Morgunblaðið - 15.02.1996, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
stgr.
cst <Z
1 2 3
V*
i f 6
7 8 9
S, Z,
* 0 #
AWiorote
Nýt iítili GSM
á kynningarver&i
Audiovox GSM - 650
263 g með rafhlöðunni
sem fylgir símanum •
Rafhlaða endist í 70 mín.
samtal eða 18 klst. bið •
Tekur stórt kort
PÓSTUR OG SÍMI
Söludeild Ármúla 27, slmi 550 7800
Þjónustumiðstöö í Kirkjustræti, simi 550 6670
Söludeild Kringlunni, sími 550 6690
Póst- og símstöövum um land allt
Foreldravandamál?
FÍKNIEFNA-
NEYSLA unglinga
hefur verið mikið til
umræðu í fjölmiðlum
að undanförnu og eru
skiptar skoðanir um
hvernig stemma eigi
stigu við þessum
ófögnuði. Reynt hefur
verið að bijóta vanda-
málið til mergjar, m.a.
í sjónvarpsþáttum þar
sem fjöldi fólks hefur
tjáð sig um það hvem-
ig komast megi að
rótum vandans. Margt
athyglisvert . hefur
komið fram sem gæti
dregið úr fíkniefna-
neyslu unglinga og beint þeim inn
á heilbrigðar brautir. Stöku sinn-
um hefur verið minnst á foreldra
og ábyrgð þeirra í þessari umræðu
en fæstir virðast þora að segja það
hreint út að foreldravandamálið í
þjóðfélaginu er mun meira en
unglingavandamálið.
Hvers vegna leiðast unglingar
út í óreglu, verða óöruggir og
utanveltu? Fyrst og fremst vegna
þess að samband þeirra við for-
eldrana er ekki byggt á gagn-
kvæmu trausti, kærleik, trúnaði
og „eðlilegum" samskiptum. Það
er deginum ljósara að barn, sem
geislar af lífsgleði, sjálfstrausti,
jákvæðni og andlegri vellíðan, end-
urspeglar þær heimilisaðstæður
sem það býr við. Það eru hverf-
andi líkur á því að börn, sem alast
upp við andlega vellíðan og um-
hyggju, missi fótanna. Ég er full-
komlega sammála móðurinni sem
hélt því fram í Almannrómi á Stöð
2 á dögunum að „forvarnirnar“
hefjist þegar barnið er í vöggu.
Börn skynja það strax hvort þeim
er sýnd ástúð og kærleikur og
fyrstu árin eru mikilvægust hvað
þetta varðar. Hversu margir for-
eldrar spyrja börnin sín reglulega
hvernig þeim líði? Hvort þeir geti
gert eitthvað fyrir þau? Hvað þau
hafi verið að gera í skólanum?
Hversu margir foreldrar láta börn-
in virkilega finna hversu mikið þau
eru elskuð, bæði með orðum og
athöfnum? Þá er ég ekki að tala
um að stilla þeim upp fyrir framan
sjónvarpið, henda í þau öli og
sælgæti eða kaupa þau til hlýðni.
Eg geri mér fyllilega grein fyrir
því að við lifum í hröðu þjóðfélagi
þar sem flestir þurfa að hafa mik-
ið fyrir því að eiga ofan í sig og
á en það er samt eng-
in afsökun fyrir af-
skiptaleysinu gagn-
vart unga fólkinu.
Hversu margir for-
eldrar hafa spurt sig
þessara spurninga?
Hver er tilgangurinn
með lífínu? Hvemig
myndi ég veija þeim
tíma ef ég ætti aðeins
ár eftir ólifað? Og ekki
síst; Hvað skiptir
mestu máli í Iífinu?
Eru það 300 fermetr-
ar af steypuskemmd-
Þorgrímur um sem er grátlegur
Þráinsson minnisvarði um árin
sem eigendurnir áttu
að vera í blóma lífsins en upplifðu
sem fölnaðar rósir og rifrildi? Er
það blásanseraða glæsikerran sem
hafði húsbóndann í hlekkjum
aukavinnunnar í liðlega 1.000
klukkutíma á árinu og gerði það
að verkum að hann kvaddi börnin
sín á morgnana, þegar þau sváfu
og heilsaði þeim að kvöldi — þeg-
ar þau sváfu? Skyldi viðkomandi
hafa setið yfir rúmum barna sinna
og grátið þann tíma sem hann
upplifði aldrei með þeim? Eða -
skiptir það mestu máli að dást að
nokkur hundruð þúsund krónum
uppi á vegg í formi málverka eftir
misgóða listamenn? Svari hver
fyrir sig!
Því miður virðist þurfa að slá
okkur hressilega" utanundir annað
slagið, eins og hörmungarnar í
Forvarnirnar hefjist
þegar bamið er í vöggu.
Þorgrímur Þráinsson
skrifar um heimilis-
aðstæður og mótun
ungviðis.
Súðavík og Flateyri gerðu, til að
vekja okkur til umhugsunar um
hvað skipti okkur mestu máli. Og
hvað við erum í raun lánsöm að
fá að lifa. Við eigum ekki að taka
því sem sjálfsögðum hlut að vera
heilbrigð og sleppa við stóráföll.
Það eru forréttindi að fá að ala
upp barn og hafa það að láni í
ákveðinn tíma. Því miður virðast
sumir misnota þessi forréttindi eða
hreinlega ekki átta sig á þeim.
Erum við þessir foreldrar sem
tölum um unglingavandamál,
fíkniefnavaneyslu og ofbeldi - og
skiljum ekki hvað vakir fyrir börn-
unum okkar? Unglingavandamál
skapast vegna þess að það eru í
flestum tilfellum foreldravandmál
og agaleysi á heimilum. Hvernig
erum við sem fyrirmyndir? Hversu
mörg okkar reykja og drekka í
návist barnanna okkar? Bönnum
þeim eitt og annað en erum sjálf
í stöðugu sukki og svínaríi? Og
skiljum svo ekkert í því af hveiju
barnið okkar hafi leiðst út í ógöng-
ur. Hversu margir foreldrar gefa
sér tíma til að ræða við börnin sín
um lífið og tilveruna, gefa þeim
tíma til að létta á hjarta sínu? Af
hveiju hætta sumir að faðma börn-
in sín þegar þau komast á ungl-
ingsaldurinn? Öll viljum við ást og
umhyggju, ekki síst bömin sem
verða að fá hvatningu og skilning
frá foreldrunum - til þess að lifa
af í þessu þjóðfélagi. Við berum
ábyrgð og ættum að taka okkur
saman í andlitinu. Hætta að liggja
fyrir framan sjónvarpið tímunum
saman og væla um það að við
höfum ekki tíma fyrir börnin! Sum-
um gæti reynst erfítt að byija allt
í einu á því að veija tíma með
barninu sínu og bera því jafnvel
við að þeir kunni það ekki. En það
er hægt að byija smátt; gefa sér
korter á dag, auka síðan tímann
og fjölbreytnina. Brydda upp á
ýmsu sem eflir traust og einlæg
samskipti.
Margvíslegar forvarnir eru af
hinu góða, svo sem áróður í fjöl-
miðlum, hvatning til íþróttaiðkun-
ar, fyrirlestrar með sláandi dæm-
um um afleiðingar vímu- og fíkni-
efnaneyslu og svo mætti lengi
telja. En foreldrar eiga að vera
besta forvörnin og það er kominn
tími til að ræða það á opinskáan
hátt. Hættum að kenna öðrum um,
lítum í eigin barm og spyijum
okkur oftar: Hvað skiptir mestu
máli? Velferð okkar í lífinu er
undir sjálfum okkur komin!
Höfundur er foreldri og blaða-
maður.
Fíkniefnavandinn
Tími skyndiákvarðana er runninn upp!
FÍKNIEFNAVANDINN hefur
komið aftan að okkur íslending-
um. Ekkert sérlega hljóðlega, en
samt virðast flestir svo óskaplega
óviðbúnir. Stjórnvöld og foreldrar
standa agndofa — það eru helst
unglingarnir sem vita hvað gera
skal. Hin æðisgengna leit að úr-
ræðum stendur yfir. Tími skyndi-
ákvarðana er runninn upp! Nýlega
tilkynnti ríkisstjórnin að 12
milljónum króna skyldi veitt til að
koma á laggirnar ráðgjafarmið-
stöð í vímuefnavörnum við barna-
og unglingageðdeild. Margir
AUDER
MaUir eða gljáandi,
Iveir sanian,
Vorlitirnir fjrir varir,
injúkir, Ijo'sir og
fágaðirtónar.
IVolaðu rinii litatón en
með mismunandi áferð.
T.dHaiylulf
mi‘ð Híihj Shimmer.
Hinor Imagi': lllnvirlilir
frá ESTEE LAUDERi
kynntu |iér iig pnííaðu nvju
lilina í verslun okkar.
H Y G E A
snyrtivfrurerjlun
KfUNGLUNNIOG
AUSTURSTRÆTI #
þurftu að láta segja
sér þessi tíðindi tvisv-
ar. Á enn einu sinni
að setja nýja þjónustu
á laggirnar í stað þess
að efla það sem fyrir
er?
Lítum nánar á málið:
Nýlega var með-
ferðarheimili fyrir
unga vímuefnaneyt-
endur — Tindar á
Kjalarnesi — lagt nið-
ur, enda virtist stjóm-
völdum ekki þörf á svo
viðamiklum aðgerðum
gegn vímuefnavand- Áskell Örn
anum. Tindar starfa Kárason
áfram sem dagdeild
og ráðgjafarþjónusta. Þar er
starfsfólk sem hefur langa reynslu
af m'eðferð og ráðgjöf og hafa
sumir fengið þjálfun erlendis á
kostnað íslenska ríkisins. Þessi
starfsemi heyrir undir félagsmála-
ráðuneytið. Skyldu þau hafa rætt
saman Ingibjörg og Páll? Á að
gefa Tindum frí?
í Reykjavík er starfandi
fræðslumiðstöð í fíknivömum með
tilstyrk menntamálaráðuneytisins.
Fá þeir frí líka? Eða skyldu þau
hafa bollalagt eitthvað um þetta,
Ingibjörg og Björn? Er það
kannski stefna ríkisstjórnarinnar
að hvert ráðuneyti hafi sína eigin
ráðgjafarþjónustu? Skv. lögum
skulu sveitarfélög veita ráðgjöf af
þessu tagi og var ætlað að taka
við hlutverki Unglingaráðgjafar-
innar, sem verið hafði einkar hent-
ugur kostur fyrir foreldra og ungl-
inga í vanda. Þar spöruðu skatt-
borgarar dálitla upphæð ... nánar
tiltekið um 12 milljónir! Verst að
sparnaðurinn varð svona skamm-
lífur ...
Að öllu gamni slepptu, þetta:
Auglýst er eftir heildarsýn æðstu
ráðamanna. Margt er þegar gert
til þess að andæfa
gegn vaxandi vímu-
efnavanda, en for-
ystu- og stefnuleysi
skapar hættu á að fé
og kraftar nýtist ekki
sem best. Þeir sem
hingað til hafa verið
ráðnir af íslenska rík-
inu til að vinna gegn
vandanum eiga þetta
stefnuleysi ekki skilið.
Barna- og unglinga-
geðdeild, sem lengi
hefur aðeins getað
sinnt broti af því sem
henni er ætlað að
sinna, á þetta heldur
ekki skilið. Við eigum
þá kröfu á hendur blessaðri ríkis-
stjórninni okkar, að þar viti hægri
höndin hvað sú vinstri gerir. Við
eigum bágt með að skilja hvers
vegna ein stofnun er sett á lagg-
Er það stefna ríkis-
stjórnarinnar, spyr
* ••
Askell Orn Kárason,
að hvert ráðuneyti
hafi eigin ráðgjafar-
_________þjónustu?__________
irnar í dag og önnur á morgun til
þess eins að báðar svelti til ólífis
á nokkrum missimm. (Gerir ekk-
ert til, við stofnum bara nýtt, seg-
ir þá einhver!) Slík vinnubrögð,
lesendur góðir, eru því miður lýs-
andi þegar þessi málaflokkur er
annars vegar. Það heitir „að
bregðast skjótt við“. Megum við
fara fram á aðeins meiri yfirvegun
í næstu umferð?
Höfundur cr forstöðumaður Með-
ferðarstöðvar ríkisins fyrir ungl-
inga.