Morgunblaðið - 15.02.1996, Side 42
42 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
t
Elskuleg dóttir mín, systir okkar og
mágkona,
JÓHANNA SVANDÍS
ÓLAFSDÓTTIR,
Réttarholtsvegi 39,
Reykjavík,
lést f Landspítalanum 13. febrúar sl.
Ingibjörg Sturludóttir,
Magnús Ólafsson, Herdís Heiðdal,
Slgríður P. Ólafsdóttir, Ingimar Halldórsson.
t
Elskulegur bróðir okkar og frændi,
KRISTJÁN JÓNSSON
frá Teigarhorni
við Berufjörð,
er lést laugardaginn 10. febrúar, verður
jarðsunginn frá Djúpavogskirkju laugar-
daginn 17. febrúar kl. 15.00.
Systur og frændfólk.
t
Eiginmaður minn,
ANTON EIÐSSON,
Hrísey,
andaðist 7. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Hríseyjarkirkju laugardaginn 17. febrúar
kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Elín Hansdóttir.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir
okkar, tengdafaðir og afi,
LEIFUR EIRÍKSSON,
Hlemmiskeiði,
Skeiðum,
verður jarðsunginn frá Ólafsvallakirkju
laugardaginn 17. febrúar kl. 14.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Orgelsjóð Ólafsvallakirkju.
Ólöf S. Ólafsdóttir,
Ólafur F. Leifsson, Harpa Dis Harðardóttir,
Eiríkur Leifsson, Brynhildur Gylfadóttir,
Ófeigur Á. Leifsson, Þórdís Bjarnadóttir,
Jóna Srf Lerfsdóttir, Hjörvar Ingvarsson
og barnabörn.
t
Útför móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
MÖRTU DANÍELSDÓTTUR,
Vesturgötu 7,
Reykjavík,
sem lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur
6. febrúar sl., fer fram frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 16. febrúar kl. 13.30.
Björn K. Lárusson,
Gunnar D. Lárusson, Anna Þrúður Þorkelsdóttir,
Ragnar Lárus Gunnarsson,
Ragnhildur Anna Gunnarsdóttir,
Anna Þrúður Guðbjörnsdóttir,
Þorkell Máni Gunnarsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
SOFFÍA I. JÓHANNSDÓTTIR,
Hamraborg 18,
Kópavogi,
verður jarðsungin frá Kópavogskirkju
í dag, fimmtudaginn 15. febrúar,
kl. 15.00.
Hrafn Þórhallsson, Jóna Guðlaugsdóttir,
Ingibjörg Þórhallsdóttir, Rúnar Karlsson,
Jóhann Þórhallsson, Joni Gray
og barnabörn.
+ Soffía Ingibjörg
Jóhannsdóttir
fæddist á Mjóabóli í
Haukadal í Dala-
sýslu 17. febrúar
1916. Hún lést á
Borgarspítalanum
6. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar Soff-
íu voru Halldóra
Ólafsdóttir frá
Vatni í Haukadal og
Jóhann B. Jensson
hreppstjóri frá Ha-
rastöðum á Feils-
strönd. Soffía var
sjöunda í röð níu
systkina. Hin voru Kristján
bóndi á Efri Múla í Saurbæ,
Jens Elís bóndi í Sælingsdal í
Hvammssveit, Þorsteinn versl-
unarmaður í Reykjavík, Ólafur
bóndi á Skarfsstöðum í
Hvammssveit, Lára húsfreyja í
Reykjavík og Jens Ingvi í Kefla-
vík, sem öll eru látin og eftirlif-
andi bræður, Guðbjartur bóndi
í Miklagarði í Saurbæ og Skarp-
héðinn trésmiður í Keflavík.
Soffía giftist 14. desember
1940 Þórhalli A. Pálssyni, borg-
arfógeta í Reykjavík, en hann
lést 17. júní 1965. Börn þeirra
eru: 1) Hrafn, f. 5.
febrúar 1944, vél- ”
stjóri í Reykjavík,
kvæntur Jónu Guð-
laugsdóttur hús-
móður, og eiga þau
þijú börn, Þórhall
Inga verkfræðing,
Maríu Guðlaugu
læknanema, og
Hrafnhildi grunn-
skólanema. 2) Jó-
hann, f. 28. nóvem-
ber 1950, verslun-
armaður í Banda-
rikjunum, kvæntur
Joni Gray efna-
fræðingi. Jóhann á synina Stef-
án menntaskólanema og Arnar
Snæ. 3) Ingibjörg, f. 13. febrúar
1953, hjúkrunarfræðingur í
Reykjavík, gift Rúnari Karls-
syni tölvunarfræðingi og eiga
þau tvo syni, Kára Þór sálfræði-
nema og Hlyn Inga mennta-
skólanema. Soffía starfaði hjá
Byggingarsamvinnufélagi
starfsmanna ríkisstofnana frá
1965 til 1979, síðustu árin sem
framkvæmdastjóri félagsins.
Útför Soffíu fer fram frá
Kópavogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.00.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
SKÚLI ÞÓRÐARSON,
sem lést 8. febrúar sl., verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju
laugardaginn 17. febrúar kl. 14.00.
Ágústa Skúladóttir, Kjartan T. Ólafsson,
Svandfs Skúladóttir, Páll Theodorsson,
Skúli Þ. Skúlason, María Jóakimsdóttir,
Árni H. Skúlason, Laufey Þorsteinsdóttir,
afa-, langafa- og langalangafabörn.
SOFFIAI.
JÓHANNSDÓTTIR
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og Iðngamma,
MARÍA M. ÁSMUNDSDÓTTIR
myndlistarkona
frá Krossum,
verður jarðsungin frá Neskirkju föstudag-
inn 16. febrúar kl. 13.30.
Áslaug Sigurðardóttir, Jón Eiríksson,
Stefana Karlsdóttir, Ólafur Jón Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir mín og fósturmóðir,
ÞÓRHILDUR MARGRÉT VALTÝSDÓTTIR
frá Seli,
Austur-Landeyjum,
til heimilis
■ Ljósheimum 11,
andaðist aðfaranótt 14. febrúar.
Valtýr Sigurðsson,
Sverrir Kristjánsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,'
tengdafaðir og afi,
SIGURJÓN SVEINSSON
múrari,
Miðtúni 3,
Reykjavík,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur, deild 7A,
miðvikudaginn 14. febrúar.
Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Halla Hersir,
Edda Sigurjónsdóttir,
Viðar Sigurjónsson, Selma Abazy,
Ómar Sigurjónsson,
Sveinn Sigurjónsson,
Andri Örvar Jónsson.
MIG LANGAR að minnast elsku-
legrar konu og vinkonu minnar
með nokkrum orðum.
Við Soffía urðum vinkonur fyrir
meira en 30 áriim, þegar eiginmenn
okkar unnu saman hjá Borgarfóg-
etaembættinu í Reykjavík, en þá
var það til húsa í Tjamargötu 4.
Soffía var gift öðlingsmanninum
Þórhalli Pálssyni, sem síðan varð
borgarfógeti hjá embættinu. Við
hjónin kynntumst Soffíu konu hans
örlítið seinna og varð það upphaf
langrar og góðrar vináttu okkar.
Við skiptumst á heimsóknum, fór-
um saman til vina og kunningja
beggja og oftar en ekki var sett
upp spilaborð og spilað brids, en
það var okkar besta skemmtun.
Eg á ótal skemmtilegar minning-
ar frá góðu og glöðu árunum okkar
saman.
Við Soffía og tvær vinkonur
stofnuðum síðan bridsklúbb og spil-
uðum saman í mörg ár okkur til
mikillar ánægju, en Soffía var
ágætis spilakona, enda vel gefrn
og hugsandi manneskja. Ég hugsa
oft með söknuði til þessara ára,
því ég lærði svo margt af henni
og þótt fimmtán ár væru á milli
okkar þá var Soffía svo ung í anda
og gefandi að mér fannst hún vera
jafnaldra mín.
Hún hélt sér ákaflega vel og var
það ótrúlegt hve ungleg hún var
alla tíð. Ég held að bjartsýnin og
góða skapið hafi þar skipt miklu
máli.
Soffía var hrókur alls fagnaðar,
fyrirmyndar húsmóðir og góð móð-
ir barna sinna.
Heimilið sat í fyrirrúmi eins og
títt var i þá daga, en hún gaf sér
alltaf tíma til að hitta og taka á
móti vinum og kunningjum þeirra,
en þau hjónin voru ákaflega vin-
mörg. Þórhallur var alltaf tilbúinn
að hjálpa öllum ef hann gat, sér-
lega þeim sem minna máttu sín.
Reyndist hann manni mínum góður
lærifaðir í þessum efnum. Þórhallur
lést aðeins 50 ára gamall og var
öllum harmdauði sem þekktu hann.
Þá reyndi fyrst á þrek og dugn-
að Soffíu, en hún sýndi sannarlega
hvað í henni bjó. Með sínum dugn-
aði og atorku kom hún börnum
sínum til mennta og eru þau dug-
legt og ekki síst gott fólk í dag,
og veit ég að þau sakna móður
sinnar sárt.
Soffía var afar sjálfstæð kona,
bjartsýn og glöð. Aldrei kvartaði
hún, þótt veik væri orðin, og sagði
alltaf þegar ég spurði hana um líð-
an hennar „að sér liði bara ágæt-
lega“ og reyndi að gera gott úr
öllu. Trygglyndi var henni í blóð
borið og þótt við hittumst ekki oft
hin síðari ár, þá höfðum við síma-
samband og fylgdumst hvor með
annarri, þótt í fjarlægð væri.
Soffía vinkona mín verður mér
ógleymanleg og vil ég þakka henni
að lokum allt það góða og skemmti-
lega sem hún skildi eftir hjá mér
og örugglega öllum sínum mörgu
vinum sem nutu þess að eiga hana
að.
Börnum hennar og afkomendum
öllum votta ég mína dýpstu samúð.
Guð blessi minningu Soffíu Jó-
hannsdóttur. __
Ásta Hauksdóttir.
Erfidrykkjur
Glæsileg kafíi-
hlaðbord, íallegir
salir og mjög
góð þjónusta
Upplýsingar
ísíma 5050925
og 562 7575