Morgunblaðið - 13.04.1996, Side 1

Morgunblaðið - 13.04.1996, Side 1
80 SIÐUR LESBOK/C/D 84. TBL. 84. ÁRG. LAUGARDAGUR13. APRÍL1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ohollusta af yfir- vinnunni London. Reuter. ÞAÐ er ekki allt fengið með því að heimta meiri aukavinnu því að of mikið vinnuálag og of langur vinnutími eru hættu- leg heilsunni og geta komið mönnum beint í gröfma. Er það niðurstaða rannsókna, sem gerðar hafa verið í ýmsum löndum. Bresku vísindamennirnir Susan Michie og Anne Cockc- roft segja í grein í breska læknablaðinu, að niðurstaða allra rannsókna sé sú, að of mikið vinnuálag valdi auknum veikindum og fleiri dauðsföll- um. Það sé því á ábyrgð vinnu- veitenda að tryggja, að álagið sé hóflegt og taka þátt í kostn- aði vegna veikinda eða kvilla, sem sannanlega stafi af vinnu- aðstæðum. í greininni er getið rann- sókna, sem gerðar hafa verið í Danmörku, Italíu, Svíþjóð og Bretlandi. í Danmörku var fylgst með 2.465 strætis- vagnabílstjórum í sjö ár og kom þá í ljós, að dauðsföll og veikindi voru næstum helmingi meiri meðal þeirra, sem skiluðu lengstum starfsdegi, en hinna, sem voru undir skaplegu álagi. Mikil vinna, lítið félagslíf „Vaxandi vinnuálag og að sama skapi minna félagslíf eykur hættuna á hjartaáföll- um,“ segja þær Michie og Cockcroft í greininni og minna á, að „of mikil yfirvinna" sé nánast viðurkennd dánarorsök í .J apan. I ítölsku rannsókninni var sýnt fram á, að þeir, sem stunda likamlega erfiðisvinnu en bera litla ábyrgð, eru veikir fyrir lungnakvefi og öðrum slíkum kvillum og ósjaldan of- beldisfyllri en gerist og gengur. Þúsundir Líbana flýja árásir Israela Flugskeytum skotið á sýrlenska herstöð í Beirút Beirút, Jerúsalem, Teheran. Reuter. ÍSRAELSKAR herflugvélar gerðu árásir á skotmörk í Beirút og suður- hluta Líbanons í gær, annan daginn í röð, til að hefna árása skæru- liða Hizbollah-samtakanna á norðurhluta ísraels. Þúsundir óbreyttra borgara í suðurhlutanum flúðu heimili sín þar sem þeir óttuðust frek- ari loftárásir og mörg þorp urðu alveg mannlaus. Reuter ISRAELSKIR skriðdrekar skjóta á suðurhluta Líbanons til að svara flugskeytaárásum skæruliða Hizboilah á norðurhluta ísraels. Ekki er vitað um manntjón í suður- hluta Líbanons, en að minnsta kosti tólf hermenn og óbreyttir borgarar særðust í úthverfum Beirút, að sögn lækna í borginni. Sjónarvottar sögðu að þijár ísraelskar þyrlur hefðu skot- ið flugskeytum á sýrlenska herstöð við aðalveginn að flugvelli borgarinn- ar og nálægt mosku Hizbollah (Flokks guðs), sem nýtur stuðnings Irana. Fregnir hermdu að fimm sýrlenskir hermenn hefðu særst, en Israelsher sagði árásirnar ekki beinast að sýr- lenskum hersveitum. Loftárásimar á Beirút hófust á fimmtudag og eru þær fyrstu á borgina í 14 ár. Þúsundir íbúa suðurhluta Líban- ons flúðu heimili sín eftir að útvarp bandamanna Israela á svæðinu var- aði við því að ísraelsher myndi gera árásir á 18 þorp og bæi til að hefna flugskeytaárása Hizbollah. Einn sýrienskur hermaður féll og fimm særðust alvarlega, í flug- skeytaárásum Hizbollah á norður- hluta ísraels. Shimon Peres, forsæt- isráðherra ísraels, heilsaði upp á hermenn á svæðinu og sagði Israela hafa fullan rétt til árása á skotmörk í Beirút til að svara árásum á ísra- elska bæi. Sakaðir um brot á samningum Stjórnvöld í íran mótmæltu árás- um ísraela og lýstu þeim sem „hryðjuverkum" og „hámarki rag- mennskunnar“. Al-Baath, málgagn sýrlenskra ráðamanna, sagði að þrátt fyrir árásirnar myndi ísraelum ekki takast að „tortíma vilja Líbana til að veijast og frelsa hernumdu svæð- in í landi sínu“. Blaðið sagði hernaðaraðgerðir ísraela hafa alvarlegar afleiðingar fyrir friðarferlið í Miðausturlöndum og sakaði ísraela um brot á samning- um sem banna árásir á óbreytta borgara. José Aznar Spánn Aznar falin stjómar- myndun Madrid. Reuter. SPÁNARKONUNGUR fól í gær José María Aznar, leið- toga Þjóðarflokksins, að mynda nýja ríkissljórn. Þjóðarflokkurinn vann sig- ur i þingkosningunum á Spáni í byijun mars en hlaut ekki meirihluta. Aznar þarf því að tryggja sér stuðning nokkurra smáflokka, þ. á m. þjóðernissinna í Katalóníu sem hafa 16 menn á þinginu í Madrid. Katalónar vörðu einnig fráfarandi minnihlutastjórn sósíalista falli þar til síðasta haust. Leiðtogi þjóðernis- sinna hefur gefið til kynna að þeir muni selja stuðning sinn dýru verði og lýsti yfir því í gær að krafan væri sú að héraðið fengi svipaðan sess á Spáni og Quebec í Kanada. Almennt er búist við að Aznar takist stjórnar- myndunin en ýmsir frétta- skýrendur spá því að stjórn hans verði ekki langlíf. ■ Leiðtogi/19 Reuter Kantor viðskiptaráðherra BILL Clinton Bandaríkjaforseti skipaði í gær Mickey Kantor, við- skiptafulltrúa Bandaríkjanna, í embætti viðskiptaráðherra. Tek- ur hann við af Ron Brown er lést í flugslysi í Króatíu í síðustu viku. Þá var Charlene Barshevsky, aðstoðarsamningamaður, skip- aður viðskiptafulltrúi. Kantor hefur verið einn helsti ráðgjafi Clintons í viðskiptamál- um og gegnt stöðu viðskiptafull- trúa frá árinu 1993. Hefur hann haft forystu um gerð fjölmargra alþjóðlegra viðskiptasamninga fyrir hönd Bandaríkjanna. Á myndinni má sjá Kantor á blaðamannafundi fyrr um daginn þar sem að hann greindi frá nýj- um tölum um aukinn bandarísk- an bílaútflutning. Bandaríkjamenn loka umdeildri herstöð á Okinawa Vonast til að draga úr spennu niilli ríkjanna Tókýó, Washington. Reuter. BANDARISK og japönsk stjórnvöld hafa gert samkomulag um að um- deildri herstöð á eyjunni Okinawa verði lokað. Greindu Ryutaro Hash- imoto, forsætisráðherra Japans, og Walter Mondale, sendiherra Banda- ríkjanna, frá þessu í gær en Bill Clint- on Bandaríkjaforseti kemur í opinbera heimsókn til Japans í næstu viku. Futenma-fiugstöðinni á suður- hluta Okinawa-eyju verður sam- kvæmt samkomulaginu lokað á næstu fimm til sjö árum og land- svæði það sem Bandaríkjamenn hafa haft til afnota afhent japönskum eig- endum á ný. Um fjögur þúsund hermenn og hundrað herþotur eru staðsettar í Futenma. Þó að hún sé ekki stærsta herstöðin á Okinawa hefur hún verið ein sú umdeildasta vegna nálægðar við byggð. Mondale sagði að gripið yrði til margvíslegra annarra aðgerða á næstunni til að vera Bandaríkjahers í Japan og þá ekki síst á Okinawa yrði ekki jafn „uppáþrengjandi“. Kröfur um að Bandarikjamenn hyrfu á brott frá Okinawa blossuðu upp á ný eftir að, þrír bandarískir hermenn voru handteknir í fyrra fyr- ir að nauðga tólf ára japanskri stúlku. Um 75% bandarískra herstöðva í Japan eru staðsettar á Okinawa og þar er einnig helmingur þeirra 47 þúsund hermanna, sem að jafnaði eru í Japan. Nýta Bandaríkjamenn alls um fimmtung eyjunnar undir herstöðvar sínar. Mikilvægi japönsku herstöðvanna jókst til muna eftir að Bandaríkjamenn lokuðu herstöðvum sínum á Filippseyjum árið 1992. Bandarískir embættismenn sögðu í gær að kostnaðurinn við að færa starfsemi frá Okinawa til annarra svæða í Japan myndi verða um millj- arður Bandaríkjadollara og myndu Japanir standa straum af kostnaðin- um að mestu leyti. Sögðust þeir vona að lokun herstöðvarinnar drægi úr spennu milli ríkjanna. Okinawa var eini hluti Japans er var hernuminn af Bandaríkjamönn- um í síðari heimsstyijöldinni. Eyjan var afhent Japönum að nýju árið 1972.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.