Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 26
26 EIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nauðsynleg alfræði BÓKMENNTIR Sagnfræði ÍSLANDSSAGA eftir Einar Laxness. 230+223+223 bls. Alfræði Vöku-Helgafells. Prentun: Printer Portuguesa. Reylq'avík, 1995. Verð kr. 14.900. AÐ stofni til er þetta þriðja útgáfa þessarar ajfræði, mjög auk- in að efni, myndskreytt vel og í mun stærra broti en fyrri útgáfur þannig að myndefnið nýtur sín þeim mun betur. í raun er þetta sá hluti alfræðinnar sem nauðsyn- legast er að hafa við höndina. Að kunna skil á sögu sinni og ritmáli er sá menntunargrundvöllur sem annað byggist á. Sagan er sú upp- safnaða reynsla sem þjóðin tekur mið af þegar stefnt er inn í fram- tíðina. í raun er þjóðarsagan bæði hetjusaga og harmsaga. Um or- sakir þeirra hörmunga, sem yfir þetta land gengu öldum saman meðan nálægar þjóðir og skyldar Festu bjófinn a mynd tS EftiPlitskerfi frá PHiupsog SAfivo TIME-LflPSE myndbandstækl með allt að 960 klst. upptöku. Sjónvarpsmyndavélar og sjónvarpsskjáir. mm mm »m »» TÆKNI- 06 TÖLVUDEILD * Heimilistæki hf. SÆTUNI 8 ' TUb ntYfvJAVIN SlMI 569 1500 3 efldust að auði og mannfjölda, eru deildar meiningar. Jón J. Aðils og Jónas Jónsson frá Hriflu kenndu Dönum um ófarnaðinn. Bjöm Þor- steinsson benti á kalt loftslag. Gísli Gunnarsson rakti hið sama til sinnuleysis og tregðu íslenskra embættismanna. Allir höfðu menn þessir rétt fyrir sér ef horft er á málið frá sjónarhóli hvers um sig. Reyndar má segja að þetta hafi allt verið samþrinnað og hvað leitt af öðru. ísland byggðist hratt í endann á hlýskeiði. I greininni um akur- yrkju segir að kom hafi verið ræktað hér í öllum landsfjórðungum. Undir lok miðalda fór veðráttan smásaman kólnandi. »Komrækt er talin á enda um 1600,« segir í sömu grein. Ennfremur er upplýst að nú séu ræktuð hér árlega um 500 tonn af komi. En komræktarsagan má vera nærtæk vísbend- ing um breytilegt loftslag aldirnar í gegnum. Gjaldmiðill og verð- einingar á hinum ýmsu tímum er nokk- uð sem hver maður verður að kunna skil á vilji hann sögufróður heita. Til dæmis hundraðið sem einatt er koma fyrir í söguritum, tíu, tuttugu, sextíu tuttugu hundr- aða jörð og svo framvegis. Hér er hvaðeina upplýst um þau efni. Með hinu margumtalaða hundraði var átt við stórt hundrað álnir af vaðmáli. Er fróðlegt til að hugsa að meginútflutningsvara íslend- inga á þjóðveldisöld skyldi vera fullunin vara. Það átti eftir að breytast. Á síðari öldum, eftir að peningar koma til sögunnar, koma einatt fyrir orð eins og spesía, dalur, ríkisort, mark og skilding- ur. Einnig þeim einingum eru hér rækileg skil gerð. í sögu 19. fer mest fyrir sjálf- stæðisbaráttunni. Vesturheims- ferðir á síðari hluta þeirrar aldar hafa margir rakið til afar slæms árferðis sem mjög setti svip sinn á þjóðlífið. Með fullveldinu hefst svo saga stjómmálaflokkanna. Þegar fyrir miðja öldina eru fjórflokkarnir svo kölluðu fullmótaðir. Á einni opnu gefur að líta allar heildartölur flokkanna í alþingiskosningum frá 1923 til 1995. Það er mikið talna- safn. Alls buðu tuttugu flokkar fram á því tímabili. Eru þá ekki talin einstaklingsframboð. Árið 1923 voru gild atkvæði rösk 30 þúsund. Kosningaréttur var þá nokkru þrengri en nú. Á síðast- liðnu vori voru atkvæðin orðin tæp 165 þúsund. Svo mjög hefur þjóð- inni fjölgað á öldinni. Vafalaust má tengja þá fjölgun við stjómar- farslegt sjálfstæði og hagstætt árferði. Enn er þó afar rúmt um þjóðina í landinu miðað við það sem annars staðar gerist. Þótt mannanöfn séu engin með- al uppflettiorða í riti þessu er per- sónusögunni síður en svo gleymt. Enda væri sú íslandssagan létt- væg þar sem engin væra manna- nöfnin. Oll mestu sögurit íslend- inga, allt frá íslendingabók og Landnámu, era mikils til persónu- saga. Þótt öfl þau, sem ráða framvindu sögunnar, séu eins og loftslagsbreytingarn- ar, dulin og ósjálfráð, koma jafnan fram á sjónarsviðið menn sem vinna með rás atburðanna; virðast jafnvel stjórna henni. Nægir í því sambandi að minna á Skúla fóg- eta og Jón Sigurðsson. Svo getur litið út sem slík mikilmenni ráði alfarið ferðinni. Og sannarlega geta áhrif leiðtoga verið bæði víðtæk og langvinn. Hitt er víst að tíðarandinn studdi bæði þessi stórmenni. Ofugt var því farið um Jón Arason sem hugð- ist leiða þjóðina á hættutímum. Honum varð að falli hið sama sem Grímur sagði um Hákon jarl að hann hlýddi ekki tímans kalli. Stórvirki má íslandssaga þessi með réttu teljast. Samfelldari er hún og traustari fyrir þá sök að einn maður bar ábyrgð á verkinu og vann það að langmestu leyti. Tilraunir til að setja saman viða- mikla samfellda íslandssögu hafa tekist báglega hingað til vegna þess að margir hafa verið kvaddir til starfa. Hefur þá hver farið sína leið í rituninni. Stutt söguágrip, þar sem einn maður hefur verið að verki, hafa tekist mun betur. Hér er íslandssaga með nýju sniði. Af þessu mikla riti Einars Laxness má fræðast um alla þætti sögunn- ar þá sem á annað borð skipta einhveiju máli. Þetta er ekki rit til að lesa í einni lotu frá upphafi til enda heldur til daglegs brúks svo gripið sé til heiðarlegrar dönskuslettu. Stíll höfundar er bæði skýr og gagnorður. Undirrit- aður rakst ekki á neitt sem telja mætti ofsagt eða vansagt. Myndir era vel valdar og vel prentaðar. Og myndatextamir era saga út af fyrir sig. í raun á rit þetta heima við hlið íslenskrar orðabók- ar. Það er jafn bráðnauðsynlegt. Erlendur Jónsson Einar Laxness »• Ástín á tínnun tungumálsíns BOKMENNTIR Skáidsaga VETRARELDUR eftir Friðrik Erlingsson. Vaka- Helgafell 1995 - 327 síður. 3.290 kr. FÁIR höfundar hafa verið jafn áberandi á síðum dagblaðanna fyrir þessi jól og Friðrik Erlingsson. Ástæðan er ekki aðeins útkoma þeirrar skáld- sögu sem hér er til umfjöllunar heldur einnig kvikmynd sem gerð var eftir sögu hans um Benjamín dúfu og frumsýnd var nú á haustdögum og fengið hefur afar jákvæðar viðtökur. Segja má að ferill Friðriks hafi verið nokkuð ævintýra- kenndur þótt maðurinn sé ungur að árum; næg- ir að nefna veru hans í smekklegum rokk- hljómsveitum á níunda áratuginum auk fyrr- nefndrar bókar sem hlaut afbragðsviðtökur. Útkomu hinnar nýju skáldsögu var því beðið með töluverðri eftirvæntingu af bókaunnendum, ég leyfi mér jafnvel að segja of mikilli eftirvæntingu þeg- ar haft er í huga að um er að ræða fyrstu „stóru“ skáldsögu Friðriks. Viðfangsefni Friðriks í Vetrareldi eru tilfinningar. Og víst er að það er mjög í anda þeirra tíma sem við lifum á. Tilfinningar eru drifkraft- urinn í stórum hluta þeirra skáld- sagna sem nú eru skrifaðar og fást við samtíma okkar með einum eða öðrum hætti. í þeim er maðurinn gjarnan á valdi tilfinninga fremur en losta jafnvel þótt ástin sé í brenrii- punkti. Og þannig er því farið í Vetr- areldi, maðurinn fyigir hjarta sínu í'’ blindni einsog vonglaður fótgönguliði í sigursælli hersveit, eins og segir á einum stað í sögunni (264). Einkunn- arorð og titill sögunnar eru sótt tii tilfinningaskáldsins Davíðs Stefáns- sonar: „Þú várst minn vetrareld- ur./Þú varst mín hvíta lilja,/ [...] Við elskuðum hvort annað en urðum þó að skilja". Sagan segir frá lífshlaupi Lilju Loftsdóttur, sjómannsdóttur sem elst upp við erfiðar aðstæður í þorpi vest- ur á fjörðum um miðja öldina, en flyst síðan ásamt móður sinni til höfuð- borgarinnar þar sem móðursystir hennar Oddrún, sem síðar gengur henni í móðurstað, býr ásamt tveimur dætrum sínum. Þar rætist draumur hennar um að verða ballettdansari við Þjóðleikhúsið og ástin tekur völd- in þegar eftirsóttasti karlleikarinn við leikhúsið, yfirstéttardrengurinn og glaumgosinn Hákon Beck, og Lilja fella hugi saman. Ástir þeirra hafa varanleg áhrif á líf Lilju, hún elur honum bam, er svikin og þarf að horfast í augu við erfið veikindi. Aðalsögupersónumar, Lilja og Hákon, eru andstæðir pólar sem daðra við hið ómögulega með ást sinni. Lilja er feimin, uppburðarlítil og veik á meðan Hákon er fram- hleypinn, foringinn í sínum hóp; sterkur. Sameiginlegt eiga þau hins vegar viljann til að breyta lífínu í draum með aðstoð listarinnar og það tekst þeim á vissan hátt í hamraborg blekkinganna sem er leikhúsið. Á bak við Hákon stendur óárennilegur Reykjavíkuraðall en Lilja er munað- arleysingi. Hann er dekmxófa en hún þarf að beijast fyrir sínu. Hún er einföld en hann er slægur. Hákon er klisjan um drykkfelldan listamann holdi klædd, og þegar til kastanna kemur, óábyrgur og ragur mömmu- drengur. Þessi persónusköpun gæti í sjálfu sér gengið ágætlega upp þótt í henni séu fáir nýir tónar; helsti galli hennar er sá að Lilja er gerð of einföld og þroskast ekki í sam- ræmi við áföllin, eflist ekki við mót- lætið, heldur tekur öllu sem að hönd- um ber með jafnaðargeði. Hákon fer nákvæmlega þá leið sem lesandinn veit að hann mun fara um leið og hann stígur fram á sögusviðið, þá leið sem liggur út úr ástarsögunni. Saga þeirra Lilju og Hákonar er auðvitað ekki ný af nálinni. Ofrumleikinn á þvi sviði er þó ef til vill ekki hennar stærsti galli heldur ótti höfundar við að fara nýjar leiðir í stíl og ekki síður hug- myndavinnslu. Fersk- leika vantar í myndmál- ið, höfundur á það til að gleyma sér í upp- höfnu málskrúði: „Þeg- ar himinninn og jörðin verða eitt í myrkrinu og andstæður dagsbirtunnar gleymdar og týndar, þá finnur lífið sjálft sig og eilífðin verður djúp og raunveruleg;“ (163). Tungumálið leggst eins og göfgandi slikja yfir allt sem orðin snerta, átök sjálfsverunnar við sjálfa sig og heim- inn ásamt óreiðunni á tilfínningasvið- inu ná ekki að lita frásögnina og sporna gegn kröfu hennar um epíska framvindu. Stíllinn er ekki afhjúp- andi, hugsunin verður stundum óljós í háleitu og hátíðlegu orðfæri. Þetta á bæði við þegar höfundur lýsir lífinu innan veggja leikhússins, ástarbrí- rrianum og einnig því þegar ógæfan dynur yfir. Hugmynd Hákons um listina og ástina sem andstæð skaut þar sem sigur mannsandans felst í því að fóma hinni hverfulu jarðnesku ást fyrir hina eilífu andlegu, eins og hann orðar það á einum stað í sam- tali við Steinunni, vinkonu Lilju, hef- ur í raun verið margoft notuð í ís- lenskri skáldsagnagerð, og nægir hér að nefna Vefarann mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness. Það er þessi hugmynd sem liggur flótta Hákonar til grundvallar og leggur líf bamshaf- andi ástkonu hans í rúst, og veldur því að hún gefur frama sinn sem ballettdansmær upp á bátinn. Einhvem veginn gerir maður ósjálfrátt þá kröfu til ungra höfunda, og gildir þá einu hvort þeir eru mik- ið eða lítið auglýstir, að þeir miðli lesendum einhverri nýrri sýn og um leið að þeir skrifi eins og þeir þekki það sem á undan er gengið og að sú meðvitund skili sér á einn eða annan hátt út í textann. í því felst ekki endilega krafa um að þeir bylti skáldsagnaforminu heldur að í verk- um þeirra felist eitthvert „skapandi endurmat“, eins og það er orðað á einum stað. Slíkt endurmat getur vissulega átt sér stað þótt skrifuð sé epísk frásögn um ástir og örlög eins og það heitir á bókarkápum, en ekki ef viðhorfið til tungumálsins er gamalgróið og hvergi hriktir í stoðum frásagnarinnar sjálfrar. Það sem þessa sögu skortir er fyrst og síðast dirfska, dirfska til að takast á við miklar tilfinningar og söguleg örlög á ögrandi hátt. Höfundurinn hefði að ósekju mátt brenna fleiri brýr að baki sér en hann gerir í þessari sögu og þá hefði askan eftir vetrareldinn orðið mun kræsilegri. Eiríkur Guðmundsson Friðrik Erlingsson Scetir sófar d óviðjafnanlegu verði HÚSGAGNALAGERINN Smiðjuvegi 9 (gul gata) - Kópa - slmi 564 1475 Opið v.d. 10-19 lau. 11-17, sun 13-17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.