Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Flytja inn tjónabíla og
selja hér og í Evrópu
þennan vísi að bílaiðn-
aði í fæðingu.
HAFIN er starfsemi í kringum við-
gerðir á tjónabílum sem fluttir eru
inn frá Bandaríkjunum, aðvinnsla
eins ogþessi iðja kallast í reglugerð-
um. Einn aðili, sem stendur að slík-
um innflutningi, lætur gera við bíl-
ana í íslenskum fagfyrirtækjum og
selur þá síðan innanlands eða flytur
áfram til Evrópu til sölu þar. Nú
virðist sem hið opinbera hafi stöðv-
að þessa iðju með nýrri gjaldtöku
af viðgerðum.
Innflutningur á notuðum fólks-
bflum hefur stóraukist á þessu ári.
Aukningin er tilkomin vegna breyt-
inga á reglum um vörugjald sem
gerðar voru í haust. Nú nægir að
framvísa reikningi þegar innfluttur
bíll er tollafgreiddur. Aður miðaðist
tollverð innfluttra notaðra bfla við
innkaupsverð bílaumboðanna á nýj-
um bfl af sömu gerð og innflutti
bfllinn var síðan afskrifaður eftir
vissum reglum miðað við aldur,
búnað og ástand. Fyrstu ellefu
KAUPENDUR uppgerðra tjónabíla frá Bandaríkjunum fá Ijósmynd af bílnum áður en kaupin eru
gerð. Þennan Mercedes-Benz E-320 langbak keypti Ágúst af tryggingafélagi á 16.900 dollara,
tæpa 1,1 miiyón ISK.
mánuði þessa árs hafa verið fluttir
inn 413 notaðir fólksbílar en á sama
tíma í fyrra voru þeir 168. í nóvem-
ber voru fluttir inn 79 bílar og
fýrstu 15 daga desembermánaðar
voru fluttir inn 18 notaðir bílar.
Launakostnaður
fjórum sinnum lægri hér
Hagkvæmni af lagfæringum á
innfluttum tjónabílum og sölu
þeirra helgast fyrst og fremst af
afar lágu verði á tjónabílum í
Bandaríkjunum. Yfirleitt eru þetta
bílar í eigu tryggingafélaga, fjár-
mögnunarfyrirtækja eða bílasala
sem sérhæfa sig í sölu á tjónabflum.
Einnig næst mikii hagkvæmni af
mun lægri launakostnaði hérlendis
YÍSUR
& KVÆÐl
SEINNA BINDÍ
eftir A‘'l/
Eirík Einarsson
frá Hæli
Ljáð Eiríks Einarssonar:
Vísur gamnls Ámesings er löngu
íandsþekkt og þykir nú meðal feg-
urstu ættjarðarljóða.
Hér kemur í fyrst sinn fyrir
almenningssjónir safh áður óbirtra
ljóða, kvæða pg vísna eftir Eirík.
Eiríkur varð þjóðkun'nur fyrir þingvísur sínar og tækffærjskveðskaþ,
en færri vissu-þá, :tö hann var gott skáld. Skáldskapurinn fór dult, úns
bókin Vísur ogkvæði kom út áðhonurh íátnum. Heitni var vel tekið
' -Xyj ttrogernú lönguðfáanleg. * ,■ Tl\
Ólafur 'fhors sagði um Eirík Einarsson frá Hæli: afl hann vœrivafa- J
lauit mesta skáld sem.setið hefur á Alþingi síðan HatihfS Hafstein ieið.
Eiríkur Eínársson var ekki skáld margra Veðra þó hann væri skáld
alvöru, en Eiríkur er maður bjartra orða á erfiðustu stundum. grl
~ ' 1 þessari bók eru ljóð; unj náttóruna,(ástúia. Ejóð liaus eru í senn
sígildurogþjóðlegurkveðskaþur.
Hjalti Gestsson valdi ijóðin
og ritar um ævi og störf skáldsins.
fyrir áhugamenn um Ijóð og kveðskap.
Fœst í betri bókaverslunum.
Dreifing Hið tslenska Boðfélag ehf.
sími: 562 1059
en í Bandaríkjunum. Útseld vinna
á bflaverkstæði í Bandaríkjunum
kostar um 8 þúsund kr. hver
klukkustund en um 2 þúsund kr.
hérlendis. Bílgreinasambandið telur
að ekkert sé því til fyrirstöðu að
aðvinrsla á innfluttum tjónabílum
geti orðið lyftistöng fyrir
bílgreinina enda hefur
verið verkefnaskortur
hjá mörgum bílaverk-
stæðum. Sambandið tel-
ur þó brýnt að komið___________
verði á virku eftirliti með
því að fullnægjandi viðgerð fari
fram á slíkum bílum og skráning.
Mikið verðfall
Ágúst Guðmundsson hefur flutt
inn tjónabíla sem m.a. hafa verið í
eigu bandarísks fjármögnunarfyrir-
tækis sem hann segir að eigi gríðar-
legan fjölda tjónabíia. „Þeir vilja
losna við tjónabílana strax. Oft
þarf ekki nema eitt símtal til að
ljúka viðskiptunum og greiðslan fer
oft fram með greiðslukorti."
Mikið verðfall verður á bílum við
tjón í Bandaríkjunum sem skýrist
m.a. af háum viðgerðarkostnaði þar
í landi. Auk þess er verð á nýjum
bílum í Bandaríkjunum um helmingi
lægra en hérlendis. Ágúst segir að
umræðan um þessi mál hérlendis
sé mjög einhliða. Hann segir að
allir sem komi að þessum innflutn-
ingi séu stimplaðir sem skúrkar og
ævintýramenn. Hann svarar ásök-
unum um að verið sé að flytja inn
ónýta bíla frá Bandaríkjunum á
þann hátt að sjálfur
flytji hann ekki inn bíla
sem hafi skekkst á grind
eða skemmst mikið að
öðru leyti. Hann segir
jafnframt að sala á ónýt- _________
Um bílum hafi viðgengist
um árabil á tjónauppboðum ís-
lensku tryggingafélaganna. í fer-
ilskrá slíkra bíla er skráð að þeir
hafi verið í eigu tryggingafélaga
en hvergi er getið um að þeir hafi
lent í tjóni.
„Allir okkar tjónabílar eru gerðir
upp á viðurkenndum verkstæðum
andstætt því sem oft gerist með
bíla sem keyptir eru á tjónauppboð-
um tryggingafélaganna. Viðskipta-
vinurinn fær að sjá mynd af bílnum
áður en hann kemur til landsins og
ef hann er ekki ánægður fær hann
kaupverðið greitt til baka. Auk þess
bjóðum við upp á sex mánaða
Vörugjaldið er
endurgreitt
því bíllinn fer
aldrei á númer
Fluttir hafa
verið inn 430
notaðir fólks-
bílar á árinu
ábyrgð með bílunum. Okkar fyrir-
tæki hefur líka unnið markvisst að
því að láta gera tjónabíla upp hér
og flytja þá aftur út til Evrópu til
sölu þar.“
Önnur lögmál gilda í Bandaríkj-
unum um tjónabíla en hérlendis.
Þetta má glögglega sjá
í sérstökum auglýsinga-
blöðum sem sérhæfðar
bílasölur á þessu sviði
auglýsa í. Tryggingafé-
lög eða fjármögnunar-
fyrirtæki taka til sín bíla
sem hafa dældast lítillega á bretti
eða vélarhlíf og selja þá á uppboðum
eða til bílasala fyrir niðursett verð
en þó er einnig að fínna mikið
skemmda bíla sem myndu sannar-
lega flokkast sem tjónabílar hér-
lendis.
Hvernig kaup er hægt að gera
í innfluttum tjónabíl? Grand Jeep
Cherokee Laredo árgerð 1996
skemmdist í framleiðslu á bretti
og vélarhlíf. Ágúst keypti bílinn
af Chrysler verksmiðjunum og með
flutningi til landsins kostaði hann
1.072.000 kr. Vörugjald, 75%, er
804.000 kr. og virðisaukaskattur
450.000 kr. Viðgerðarkostnaður
hérlendis er áætlaður um 200 þús-
und kr. Samtals kostar bíllinn við-
gerður 2.526.000 kr. en nýr bíll
af þessari gerð kostar hjá Jöfri
hf., umbpðsaðila Chrysler,
3.980.000 kr. Bíllinn hefur verið
seldurtil Þýskalands á 50.000 þýsk
mörk, eða um 2.250.000 kr. Við
söluna úr landi fæst vörugjaldið,
450.000 kr., endurgreitt
því bíllinn fer aldrei á
númer hérlendis og
hagnaður íslenska
milliliðsins er um
_________ 174.000 kr. Flutnings-
kostnað og 10% vöru-
gjald í Þýskalandi greiðir kaupandi
bílsins.
Ný túlkun
Ágúst hefur látið gera upp
nokkra slíka bíla og fengið þá
skráða hjá Bifreiðaskoðun. Hann
hugðist láta skrá fjóra viðgerða
tjónabíla sl. þriðjudag en var þá
tjáð að þeir yrðu ekki skráðir fyrr
en vörugjald af viðgerð bílanna
hefði verið greitt, þ.e. 75% af við-
gerðarkostnaðinum. Þetta telur
hann vera grófa mismunun því
vörugjald sé almennt ekki innheimt
af innlendri vinnu og alls ekki af
Blómlegnr iðnaður gæti
skapast í kringum við-
gerðir á tjónabílum frá
Bandaríkjimum. Guð-
jón Guðmundsson
komst að því að með
nýrri túlkun Tollstjóra-
embættisins á lögum er
nú innheimt vörugjald
af viðgerðum á innflutt-
um tjónabílum og þar
með er búið að kæfa
vinnu við viðgerðir á tjónabílum sem
eru skráðir hérlendis. Hann kveðst
vita til þess að nokkrir aðilar hafi
greitt þetta vörugjald með fyrir-
vara.
Þær upplýsingar fengust hjá
Tollstjóraembættinu að það væri
mat embættisins að greiða þyrfti
vörugjald af aðvinnslu á bílum. Sá
aðili sem vinnur að ökutækinu væri
gjaldskyldur samkvæmt reikningi
án virðisaukaskatts. Gjaldið færi
eftir þeim gjaldflokki sem bíllinn
fellur í, eða allt frá 30-75%. Vísað
var til laga um vörugjald af öku-
tækjum þar sem segir m.a.: „Sá
aðili sem framleiðir eða vinnur að
breytingum ökutækja áður en það
er skráð samkvæmt umferðarlög-
unum skal greiða gjald af ökutæk-
inu í samræmi við verðmæti þess
við skráningu.“
Tollstjóraembættið er farið að
sérmerkja bíla sem þannig eru
gjaldskyldir. Þetta er gert til þess
að ekki verði misbrestur á því að
vörugjald sé að fullu greitt. Þessi
merking fer þó ekki inn í skráning-
arskírteini bílsins, samkvæmt upp-
lýsingum frá embættinu. Vörugjald
af viðgerðum er endurgreitt ef bíll-
inn er fluttur úr landi. Innflytjendur
tjónabíla efast hins vegar um lög-
mæti þessarar gjaldheimtu og segja
að með þessari lagatúlkun sé búið
að koma í veg fyrir að viðgerðir á
tjónabílum fyrir innanlandsmarkað
geti farið fram.
Rúnar Gíslason héraðsdómslög-
maður segir að þessi túlkun Toll-
stjóraembættisins komi sér afar
spánskt fyrir sjónir. „Ég efast um
að það standist lög að innheimta
vörugjald af vinnu bifreiðasmiða við
innflutta tjónabíla. Slíkt gjald er
ekki innheimt þegar verið er að
gera upp aðra tjónabíla og þetta
tíðkast bara alls ekki. Ég sé heldur
ekki þjóðhagslega hagkvæmni af
innheimtu slíks gjalds því það getur
skapað vinnu að taka góða bíla inn
í landið og gera við þá,“ sagði Rún-
ar. Hann sagði að þessar viðgerðir
féllu hvorki undir framleiðslu né
breytingar á ökutækjum. Auk þess
hefðu þessir aðilar þegar greitt
vörugjald af varahlutum sem allir
eru innfluttir frá Bandaríkjunum.
Ágúst segir að einna helst virðist
sem Tollstjóraembættið ætli sér að
stöðva viðgerðir á innfluttum tjóna-
bílum með öllum tiltækum ráðum.
Eftirlitsleysi
er brotalömin
Jónas Þór Steinarsson, fram-
kvæmdastjóri Bílgreinasambands-
ins, sagði að ef tryggt væri að
þessir bílar væru vel viðgerðir
væri ekki hægt að hafa á móti
innflutningi þeirra. „En við höfum
ekkert kerfi sem lítur eftir innlend-
um eða erlendum tjónabílum og
þar er brotalömin. Viðgerðin er
ekki vottuð eða tekin út svo neyt-
andinn geti treyst því að vinnan
sé fullnægjandi," sagði Jónas Þór.
Hann sagði að það hlyti að verða
í verkahring nefndar sem til stend-
ur að setja á laggirnar, og skipuð
verður fulltrúum frá fjármálaráðu-
neyti, dómsmálaráðuneyti, Bíl-
greinasambandinu og Félagi ís-
lenskra bifreiðaeigenda, að koma
með tillögu að lausn á þessu máli.
„Þetta verður ekki lagfært öðruvísi
en að ákveðið fyrirkomulag verði á
eftirliti á bílum sem hafa orðið fyr-
ir tjóni og að viðgerð á þeim sé
framkvæmd á viðunandi hátt,“ seg-
ir Jónas Þór.
„Það er ekkert því til fyrirstöðu
að það skapist blómlegur iðnaður í
kringum aðvinnslu á tjónabílum.
En verklagsreglur verða að liggja
fyrir og öllum verður að gera jafnt
undir höfði. Einnig þurfa að liggja
fyrir skýrar reglur um hvernig litið
er eftir öiyggisbúnaði í slíkum bíl-
um,“ sagði Jónas Þór.
Egill Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Brimborgar, segir að innflutn-
ingur notaðra bíla hafi ekki áhrif á
sölu á nýjum bílum en hann geti
valdið verðfalli á notuðum bílum
af þeim gerðum sem mest er flutt
inn af. Hann segir að magnið af
notuðum bílum í dýrari verðflokkum
sé komið langt fram yfír eftirspurn.