Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hjálparstofnun kirkjunnar 3.000 njóta að- stoðar umjólin UM 900 umsóknir um aðstoð bár- ust Hjálparstofnun kirkjunnar fyrir jólin. Aðstoðin felst í matarpökkum sem innihalda m.a. kjötmeti, ávexti, kartöflur, kaffi og mjólkurafurðir. Einnig fékk stofnunin jólatré gefins og gengu þau öll út. Umsóknir í ár eru ekki fleiri en í fyrra að sögn Jónasar Þórissonar framkvæmda- stjóra Hjálparstofnunarinnar. „Við gátum hjálpað öllum sem leituðu til okkar í ár og munar þar mikið um kjötið sem við fengum frá bændasamtökunum en það er alltaf það dýrasta í pökkunum. Við erum búin að afgreiða um 800 af þeim umsóknum sem bárust. Ég býst við að þeir sem eftir eru komi milli jóla og nýárs. Ég gæti trúað að gjafirnar nýtist allt að 3.000 manns. Þetta er mjög breiður hóp- ur og ekki nein ein ástæða fyrir því að leitað er eftir aðstoð. Sumir eru til dæmis að leita sér stundar- aðstoðar en aðrir eru á lágmarks atvinnuleysis- eða örorkubótum og ráða ekkert við að gera sér glaðan dag. Sá hópur er nokkuð stór,“ sagði Jónas. Hjálparstofnunin er einnig með dreifingarstöð á Akureyri og þar voru um 30 umsóknir afgreiddar. Ortröð hjá Mæðrastyrksnefnd Hjá Mæðrastyrksnefnd fengust þær upplýsingar að mikil örtröð hefði verið hjá þeim á föstudag fyrir jól og biðraðir langt út úr dyrum en engar tölur um fjölda þeirra, sem til néfndarinnar leituðu, liggja fyrir. Óvenjulítið fékkst af framlögum til nefndarinnar í ár og sérstaklega lítið var um peninga- gjafir. Til nefndarinnar leita mest- megnis einstæðar mæður og frá- skyldar konur og að sögn Unnar Jónasardóttur, formanns hennar, hefur aðsóknin sjaldan verið þvílík. „Það er svo margt sem kemur upp á og fólk virðist ekki geta Iifað af því sem það hefur. Við létum alla hafa mat og matarmiða sem við kaupum í Hagkaup og Bónus og það kerfí hefur gefíst vel. Einnig er ýmislegur glaðningur annar sem okkur er gefínn, og við gefum fólki, eins og kerti og spil t.d.,“ sagði Unnur. Andlát HILMAR FENGER HILMAR Fenger, stórkaupmaður, lézt á Landspítalanum á Þorláksmessu, 76 ára að aldri. Hilmar var fæddur í Reykjavík 29. sept- ember 1919, sonur hjónanna Johns Feng- er, aðalræðismanns og stórkaupmanns, og Kristjönu Fenger. Hilmar lauk prófi frá Verzlunarskóla ís- lands 1938 og stund- aði verzlunarnám í Berlín 1938-39. Hilmar gegndi ýmsum störfum við Heildverzlun Nathan og Olsen hf. í Reykjavík og var fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins 1958-89. Þá stýrði hann innkaupa- skrifstofu fyrirtækisins í New York 1942-46. Hann var kosinn í stjóm Toll- vörugeymslunnar hf. við stofnun fyrirtækisins og sat þar um all- mörg ár, um nokkurt skeið sem formaður. Þá var hann ritari í stjóm Félags íslenzkra stórkaup- manna 1959-62, varaformaður 1962- 63 og formaður félagsins 1963- 67. Hilmar var kjörinn heið- ursfélagi FÍS. Hann sat í stjóm Amerísk- íslenzka verzlunar- ráðsins frá stofnun þess og til dauðadags. Hann > var endur- skoðandi Verzlunar- bankans um árabil og í varastjóm Verzlun- arbankans og síðar Eignarhaldsfélags Verzlunarbankans. Hilmar Fenger gegndi ýmsum öðrum trúnaðarstörfum, t.a.m. fyrir skáta- hreyfinguna, Rotary og Det Danske Selskab, þar sem hann var formaður um allmörg ár. Þá var hann ræðismaður Kýp- ur um árabil. Hann sat um tíma í stjórn Verzlunarráðs íslands og í stjórn Verzlunarskólans, þar af í nokkur ár sem formaður. Hann sat lengi í stjórn Félags sjálfstæð- ismanna í Nes- og Melahverfí, um tíma sem formaður. Hann hlaut fálkaorðuna 1964 og Dannebrog- orðuna 1973. Eftirlifandi eiginkona Hilmars er Borghildur Björg Fenger. Synir þeirra em John og Vilhjálmur. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Miklar skemmdir í bruna í Reykhúsinu hf. á Seyðisfirði Vélar og vörur brunnu ELDSVOÐI varð á Seyðisfirði aðfara- nótt jóladags. Rétt fyrir klukkan tvö um nóttina var tilkynnt um eld í svo- kölluðu Liverpoolshúsi þar sem Reyk- húsið hf. er til húsa. Það var íbúi hand- an götunnar sem tilkynnti um eldinn og hafði rafmagn farið af húsinu þar vegna eldsins. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var efri hæð hússins alelda og farið að loga mikið upp úr hluta þaksins. Húsið stendur nálægt sjó og reyndist auðvelt að komast í vatn, þó hið mikla frost ylli smávægilegum erf- iðleikum. Slökkviliðinu tókst að ráða niðurlögum eldsins á rúmlega klukku- tíma. Verið er að rannsaka upptök eldsins og niðurstöður ekki fengnar, en flest bendir til þess að kviknað hafí í út frá olíukyndingu. . Ljóst er að miklar skemmdir hafa orðið á húsinu, sem og vélbúnaði, innanstokksmunum og framleiðslu- vörum Reykhússins hf. Ekki er komið í ljós hversu mikið af saltfíski sem var í húsinu er ónýtur, en reyktar afurðir og frosin ýsa sem var í frysti- gámum við húsið virðast hafa sloppið við skemmdir. Þrátt fyrir þetta er víst að tjónið nemur milljónum og gæti jafnvel hlaupið á tugum millj- óna. Akvörðun hefur ekki verið tekið um áframhaldandi starfsemi Reyk- hússins þar sem 3-4 menn vinna að jafnaði. Þá er ekki síst eftirsjá að húsinu ef svo færi að það yrði dæmt ónýtt, því það er eitt af elstu húsum bæjar- ins. Að stofni til er það talið vera frá um 1880. Staðan ef flugumf er ðar stj ór ar hætta störfum um áramót Áfram veitt þjónusta við innanlandsflug ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri segir að innanlandsflug verði með svipuðum hætti og verið hefur þó flugumferðarstjórar leggi niður störf um áramót. Hann segir að hvorki Félag íslenskra atvinnuflugmanna né Alþjóðasamband flugmanna (IF- ALPA) hafí sent Flugmálastjóm at- hugasemdir við viðbúnaðaráætlun stofnunarinnar. Þorgeir segir að Flugmálastjóm hafí veitt FÍA og IFALPA ítarlegar upplýsingar um viðbúnaðaráætlun stofnunarinnar, en til hennar kann að þurfa að grípa um áramót ef 82 flugumferðarstjórar hætta störfum. Hann segir að hvorugur þessara að- ila hafí sent Flugmálastjórn athuga- semdir. Fulltrúar FÍA hafí þó lýst almennum áhyggjum á fundi með Flugmálastjórn 19. desember sl. Þorgeir segir fréttir um að Al- þjóðasamband flugmanna hafi haft samband við Alþjóðaflugmálastofn- unina (ICAO) vegna viðbúnaðaráætl- unarinnar vera úr lausu lofti gripn- ar. Alþjóðaflugmálastofnunin og yf- irmenn flugstjórnarmiðstöðvar á N- Atlantshafí hafi farið yfír áætlunina og samþykkt hana. 6-7 blindflug á sólarhring Þorgeir segir í sambandi við full- yrðingar um að innanlandsflugið muni raskast vegna þess að í stað flugstjómarþjónustu verði aðeins veitt flugupplýsingaþjónusta yfír íslandi sé rétt að hafa í huga að aðeins séu 6-7 bindflug að jafnaði á sólarhring í inn- anlandsflugi yfír íslandi. Það sé grundvallarregla í flugi að flugstjóri beri ætíð ábyrgð á öryggi loftfars síns, þar með talið að tryggja aðskiln- að þess frá öðrum loftförum, hver svo sem þjónustan sé frá hendi flugum- ferðarþjónustunnar. Flugmenn í innanlandsflugi muni sem fyrr fá allar sömu upplýsingar um flugumferð. Flugmálastjórn muni halda uppi eftirliti með flugumferð yfir Islandi með ratsjá. Þorgeir segir að þess vegna sé af og frá að halda því fram að flugmenn muni ekki fá jafngóðar upplýsingar um flugum- ferð eins og þeir hafa núna. Þorgeir bendir á að flugupplýs- ingaþjónusta sé alls ekki ný af nál- inni á íslandi. islenskir flugmenn noti slíka þjónustu á ísafjarðar- og Egilsstaðaflugvelli sem og öðrum áætlunarflugvöllum landsins, nema í Reykjavík, á Akureyri og í Vest- mannaeyjum. í viðbúnaðaráætlun Flugmálastjórnar sé því verið að færa þessa þjónustu yfir allt landið. Þorgeir bendir ennfremur á að ís- lénskir flugmenn þekki flugupplýs- ingaþjónustu víða í störfum sínum utan íslands. Frost fór í 32,3° C á Möðrudal á Fjöllum MJÖG kalt hefur verið á Norðausturlandi undanfama daga og fór frost í 32,3° C í fyrradag á Möðrudal á Fjöllum. Vilhjálmur Vemharðsson sagði að ábúendur á Möðrud- al létu frostið ekki á sig fá. Vindur væri hægur og því væri auðvelt að búa við frost- ið. Gert er ráð fyrir því að mikið frost verði áfram um norðanvert landið næstu daga. Það er algengt að frost fari vel niður fyrir 20° á Möðmdal á FjöMum á vetuma. Vilhjálmur sagði að þetta væri hins vegar óvenjulegur kuldakafli að því leyti að þetta mikla frost væri stöðugt allan sólarhring- inn. Frá 20. desember hefði frost ekki verið undir 24° C og síðustu þijá daga hefði það ekki farið niður fyrir 27° C. Vatn látið renna „Við höfum haft það ágætt undanfarna daga, bæði menn og skepnur, þrátt fyrir frostið. Þetta er allt í lagi meðan það er logn eins og verið hefur. Kuldinn fer hins vegar að bíta mjög mikið um leið og fer að hreyfa vind,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur sagði að vatn hefði verið látið renna úr krönum allan sólarhringinn síðustu daga. Þetta væri gert til að koma í veg fyrir að það frysi í vatnsleiðslum. Frostið 30-33° í Bárðardal Frostið á Möðrudal á Fjöllum í gær var að jafnaði um 29° C. í fyrradag fór frostið niður í 32,3° C. Það er mesta frost síðan 1988, en þá fór það niður í 32,5° C. Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var frost í Bárðardal mest 30° C og á Gríms- stöðum á Pjöllum mældist tæplega 29° C frost, sem er mesta frost sem þar hefur mælst í 30 ár. Þrátt fyrir mikið frost á þessum slóðum var ekki nema 11° C frost á Hveravöllum. Tryggvi Harðarson, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal, segir að frost hafí farið þar um tíma niður í 33® á jóladagskvöld og á annan í jólum hafí mælirinn einnig „rokkað í kring- um 30°“. „Það er búið að vera ágætisfrost hér undanfarið," sagði Tryggvi. „Hins vegar er hér mun minna frost í dag (í gær) eða inn- an við 20°. “ Tryggvi segir að oft áður hafí orðið svona mikið frost í Bárðardalnum en hins vegar séu nokkur ár síðan það gerðist síðast. „Hér er blæjalogn og hálfgert meginlandsloftslag og þetta mikla frost hefur ekki gert okkur nokkuð til. Þó varð að sleppa messu í Lundar- brekku á annan í jólum og bamasamkomu, þar sem menn áttu í vandræðum með að koma bflum sínum í gang,“ sagði Tryggvi. Haraldur Eiríksson veðurfræðingur sagði að ástæðan fyrir þessum frosthörkum væri veikur hæðarhryggur yfir landinu og kulda- hæð yfir Norðausturlandi. „Það hefur verið hægur vindur og léttskýjað þannig að það hefur verið mikil útgeislun. Við þessar að- stæður kólnar mjög mikið niður við jörð.“ Haraldur sagði að búast mætti við áfram- haldandi frosthörkum á norðaustanverðu landinu næstu daga. Þó væri ólíklegt að það yrði jafmikið og það hefði verið síðustu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.