Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 45
I MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 45 I I I I I . I I i 3 1 : i í I 4 4 ; < 4 ; i 4 i 4 4 4 Halldóri og Aðalheiði kynntist ég fyrir tilstilli sonar þeirra Jóns Orms Halldórssonar/ Frá fyrstu kynnum, er þau hýstu mig á Sauðárkróki fyrir nærri 16 árum, hafaþau reynzt vinir í raun. Engu skipti þótt langur tími liði milli samfunda. Strax frá upphafi varð ekki vart við kynslóðabil, þótt um væri að ræða fólk sem gæti verið foreldrar mínir, þvert á móti var ljóst að þau mættu vinum barna sinna á jafnrétt- isgrundvelli og þau höfðu til að bera umburðalyndi, sem gerir lífið þægi- legra og bjartara. Sú tilfínning varð rík í huga mínum að þau litu á mig sem eitt barna sinna. Staðið hafði til að við Jón Ormur færum saman í litla fundaferð um Norðurland vestra. Hann forfallaðist, en tók fram að ekki breytti það neinu. Mér •'væri ætlað að gista hjá foreldrum hans eftir sem áður. Ekki var laust við að eilítils kvíða hafi gætt í huga mínum þegar á hólminn kom. Hann reyndist óþarfur. Þau sneru sér strax að mér og sáu um að mig skorti ekkert. Við sátum lengi kvölds að loknum fundi og ræddum ýmis málefni, bæði þau sem efst voru á baugi og önnur, meira í takt við eilífðina. Ekki var flogið frá Sauðárkróki á tilsettum tíma, en Halldór sá við því og útvegaði mér far til Akur- eyrar í veg fyrir flug. Nokkrum árum seinna þegar Halldór hafði gegnt embætti bæjarfógeta í Siglu- fírði um skeið og var orðinn bæjar- fógeti á Sauðárkróki og sýslumaður Skagafjarðarsýslu, á heimaslóðum, dvaldi undirritaður um skeið á Norð- urlandi. Þá sýndu þau settum bæjar- fógeta í hans fyrra embætti mikla ræktarsemi. í heimsókn þeirra til Siglufjarðar sýndu þau þá vinsemd að kalla hann til sín á heimili dóttur og tengdasonar. Leiðbeiningar voru auðsóttar til Halldórs þá og síðar og heimili þeirra stóð mér opið á Sauðárkróki. Engu skipti þó Jón Ormur dveldi langdvölum við nám erlendis. Fyrir nokkrum árum lágu leiðir okkar saman á nýjan leik á sama starfsvettvangi. Oft var hringt og leitað ráða og leiðbeininga. Alltaf var það auðsótt og veitti Halldór af ljúfmennsku og góðvild. Símtölin voru færri þetta árið vegna anna. Fyrir ári nutum við hjónin einstakr- ar gistivináttu þeirra Aðalheiðar á löngu og ströngu ferðalagi um Norður- og Austurland. Við komum síðla nætur, velkomin að sjálfsögðu. Allt beið okkar opið. Enn áttum við eftir að koma í heimsókn með börnin okkar, svo sem oft hafði verið rætt. Enginn ræður örlögum sínum. Oft hættir okkur til þess að gleyma í dagsins önn, að ekkert er sjálfgefið. Nú er símtölunum lokið. Það eru forrétt- indi að hafa fengið að kynnast Hall- dóri Þormari Jónssyni, ljúfmenni, sem var fastur fyrir og greiddi götu þeirra sem til hans leituðu. Fyrir það er nú þakkað. Elsku Aðalheiður, Jón Ormur, Hanna Björg, Ingibjörg og Halldór, við Þórdís sendum ykkur og fjöl- skyldum ykkar innilegar samúðar- kveðjur. Guð styrki ykkur í sorginni. Ólafur Helgi Kjartansson. Góður maður er genginn. Halldór Þ. Jónsson, einn af minum kærustu bekkjarbræðrum, er allur. Kynni okkar hófust í Menntaskólanum á Akureyri, síðan vorum við samtíða í háskólanum og unnum saman sem þingskrifarar. Kynnin eru því orðin æði löng. Halldór var einstaklega ljúfur maður, glettinn og hlýr. Hann var vinsæll af sínum skólafélögum, enda þyrptumst við alltaf inn á her- bergi til hans í frímínútum í MA, en hann bjó í vistinni, sem þá var enn í gamla skólanum. Sama sagan endurtók sig þegar komið var í há- skólann og Halldór bjó á Garði. Alltaf var herbergi hans viss við- komustaður, og alltaf tók Halldór okkur jafnvel. Þegar Halldór var þingskrifari, jafnhliða námi í háskólanum, kynnt- ist hann Aðalheiði Ormsdóttur, konu sinni, en hún var þá einnig þing- skrifari. Tel ég að það hafi verið mikil gæfa fyrir þau bæði, enda MINNINGAR jafnræði með þeim hjónum. Er veg- ferð þeirra saman og samstilling orðin löng og missir Aðalheiðar mikill. Halldór hafði gegnt embætti sýslumanns Skagafjarðar lengi og farsællega og verður skarðið eftir hann vandfyllt. Tel ég að eðliskostir hans hafi notið sín í embætti, svo mannlegur, sanngjam og réttsýnn sem hann var. Hann hiýtur að hafa verið milt yfirvald í þess orðs bestu merkingu. Ég er þakklát fyrir þá stund sem ég átti með þeim hjónum síðla sum- ars. Sá dagur verður mér ógleyman- legur. Eftir að hafa notið gestrisni og ómældrar ánægju á heimili þeirra, var ekki um annað að ræða en að fara í kynnisferð um Sauðár- krók og næsta nágrenni og segja sögu staðarins. Allt var þetta gert af sömu alúð og hlýju. Þetta var dýrðardagur. En minnisstætt er mér eftir þessa heimsókn, og eiginlega undrunar- og umhugsunarefni þeg- ar Halldór sýndi myndir af æsku- heimili sínu Mel í Skagafirði. Þar hefur hvorki verið hátt til lofts né vítt til veggja á veraldlega eða nú- tíma vísu. En úr þessum litla torfbæ komu þrír bræður, hver öðrum meiri mannkostamaður, sem allir eru nú horfnir af sjónarsviðinu langt fyrir aldur fram, þeir Magnús Jónsson, fv. ráðherra, Baldur Jónsson, fv. rektor Kennaraháskólans og Hall- dór Þormar Jónsson, sýslumaður Skagafjarðar. í þessum lágreista bæ hefur örugglega verið ríkulega veitt af auðiegð huga og hjarta, þrá til menntunar verið mikil og veganesti gott. Ég kveð kæran bekkjarbróður með söknuði, þakklát fyrir þær minningar sem hann skilur eftir. Minni gömlu, góðu vinkonu Aðal- heiði, börnum þeirra hjóna og fjöl- skyldum sendi ég innilegar samúð- arkveðjur og bið þeim blessunar. Vilhelmína Þorvaldsdóttir. Halldór Þ. Jónsson, sýslumaður Skagfirðinga, er fallinn frá. Hann var enn í starfi og að því er virðist við bestu heilsu. Helfregnin kom manni því í opna skjöldi, en sagði um leið hve lífið er fallvalt. Enginn veit hver annan grefur. Lífslögmálið er óskiljanlegt okkur dauðlegum mönnum. Maður sem þráir að deyja vegna þjáninga lifir og lifir, en svo er svipt í burtu fullfrískum mönnum á besta aldri, að ekki sé minnst á börn og æskufólk sem eiga lífið fyrir sér. ég hef þekkt Halldór frá því í menntaskóla, en Baldur bróðir hans var bekkjarbróðir minn. Kynni okk- ar urðu ekki veruleg fyrr en hann varð fulltrúi sýslumannsins á Sauð- árkróki 1964 og svo sem bæjarfóg- eti á Siglufirði árið 1980 og þó sér- staklega eftir að hann varð sýslu- maður Skagfirðinga 1982. Þá leið varla sú vika að við hefðum ekki samband út af erfíðum málum eða bara til þess að tala um daginn og veginn og ræða starfið. Meðan sýslumenn voru einnig dómarar og oddvitar sýslunefnda var starfíð ákaflega fjölbreytt, sérstaklega hér í Húnavatns- og Skagaíjarðarsýsl- um, þar sem sýslunefndirnar voru umsvifamiklar, höfðu á sínum snær- um heilbrigðismál, þar með talinn sjúkrahúsrekstur, og málefni aldr- aðra svo á eitthvað sé minnst. Það var því oft, sem ég hringdi tú hans eða hann til mín og við bárum saman bækur okkar. Það var gott að leita til Halldórs. Hann var athugull og rökstuddi sitt mál vel. Auk þess þekkti hann til í atvinnulíf- inu og gjörþekkti til sveitarstjórna- mála vegna starfa sinna á vegum Sauðárkróksbæjar. Halldór átti sæti í stjórn sýslu- mannafélagins og var formaður þess í nokkur ár og þar gat hann komið fram skoðunum sínum á málum, sem send voru félaginu til umsagn- ar. Hann tók ekki mikinn þátt í umræðum á félagsfundum, en það var hlustað á það sem hann sagði, því hann hélt sig við kjarna málsins og rökstuddi mál sitt, en notaði ekki yfirborðskennd glamuryrði. Hann var farsæll embættismaður. Tók starf sitt alvarlega. Var ekki bara innheimtuþjónn ríkisvaldsins heldur yfirvaldið, sem hægt var að leita til minnugur þeirra orða Róm- verja, að lög eftir orðanna hljóðan geta í sumum tilfellum verið hin mestu ólög. Hann varð að glíma við mál venjulegs fólks þar sem tilfinn- ingar réðu stundum meiru en blák- öld skynsemin. Það er oft erfiðara en setja bara hnefann í borðið og segja, að reglurnar séu svona. Með Halldóri er genginn mætur maður fyrir aldur fram og þungur harmur kveðinn að ekkju hans og niðjum, en þau geta huggað sig við, að heiðríkja er yfir minningu hans og starfi. Ég og kona mín sendum Aðal- heiði og niðjum þeirra samúðar- kveðjur og vonum að þrátt fyrir ástvinarmissinn megi þau eiga gleðileg jól í fullvissu þess, að í fyll- ingu tímans munu þau aftur hittast í heimi eilífðarinnar. Jón Isberg. Félagi okkar og fyrrverandi for- maður Sýslumannafélags íslands, Halldór Þormar Jónsson, er látinn. Við söknum vinar í stað. Hann sat í stjórn félagsins frá 1986, var vara- formaður 1987-1992 og formaður frá 1992 til 1994. Miklar breytingar hafa orðið á sýslumannsembættun- um á þessu tímabili. Sýslunefndir voru lagðar niður, aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds og ýms- ar breytingar gerðar á kjörum fé- lagsmanna. Halldór var ekki fyrir upphlaup þótt þrengdi að félags- mönnum og embættunum, heldur kaus hann að safna upplýsingum og ígrunda málin. Þegar til kastanna kom var hann fastur fyrir og dijúg- ur málafylgjumaður, en jafnan tilbú- inn að fara samningaleiðina væri hún fær. Þegar hann lét af formennsku í félaginu, fundu þeir, sem tóku við, að gott var að leita til Halldórs, sem var bæði traustur og hollráður. Af þeim sökum er nú skarð fyrir skildi í öldungaráði félagsins. Vinir Halldórs og eiginkonu hans, Aðalheiðar Ormsdóttur, nutu heim- sókna á Sauðárkrók, því þá kom í ljós sá mikli fróðleikur, sem þau hjónin bjuggu yfir um sögu lands og þjóðar. Við þessar aðstæður kom einnig fram hversu Halldór unni Skagafirði og íbúum hans. Hann var sýslumaður af gamla skólanum, sem hafði ánægju af sýslunefndarstörf- um meðan þær voru við lýði, en þau tengdu embættin lífi íbúa héraðanna sterkum böndum. Stjórn Sýslumannafélags íslands kveður Halldór Þ. Jónsson með virð- ingu og þakklæti. Aðalheiði, börnum, tengdabörn- um og barnabörnum eru færðar innilegustu samúðarkveðjur með fullvissu um að minningin um góðan dreng mun lifa. Fyrir hönd Sýslumannafélags ís- lands, Stefán Skarphéðinsson. • Fleirí minningargreinar um Halldór Þormar Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. Skilafrest- ur vegna minningar- greina Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunn- inn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. GARÐAR ÓLAFSSON úrsmiður Lækjartorgi sími 551 0081 Námsmenn! ' Hugsanlega eigið þið rétt á endurgreiðslu £rá skattinum. í síðustu viku voru samþykkt lög á Alþingi sem geta varðað hagsmuni ykkar! Með lögunum var slakað á skilyrðum fyrir því að fá endurgreiðslu áður afdreginnar stað- greiðslu skatta. Þeir námsmenn sem hafa stundað eða koma til með að stunda nám í a.m.k. fjóra mánuði á staðgreiðsluárinu og hafa greitt staðgreiðslu sem er a.m.k. 20% hærri en væntanlega álagðir skattar, geta fengið stað- greiðsluna endurgreidda eða hluta hennar. Áður var sex mánaða nám skilyrði fyrir endurgreiðslu. Þessi breyting er einkum þeim til hagsbóta sem hefja nám að hausti og voru með laun fram að því. Þeim sem rétt gætu átt á endurgreiðslu er bent á að sækja um hana til ríkisskattstjóra, Laugavegi 166, þar sem frekari upplýsingar verða fúslega veittar. Allar umsóknir sem berast fyrir 10. febrúar nk. fá afgreiðslu. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.