Morgunblaðið - 15.02.1996, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
HNUTUKASTI HELGIDOMINUM
Samkomulagið 1994
Á árinu 1993 var séra Flóki frá störfum
um tíma vegna veikinda í baki, einnig missti
hann föður sinn. Þegar hann kom aftur til
starfa leið ekki á löngu þar til sóknarnefnd
sá sig knúna til að gera athugasemdir við
viðveru séra Flóka í kirkjunni og framkomu
hans við starfsfólk. Að tiíhlutan prófasts var
gert samkomulag milli prestsins og sóknar-
nefndar í febrúar 1994.
Þau atriði sem sóknarprestur lagði áhersiu
á í samkomulaginu voru að sóknarnefnd stað-
festi formlega að Haukur Jónasson starfaði
undir verkstjórn sóknarprestsips, einnig að
sóknarnefnd léti útbúa viðunandi skrifstofu
í kirkjunni fyrir prestinn. Sóknarnefnd lagði
áherslu á að auk messugjörðar á helgidögum
leitaðist presturinn við að auka þátt sinn í
sem flestum þáttum safnaðarstarfsins. Einnig
að presturinn leitaðist við að hafa sem best
samskipti við sóknarnefnd, framkvæmda-
nefnd og starfsfólk, meðal annars með því
að hafa reglulega starfsmannafundi.
í námsleyfi
Flóki hefur mikinn áhuga á helgisiðafræði
(litúrgíu) og segir að sig hafi lengi dreymt
um að komast utan í framhaldsnám á því
sviði. Flóki segist líka hafa verið orðinn
þreyttur og mæddur á erfiðleikunum í söfnuð-
inum og talið sig þurfa hvíld. Hann fékk
námsleyfi og fór til Kanada 1. júlí 1994, að
eigin frumkvæði, en var ekki sendur í leyfi.
Þegar Flóki fór í leyfið var búið að safna
12 milljónum til orgelkaupanna. Hann segir
, að sig hafi grunað að nota ætti tækifærið
til að kaupa orgelið á meðan hann væri í
burtu. Á síðasta fundi sem hann átti með
sóknarnefnd fyrir leyfið segist hann hafa viðr-
að áhyggjur sínar af því að frá orgelmálunum
yrði gengið að sér fjarstöddum. Svona mikil
breyting á kirkjuhúsinu mætti ekki verða
nema öll sjónarmið fengju að koma fram og
samstaða næðist um hvernig rýmið í kór og
kringum altari yrði notað. Það yrði ekki gert
nema í samráði við prestinn, kirkjulistarnefnd
og annan bæran aðila, til dæmis söngmála-
stjóra.
Staðgengill í fjarverunni
Flóki segist hafa lagt á það áherslu við
biskupsritara að hann fengi að hafa hönd í
bagga með hver leysti sig af í námsleyfinu.
Það þyrfti að vera maður með líkar skoðanir
á helgihaldi og benti hann á séra Arngrím
Jónsson. Flóki segir Amgrím hafa verið tilbú-
inn til þess, svo fremi hann fengi leyfi bisk-
ups. Flóki segist síðan hafa fengið bréf frá
biskupi þar sem honum var veitt námsleyfíð
og boðið að hafa hönd í bagga með afleysinga-
mann. Skömmu áður en hann fór hafí síðan
komið í ljós að séra Sigurður Haukur myndi
leysa sig af. Flóki segir að öllum hljóti að
vera ljóst að það hafí verið óheppileg ráðstöf-
un að velja fyrrum sóknarprest til afleysinga.
Sigurður Haukur segir biskup hafa spurt
sig hvort hann vildi leysa af í Langholtssókn
og hann játað því. Guðmundur E. Pálsson
segir þessa ráðstöfun hvorki hafa verið að
undirlagi sóknamefndar né framkvæmda-
nefndar. Biskup hafi haft samband við sig og
spurt hvort þau hefðu eitthvað á móti því að
Sigurður Haukur leysti Flóka af. Guðmundur
svaraði að svo væri örugglega ekki. Málið var
ekki lagt fyrir sóknamefnd. Að sögn biskups-
ritara, en ekki náðist í herra Ólaf Skúlason,
mun biskup hafa borið þessa ráðstöfun undir
séra Flóka og hann ekki mótmælt henni.
Flóki segir að sér hafí brugðið við þetta
og sig grunað að eitthvað bæri til tíðinda í
fjarverunni. Sú hafi líka orðið raunin. Valinn
var framleiðandi að orgelinu og dreginn upp
samningur að kaupum á hljóðfæri sem kosta
átti 45 milljónir, en búið var að safna
15 milljónum. Flóki segist hafa kom-
ið heim 18. maí í fyrravor, nokkru
fyrr en til stóð. Daginn áður hafí
verið haldinn sóknamefndarfundur
þar sem Jóni Stefánssyni organista
var afhent opið umboð til þess að ganga til
samninga um kaup á orgeli fyrir kirkjuna.
Guðmundur sóknamefndarformaður segir
að orgelnefndinni hafí verið veitt umboðið, en
ekki Jóni Stefánssyni. Þá hafi legið fyrir til-
boð frá tveimur orgelsmiðum og sóknamefnd
veitt orgelnefnd umboð til að ganga til samn-
inga við annan þeirra, en ekki til að undir-
skrifa samning. Þessi orgelsmiður hafi verið
á leið til landsins til þess að semja um smíði
á orgeli fyrir Neskirkju. Það hafí knúið á um
að orgelnefndin fengi umboðið. Guðmundur
segir að ekki hafí þótt nein ástæða til þess
að bíða eftir prestinum, „bara til þess að hann
yrði á móti þessu".
Vísitasía biskups
Þann 22. janúar 1995 vísiteraði biskup
’ ' Langholtskirkju og segir Flóki mjög óvenju-
legt, jafnvel einsdæmi, að slíkt sé gert í fjar-
veru sóknarprests. Aðspurður
um þetta sagði Sigurður Haukur
að þessi dagsetning hafi verið
algjör tilviljun. Önnur kirkja hafi
dottið út og allt verið til reiðu
að taka á móti biskupi í Lang-
holtssókn. Hann taldi ólíklegt að
námsleyfí einstakra presta gætu
hindrað biskup í að gegna þjón-
ustu sinni.
Það tilheyrir vísitasíu biskups
að hann spyrji hvernig sambandi
prests og safnaðar sé háttað. Á
fundinum kom fram hörð gagn-
rýni á Flóka. Framkvæmda-
nefndin, sem er formaður, gjald-
keri og ritari sóknarnefndar,
Iagði fram ályktun og lýsti yfir miklum
áhyggjum af „framtið þess mikla og grósku-
sama starfs sem á sér stað í Langholtskirkju
og því hvort kirkjan fái áfram notið þeirra
frábæru starfskrafta sem hér vinna ef sr.
Flóki Kristinsson kemur aftur til starfa við
Langholtskirkju, vegna mikilla samstarfsörð-
ugleika framkvæmdanefndar og starfsfólks
við sr. Flóka áður en hann fór í námsleyfi".
í iok ályktunarinnar fer framkvæmdanefndin
fram á að forystumenn kirkjunnar taki á
þessu máli. Guðmundur E. Pálsson segir að
tilefni bréfsins hafi verið óróleiki meðal
starfsfólks safnaðarins.
Biskup benti á að framkvæmdanefnd hefði
ekki vald til þess að gera samþykkt sem
þessa, nema sem einstaklingar. Málið yrði
að afgreiða í sóknarnefnd. Guðmundur telur
það ekki mistök að leggja bréfið fram, heldur
hafi mistökin verið að biskup vísiteraði að
sóknarprestinum fjarverandi.
Jón Stefánsson sagði á þessum fundi að
samstarfið væri á svo alvarlegu stigi að
kæmi séra Flóki til baka sæi hann ekki önn-
ur ráð en að hverfa frá kirkjunni. Hann sagð-
ist reikna með að kórarnir myndu fylgja sér.
Málið væri á því stigi að verið væri að kanna
stofnun sjálfstæðs fyrirtækis til að reka kór-
ana tvo og kórskólann. Viðhorf prestsins til
tónlistarstarfsins og tónleikahalds væri afar
neikvætt. Þá sagðist Jón, sem nefndarmaður
í helgisiðanefnd kirkjunnar, oft hafa þurft
að sitja á sér vegna serimónía í messuhaldi
Flóka sem hann taldi ekkert eiga skylt við
helgisiðabók Þjóðkirkjunnar. í máii formanns
kórsins, Sigrúnar Stefánsdóttur, kom fram
að stjóm Kórs Langholtskirkju hefði sam-
þykkt einróma að leggja til við kórfélaga að
fylgja stjórnanda sínum, hyrfi hann úr starfi
við kirkjuna.
Kært til siðanefndar
Daginn eftir vísitasíuna skrifaði Sigurður
Haukur sóknarnefndinni bréf vegna þess að
ályktun framkvæmdanefndar til biskups virt-
ist koma sumum sóknarnefndarmönnum í
opna skjöldu. Hann segir ályktun fram-
kvæmdanefndar ekki borna fram að ástæðu-
lausu og varpar fram átta spurningum vegna
safnaðarlífsins. Hann segir að til sé leið til
lausnar á þessu leiðindamáli. „Hún er til -
en aðeins ein, því miður,“ skrifaði Sigurður
Haukur.
Flóka barst fundargerð frá biskupsfundi
og afrit af bréfi Sigurðar Hauks. Hann segir
fundargerðina hafa valdið sér miklu hugar-
angri. Eftir sex vikna umhugsunarfrest ákvað
hann að kæra bréf Sigurðar Hauks til siða-
nefndar Prestafélags íslands. Niðurstaða
nefndarinnar var að bréfið væri ekki í sam-
ræmi við siðareglur Prestafélagsins, taldi hún
brotið alvarlegt og vísaði því til stjórnar Pre-
stafélagsins.
Sigurður Haukur mætti á fund siðanefnd-
ar. Hann segir að í kærubréfi Flóka sé vitnað
í bréf kæranda til Prestafélags Íslands þar
sem hann fjalli um samskipti við forvera sinn.
Sagt er að afrit af þessu bréfi fylgi
kærubréfinu. Sigurður Haukur
segist aldrei hafa fengið það bréf,
formaður siðanefndar hafí ekki
kannast við það og taldi Sigurður
þessa framkomu trúnaðarbrot af
hálfu siðanefndar. Hann sagði sig úr Pre-
stafélagi íslands.
Óskaði eftir
nýjum organista
í ljósi yfirlýsinga Jóns Stefánssonar segist
séra Flóki hafa farið til vígslubiskups og próf-
asts eftir að hann kom heim vorið 1995 og
innt þá eftir því hvort sáttatónn væri í Jóni.
Báðir höfðu haft samband við Jón og segir
Flóki þá hafa sagt að enginn sáttatónn væri
í honum. Flóki skrifaði sóknarnefndinni bréf
þann 25. maí 1995. Þar segist hann hljóta
að líta svo á að organistinn muni standa við
yfirlýsingu sína um að láta af starfi við kirkj-
una þegar Flóki taki aftur til starfa þann
15. júní 1995. Óskaði Flóki eftir því að sókn-
arnefnd auglýsti starf organista við Lang-
holtskirkju laust til umsóknar og ekki síðar
en 15. júní síðastliðinn.
Prófasturinn hvatti Flóka til
þess að taka Jón í sátt og að
þeir gerðu samkomulag um
hreina verkaskiptingu sv«p kom-
ast mætti hjá árekstrum. í sátta-
viðræðunum í júní síðastliðinn,
milli þeirra Jóns, lagði Flóki
fram minnisblað með skilyrðum
fyrir sáttum. Hann krafðist þess
að organistinn tæki aftur hótun
sína um að fara með kór kirkj-
unnar kæmi presturinn aftur til
starfa. Einnig tæki organistinn
aftur niðrandi ummæli um prest-
inn. Ráðningarsamningur org-
anista yrði endurskoðaður og
nýr samningur gerður til árs í
senn. Samningur kirkjunnar við Kór Lang-
holtskirkju um greiðslur fyrir messusöng
skyldi einnig skoðaður. Sóknarprestur, pró-
fastur og fulltrúar sóknarnefndar mótuðu
reglur um afnot af kirkjunni til tónleikahalds.
Gagnvart sóknarnefnd krafðist Flóki þess
að nefndin gerði grein fyrir áformum um
fyrirhuguð orgelkaup. Samningum um kaup-
in yrði frestað og umræða færi fram um
gerð, stærð, staðsetningu og útlit orgelsins,
verð þess og fjármögnun. Inn í umræðuna
kæmi prófastur, kirkjulistarnefnd, fulltrúi frá
handbókarnefnd og aðilar með þekkingu á
orgelsmíði. Flóki krafðist þess að fenginn
yrði nýr sóknarnefndarformaður sem líklegur
væri til að eiga friðsamleg samskipti við
prestinn. Eins segir Flóki að endurskoða hafi
átt skipan framkvæmdanefndar kirkjunnar.
Jón Stefánsson ritaði sóknarnefnd þann
4. júní 1995 og sagði að yfirlýsingar sínar
bæri vissulega að taka alvarlega. En eftir
fundi með prófasti og vígslubiskupi hefði
starfsfólk safnaðarins ákveðið að halda áfram
störfum. Jón lagði til að séra Flóki sæi um
tilhögun messunnar að öllu leyti. Jón skyldi
áfram annast gerð messuskrár og uppfylla
óskir prestsins um tónlistarflutning í mess-
unni, svo fremi þær samrýmdust helgisiðabók
Þjóðkirkjunnar. Að öðru leyti óskaði Jón eft-
ir starfsfriði til að sinna tónlistarstarfi kirkj-
unnar áfram með sama sniði og hét því jafn-
framt að gefa séra Flóka frið til að sinna
sínum störfum. Jón vildi að sóknarpresturinn
viðurkenndi listrænt sjálfstæði organistans í
tónlistarstarfinu og skilyrðislausan rétt hans
til afnota af kirkjunni til tónleikahalds í þágu
starfsins.
Deilan i hnút
Eftir þessa sátt gekk samstarfið stóráfalla-
laust til 18. desember að upp_ úr sauð eins
og flestum er í fersku minni. í framhaldi af
því fór Jón Stefánsson í leyfi og kórinn söng
ekki í kirkjunni um hátíðarnar.
Prófastur skrifaði biskupi þann 27. desem-
ber síðastliðinn vegna deilunnar. Þar segir
hann lengi hafa verið grunnt á því góða með
presti og organista í Langholtskirkju. „Mér
koma samskipti sóknarprests og söngstjóra
svo fyrir sjónir þegar litið er yfir málið í
heild að raunar hafi aldrei verið um sættir
þeirra á milli að ræða, heldur hafi minnsta
tilefni verið notað af beggja hálfu til þess
að hefja stríð að nýju,“ skrifar prófastur
meðal annars. Hann telur vonlítið ef ekki
vonlaust að reyna frekari sáttafundi og vísar
málinu til biskups.
Flóki óskar ekki eftir þjónustu organist-
ans, telur deilu þeirra Jóns óleysanlega. Ann-
ar hvor verði að víkja. Þá sé komin upp sú
kirkjupólitíska spurning hvort starfsmaður
geti vikið embættismanni í burtu. Flóki stað-
hæfír að hann hafi ekkert brotið af sér er
varði embættismissi. Hann segir þetta átök
um völd, sem í grunninn snúa að helgihaldinu
og ólíkum áherslum í litúrgíu.
Guðmundur E. Pálsson formaður sóknar-
nefndar segir deiluna snúast um
mannleg samskipti og ekkert annað.
Staðsetning orgels og annað slíkt
sé bara fyrirsláttur. Fleiri við-
mælendur voru á sama máli og
sóknarnefndarformaðurinn. And-
stæðingar Flóka virtust á einu máli um að
honum væri margt betur lagið en mannleg
samskipti. Hann væri ekki auðveldur í sam-
starfi og tæki að því er virtist geðþóttaá-
kvarðanir.
Jón Stefánsson taldi þarna kristallast átök
prestavaldsins og nýrra sjónarmiða um safn-
aðaruppbyggingu og fjölbreytt safnaðarstarf.
Safnaðaruppbygging
o g messumenn
Kirkjuþing og prestastefna 1989 sam-
þykktu að meginverkefni Þjóðkirkjunnar á
10. áratug aldarinnar yrði safnaðaruppbygg-
ing. Hún miðar að því að virkja almenning
til þjónustu í kirkjunni á trúarlegum forsend-
um. Framkvæmd og áherslur safnaðarupp-
byggingarinnar hafa mætt gagnrýni frá hluta
prestastéttarinnar. Þessi hópur hefur upp á
síðkastið stundum verið nefndur „svartstakk-
ar“. Séra Flóki er sagður í þeirra hópi, ásamt
formanni Prestafélagsins og vígslubiskupi
Skálholtsstiftis og fleirum. Þessir prestar eru
hákirkjulegir og leggja höfuðáherslu á gildi
messunnar, það sé guðsþjónustan sjálf sem
kirkjustarfið snýst um en ekki „klúbbastarf"
af öllu tagi.
Fólk úr Langholtskirkju, meðal annarra
sóknarnefndarmenn, sóttu námskeið um
safnaðaruppbyggingu meðan séra Flóki var
í námsleyfi. Sumu þessu fólki þótti síðan
sóknarpresturinn ekki áhugasamur um það
sem kennt var á námskeiðinu.
Flóki segir það of mikla einföldun að kalla
deiluna í söfnuðinum átök milli safnaðarupp-
byggingar og prestavaldsins. Hann segir að
til þess að presturinn geti verið „fremstur
meðal jafningja", eins og safnaðaruppbygg-
ingarmenn kenni, þurfi hann að hafa mynd-
ugleika. Það sé óvarlega farið með lútherska
hugtakið um hinn almenna prestdóm að segja
að það sé enginn sértækur prestdómur. Flóki
segir það hluta af Ágsborgaijátningunni að
menn séu kallaðir til að hafa forystu í söfn-
uðinum og að hafa um hönd sakramentin,
það sé hinn sértæki prestdómur. Hann spyr
hvaða prestur vilji ekki aukna þátttöku leik-
manna. Hitt sé annað mál að prestar vilji
ekki láta hvern sem segja sér fyrir verkum.
Safnaðaruppbygging eigi að felast í því að
uppfræða fólkið um skyldur þess og ábyrgð
gagnvart kirkjunni.
Flóki telur deiluna kirkjustjórnarlega mikil-
væga. Hann segist eiga hljómgrunn meðal
presta, tugir presta hafi haft samband við
sig og margir þeirra muni ekki sætta sig við
ef niðurstaðan verði sér í óhag.
Salómonsdómur
eða högg á hnútinn
Svo virðist sem ósætti sjónarmiða þeirra
Jóns og Flóka sé algjört og hvor um sig
hafi gefið upp alla von um að geta starfað
með hinum. Samkvæmt lögum á biskup ís-
lands það erfiða verk fyrir höndum að úr-
skurða í málinu. Prestur, sem kunnugur er
Langholtsdeilu, sagði það ekki auðvelda úr-
lausn að í lögum og reglum um Þjóðkirkjuna
sé einfaldlega ekki gert ráð fyrir deilum af
þessu tagi.
Rökstuðningur málsaðila barst biskups-
embættinu í gær. Aðspurður sagðist biskups-
ritari telja að vænta mætti úrskurðar fljót-
lega. Hvort biskupnum lánast að kveða upp
Salómonsdóm í þessu erfiða deilumáli, eða
hann heggur á hnútinn, skýrist því á næstu
dögum.
Menn velta fyrir sér ýmsum lausnum. Sú
frumlegasta sem blaðamaður heyrði var að
Langholtssókn og Ásprestakall yrðu samein-
uð. Prestarnir þjónuðu báðir í Áskirkju og
Langholtskirkja yrði seld sem tónlistarhús,
kirkjan væri hvort eð er hönnuð til þeirra
nota.
í samtölum við leika og lærða kom fram
það álit að úrskurði biskup að sóknarnefnd
skuli segja Jóni Stefánssyni upp störfum sé
hætt við að söfnuðurinn tvístrist. Stuðnings-
menn Jóns og Kórs Langholtskirkju segi skil-
ið við Langholtssöfnuð og jafnvel stofni frí-
kirkju. Nefnt var að þar gæti verið um að
ræða eitt til tvö þúsund manns. Slík fjöldaúr-
sögn gæti riðið fjárhag sóknarinnar að fullu.
Nú þegar mun vera hreyfing innan safnaðar-
ins sem hefur komið saman til óformlegs
fundar.
Varðandi Flóka getur biskup beitt hirðis-
stafnum, áminnt prestinn og skipað þeim
Flóka og Jóni að breiða yfir ósætti og starfa
saman. Næsta víst er að skipun af því tagi
leysir ekki vandann.
Séra Flóki er æviráðinn embættismaður
og því aðeins á valdi kirkjumálaráðherra að
svipta hann kalli. Til að það gerist verður
að sýna fram á alvarleg embættis-
afglöp. Þótti mönnum ólíklegt að
til þess kæmi eins og málum er
háttað. Lyktir tveggja deilna, inn-
an safnaðar í Keflavík og síðar á
Seltjarnarnesi, urðu þær að prest-
arnir stóðu uppi með pálmann í höndunum.
Einn viðmælandi úr prestastétt minnti á þau
átök og taldi orðið tímabært að yfirstjórn
kirkjunnar sendi frá sér þau boð að prestar
geti farið yfir mörkin í samskiptum við sókn-
arbörn.
Verði séra Flóka vikið frá embætti mun
það kalla á hörð viðbrögð innan prestastéttar-
innar og alls óvíst hvaða dilk slík ákvörðun
kann að draga á eftir sér. Því má ætla að
hætt sé við eftirmálum, hver sem úrskurður
biskups verður.
Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að bæði
prestur og organisti verði látnir hætta störf-
um og stöður beggja auglýstar. Ef sú staða
kæmi upp getur farið svo að sóknarnefnd
kjósi að segja af sér. Þá yrði væntanlega
byrjað með hreint borð, ný sóknarnefnd kjör-
in og séra Flóki og Jón Stefánsson gætu
sótt um sín gömlu störf.
Kórfólk undr-
aðist fálæti
prestsins
Altarið er
ávallt í
brennipunkti