Morgunblaðið - 15.02.1996, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
BRETTALYFTUR
ÓTRÚLEGT VERÐ!
CML brettalyftur
eru úrvalsvara
á fínu verði.
Þær eru á einföldum
eða tvöföldum
mjúkum hjólum,
sem ekki skaða gólf.
Verð m/vsk frá
nr*
kr. 35.990 stgr.
Hringás ehf.
Langholtsvegi 84, Rvk. S. 533 1330
AÐSENDAR GREINAR
Háskóli íslands, til hvers?
Stórhöfða 17, vlð Gullinbrú,
síml 567 4844
Fermingarmyndir
PETUR PETURSSON
LJÓSMYNDASTÚDÍÓ
LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624
HÁSKÓLI íslands er sú stofnun
hérlendis sem stjómmálamenn tala
ávallt hlýlega um á tyllidögum. Þá
er rætt um gildi menntunar, kennslu
og rannsókna. Það væri indælt ef
þetta væru ekki innantóm orð, orða-
gjálfur ímyndaðs hátíðleika.
Háskóli á tímamótum
Það gleymist oft að lykillinn að
sjálfstæði þjóða, ekki hvað síst ein-
angraðra, felst í eigin háskólamennt-
un. Foringjar sjálfstæðisbaráttunnar
á 19. öld skildu þetta vel. Þeir lögðu
ofuráherslu á að fá háskólakennslu
inn í landið og það tókst fyrir 85
ámm. Það er alltaf að koma betur
og betur í ljós að þær þjóðir sem
ætla sér að standast alþjóðlega sam-
keppni næstu aldar leggja höfuðá-
herslu á háskólamenntun þegna
sinna.
Gildi æðri menntunar til að varð-
veita eigin menningu og tungu er
ómetanlegt. Háskóli íslands er mið-
stöð íslenskra fræða og án þátttöku
hans væm t.d. heilbrigðiskerfið og
spítalamir ekki til í núverandi formi.
Háskóli er hins vegar ekki aðeins
kennslustofnun heldur vettvangur
rannsókna og Háskóli íslands er
miðstöð grunnrannsókna hérlendis.
Það er mikill sannleikur fólginn í
því að æðri menntun leggi gmnn
að lífskjörum flestra þjóða.
Háskóli íslands er langstærsta
stofnun landsins en yfir 6.000
manns vinna þar að staðaldri, lang-
flestir nemendur. Einnig rekur há-
skólinn Endurmenntunarstofnun en
þar sækja um 7.000 manns nám
af ýmsu tagi. Ýmis önnur starfsemi
fer fram í tengslum við háskólann,
m.a. á rannsóknastofnunum. Tæp-
lega 15.000 manns tengjast háskól-
anum með beinum, reglubundnum
hætti. Það mætti halda að Háskóli
íslands nyti víðtæks stuðnings í
þjóðlífínu en svo er ekki.
Metnaðarleysi
stj órnmálamanna
Háskölamenntun hefur verið á
verksviði hins opinbera hérlendis,
þ.e. meginhluti kostnaðar er greidd-
ur úr ríkissjóði. Hið opinbera ber
því mikla ábyrgð en þar ríkir algert
tómlæti. Það er lítill metnaður af
hálfu stjómmálamanna hérlendis í
21.- 25. febrúar
URGOGNE
DAGAR
Einstakt tækifæri
Matreiðslumeistarinn Lea Linster,
frá hinu þekkta Michelin veitingahúsi
Restaurant Lea Linster í Luxemborg,
mun verða hjá okkur og bjóða upp á
5 rétta matseðil ásamt eðalvínum frá
einum virtasta framleiðanda
Bourgogne, Joseph Drouhin.
RÉTTA
með eðalvínum frá Joseph Drouhin.
Kaffi og koníak eða líkjör á eftir .
Verð kr.
Pantið tímanlega.
Borðapantanir í síma 552 5700.
menntamálum al-
mennt en öflug há-
skólamenntun mun
standa undir velsæld
þjóðarinnar í sam-
keppni 21. aldarinnar.
Málefni háskólans
eru ekki einkamál
starfsmanna og nem-
enda heldur koma þau
öllum við, ekki síst for-
eldrum og væntanleg-
um nemendum, sam-
tökum og fjölmiðlum.
Háskóli hefur miklum
skyldum að gegna
gagnvart yngra fólki.
Námsmenn eiga skilið
að hljóta góða menntun og foreldrar
vilja fá alþjóðlega, viðurkennda
menntun fyrir böm sín enda greiðir
almenningur fyrir háskólanám. Það
hefur ávallt ríkt metnaður hjá
starfsmönnum háskólans til þess að
halda uppi góðri menntun.
Tengsl háskólans við þjóðlífið eru
mikil og margar rannsóknir innan
hans em mjög hagnýtar. Hin blóm-
lega starfsemi Endurmenntunar-
stofnunar sýnir einnig hvemig há-
skólinn hefur komið til móts við
þarfir almennings, atvinnulífs og
háskólamanna um endurmenntun.
Nemendur háskólans hafa staðið sig
vel, bæði hérlendis og erlendis. Há-
skóli byggir hins vegar alltaf á lang-
tímaáætlunum og uppsker á ýmsum
sviðum oft ekki fyrr en eftir mörg
ár og áratugi. Menntun er aldrei
ferill til skamms tíma.
Háskóli íslands er virt og viður-
kennd stofnun á alþjóðavettvangi
þótt nú séu þar blikur á lofti. Há-
skólinn Kefur átt marga frábæra
kennara og fræðimenn en það vill
oft gleymast að kennarar við há-
skóla verða að hafa lokið ítarlegu
námi í fræðigrein sinni, langoftast
erlendis, námi sem tekur venjulega
7 til 10 ár að loknu stúdentsprófi.
Ágúst Einarsson
Síðan verða þeir sífellt
að fylgjast vel með í
sinni fræðigrein. ís-
lendingar eiga þekkta
vísindamenn { starfi
hérlendis og erlendis og
mjög margir hæfir
landar okkar eru í námi
víða um heim.
Fj'ármál háskólans
Hérlendis vantar
meira fé til háskóla-
náms en það fæst ekki.
Innan Háskóla íslands
hefur verið sýnt fram á
að það vanti um 25%
meiri fjárframlög til að
halda uppi 'sambærilegri kennslu og
talið er lágmark erlendis. Hér er
samanburðurinn einungis miðaður
við lágmarkskennslumagn í þokka-
legum háskóla. Það vantar því 25%
til þess að Háskóli íslands nái hung-
urmörkum. Hér er þó ekki tekið til-
Málefni háskólans, segir
Agúst Einarsson, eru
ekki einkamál starfs-
manna og nemenda.
lit til launakjara háskólakennara en
laun þeirra eru mun lakari hérlend-
is en í nágrannalöndunum.
Skortur á fjórðu hverri krónu
segir fljótt til sín í lakari menntun
þjóðarinnar. Fjárveiting á nemanda
í fullu námi hefur lækkað um þriðj-
ung að raungildi á síðustu átta
árum. Þannig hefur áhersla á há-
skólanám hérlendis í reynd minnkað
á undanförnum árum.
Það er sífellt erfiðara að fá hæfa
kennara að Háskóla íslands. Ný
námskeið og ný þekking endur-
speglast ekki nægjanlega í kennslu,
rannsóknir sitja á hakanum og menn
eru að missa móðinn. Það verður
erfiðara fyrir nemendur okkar að
komast í framhaldsnám í virtum
skólum erlendis.
Hafa þarf í huga að háskóli er
alþjóðastofnun. Milli háskóla um
allan heim er skipst á þekkingu,
kennurum og nemendum og þannig
hefur það verið öldum saman. Há-
skólar eru því best búnir af öllum
stofnunum til að taka við nýjum
straumum 21. aldarinnar á sviði
upplýsingamiðlunar, aukinna sam-
skipta og viðskipta.
Stefna ríkisstjórna hveiju sinni
endurspeglast í fjárlögum og það
er með ólíkindum, miðað við það
hvernig allir flokkar töluðu fyrir síð-
ustu kosningar, að þess sjáist ekki
merki nú í auknum fjárveitingum
til skólamála. Háskóli íslands er
skorinn við nögl og er enn eitt árið
langt undir hungurmörkum erlendra
skóla. Metnaðarleysið heldur áfram
og svo er klykkt út með því að hvetja
til sparnaðar. Vitaskuld er gott að
spara en innan háskólans, eins og
víða annars staðar, er braut ha-
græðingarinnar á enda gengin.
Á næsta ári er áætlað að veija
um 2,6% af fjárlögum þil háskóla
og rannsókna. Háskóli íslands fær
rúmlega helming þeirrar fjárhæðar.
Nemendum við Háskóla íslands hef-
ur fjölgað á undanförnum árum en
það eru þó hlutfallslega færri sem
stunda háskóianám hér en hjá öðr-
um þjóðum._
Háskóla íslands hefur mistekist
að gera almenningi í landinu skýra
grein fyrir mikilvægi öflugrar há-
skólamenntunar hérlendis. Það ger-
ist ekki án fjármuna en þegar innan
við 1,4% af fjárlögum hveiju sinni
renna til Háskóla Islands þá er ekki
hægt að segja að rekstur hans sé
að sliga ríkissjóð. Til samanburðar
er ráðstafað á þessu ári um 6% fjár-
laga til landbúnaðar og öðrum 6%
til vegamála.
Tannvernd borgar sig
SAMKVÆMT lög-
um um almannatrygg-
ingar eiga börn og
unglingar 15 ára og
yngri rétt á einni skoð-
un á ári hjá tannlækni
sér að kostnaðarlausu.
Þetta kemur inn í lögin
við breytingu sem varð
1992 þegar almanna-
tryggingar hættu að
greiða að fullu fyrir
tannlæknisþjónustu
grunnskólanema.
Nokkru síðar fóru
Skólatannlækningar
Reykjavíkur að inn-
heimta hjá forráða-
mönnum hluta tann-
Stefán Yngvi
Finnbogason
Innheimta tannlækna-
kostnaðar grunnskóla-
barna hefur staðið í 3
ár, segir Stefán Yngvi
Finnbogason, og upp-
bætur eru stundum
býsna háar.
læknakostnaðar grunnskólanema.
I fyrstu voru upphæðirnar óveru-
legar eða 15% kostnaðar en hækk-
uðu síðan í 25% kostnaðar. Nú
hefír þessi innheimta staðið í þijú
ár og upphæðir stundum orðið
býsna háar. Þessi útgjöld koma oft
óvænt og ekki alltaf verið ráð fyrir
þeim gert í rekstri heimilanna.
Þá vefst það fyrir ýmsum, sem
vita allar tennur barna sinna heil-
ar, hvers vegna þeir fá reikning
og gíró-seðil sendan
tvisvar á ári fyrir tann-
aðgerðir barnanna
þegar ein skoðun á ári
er ókeypis.
Um þetta hefir verið
rætt nokkuð að undan-
förnu í útvarpi og blöð-
um. Þar hefir komið
fram að skort hefir
skýrar upplýsingar um
hvað innifalið er í þess-
ari ókeypis árlegu
skoðun og fyrir hvað
er verið að innheimta.
Þetta skal nú reynt að
útskýra með dæmum.
Jafnframt er bent á
skýringar á gjald-
skrárnúmerum sem prentaðar eru
á bakhlið reiknings.
Þegar barn er skoðað hjá tann-
lækni eru tennur þess skoðaðar og
oftast eru teknar 2 röntgenmyndir
til að athuga hliðarfleti jaxlanna.
En holur í þá fleti sjást yfirleitt
ekki nema á röntgenmynd. Ef eng-
ar holur finnast þá eru tennur
hreinsaðar og flúorlakkaðar. Ef
þetta allt er gert í einni heimsókn
þá er innheimt fyrir eftirfarandi:
003 eða 004x1
110x1 (flúorlökkun)
Heildarkostnaður
Hlutur sjúklings 25%
Innheimtugjald
Samtals skuld
(skoðun, skr.)
kr. 1.020,-
kr. 2.708,-
012x2 (2 röntgenmyndir)
kr.
110x1 (flúorlökkun)
Heildarkostnaður
kr.
1.536,-
2.708,-
kr. 4.244,-
Hlutur sjúklings 25% kr. 1.061,-
Innheimtugjald kr. 100,-
Samtalsskuld kr. 1.161,-
Skoðun sem ekki er innheimt
fyrir kemur ekki fram á reikningi.
Ef hins vegar barnið er skoðað
aftur á skólaárinu er innheimt fyrir
eftirfarandi:
kr. 3.728,-
kr. 932,-
kr. 100,-
kr. 1.032,-
Skorufylla er verndaraðgerð á
heilum tönnum. Þá er tyggiskorum
nýuppkominna jaxla lokað með
plastfyllu. Því gæti bæst við á reikn-
ing bams eftirfarandi:
115x1 (skorufylla, f. tönn)
kr. 1.340,-
llfexl (viðbótartönn) kr. 1.096,-
Heildarkostnaður kr. 2.436,-
Hlutur sjúklings 25% kr. 609,-
Hér er gert ráð fyrir að tveir
jaxlar verði skorufylltir í hverri
heimsókn og þá bætast 609 kr. á
hvorn reikning. Sérhver innheimta
kostar 100 kr. aukalega. Það er því
fullkomlega eðlilegt að reikningur
fyrir tanngæslu grunnskólabarns
hjá Skólatannlækningum Reykja-
víkur hljóði upp á 1.770,- kr. fyrir
fyrra missiri skólaárs og kr. 1.641,-
fyrir hið síðara þótt allar tennur séu
heilar og óviðgerðar.
Flúorlökkun tvisvar á ári er lág-
mark þeirrar tannverndar sem
hvert skólabarn þarf að fá. Skoru-
fyllur vernda viðkvæma staði við-
kvæmra tanna. Flúorlökkun og
skorufyllur eru þær vemdaraðgerð-
ir sem best hafa dugað í baráttunni
við tannskemmdirnar og þeim fjár-
munum sem þangað fara er vel
varið. Og auðvitað ættu þær að
vera sjálfsagður hluti heilsugæslu
í skólum.
Höfundur er yfirskólatannlæknir.