Morgunblaðið - 28.12.1995, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 28.12.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 33 AÐSENDAR GREINAR Bóndinn á Kvistum Reynslusaga SAGAN af Ragnari Böðvars- syni loðdýrabónda á Kvistum í Ölfusi hlýtur að verka á hveija einustu mannssál sem ein sárgr- ætilegasta sorgarsaga, sem svo grópar um sig í vitund og tilfinn- ingu þeirra sem eitthvað um manngildi hugsa, að maður getur ekki orða bundist um að slíkur ófögnuður skuli á svið vera settur á þeim dögum sem við nú á lifum. Um leið og hinar stórfenglegustu náttúruhamfarir, sem enginn ræður hið minnsta við, sópa fólk- inu út á helkulda gaddinn í svart- asta skammdeginu, og allir taka hönd í, því til handa eftir sinni bestu getu, til bjargar, er þessi maður borinn með ofurvaldi drottnunar, og án nokkurra mannlegra tilfinninga, út á hel- kaldan haustgaddinn' í mesta skammdegi ársins. Að manni skilst án nokkurra saka, en þeirra einna, að hafa farið á hausinn efnalega út af þeim búskaparhátt- um sem um allt þvert og endilagt landið voru á sínum tíma boðaðir sem aðallíkn og björg þeim illa farna og hörmulega búskap sem blasti við í hveiju spori, og nú sem tróna í hverri einustu sveit stór- kastalabyggingar minkabúa, auð- ar og yfirgefnar fyrir löngu síðan. En það er líka önnur saga þessa háfleyga mannkosta ráðuneytis eða hitt þó heldur að þegar ég og aðrir bændur fluttu af óðölum sínum fyrir 6 árum, að því auðvit- að með fullri virðingu fyrir öllu réttlæti og mannkærleika, að ræna af okkur bótalaust 20% af þáverandi mjólkurkvóta, sem fylgdi ábýlum okkar í þá daga og búið er að dæma þá nú til að skila aftur, en þann dóm var þeim auðveldast að setja undir sætið á stólnum sínum til ærlegrar hvíld- ar þar undir að búa þeim sem á sitja. Ennþá. ein sagan gerðist svo á þessu blessaða annálsverða ári 1995, að forsvarsmenn bændanna sjálfra, sem í fararbroddi standa fyrir þeirra hönd að vinna að þeirra mest aðkallandi hags- munamálum, fundu þá úrlausn þeim til handa háleitasta, dýr- mætasta og áhrifaríkasta, að fyr- irmuna þeim frábæru öldungum sem sjötugir væru eða yrðu á árinu að halda þeim litla fullvirð- isrétti sem þeir kynnu yfir að ráða. Heldur með öllum ráðum að koma þeim fyrir kattarnef úr þeim sporum sem staðið þeir hefðu í alla sína tíð. Þar í trónaði þeirra háleitasta andagift til björgunar þeirra sem yngri voru, enda þótt manngildið sýndist ekki á vogarskálinni meira metið en í útburðarmálinu á Kvistum. En viti menn, að það var eins og opnaðist glufa í kolsvörtum skýja- bakka og glitti þá í glitbjartan sólargeisla teygja sig um himin- hvolfið, þá er tveir stórir höfðingj- ar í landbúnaðarnefnd Alþingis þeytast fram á skeiðvöllinn, vit- andi vits að þarna var verið að fremja eitt hið skelfilegasta mannréttindabrot, litlu betra en þá er 20% mjólkurkvótanum var rænt af okkur, svo sem áður get- ur. Ég vil því þakka þessum höfð- ingsdrengjum tveimur fyrir þeirra manneskjulega forræði í þessu máli, enda þótt það kæmi svo seint, að flestir voru búnir að glata þeim rétti sem þeir áttu til þess að mega hafa ofan af fyrir sér með því að eiga nokkrar kind- ur meðan þeir tóra kynnu til að sinna þeim þó með annarra aðstoð yrði. Það er ekki að neita því, að það setur að manni sorg með hríðum, þá hugsað er til þeirra gerða þeirra forustumanna bænda, sem svo að kallaðir eru, sem þeir hafa að unnið með þeim skelfilegheit- um sem engum getur dottið í hug hvaða afleiðingar geta átt eftir að hafa. Allt hefur reynt verið til að drepa þessa at- vinnugrein niður, enda afleiðingarnar komið svo með skelfi- legheitum strax í ljós að hver bóndinn af öðrum má segja að sé dæmdur útaf jörðum sínum, með eyðimerk- ur verganginn einan í farteskinu. Má þar til merkis til færa hér ísafjarðardjúpið eins og það leggur sig er að fara, og mikið af því komið í eyði, t.d. JENS Guðmundsson í Kaldalóni. sumar að þær að fá. öllum sínum skepnum og 5 þeirra algerlega mannlausar, en aðeins 2 manneskjur eftir á einni jörðinni, sem verða þar í vetur. Ekki er hreyft þarna hendi eða fæti til þess á nokkurn hátt að sporna við þessum ósköpum, hvað þá að bæta í nokkru minnsta formi hag þeirra sem ganga slyppir og snauðir frá öllum sínum eignum án þess nokkurn minnsta pening fyrir loðdýrabóndans á Kvistum verður Jens Guðmundssyni í Kaldalóni tilefni umfjöllunar um stöðu íslenzka bóndans á líðandi stundu. 6 jarðir hér í Djúpinu förguðu Þetta virðulega búnaðarþing svo fagurlega sem það nafn hljómar nú í hugum þegnanna, mátti ekki einu sinni vera að því að bera þá virðingu fyrir þegnum sínum, að gefa þeim ákvörðunar- rétt til umsagnar þeirra gerða sem saman þeir klúðrað höfðu, og mun svo langt að leita að jafn ógeðslegum gerðum til handa nokkrum lifandi mönnum á landi hér eins og þessi einstæði búvöru- samningur hljóðaði uppá, og búið var að narra bændur til að selja eigur sínar eftir, áður en að lög- gjafinn samdi sína síðustu bæn til fullkomnunar þeirrar fánýtu og hörmulegu gerðar sem hann hafði að geyma. En allar þær gerðir eru þó húm og smámunir við þá ómanneskju- legu gerð að reka hveija fjölskyld- una eftir aðra út úr híbýlum sín- um í svartasta skammdegi haustsins blásnauða í einmanaleik sínum og því óendanlega tóma- rúmi sem enginn, sem ekki reyn- ir, getur gert sér hina minnstu hugmynd um hvað sárt bítur sálir þeirra og tilveru. Þetta er ekki andskotaiaust. Höfundur er fyrrverandi bóndi og fréttaritari. Núna hafa yfir 900 aðilar um allt land keypt meira en 220 milljónir í Hlutabréfasjóðnum hf.... 181 HLUTABRÉFA SJOÐURINN SÖLUHÆSTI HLUTABREFASJOÐURINN A ISLANDI Ætlar þú einnig að kaupa? Verið velkomin. í dag er opið til kl. 2100! Brassbandið, kaffi og kökur. Núna eru aðeins 2 dagar til stefnu. Lokaspretturinn. Siðustu dagamir til að fjárfesta í hlutabréfum og fá skattfrádrátt fyrir árid 1995. Þad er starfsmönnum VIB mikil ánægja að bjóða viðskipta- vinum okkar söluhæstu fjárfestingu á íslandi þessa dagana. Við jögnum með Brassbandinu, kaffi ogkökum á Kirkjusandi í kvöld. Til að geta aðstoðað alla viðskiptainni okkar sem best verður öll fvrsta hæðin á Kirkjusandi opin i kvöld til kl. 21. Frá kl. 19 spilar Brassbandið á meðan fjöldi ráðgjafa aðstoðar við val og kaup á hlutabréfum. Verið hjartanlega velkomin. FORYSTAI FJARMALUM! VlB VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HE • Aðili að Verðbréfaþingi lslands • Kirkjusandi, 155 Reykjavik. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.