Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.12.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 29 AÐSEIMDAR GREINAR Ný stjórn, ný Dagsbrún ALVEG er það nú með ólíkindum hvað núverandi formaður Dagsbrúnar heldur að hægt sé að blekkja hinn almenna félags- mann í Dagsbrún. Til- kynning hans um að nú sé mál að hætta, sem birtist í fjölmiðlum nýverið, er hlægilegur skrípaleikur. Að segj- ast hafa verið löngu hættur ef ekki væri órói í félaginu, þetta var kallað að flýja sökkvandi skip í minni sveit. Eftir að hafa fengið ótal tækifæri til Friðrik Ragnarsson að efla félagið innan frá á liðnum árum er viðskilnaðurinn ekki glæsi- legur, upplausn í stjórn, félagið á leið inn í óvissa framtíð með stein- atdarhugsunarhátt, gríðarleg óánægja með stjórnina. Þeir menn sem eiga að taka við af honum eru ekki fýsilegur kostur, formannsefni á leið á eftirlaun og afgangurinn sauðtryggir meðreiðarsveinar, sem ekki eru líklegir til stórafreka, nei frekar treysti eg Mikka mús til að leysa vandann. Ný og sterk stjórn er það sem VMF-Dagsbrún þarfn- ast, nýtt blóð, nýir menn sem koma með ferskann og nútímalegan hugs- unarhátt inn í forystuna, ferskan vind sem blæs nýju lífi í íslenska verkalýðsbaráttu og færir félagið á öruggan hátt inn í 21 öldina. Það er bráðnauðsynlegt að endurskoða baráttuaðferðir Dagsbrúnar gegn VSÍ. Við viljum efla vinnustaðaeft- irlit, opna félagið meira, t.d auka upplýsingastreymi til félagsmanna um réttindi þeirra. Það er alltof algengt að Dagsbrúnarfélagar viti ekki um einföldustu réttindi sín, svo sem að geta sótt um fæð- ingarstyrk frá félag- inu, sem er ca 15- 18.000 þúsund krónur. Breyta þarf steinrunnu kosningakerfi, stofna deildir starfsgreina, sem færu sjálfar með sín samningsmál, þ.e kosið sjálfar um sín mál í stað þess að taka þátt í lottóinu í Bíó- borginni. Félagsmenn geti kosið formann og varaformann beinni kosningu, einn- ig þarf að endurskoða lög og fund- arsköp Dagsbrúnar, þeim var síðast breytt 1958. Ennfremur þarf að endurskoða hlutverk trúnaðarráðs, það verður að efla skilvirkni þess og velja inn menn með félagslega vitund en ekki jábræðui' sem drekka kaffi og maula jólakökur einu sinni Ný og sterk stjórn er það sem Dagsbrún þarfnast, segir Friðrik Ragnarsson, sem telur breytinga þörf. í mánuði og segja ekki orð allt kvöldið. Það verður einnig að af- nema listakosningu, þar sem slíkt fyrirkomulag er óhentugt. Þörfin á að aðskilja stjórn og trúnaðarráð er orðin brýn. Ekki verði kosið í trúnaðarráð heldur verði valið í það úr deildunum. Nýtt framboð ætlar sér einnig að endurskoða alla sér- samninga Dagsbrúnar og láta fara fram gagngera endurskoðun á skrifstofurekstri félagsins. Einnig mætti athuga að ráða fram- kvæmdastjóra, en slíkt gæti hugsanlega reynst vel. Allt eru þetta hlutir sem meðreiðarsvein- ar Halldórs Björnssonar, erfða- prins jakans, hafa engan vilja til að framkvæma, það sýna best viðbrögðin við hugmyndum um lagabreytingar og deildaskipt- ingu á undanförnum árum. Þeir vilja viðhalda úreltu samtrygg- ingarkerfi fortíðarinnar. Höfundur er Dagsbrúnarmaður og kosningastjóri lista til nýrrar stjórnar. IÐNAÐARHURÐIR - BILSKURSHURÐIR ÞAK- OG VEGGSTÁL /5 ÍSVAlrfiORGA HÖFÐABAKKA9 -112 REYKJAVÍK - SIMI: 587 8750 - FAX: 587 8751 BOSCH Handverkfæpi fagmannsins eru góð! Nú uppfyllir iðnaðarmaðurinn áramótaheit sitt -og endurnýjar gömlu græjurnar! BOSCH umboöiö aökeyrsla frá Háaleitisbraut BRÆÐURNIR DIokmssonhf Lágmúla 9 • Sími: 553 8820 • Fax: 568 8807 Söluaðilar: Málningarþjónustan, Akranesi (Handverkfæri). GH verkstæðið Borgarnesi (Bílavara- hlutir og fl). Póllinn, ísafirði (Handverkfæri). KEA, Akureyri (Handverkfæri og fl). Þórshamar, Akureyri (Bílavarahlutir og fl). KÞ Húsavík (Handverkfæri og b(lavarahlutir). Víkingur, Egilsstöðum (Handverkfæri, bilavarahlutir og (hlutir).Vélsmiðja Hornafjarðar, Hornafiröi (Handverkfæri, bílavarahlutir og fl). Byggingavörur Steinars Árnasonar hf., Selfossi (Handverkfæri). ■ Með því að kaupa flugelda af Hjálparsveit skáta í Reykjavík styrkirðu björgunarstarf sem getur skipt sköpum á neyðarstund. % fkKjpN'' Hjálparsveit skáta í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.