Morgunblaðið - 28.12.1995, Side 60

Morgunblaðið - 28.12.1995, Side 60
)0 FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Dýraglens Smáfólk SOMEPA'I', l*M G0IM6 TO LIVE 1 IM A 016 HOUSE WITH A FIREPLACE,ANP0N CHRISTMA5 EVE l'LL HAN6 MV 5T0CKIM6 ON THE FIREPLACE,ANP SANTA CLAU5 IVILL COME ANO FILL MV ST0CKIM6 WITH WONPERFUL V PRE5EMT5... > IN THE 1 MEANTIME, MV ARM 15 FALLIN6 OFF! , ~Q 1934 (Jfiiled Feature Syndicale, Inc. EINHVERN tíma ætla ég að búa í stóru ... En í millitíðinni dettur húsi með arni, og á aðfangadagskvöld handleggurinn af mér! ætla ég að hengja sokkinn minn á arin- inn, og jólasveinninn mun koma og fylla sokkinn með dásamlegum gjöfum Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Um skattamál blað- burðarbama og um- boðsmanna dagblaða Frá Stefáni Þór Sigurðssyni: SNEMMA í nóvember sl. birti Mbl. bréf mitt til blaðsins undir fyrirsögn- inni „Að gera menn að glæponum“. Þar reifaði ég nokkuð hvernig ráð- herra fjármála þessa lands er að fara með þann hluta þegna sinna, sem hefur tekið að sér að vera um- boðsmenn dagblaða og bera þau út til kaupenda, þ.e.a.s. verið er að skattleggja ímyndaðar tekjur þessa fólks mörg ár aftur í tímann og ekkert tillit tekið til forsögu máls- ins. Þeirrar forsögu að ekki verður séð að frá upphafi dagblaðaútgáfu hafí umboðslaun vegna dagblaða og sölulaun blaðburðarbarna verið gefín upp til skatts. Ég ætla því að vona að öll þau blaðsölubörn, sem á ein- hverju tímabili ævi sinnar hafa stað- ið niðrá torgi og selt blöð, hafi mun- að eftir að gefa þær tekjur upp til skatts og haldi eftir kostnaðarnót- um, vegna atvinnustarfsemi sinnar. Það er deginum ljósara að skatta- yfirvöld þessa lands hafa frá upp- hafi vitað að það hefur viðgengist frá upphafi blaðaútgáfu á íslandi að gefa ekki upp laun blaðasölu- og blaðburðarbarna og umboðsmanna. Það, að vitneskjan hefur verið fyrir hendi, skiptir miklu þegar réttlæta á skattlagningu árum saman aftur í tímann og leggja á 25% álag. Dagblöð á Islandi hafa löngum fengið styrki frá stjórnvöldum, í ýmsum myndum. Stjórnvöld hafa viljað hafa formlega styrki sem lægsta og heldur viljað velja óform- legu leiðina, t.d. kaup á dagblöðum. Það má ljóst vera að ef allar greiðsl- ur frá dagblöðum hefðu verið gefnar upp til skatts hefðu móttakendur greiðslnanna, þ.e. umboðsmenn og blaðasölubörnin, ekki sætt sig við annað en að laun þeirra hækkuðu sem því næmi. Ásókn dagblaða eftir ríkisstyrk hefði orðið þeim mun hærri, ef að líkum lætur. Ætla verð- ur að stjórnvöldum hafi verið þetta ljóst og því ekki fylgt eftir skattlagn- ingu á þessar greiðslur. Fæ ég ekki betur séð en að stjórnvöld hafi þar með lagt blessuð sína á þetta fyrir- komulag, enda góð sátt um það ára- tugum saman. Þegar síðan stefnu stjórnvalda hefur verið breytt er á hæsta máta ósanngjarnt að fara mörg ár aftur í tímann í skattlagn- ingu og kollvarpa þannig öllum grundvelli þeirra launagreiðslna. En gilda sömu lög um Jón og séra Jón í landi voru? Fyrir örfáum árum kom upp álíka mál hjá íþrótta- hreyfingunni. Þar hafði ekki tíðkast að gefa upp til skatts ýmsar greiðsl- ur og var vísað til hefðar. Gagnvart íþróttahreyfingunni var fallist á að ef viðkomandi íþróttafélög færu að skattalögum á því ári, sem málið kom upp, yrði ekki frekar aðhafst í málinu. Til að gæta jafnræðis milli aðila væri ekki óeðlilegt að afgreiða mál umboðsmanna dagblaða og blaðburðarbarna með svipuðum hætti og gert var gagnvart íþrótta- hreyfingunni. En íþróttahreyfingin, með sína öflugu talsmenn og pólitík- usa innan sinna vébanda, er sem séra Jón meðan hinir eru bara venju- legir Jónar, mismununina sjá þeir, sem, annað slagið, taka kíkinn frá blinda auganu. Hvað þá um þátt dagblaðanna? Þegar umboðsmenn réðu sig til starfa var þeim sagt að launin væru skattfrjáls, þ.e.a.s. að ekki væri venja að gefa þau upp til skatts. Þetta hef ég fengið staðfest hjá fjölda umboðsmanna, þótt engum þeirra hafi dottið í hug að fá það skriflegt, t.d. í ráðningarsamningi. Því má spyija hvort dagblöðin beri enga ábyrgð? Ef þau ráða til sín fólk á forsendum, sem seinna er kippt undan, hvor aðilinn ber þá ábyrgð, launagreiðandinn eða laun- þeginn? STEFÁN ÞÓR SIGURÐSSON, Hjallavegi 1, Njarðvík. Fær Keflavík nýtt útlit? Frá Matthíasi Matthíassyni: í MORGUNBLAÐINU 7. desember segir frá því að bæjarstjórn Reykja- nesbæjar ætli að gefa gamla bænum í Keflavík nýtt útlit, með því að end- urbyggja götur með tilheyrandi „S“- beygjum og eyjum til að halda niðri ökuhraðanum. Einnig á að gera nútímalegar gangstéttir og að sjálfsögðu nútíma- lega götulýsingu vegna aukinnar umferðar. Til hamingju með fram- takið. Síðastliðið sumar átti ég leið um aðalgötuna með íjölskyldu minni í leit að skyndibitastað, þar sem við gætum sest niður og notið matarins sem var stórgóður. Nú kom að því að þrennt úr fjölskyldunni þurfti að kasta af sér vatni eftir allt gos- drykkjaþambið og spurði ég af- greiðslustúlkuna um hvar salernið væri á veitingastofunni. Svarið var að því miður væri það aðeins til notk- unar fyrir starfsfólkið og matargest- ir yrðu að fínna sér stað utanhúss. Hvar er þá almenningssalerni hér við aðalgötuna, en fátt var um svör, svo ég spurði hvort lögreglan sektaði fólk ef það notaði göturennuna eða húsveggina; hvað veit ég um það var svarið. Ég hef margsinnis heimsótt Keflavík um ævina og vissi að á þak við veitingastofuna var stórgrýtt fjara þar sem möguleiki væri að pissa án þess að hneiksla íbúana. Nú í miðjum klíðum birtist við fætur krakkana spikfeit stærðar rotta svo krakkamir ráku upp skaðræðis neyð- aróp. „Afí, afi“! Takið þessu rólega, engin hætta á ferðum, hún er bara að leita að matarleifunum ykkar frá veitingastofunni. Af þessari reynslu okkar í Kefla- vík datt mér í hug að minna bæjar- stjórnarmenn og arkitekta náðar- samlega á að muna eftir að utanbæj- armenn og erlendir ferðamenn þyrftu að geta farið á klóið án þess að lenda í slysi. Sem sagt að setja vel merkta wc-aðstöðu fyrir almenning við nýju, fallegu götuna. MATTHÍAS MATTHÍASSON, Litlagerði 9, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.