Morgunblaðið - 15.02.1996, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjóprófum vegna eldsvoðans um börð í Kofra lokið
Fullur efasemda um
orsök eldsvoðans
- segir Gylfi
Þórðarson, yfir-
vélstjóri á Kofra,
sem hallast frek-
ar að því að um
rafmagnseld hafi
verið að ræða
ísafirði. Morgunblaðið.
SJÓPRÓF vegna eldsvoðans sem
varð um borð í Kofra ÍS-41 frá
Súðavík aðfaranótt sunnudagsins
4. febrúar sl. lauk síðdegis á
mánudag. Einn þeirra sem kallað-
ur var fyrir dóminn á mánudag
var yfirvélstjóri Kofra, Gylfí Þórð-
arson, en hann var sá skipverj-
anna sex sem fyrstur varð var við
eldinn um borð í skipinu.
Gylfí sagðist í samtali við blað-
ið vera fullur efasemda um orsök
eldsvoðans og taldi að um raf-
magnseld hafi verið að ræða en
ekki að olíuleki á affallsröri frá
eldsneytisolíukerfí aðalvélar
skipsins hafi orsakað eldinn.
„Ég hallast frekar að því að
um rafmagnseld hafi verið að
ræða. Ég tel að eldur hafi kviknað
út frá rafmagni og síðan hafi eitt
leitt af öðru. Ég efast því um að
sú skýring sem gefín hefur verið
um orsök eldsins sé allskostar
rétt. Ég er ekki að gagnrýna neinn
þeirra sem að rannsókninni stóðu,
en ég er fullur efasemda. Ef það
verður olíuleki á affallsröri, þá
fellur þrýstingur af kerfínu og því
tel ég að um rafmagnseld hafí
verið að ræða,“ sagði Gylfi.
Sagður hafa kveikt í skipinu
Þegar komið var með skipbrots-
mennina af Kofra til ísafjarðar
vakti það athygli að einn skipveij-
anna fór þegar til síns heima og
var ekki við myndatöku af skip-
veijunum. Stuttu síðar birtust
fréttir þess efnis í íjölmiðlum að
Rannsóknarlögregla ríkisins hefði
komist að orsök eldsins en verðist
allra frétta. Um leið og sú frétt
birtist fóru sögur á kreik um að
ekki væri allt með felldu og hefur
fjölskylda Gylfa orðið fyrir barð-
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
GYLFI Þórðarson, yfirvélstjóri á Kofra, fyrir framan skipið
þar sem það liggur í Isafjarðarhöfn.
inu á sögum „Gróu á Leiti“.
„Það sem sagt hefur verið um
mig er fáranlegt. Þvi hefur blátt
áfram verið haldið fram að ég
hafí kveikt í skipinu. Ég er búinn
að starfa hjá Frosta hf. um fimm
ára skeið og líkað vel bæði við
stjómendur fyrirtækisins og skip-
ið og hafði því enga ástæðu til
að fremja þann verknað sem ég
hef verið vændur um af ýmsum
aðilum. Ég hef nú heyrt minnst
af þessum sögum sjálfur, en kona
mín og fjölskylda hafa orðið fyrir
barðinu á þessum aðilum.
Ég hef verið til sjós í 25 ár,
en aldrei lent í neinu sem þessu.
Oft hef ég sloppið með skrekkinn
í land en aldrei í eldsvoða. í óhöpp-
um sem þessum er maður algjör-
lega hjálparvana," sagði Gylfi
Þórðarson, yfírvélstjóri á Kofra.
Formaður LÍÚ vill að Smugudeilunni
verði vísað til Alþjóðadómstólsins
Samningar um
Smuguna hafa
aldrei verið fjær
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður
LÍÚ, segir að eftir samningafund
íslendinga, Norðmanna og Rússa í
Moskvu í síðasta mánuði um veiðar
í Barentshafí sé staðan í viðræðun-
um þannig að þjóðirnar hafí aldrei
verið jafnfjarri því að ná samning-
um. Hann segist telja engar líkur á
að samningar náist á þessu ári og
að íslendingar eigi ekki að draga
það lengur að fara með deiluna fyr-
ir Aiþjóðadómstólinn í Haag.
í frétt Morgunblaðsins í gær var
sagt frá því að Norðmenn hefðu
boðið íslendingum að veiða 12.000
tonna kvóta í Barentshafí, en íslend-
ingar hefðu lækkað sínar kröfur nið-
ur í 15.000 tonn. Tilboð Norðmanna
gerði ráð fyrir að þeir fengju veiði-
heimildir við ísland á móti. Norð-
menn hefðu hins vegar dregið tilboð
sitt að hluta til baka á síðasta samn-
ingafundi.
Kristján sagði að samkvæmt sín-
um upplýsingum væri staðan í samn-
ingaviðræðunum ekki þessi. íslensku
samningamennirnir hefðu gefið til
kynna að ísland væri tilbúið til að
sætta sig við 18-20.000 tonna kvóta.
Óverulegur hluti kvótans hefði verið
skiptifiskur. Hann sagði einnig að
Norðmenn hefðu ekki boðið 12.000
tonna kvóta á seinasta
samningafundi þjóð-
anna.
Kristján sagði að LÍÚ
hefði verið fylgjandi
samningum og talið
skynsamlegra að ná friði um þetta
mál en að láta það þróast áfram
eins og það hefur gert. Framkoma
Norðmanna í samningaviðræðunum
hefði hins vegar valdið útgerðar-
mönnum miklum vonbrigðum. Þar
skorti greinilega mikið á raunveru-
legan samningsvilja af þeirra hálfu.
Óvæntur árangur
af veiðunum
„Okkur kom mjög á óvart árangur
íslensku sjómannanna í Smugunni á
seinasta ári. Við veiddum 35 þúsund
tonn, jafnmikið og árið áður. Við
áttum ekki von á að þetta gengi
svona vel vegna þess að í fyrra gát-
um við ekki nýtt okkur Svalbarða-
svæðið eins og 1994. Menn hafa
greinilega öðlast meiri þekkingu á
aðstæðum og eru hæfari en áður til
að stunda þessar veiðar.
Viðbrögð Norðmanna við hug-
myndum okkar samningamanna
hafa verið einkennilega neikvæð
miðað við hvað ísland hefur lagt sig
fram um að leysa þessa deilu. Ég
er þeirrar skoðunar að við höfum
aldrei verið fjær því að ná samning-
um um veiðar í Smugunni en núna
eftir fundinn í Moskvu í seinasta
mánuði. Þar gengu hlutirnir til baka
frekar en áfram. Ég met það svo
að það séu engar líkur á að samning-
ar takist á þessu ári.
Ég tel að við eigum að fara með
þessa deilu fyrir dómstólinn í Haag.
Að mínu mati er sá tími liðinn sem
íslensk stjómvöld ætluðu sér til að
ná þessum samningum og það sé
ljóst að þeir nást ekki eins og málum
er nú háttað. Það eigi því að láta
reyna á þetta mál í Haag.“
Krafist viðurkenningar á
Svalbarðasvæðinu
Jóhann A. Jónsson, formaður út-
hafsveiðinefndar LÍÚ, segir að Norð-
menn hafi í samningaviðræðunum
sett ströng skilyrði um hvar aflinn
er veiddur í Barentshafi og krafíst
viðurkenningar íslands á fiskvernd-
arsvæði Norðmanna við
Svalbarða. Hann segist
telja víst að íslendingar
komi til með að stunda
veiðar í Barentshafi af
síst minni krafti í ár en
undanfarin tvö ár.
„Við höfum stutt stjórnvöld í
þeirri viðleitni að reyna að ná samn-
ingum, en auðvitað hefur engan til-
gang að vera að semja um lítið sem
ekki neitt. Við höfum á seinustu
tveimur árum veitt þarna 35 þús.
og 36 þús. tonn. Það er ekki rök-
rétt, meðan við getum haldið þessum
veiðum áfram eins og allt bendir til,
að semja okkur niður úr öllu valdi.“
„Við höfum stutt samninga, en
okkur finnst þetta komið niður fyrir
þau mörk sem við eigum að sætta
okkur við. Við höfum því hallast að
því, að meðan afstaða Norðmanna
breytist ekki í þessum viðræðum, sé
rétt að leggja minni áherslu á þær
og veiða bara eins og mest við get-
um,“ sagði Jóhann.
Réttað veiða
eins og mest
við getum
Hvert tonn af loðnu upp úr sjó skilar nú fjórðungi minna verðmæti en í janúar
Veruleg verðlækkun
orðin á loðnuafurðum
VERÐ á loðnuafurðum, einkum
lýsi, hefur lækkað verulega frá því
í lok síðasta árs. Verð á lýsi hefur
fallið um nálægt 100 dollara, eða
6.600 krónur frá því fyrir jól og
verð á mjöli hefur lækkað um 1.500
krónur tonnið á síðustu 10 dögum.
í janúar skilaði hvert tonn af loðnu
upp úr sjó um 12.000 krónum í
afurðaverðmæti, en um 9.000 krón-
um nú. Þar ræður mestu verðlækk-
un á lýsi, en einnig minnkandi fitu-
innihald loðnunnar. Verð á loðnu
upp úr sjó er nú um 5.200 krónur
tonnið á Austfjarðahöfnum en
hærra lengra frá miðunum. Þegar
veiðar hófust fyrir alvöru eftir ára-
mót var verðið um 6.000 kronur.
Verð á loðnu á sama tíma í fyrra
var í kringum 4.000 til 4.200 krón-
ur hvert tonn.
Jón Reynir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri SR-Mjöls, segir að
verð á lýsi sé nú komið niður í að
minnsta kosti 470 dollara tonnið,
eða um 31.000 krónur, en þegar
það hafi verið hæst fyrir jólin, hafí
það verið 560 dollarar, eða um
37.000 krónur. Hann segir enn-
fremur að mjölverð hafí á skömm-
um tíma lækkað úr 460 pundum
tonnið í 445 og sé því nú um 45.000
krónur.
SR-Mjöl greiðir nú 5.200 krónur
fyrir tonnið af óflokkaðri loðnu í
verksmiðjunum á Austfjörðum en
heldur hærra á Raufarhöfn, 5.800,
og í Siglufírði, 6.500 krónur.
„Það er eðlilegt að verðið á loðnu
til vinnslu taki breytingum, ekki
aðeins breytingum á afurðaverði,
heldur fari einnig eftir framboði og
eftirspurn. í upphafi árs var eftir-
spurn mikil en framboð nánast ekk-
ert. Nú er framboðið mikið og eftir-
spurnin minni. Þá hefur fituinnihald
loðnunnar minnkað. Þetta er frjáls
markaður, þar sem framboð og eft-
irspurn ráða verðinu,“ segir Jón
Reynir Magnússon.
Síldarvinnslan greiðir nú 5.200
fyrir tonnið af loðnu til bræðslu,
hvort sem um er að ræða óflokkaða
loðnu beint úr fiskiskipi, eða úrgang
frá frystingu. í byijun janúar
greiddi Síldarvinnslan þremur skip-
um, sem voru á flottrolli, 7.500
krónur fyrir tonnið af loðnunni, en
verðið lækkaði síðan smám saman
og var 6.000 krónur, þegar veiðarn-
ar fóru af stað af krafti.
Finnbogi Jónsson, framkvæmda-
stjóri Síldarvinnslunnar, segir að
verðið í upphafi árs hafí verið eins
konar styrkur til þeirra skipa, sem
reyndu fyrir sér með flottrolli á
loðnuveiðunum. Án þess hefði lítið
orðið úr slíkum veiðum. „Afurða-
verð í janúar var mun hærra en nú.
Þá gaf hvert landað tonn af loðnu
af sér afurðir að verðmæti um
12.000 krónur. Nú er þessi upphæð
aðeins 9.000 og stafar það af verð-
lækkunum og minnkandi fituinni-
haldi. Við erum því að borga um
55% af afurðaverðinu til útgerðar-
innar, en venjulega hefur verið mið-
að við um 50%. I fyrra var afurða-
verð mjög lágt og þá skilaði rekstur-
inn engum tekjuafgangi til verk-
smiðjanna. Nú, þegar afurðaverðið
hefur hækkað á ný, fínnst okkur
sanngjarnt að eitthvað verði eftir
hjá verksmiðjunum," segir Finnbogi
Jónsson.
50% verðhækkun á „hrati“
hjá Vinnslustöðinni
Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum
kaupir loðnu bæði til frystingar og
bræðslu. Nú greiðir hún 32 krónur
fyrir kíló að stórri loðnu til frysting-
ar, sem er 5 króna hækkun frá síð-
asta ári og 17 krónur fyrir smærri
loðnu, en það er lækkun um eina
krónu. Þá eru nú greiddar 3.000
krónur fyrir tonnið af loðnu, sem.
gengur úr við frystingu, sem er 50%
hækkun frá verðinu í fyrra. Fyrir
aðra loðnu til bræðslu greiðir
Vinnslustöðin 5.500 krónur á tonn-
ið.
„Við erum að hækka verðið þrátt
fyrir að verð á frystri loðnu í Jap-
an hafí í raun lækkað í íslenzkum
krónum vegna gengislækkunar
jensins um 16,2% milli ára. Þá
höfum við mjög hraðvirkan löndun-
arbúnað, sem tryggir skipunum
okkar meiri tíma við veiðarnar.
Loks má nefna að það er tryggt
að meðalverð á loðnu úr hveijum
túr verði aldrei lægra en það, sem
greitt er í bræðslu hjá SR-Mjöli á
Seyðisfirði á sama tíma. Þannig
fryggjum við að sjómenn verði
ekki fyrir tekjumissi, flokkist loðn-
an illa til frystingar, sem alltaf
getur komið fyrir,“ segir Sighvatur
Bjarnason, framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar.