Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.12.1995, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ólafía Elísabet Guðjónsdóttir fæddist 28. október 1911 að Þórustöð- um í Bitru, Strandasýslu. Hún lést í Sjúkrahúsi Akraness 15. des- ember siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Mag-n- ús Ólafsson og Mar- grét Jóhanna Gísla- dóttir sem bjuggu að Þórustöðum. Systkini Ólafíu eru: Jónína Ragnheiður, f. 1910, dáin 1990. Hún var gift Grími Arnórssyni. Gísli Krist- ján, f. 1914, dáinn 1965, kvænt- ur Unni Rögnvaldsdóttur. Bjarni, f. 1916, dáinn 1991, kvæntur Steinunni Sigurðar- dóttur. Jón, f. 1926, býr í Reykjavík, kvæntur Amdísi Guðjónsdóttur. Hinn 17. júní árið 1939 giftist Ólafía Friðriki Ingólfi Helgasyni, f. 17. janúar 1913, syni hjónanna Helga Helgasonar og Ingibjargar Friðriksdóttur er bjuggu í Gautsdal, þá í Geiradalshreppi. Við giftingu tóku þau við búi í Gautsdal. Árið 1940 taka þau Hjört Ágúst Magnússon, f. 4. ágúst 1939, í fóstur og ólu hann upp eins og sinn eigin son. Iflörtur er trésmiður og kennari í Reykjavík, kvæntur Jónu Sig- MIG LANGAR að minnast tengda- móður minnar með örfáum orðum. Við segjum við litlu bömin þegar einhver deyr: „Guð tók hana/hann til sín og hún er hjá honum og englunum.“ Þetta er það sem mér er efst í huga þegar þessi orð em skrifuð. Það er jú þakklæti til Guðs fyrir að hún amma Lóa, eins og hún var alltaf kölluð, þurfti ekki að líða meira í þessum heimi. Mörg síðustu ár hafði hún þurft að beij- ast við minnisleysi og lasleika. Síð- usfu tvö og hálft ár var hún á sjúkrahúsinu og hafði litla hug- mynd um það sem í kringum hana gerðist. Þann 14. þ.m. fékk hún heilablóðfall og sofnaði aðfaranótt 15. desember og heldur jólin sín í þetta sinn í einhveijum öðmm heimi, vonandi þar sem allir em henni góðir því hún á ekki annað skilið með það veganesti sem hún tekur með sér úr þessum heimi, þegar talað er um laun hans. Tengdamóðir mín var yndisleg kona og mátti ekkert aumt sjá. Hún var glaðvær og gat verið mjög hnittin í tilsvömm og hafði frábært skop- skyn. Hún lét engan eiga neitt tinni hjá sér. Við göntuðumst oft tengdadætumar hennar með eitt- hvað um synina og þá fengum við það óþvegið til baka. Við fjölskyldan mín og tengdaforeldrar mínir bjuggum í sama húsi í tíu ár og það vom yndisleg ár í huga bam- urðardóttur og eiga þau tvö böm, Ingu Kolbrúnu og Sigurð Ágúst. Síðan eign- ast þau tvo syni. Þeir em: Helgi, f. 30. október 1941, rafvirki, kvæntur Sigríði Gróu Kristj- ánsdóttur og eiga þau þijú böm; Kristján, Ólafíu Margréti og Ingólf. Helgi og Sigríður búa á Akranesi. Maggijjíuðjón, f. 30. maí 1949, trésmið- ur, kvæntur Sigrúnu Valgarðs- dóttur og eiga þau tvo syni, Bjöm Val og Amþór Snæ. Þau búa einnig á Akranesi. Bama- bamabömin em orðin 6. Árið 1959 flytja Ólafía og Ingólfur til Akraness og bjuggu þar eftir það, fyrst að Heiðar- braut 35, síðan að Brekkubraut 17 sem þau byggðu sjálf og bjuggu þar í 28 ár. Þá fluttu þau að Höfðagmnd 16 og bjuggu þar í rúm tvö ár en fluttu síðla árs 1990 inn á Dval- arheimilið Höfða. Að hausti 1993 hrakaði heilsu Ólafíu svo að hún fór á Sjúkrahúsið á Akranesi og dvaldi þar til dauðadags. Útför Ólafíu fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 14. anna okkar að hafa ömmu og afa uppi og gott að geta alltaf leitað þangað. Þar var alltaf bæði hlýja og eitthvað í munninn. Oft hlupu þau undir bagga þegar við vomm við vinnu eða í skóla. Hún var ein- staklega barngóð og núna við þessi leiðarlok er gott að heyra litlu bamabamabörnin segja „manstu þegar amma var í feluleik" og svona setningar ýmsar em á kreiki. Það var gott að koma á þetta heimili ungur að byija lífið. Þar voru for- eldrar hennar Lóu einnig, orðin öldmð og bjuggu hjá tengdaforeldr- um mínum. Þar var mikill gesta- gangur og alltaf öllum tekið opnum örmum. Eg á tengdamóður • minni mikið að þakka, hún kenndi mér svo margt og var mér einstaklega góð. Ég bið Guð að styðja tengda- föður minn, sem dvelur á Dvalar- heimilinu Höfða, svo og syni hennar og ég þakka Lóu fyrir allt sem hún var mér og bið Guð að geyma hana. Við viljum biðja fyrir þakklæti til starfsfólks E-deiIdar Sjúkrahúss Akráness fyrir frábæra hjúkrun og hlýju. Þú sem eldinn átt í hjarta, óhikandi og djarfur gengur út í myrkrið ægisvarta eins og hetja og góður drengur. Alltaf leggur bjarmann bjarta af brautryðjandans helgu glóð orð þín loga, allt þitt blóð; á undan ferðu og treður slóð. Þeir þurfa ekki um kulda að kvarta, sem kunna öll sín sólarljóð. (Davíð Stefánsson.) Sigríður Gróa Kristjánsdóttir. Hún elsku amma Lóa er dáin. Mikið er erfítt að sætta sig við það, en minningin um góða ömmu lifír áfram. Amma var yndisleg kona, svo blíð og góð. Það var alltaf svo gott að koma til hennar og afa Inga á Brekkubrautina og mikið af góðum minningum sem ég á þaðan. Oft fékk ég að gista hjá þeim þegar ég var yngri. Þá var alltaf tekið fram sérstakt bleikt sængurver handa mér. Heimsóknirnar og gist- ingin eru í minningunni sæludagar þar sem ástúð, sakleysi og rósemi réðu ríkjum. Sængurverið góða gaf amma mér svo síðar þegar ég fór að búa, eins og til að segja að ég væri orðin fullorðin. Ég á það ennþá og held mikið upp á það. Amma var alltaf kát og man ég aldrei eftir henni öðruvísi en sáttri og hamingjusamri. Hnittin tilsvör hennar komu öllum í gott skap. Ég ætla að muna eftir ömmu raulandi og flautandi ýmis -lög í eldhúsinu á Brekkubrautinni, eins og hún gerði þegar hún var að hafa til eitthvert góðgæti eða bara eitthvað að stússast. Elsku amma, góðu minningamar um þig lifa áfram. Hvíl þú í friði. Þín nafna, Ólafía. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Okkur systkinin langar með nokkrum orðum að kveðja elsku ömmu okkar. Margs er að minnast og margs er að sakna þegar hugurinn leitar til baka á svona stundum. Þó að við systkinin höfum búið í Reykjavík en þið amma og afí á Akranesi voru tíðar ferðimar sem farnar vom upp á Skaga til ömmu og afa á Brekkubrautinni. Þegar við systkinin vomm orðin aðeins eldri fómm við sjálf að fara með Akraborginni og alltaf var jafnynd- islegt að sækja þau heim. Við systkinin eigum margar góð- ar minningar um þig, elsku amma, og þær munum við halda í og varð- veita. Aðeins var ég þriggja vikna er ég fyrst dvaldi hjá ykkur ásamt mömmu þegar pabbi var að vinna úti á landi. Það var alltaf svo gott og nota- legt að vera nálægt ömmu. Hún var yndislegur persónuleiki, alltaf glöð, brosandi og einstaklega hlý og góð. Alltaf hafði amma tíma fyrir okkur og var tilbúin til að hlusta á og ræða við okkur krakkana. Það vom ófá kvöldin upp á Skaga þegar hlustað var á kaffibrúsakallana og mikið var hlegið og þegar amma var orðin þreytt á að hlusta á þá „aðeins einu sinni enn“ hlupum við bara fram i eldhús til að segja henni brandarana. Ekki má gleyma því hversu amma var alltaf orðheppin og hnyttin í tilsvörum og segja má að þessi hæfileiki hafí smitað frá sér úti í fjölskylduna. Fyrir okkur var amma, svona ekta amma eins og í góðu ævintýr- unum. Elsku afí, þinn er missirinn mestur. Megi algóður Guð vemda þig og styrkja nú og um ókomna tíma. Elsku pabbi, Helgi, Maggi Guð- jón og fjölskyldur og Jón frændi, megi Guð styrkja ykkur í sorginni. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá hug þinn og þú munt sjá að það sem veldur sorg þinni var gleði þín. (Kahlil Gibran.) Blessuð sé minning ömmu. Inga Kolbrún og Sigurður Ágúst Hjartarbörn. -U Garðar Guð- I jónsson fæddist á Björk í Söivadal í Eyjafirði 7. apríl 1912. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 15. desember síð- astliðinn. Foreldr- ar hans voru Aðal- heiður Jónasdóttir frá Syðra-Hóli í Kaupvangssveit, f. 4. nóvember 1875, d. 16. október 1960, og Guðjón Benjam- ínsson bóndi á Björk, f. 5. mars 1884, d. 25. maí 1966. Hann var næstelstur af fjórum bræðrum, Steingrím- ur var bóndi á Kroppi í Eyja- firði, Ásgeir og Snorri voru búsettir á Akureyri. Þeir eru allir látnir. Hinn 27. ágúst 1941 kvæntist Garðar Freyju Eiríks- dóttur, f. 27. ágúst 1915, frá Dvergsstöðum í Eyjafirði. For- eldrar hennar voru Sigríður Ágústína Árnadóttir og Eirík- ur Helgason bóndi. Garðar og- EKKI er nema rétt rúm vika síðan ég fékk upphringingu frá móður minni og þær fréttir að afí minn væri kominn á sjúkrahús, alvar- lega veikur. Það fór vart á milli mála hvert stefndi. Ég var því feginn að hafa ætlað mér að fara snemma heim til íslands í jóla- leyfi, ég átti flug heim frá Kanada næsta dag. Ég hafði hlakkað mikið til að hitta afa og ömmu um jólin. Við vorum alltaf hjá þeim á aðfanga- dagskvöld, öll mín bernskuár. Jólin fyrir sunnan og síðar í Kanada virtust aldrei vera nema rétt svip- urinn af jólum eins og þau áttu að vera, í Engimýrinni hjá afa og ömmu. Eftir að ég kom heim fóru erfíðir dagar í hönd. Þar tókust á von og ótti, og hallaði mjög á von- ina. Það vakti enn virðingu okkar og aðdáun, hvílíkan styrk og ósér- hlífni amma sýndi, jafnt meðan afí lá sjúkur sem að honum látn- um. Mikið er á ömmu lagt og guðirnir, ef einhveijir eru, sýna henni litla miskunn. Á skömmum tíma hefur hún misst tvo bræður sína og nú afa. Skammt er stórra högga á milli. Afí ólst upp á Björk í Sölvadal í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Guðjón Benjamínsson bóndi og Aðalheiður Jónasdóttir húsmóðir frá Syðra-Hóli í Kaupvangssveit í Eyjafírði. Hann átti þijá bræður, sem nú eru allir látnir. Björk var ekki gjöful bújörð. Með dugnaði og útsjónarsemi tókst að hafa allt- af nóg að bíta og brenna í kotinu, en lítið umfram það. Skriðuföll og snjóflóð voru nokkuð tíð á þessum slóðum og mátti þakka fyrir að ekki hlaust af þeim annað tjón en á túnum. Árið 1931 flutti fjölskyldan frá Björk og fór bærinn fljótt í eyði upp úr því. Átján ára gamall hóf afí vinnumennsku hjá Katli Guð- jónssyni, bónda á Finnastöðum. Ketill var vinnumönnum sínum sérstaklega góður og þótti afa ætíð mikið til hans koma. Síðar réðst afi í vinnumennsku hjá Júl- íusi Ingimarssyni í Litla-Hóli. Eft- ir að hafa tekið bílpróf um tvítugt fór afi að keyra mjólkurbíl fyrir Júlíus. Frosthörkur voru oft miklar á þessum árum og var ísilögð Eyjafjarðaráin þá stundum sú leið sem var greiðfærust um sveitina. Afí keyrði mjólkurbíl í nokkur ár, en flutti síðan til Akureyrar þar sem hann gerðist leigubílstjóri. Því starfi gegndi hann í hartnær hálfa öld, og það með miklum sóma. Afi kvæntist Freyju Eiríksdótt- ur í ágústlok 1941. Þá áttu þau tveggja ára son, Viðar. í um það Freyja eignuðust tvö börn, Viðar og Ásu Bryndísi. Við- ar, f. 24. október 1939, er búsettur á Akureyri. Hann er kvæntur Sonju Garðarsson, þau eiga fimm börn og þrjú barnabörn. Ása Bryndís, f. 28. apríl 1949, er gift Árna Inga Garðarssyni, þau eru búsett í Mosfellsbæ og eiga tvö börn. Garðar fór ungur í vinnu- mennsku, fyrst á Finnastöðum hjá Katli Guðjónssyni bónda, síðan í Litla-Hól hjá Júlíusi Ingi- marssyni. Tvítugur að aldri tók hann bílpróf og hóf að keyra mjólkurbíl í Eyjafirði. Nokkrum árum síðar flutti hann til Akur- eyrar og gerðist leigubílstjóri. Þvi starfi gegndi hann í hart- nær hálfa öld. Útför Garðars fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin kl. 13.30. bil áratug bjuggu afí og amma á Bjarkarstíg 6, í húsi Davíðs frá Fagraskógi. Þ,ar eignuðust þau dóttur, Ásu Bryndísi. Davíð reynd- ist ungu hjónunum afskaplega vel, þá sem síðar. Snemma á sjötta áratugnum byggðu afí og amma sér hús í Engimýri 2 og bjuggu þar upp frá því. Þau voru mör£ verkin við húsbygginguna sem afí vann sjálf- ur, og ávallt af mikilli vandvirkni. í þessu húsi komust bömin tvö á legg. Afi var umhyggjusamur fað- ir og kenndi börnum sínum góða siði með þeirri staðfestu og jafnað- argeði sem einkenndi hann. Að því kom að barnabömin fóru að koma í heiminn. Sonarbömin, böm Viðars og Sonju, eru fímm: Jón Garðar, Viðar Freyr, Signe, Bryndís og Margrét Sonja. Við dótturbömin, börn Ásu og Árna, eram tvö: Garðar Ágúst og Emma. Aldrei heyrðist styggðaryrði af vöram afa þegar við barnabörnin voram í heimsókn, þó handagang- ur væri í öskjunni og ýmislegt gengi á. Oft dró afi fram eitthvert góðgæti, svo sem bijóstsykurs- mola eða gosdrykk, til að gefa okkur gott bragð í munninn. Margt í lundarfari afa bar þess merki að hann ólst upp við kreppu og bág kjör. Hann vandist engu óhófí, fór vel með alla hluti og vildi ekkert braðl. Honum var mjög illa við að skulda öðram og gætti vel að fjármálum sínum. Aðhaldssemin var fjarri þeim öfg- um sem nefnist níska, hún var mikiu heldur höfðingsskapur ranninn saman við fyrirmyndar búmennsku. Gestrisnin var mikil og aldrei skar hann við nögl þegar til hans var leitað. Það er einnig jafnljóst öllum sem hann þekktu að hann var alinn upp við mikla snyrtimennsku, kurteisi og prúð- mennsku. í starfí sínu var hann ætíð virðulegur og greiðvikinn, hvort sem farþegarnir vora íslensk stórskáld, erlendir hermenn, breskt kóngafólk eða drukknir unglingar. I Grikklandi til forna voru spek- ingar sem héldu því fram að ekki væri hægt að dæma um hamingju nokkurs manns fyrr en að honum Iátnum. Þá fyrst sé hægt að líta yfir æviskeiðið og dæma um hvort ævin hafi verið í heild farsæl og öðram til fyrirmyndar. Þeir mundu vera á einu máli um að hér hafí lokið farsælu lífi sem allir mættu taka sér til fyrirmyndar. Og þá mundu þeir líka skilja, að afa verð- ur sárt saknað. Elsku afí, blessuð sé minning þín. Garðar Ágúst. t JÓN ÁGÚSTSSON, Hólmgarði 60, sem andaðist í Landspítalanum 17. desember, verður jarðsunginn frá kirkju Óháða safnaðarinsföstudaginn 22. desember kl. 10.30. Jakob Jónsson, systkini hins látna og aörir vandamenn. t Ástkær VÍBEKA MAYER EINARSDÓTTIR, Vesturbergi 78, Reykjavík, lést á heimili sfnu 8. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jón Magnússon, Bjarni S. Hjálmtýsson, barnabörn og fjölskyldur. ÓLAFÍA ELÍSABET G UÐJÓNSDÓTTIR GARÐAR GUÐJÓNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.