjarðarmegin er 5.930 m. Heildar- lengd allra ganganna er 9.113 m með vegskálum. Verksamningur milli Vegagerðar ríkisins og Vesturíss sf. var undir- ritaður 6. júní 1991 og jarðganga- gerðin hófst formlega 5. september sama ár er samgönguráðherra, Halldór Blöndal, hleypti af fyrsta skoti. Árið 1991 voru sprengdir 475 m í tvíbreiðum göngum í Tungudal frá ísafírði auk þess sem unnið var í vegagerð við alla gangamunna. Árið 1992 voru sprengdir 2.255 m þar af um 900 m í Botnsdal í Súgandafirði og 25 m við munna í Breiðadal í Önundarfirði. Einnig var unnið í vegagerð og 120 m langur vegskáli byggður í Tungudal. Árið 1993 voru sprengdir 2.485 m þar af um 850 m frá Botnsdal. Það ár var haldið áfram með vega- gerð í Botnsdal og byijað á vegfyll- ingu í Skutulsfjarðarbotni. Auk þess var byggður 170 m langur vegskáli í Breiðadal. 16. febrúar 1994 var sprengt i gegn í Botnsdalsgöngum og hleypti samgönguráðherra af síðasta skot- inu að viðstöddu fjölmenni. Á árinu 1994 voru samtals sprengdir 2.822 m þar af 1.750 frá Breiðadal um sumarið. Unnið var við vegagerð í Breiðadal og Skutulsfírði auk þess sem 140 m langur vegskáli var byggður í Botnsdal í Súgandafirði. Einnig var unnið við endanlegar bergstyrkingar í Tungudals- og Botnsdalsgöngum og við vatnslagn- ir í göngum. 19. desember 1994 var umferð hleypt á milli Súganda- fjarðar og ísafjarðar takmarkaðan tíma, fjóra daga í viku. Á þessu ári hafa verið sprengdir 646 m og göngin því 8.683 m á lengd auk vegskálanna sem eru um 430 m. Göngin eru því samtals 9.113 m á lengd. Jarðgangagerðin hefur að mestu gengið vel frá því að komið var böndum á stóra fossinn sem opnað- ist inn í Breiðadalsgöngin í júlí 1993. Fossinn hefur minnkað með tímanum og er nú um 400 I/s en var yfír 2.000 1/s í upphafi. Hluta vatnsins í fossinum er veitt inn á Vatnsveitu Isafjarðarbæjar. Sam- tals renna nú um 900 1/s út úr göngunum i Tungudal, um 140 1/s í Botnsdal og 20 1/s í Breiðadal, eða alls rúmlega 1.000 1/s (lítrar á sekúndu). Alls hafa verið boraðir um 650 km af sprengiholum í göngunum frá upphafí og sprengt um 2.050 sinnum og um 550 tonn af sprengi- efni hafa verið notuð. Heildarrúm- mál efnis sem keyrt hefur verið út úr göngunum er um 500.000 m3 í lausu og er mest af því notað í vegagerð utan ganga en um 9 km af nýjum vegum tilheyra verkinu. Vegna innrennslis vatns í göngin hafa bergþéttingar verið fram- kvæmdar 85 sinnum og alls um 2.000 tonn af sementi verið notað. Þegar sprengingum lauk var haf- ist handa við endanlegar bergstyrk- ingar í Breiðadalsgöngum og síðan var frárennsliskerfið lagt í gólfið. Því næst var unnið við uppsetningu vatnsvarna í göngunum, vegagerð, rafbúnað, ljós og hurðir. Unnið var við ýmsan annan frágang í göngun- um auk þess sem vegagerð var fram haldið síðastliðið sumar og klæðn- ing lögð á alla vegi utan ganga. Malbikun vegar í göngum og ýmis lokafrágangur fer síðan fram sum- arið 1996 og verður göngunum lok- að á meðan. Áætlað er að göngin verði opnuð aftur fullfrágengin í september eða október 1996. Ekki er unnt að segja nákvæm- lega til um endanlegan heildar- kostnað við mannvirkjagerðina en reiknað er með að kostnaðurinn verði nálægt 4 milljarðar króna. Það er um 15% yfir upphaflegum áætl- unum og er viðbótarkostnaðurinn að mestu til kominn vegna ófyrir- séðs vatnsrennslis. Aðalverktaki er Vesturís sf. sem er sameignarfyrirtæki ístaks hf. í Reykjavík, Skansa AB í Svíþjóð, Selmer A/S í Noregi og E. Pihl & Sön A/S í Danmörku. Istak hf. er í forsvari samsteypunnar. Vesturís leggur nú niður vinnu í göngunum fram á næsta sumar. Póllinn hf. á ísafirði var rafverktaki við ljósa- og dyrabúnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.