Morgunblaðið - 28.12.1995, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 28.12.1995, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 49 Þá freistuðu þýðingar hans enn, því að 1961 kom út í þýðingu hans Bréf frá íslandi eftir Uno von Troil. Og löngu síðar bætti hann við tveimur þýðingum: Ina von Grumbkow: Ísafold, ferðamyndir frá íslandi, 1982, og John Barrow: íslandsheimsókn, 1994. Haraldur fékk snemma áhuga á skrifum erlendra manna um ís- land, bæði þjóðlíf þar og náttúru landsins, og tók fyrst á eigin veg- um og síðar einnig safnsins að semja skrá um slík skrif. Ég fékk Harald, eftir að hann hafði látið af starfi, til að taka upp þráðinn aftur og ljúka skránni, svo að henni yrði komið á prent, meðan hans nyti við. Skráin kom út 1991, og ritaði Haraldur undir forihála hennar á 83. afmælisdegi síhum það ár. Annað verk, er Haraldur vann að, allt á eigin vegum, var stórvirk- ið Kortasaga íslands, í tveimur miklum bindum, er bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélags- ins gaf út 1971 og 1978. Það lýsir ekki litlu áræði að ráð- ast í slíkt verk, og glaður varð Haraldur, þegar hann sá fyrir end- ann á því, þá sjötugur að aldri. Við skulum aðeins heyra hljóðið í Haraldi í formála fyrra bindisins, þar sem hann segir m.a.: „Ég á þess enga von, að hér verði leyst nema úr fáum af þess- um ráðgátum. Sumar þeirra verða líklega æ óleystar, en ég vona, að mér hafi tekizt að benda á lausn sumra þeirra. Þess er tæplega að vænta, að í leitirnar komi áður ókunnar gerðir íslandskorta, en einhvers staðar getur leynzt fornt kort eða landfræðitexti, sem varp- ar nýju ljósi á einstaka þætti í gerð þeirra, færir okkur nær upp- sprettunni og kollvaipar eða stað- festir eitthvað af þeim hugmynd- um, sem hér er tæpt á. Slík verða örlög allrar mannlegrar viðleitni, meðan fram horfir.“ Háskóli íslands sæmdi Harald doktorsnafnbót 1980 fyrir verk sitt. Og löngu seinna, eða á yfirstand- andi- ári, kjöri Sagnfræðingafélag íslands Harald heiðursfélaga sinn. Haraldur átti sjálfur nokkurt safn korta og margvíslegra rita, er að kortafræðum lúta. Haraldur og kona hans, Sigrún Sigurðar- dóttir, ákváðu fyrir löngu að gefa þetta safn sitt Landsbókasafni, og var frá gjöfinni skýrt við opnun safnsins í hinum nýju húsakynnum og þar efnt til sýningar á hluta hennar. Haraldur var mjög félagslyndur maður, sat La.m. í stjórn Bóka- varðafélags íslands 1960-1969 og var formaður þess 1965-1969. Hann var virkur félagi í Ferðafé- lagi íslands, var ritstjóri Árbókar þess frá 1966 og hafði samið sjálf- ur Árbókina 1954 um Borgar- fjarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar. Þær eru ótaldar ferðimar, sem Haraldur fór um hálendi íslands, „enda þekkti hann þar hvert kenni- leiti engu síður en bækurnar á hill- um Landsbókasafns“, eins og ég sagði í afmælisgrein um hann sjö- tugan. Haraldur var mikill vinur vina sinna, tryggur og mjög ræktar- samur. Hann var glaður og skemmtilegur og manna fróðastur. Ég minnist margra góðra stunda með honum bæði í Landsbókasafni og á hinu notalega heimili hans og Sigrúnar. Blessuð sé minning Haralds Sig- urðssonar, nú þegar hann kveður eftir erfið veikindi, er hann bar með þeirri heiðu ró, sem var honum svo_ eiginleg. Ég votta Sigrúnu konu Haralds innilega samúð, um leið og ég minnist hans með virðingu og þökk. Finnbogi Guðmundsson. Með Haraldi Sigurðssyni, fræði- manni, bókasafnara og fyrrum bókaverði, er genginn einn hinna mætustu Ferðafélagsmanna fyrr og síðar. Hann var ferðamaður MINNINGAR með ágætum og þrekmaður og áræðinn til langra gönguferða um óbyggðaslóðir fram yfir miðjan aldur, þótt hins vegar yrði hann þungfær á elliárum. Fram undir hið síðasta brást honum ekki and- legt atgervi þótt veikindi og van- máttur steðjuðu að. Hin síðari árin, eftir að heilsu tók að hnigna og ferðum að fækka, sinnti hann hlut- verki fræðara, sem ýmsir leituðu til. Af háum sjónarhóli aldurs, lífs- reynslu og yfirburðaþekkingar á sögu þjóðarinnar jafnt sem á land- inu, er hún byggir, miðlaði hann þá enn, sem löngum fyrr, þeim, er eftir leituðu og njóta kunnu, dýrmætum fróðleik. Fyrr á tíð var Haraldur um ára- tuga skeið í hópi hinna bestu og kunnustu fararstjóra Ferðafélags- ins, en við það trúnaðarstarf fóru saman frábær þekking hans og hyggindi hins ábyrga leiðsögu- manns. Þá fólst einnig ómæld gagnsemi í starfi Haralds að út- gáfumálum félagsins um langan aldur, en þar nutu sín jafnframt margir bestu kostir hans. Oum- deilt er, að um hans daga stóðu honum fáir á sporði um framlag til ýmissa þeirra þátta í starfsemi Ferðafélags íslands, sem einna helst snúa að öllum almenningi og gefa félaginu menningarlegt markmið og svipmót. Til verðugs marks um áhuga og lærdóm Haralds um allt það, er varðar landfræðisögu íslands - sem nýttist honum m.a. við fræði- störf og fararstjórn og einnig við SJÁ NÆSTU SÍÐU Til höfunda greina TÖLUVERÐUR fjöldi aðsendra greina bíður nú birtingar í Morg- unblaðinu. Til þess að greiða fyrir því að biðtími styttist og grein- ar birtist skjótar en verið hefur um skeið, eru það eindregin til- mæli Morgunblaðsins tii greinahöfunda, að þeir skrifi að jafnaði ekki lengri greinar en sem nemur tveimur A-4 blöðum með mesta línubili. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vélrituð og vel frá gengin. Ákjósanlegast er að fá greinarnar jafnframt sendar á disklingi, þ.e. að blaðinu berist bæði handrit og disklingur. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá etu ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Þeir, sem þess óska, geta fengið disklingana senda til baka. Merkið disklingana vel og óskið eftir endursendingu. Ritstj. Sameining Ufeyríssj^s byggi nga riðnaða rma n na í Hafnarfirbi vi& Sameinaba lífeyrissjóöinn ér meS tilkynnist öllum þeim, er telja til eignar eða skuldar hjó LífeyrissjóSi byggingariSnaöarmanna í HafnarfirSi kt. 430269-5509, að ákveðið hefur verið að sameina sjóðinn Sameinaða lífeyrissjóðnum kt. 620492-2809, frá og með 1. janúar 1996. iftí reytingar joar að lútandi hafa verið ákveðnar á reglugerðum fyrrnefndra sjóða og hafa þær verið staðfestar af fjármálaráðuneytinu í samræmi við 2. gr. laga nr. 55/1980. A^Lifeyrir ■ eð vísan til fyrrnefndra reglugerða sjóðanna tekur Sameinaði lífeyrissjóðurinn við allri starfsemi Lífeyrissjóðs byggingar- iðnaðarmanna í Hafnarfirði, réttindum og skyldum, frá og með 1. janúar 1996, svo og eignum og skuldum. Endanleg sameining sjóðanna fer fram l. apríl 1 996 á grundvelli trygginga- fræðilegrar úttektar á stöðu sjóðanna m. v. 31. desember 1995. samræmi við ofanritað verður skrifstofu Lífeyrissjóðs byggingariðnaðar- manna í Hafnarfirði að Bæjarhrauni 2, lokað frá og með 1. janúar 1996. Skrifstofa Sameina&a lifeyrissjóðsins er að Suðurlandsbraut 30, IV. hæi, 108 Reykjavik, sími 568 6555. CQ s SameinaSi lífeyrissjóðurinn Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík Sími 568 6555, Fax581 3208 Grænt númer 800 6865 Græddur er geymdur lífeyrir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.