Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 FRÉTTIR Kórstjóri Langholtskirkju, sem er í leyfi vegna deilna við sóknarprest Annar hvor víki úr starfi SÓKNARNEFND Langholtskirkju hefur veitt Jóni Stefánssyni, organ- ista, leyfi frá störfum frá því á aðfangadag til 15. janúar. Jón ætl- ar ekki að hefja aftur störf í kirkj- unni nema sr. Flóki Kristinsson, sóknarprestur, láti af embætti. Kór Langholtskirkju stendur einhuga að baki Jóni og treystir sér ekki til að syngja án hans stjórnar í kirkj- unni yfir hátíðirnar. í fréttatilkynn- ingu frá kórnum eru vinnubrögð prestsins gagnrýnd. Sigrún Stefánsdóttir, formaður stjórnar kórsins, talaði fyrir hans hönd á blaðamannafundi organista og kórs Langholtskirkju í gær. Hún sagði að sr. Flóki hefði sýnt tónlist- arstarfinu í kirkjunni áhuga til að byrja með. Fljótlega hefði þó farið að síga á ógæfuhliðina. Nú væri svo komið að hann sýndi starfí kórs- ins í besta falli tómlæti og í versta falli algjöra lítilsvirðingu. Kórinn hefði hins vegar ekki tjáð sig um innri málefni kirkjunnar hingað til. Sigrún gagnrýndi sr. Flóka fyrir að draga Ólöfu Kolbrúnu, eiginkonu Jóns, inn í umræðuna að ástæðu- lausu. Tónlistarstarf hrakið úr kirkjunni Nú þykir kórnum ástæða til að gagnrýna prestinn opinberlega fyrir nokkur atriði. í fréttatilkynningu er talað um að hann sé langt kom- inn með að hrekja tónlistarstarf úr kirkjunni. Af völdum hans liggi starf fjáröflunarnefndar nýs orgels niðri og ekki verði séð að því verk- efni verði lokið á næstunni. Kórinn tekur fram að kirkjusókn hafí minnkað, færri fermingar fari fram í kirkjunni og sóknarböm hafi leyst sóknarbönd eftir samskipti við sr. Flóka. Fram kemur að sr. Flóki hafí ekki óskað eftir þátttöku kórsins þegar hann hafí hafíð störf eftir árshlé sl. sumar. Þegar kórinn hafí svo hafíð þátttöku hafi hann þurrk- að hlutverk hans gjörsamlega út. Eftir utanaðkomandi þrýsting, m.a. frá sóknarnefndarmönnum, hafí hann leyft kórnum náðarsamlegast Morgunblaðið/Ásdts SÆMUNDUR Helgason, í stjórn Kórs Langholtskirkju, Jón Stefánsson, organisti, Sigrún Stefáns- dóttir, formaður stjórnar kórsins, og Ólafur Vigfússon, í stjórn kórsins, á blaðamannafundi í gær. að flytja eitt kórverk í messu. Jón Stefánsson tók fram að ágreiningurinn við sr. Flóka hefði farið stigvaxandi og kirkjuyfirvöld hefðu ekkert gert til að leysa hann. Hann sagðist því hafa farið fram á leyfí yfír hátíðirnar og ekki koma aftur nema forsendur breyttust. Jón játti því að um væri að ræða að Flóki véki úr embætti. Ef svo yrði ekki væri alltaf sá möguleiki fyrir hendi að flytja kórinn úr kirkjunni. Sú niðurstaða væri hins vegar mik- il synd enda væri kirkjan gott tón- listarhús og segja mætti að hún væri fyrst og fremst þekkt fyrir kórinn. Jón tók undir að rætur deilunnar væru af trúarlegum toga. „Sr. Flóki telur að verið sé að fá almenning í kirkju á fölskum forsendum með tónlistarflutningnum. Ég er algjör- lega á öndverðum meiði. Hver og einn meðtekur trúna með sínum hætti. Þú getur meðtekið trúna f gegnum tónlist, með því að lesa Biblíuna eða vera út í náttúrunni,“ sagði Jón og tók fram að tónlistin væri eitt voldugasta aflið til að undirstrika trúarþörfina. J.S. Bach hefði t.d. í boðun verið líkt við guð- spjallamennina og kallaður fimmti guðspjallamaðurinn. Sóknarbörn flest sammála Hann sagðist álíta að sóknar- börnin væru flest sammála sér og nefndi því til stuðnings að um 900 kirkjugestir hefðu komið til kirkju hjá sr. Sigurði Hauki um síðustu jól. Sá fjöldi næði ekki fjölda kirkju- gesta allt árið nú. Um hvort ástæða væri til að ætla að margir kæmu í kirkju aðeins vegna tónlistarinnar sagði Jón að í predikun prestsins hefði komið fram að íslensk könnun gæfí til kynna að 40% kirkjugesta kæmu til kirkju vegna tónlistarinn- ar. Aðeins 4 til 8% kæmu aðeins vegna trúarlegra ástæðna og aðrir vegna annars. Sóknarnefnd I.angholtskirkju vinnur að því að fínna lausn á tón- listarflutningi um jólahátíðina, að því er fram kemur í tilkynningu frá henni. Jafnframt hefur sóknar- nefndin ákveðið að óska eftir aðstoð prófasts við úrlausn ágreinings- mála. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, dómprófastur, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera harmi lostinn yfir því hvemig komið væri. Hann myndi beita sér fyrir því að nú yrði gert samkomulag sem héldi. Sr. Flóki baðst undan því að ræða við blaðið í gærkvöldi. Breytingar gerðar á lögum um tekju- og eignarskatt Bótafjárhæðir breyt- ast ekki á næsta ári Morgunblaðið/Sverrir Jón forseti upplýstur STYTTA Jóns forseta Sigurðs- sonar á Austurvelli er eittaf þekktustu kennileitum höfuð- borgarinnar en hefur viljað hverfa í skuggann í skamm- deginu. Starfsmenn Reykjavík- urborgar hafa nú bætt úr því og komið fyrir sex ljósköstur- um sem lýsa upp styttu manns- ins, sem hvað mestur ljómi stafar af í vitund þjóðarinnar. ALÞINGI samþykkti í gær breytingu á lögum um tekju- og eignarskatt. Þar er meðal annars afnumin sjálf- virk uppfærsla ýmissa afsláttar- og bótafjárhæða í takt við vísitölur og gert er ráð fyrir því að þessar fjár- hæðir hækki ekki á næsta ári. Með þessu móti aukast tekjur ríkissjóðs um 1 milljarð á næsta ári. Er þetta meðal annars gert til að mæta tekjutapi ríkissjóðs vegna skattfrelsis lífeyrisiðgjalda launþega sem lögfest var í vor en það kostar ríkissjóð um 800 milljónir árlega. Einnig er felld niður heimild til ellilíf- eyrisþega að undanskilja frá tekju- skattí 15% af útgreiddum lífeyri og skilar það ríkinu 250 milljónum á næsta ári. Þessi heimild var lögfest um síðustu áramót til að mæta tví- sköttun lífeyrisspamaðar en fellur nú niður á þeim forsendum að lífeyr- issjóðsiðgjöld eru nú undanþegin skatti. Persónuafsláttur verður sá sami í krónum talið á næsta ári og nú er, samkvæmt lögunum. Hins vegar seg- ir fjármálaráðuneytið að skattfrelsi lífeyrisiðgjalda jafngildi í reynd lækkun tekjuskatthlutfallsins um Heildarskattbyrði lækkar um 470 milljónir 1995 og 1996 rúmlega 1,5% og því hækki skatt- leysismörk úr 59.700 krónum í rúm- lega 60.300 krónur á síðari hluta ársins. Samkvæmt lögunum verður 5% hátekjuskattur framlengdur í eitt ár. Þá er barnabótaauki hækkaður á þann hátt að tekjutenging verður rýmkuð. Einnig má nefna að heimilt verður áð færa verð bifreiða árlega niður um 10% á skattframtali og er það talið lækka eignarskatta um 50 milljónir. Er þetta gert vegna minnk- andi verðbólgu þar sem almennar verðbreytingar vega engan veginn upp á móti verðfalli bifreiða ár hvert. Lægsta skatthlutfall síðan 1987 Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði við atkvæðagreiðsluna í gær, að á næsta ári ætti m.a. að hækka barnabótaauka um 500 millj- ónir og heimila skattfrádrátt lífeyris- greiðsina upp að 4%. Samanlagt væru skattar á yfirstandandi og næsta ári að lækka um 470 milljónir og hlutfall skatttekna af landsfram- leiðslu yrði á næsta ári 23,2%, það lægsta sem verið hefði hér á landi síðan 1987. Stjórnarandstaðan studdi sym atr- iði lagafrumvarpsins en gagnrýndi önnur harðlega, einkum afnám skattaafsláttar ellilífeyrisþega og afnám sjálfvirkrar hækkunar bóta- fjárhæða sem var gagnrýnt. Þingmenn Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Þjóðvaka sátu hjá við atkvæðagreiðslu um frumvarpið en þingmenn Kvennalistans og Asta Ragnheiður Jóhannesdóttir þing- maður Þjóðvaka greiddu atkvæði gegn lagafrumvarpinu. Sagði Kristín Astgeirsdóttir við atkvæðagreiðsluna að um væri að ræða vond lög sem fælu í sér ómaklega árás á hóp fólks, sem jafnframt ætti von á enn verri sendingu frá meirihluta alþingis og ríkisstjóminni. Átti hún þar einkum við ellilífeyrisþega. MORGUNBLAÐIÐ Áhrif verðstríðs á laun rithöfunda Höfundar bíða átekta VERÐLÆKKUN á bókum umfram það sem Félag íslenskra bókaútgef- enda samdi um við bóksala gæti þýtt samsvarandi launalækkun hjá rithöfundum samkvæmt samningi sem í gildi er á milli þtgefenda og rithöfunda en í honum er rithöfund- um reiknaður 16% hlutur af útsölu- verði bóka fyrir utan virðisaukaskatt. „Við vitum ekki hvernig tekið verður á málum þegar gert verður upp við höfunda eftir vertíðina, hvort að útgefendur halda sig við gefinn samning og Iáta hann þá merkja að farið verði eftir verði sem gefið var upp í bókatíðindum. Ég hef trú á að reynt verði að fara í kringum það verð og miðað verði við það útsölu- verð sem er raunverulegt í dag. Reyndar virðist sala á bókum vera mun meiri nú en í desember í fyrra og kemur það sjálfsagt á móti tekju- lækkun vegna lægra verðs. Við ætl- um ekki að vera í biðstöðu eftir þessi jól eins og eftir þau síðustu heldur taka á málunum strax og um hægist og fara í viðræður við þá aðila sem málið varða,“ sagði Ingibjörg Har- aldsdóttir formaður Rithöfundasam- bandsins. Aðspurð sagðist Ingibjörg ekkert geta fullyrt um hvort einhveij- ir höfundar hefðu látið eftir prósent- ur af sínum hlut gegn mögulegri söluaukningu þótt hún hefði heyrt einhveijar óstaðfestar sögur þar að lútandi. ♦ ♦ ♦---- Hringtorg á Reykjanesi * Aætlun 60 m. kr. hærri en fjárveiting ÁKVÖRÐUN um gerð hringtorga í nágrenni flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar verður ekki tekin fyrr en í jan- úar þegar ljóst verður hveijar fjár- veitingar til verkefnisins verða, en endanleg kostnaðaráætlun er 60 milljónum króna hærri en fyrri áætl- un gerði ráð fyrir og fjárveitng hafði miðast við. Að sögn Jónasar Sæmundssonar, umdæmisverkfræðings Vegagerð- arinnar í Reykjanesumdæmi, er gert ráð fyrir einu hringtorgi á Reykja- nesbrautinni á leiðinni að flugstöð- inni, en frá því á síðan að koma af- leggjari til Sandgerðis og annar út í Garð. Á þeim afleggjara sem kall- ast Garðskagavegur á síðan að koma annað hringtorg þar sem hægt verð- ur að aka inn í Keflavík. Heildar- kostnaðaráætlun við þessar fram- kvæmdir í heild er 170 milljónir króna, en eldri áætlun hljóðaði upp á 110 milljónir. „Það lá ekki fyrir fullnaðarhönnun þegar fjárveitingin var sett inn, og það voru ýmis skipulagsmál sem menn áttu eftir að leysa. Þegar þessi skipulagstillaga og þar með fram- kvæmdatillaga var fengin þá var þetta orðið svona dýrt. Það frestast í öllu falli fram í janúarlok að ganga frá þessu og þá verður því kannski að einhveiju Ieyti skipt í áfanga," sagði Jónas. ------♦ ♦ ♦---- Hjól af tengi- vagni stór- skemmdi bíl AFTURHJÓL á stórum tengi- vagni, sem vikurflutningabíll var með í eftirdragi_ á Suðurlandsvegi við Steinslæk í Ásahreppi á þriðju- dag, losnuðu undan vagninum og kastaðist annað hjólið framan á fólksbíl sem kom úr gagnstæðri átt. Fólksbíllinn er mjög mikið skemmd- ur og óökufær en að mati lögreglu kom notkun bílbelta í veg fyrir að slys yrðu á fólki. + | i 0 (. f ( í ( ■ i í í I « i i ( ( ( ( i -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.