Morgunblaðið - 13.04.1996, Page 6
6 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Breytingar á norrænum stofnunum
13 stofnanir sem verða lagðar niður:
Norræna samstarfsnefndin um læknisfræðirannsóknir
sem varða norðurslóð (NoSamf)
Norræna nefndin um byggingarlög og -reglur (NKB)
Norræna hagrannsóknaráðið (NEF)
Norræn nefnd um rannsóknir í Evrópurétti (NORFEIR)
Þjóðfræðastofnun Norðurlanda (NIF)
Norræni heimilisfræðaháskólinn (NHH)
Norræna listamiðstöðin (NKC)
Norræna tenglanetið í fíkniefnamálum (NARK)
Norræna rannsóknastofnunin í byggðamálum (NordRefo)
Norræna stofnunin um skipulagsmál og áætlanagerð (NORDPLAN)
Norræna tungumála- og upplýsingamiðstöðin (NSIC)
Norræna málstöðin (NSS)
Norræna hagstofan (NSSEK)
3 stofnanir sem verður breytt:
Norræna nefndin um málefni fatlaðra (NNH)
Norræni blaðamannaháskólinn (NJC)
Norræna stofnunin um málefni Sama (NSI)
3 nýjar stofnanir:
Norræna samtímalistastofnunin (vinnuheiti)
NordReg (Nordic Center for Spatial Studies, vinnuheiti)
Norræna mál- og menningarstofnunin (vinnuheiti)
Samþykkt að
leggja niður 13
norrænar stofnanir
Yfirlýsing
MORGUNBLAÐINU hefur
borist eftirfarandi yfírlýsing frá
Nirði P. Njarðvík:
„Að undanförnu hafa mér
borist fjölmargar áskoranir um
að gefa kost á mér í framboð
til embættis forseta Islands.
Ég er mjög þakklátur öllu
þessu fólki sem hefur talið mig
hæfan til að gegna æðsta emb-
ætti þjóðarinnar og fæ aldrei
fullþakkað því þann heiður sem
það sýnir mér.
Ég get hins vegar ekki tekið
þessum áskorunum. Til þess eru
margar ástæður, en þó einkum
tvær. Önnur ástæðan er sú, að
slíkt framboð sem kynna þarf
samkvæmt nútímaaðferðum, er
svo kostnaðarsamt, að það er
ekki á færi venjulegra manna,
heldur einungis þeirra sem hafa
mikið fé til ráðstöfunar. Hin
ástæðan og sú veigamesta er,
að embætti forsetans breytir
algerlega lífsháttum þess sem
því gegnir og myndi gera mér
ókleift að sinna ævistarfi mínu,
sem er kennsla, fræðistörf og
skáldskapur.
Ég endurtek þakklæti mitt
til allra þeirra, sem hafa hvatt
mig til framboðs og heitið mér
stuðningi. Því mun ég aldrei
gleyma.“
SAMSTARFSRÁÐHERRAR Norð-
urlanda hafa samþykkt tillögur
framkvæmdastjóra norrænu ráð-
herranefndarinnar um breytingar á
norrænum samstarfsstofnunum.
Samþykkt ráðherranna mun hafa í
för með sér breytingar á flestum
sameiginlegum stofnunum Norður-
landanna, en þær eru nú 47 tals-
ins. Að breytingum loknum verða
þær 37.
Þrettán stofnanir verða lagðar
niður, þrjár munu undirgangast
gagngera endurskipulagningu og
þrjár nýjar, sem taka m.a. við verk-
efnum stofnana sem lagðar verða
niður, verða settar á laggirnar.
Starfsemi sumra þeirra stofnana,
sem lagðar verða niður, verður
haldið áfram með verkefnastyrkj-
um, til dæmis til norrænna vísinda-
og fræðimanna. Með því sparast
ýmis rekstrarkostnaður.
Þijár nýjar stofnanir
Nýju stofnanirnar þrjár hafa enn
ekki fengið nöfn. Ein þeirra verður
samtímaiistastofnun og mun taka
við verkefnum Norrænu listamið-
stöðvarinnar, sem nú er starfrækt
í Helsinki. Önnur verður tungu-
mála- og menningarmiðstöð og
leysir meðal annars af hólmi Nor-
rænu málstöðina og Norrænu
tungumála- og upplýsingamiðstöð-
ina. Nýja stofnunin verður í Hels-
inki, en ráðgert er að hluti hennar
verði rekinn í tengslum við Nor-
ræna húsið í Reykjavík. Þriðja
stofnunin verður á sviði byggða-.
og skipulagsmála og mun koma í
stað Norrænu rannsóknastofnun-
arinnar í byggðamálum, Norrænu
stofnunarinnar um skipulagsmál
og áætlanagerð og skýrslugerðar-
stofnunarinnar NOGRAN í Hels-
inki.
Ekki jafnróttækt og fyrstu
tillögur um niðurskurð
Breytingarnar á norrænu
stofnununum eru ekki jafnróttækar
og embættismannanefnd, sem skil-
aði af sér síðastliðið haust, lagði
til. Nefndin vildi leggja niður nítján
stofnanir, sem hún taldi ekki upp-
fylla skilyrði um „norrænt nota-
gildi“.
Tillögur Párs Stenbáeks, fram-
kvæmdastjóra ráðherranefndarinn-
ar, sem lagðar voru fram í febrúar,
hafa hlotið stuðning hjá ríkisstjórn-
um Norðurlandanna og í Norður-
landaráði.
Viðhorf
borgarbúa
kannað
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
taka tilboði Könnunarstofunnar
Rýni ehf. um að fyrirtækið kanni
viðhorf borgarbúa til ímyndar og
þjónustu Reykjavíkurborgar og
þeirra verkefna sem þeir telji brýn
á næstu árum í borginni.
Fjögur tilboð bárust og var til-
boð Könnunarstofunnar lægst,
1.226.325 krónur, en næst lægsta
tilboð, 1.250.000 krónur, átti Hag-
vangur hf. Félagsvísindastofnun
Háskóla íslands bauð 1.792.800
krónur og ÍM Gallup bauð
1.810.230 krónur.
Kristján Pálsson vill að þorskkvóti verði aukinn á yfirstandandi fiskveiðiári
Vísindaleg rök fyrir aukningimm
„MÍN SKOÐUN er sú að án þess að setja þorsk-
stofninn í neina hættu og með því að byggja á
vísindalegum rökum og niðurstöðum eigi að
vera hægt að auka þorskkvótann á þessu ári
um 20 þúsund tonn,“ segir Kristján Pálsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Ég byggi það á niðurstöðum togararallsins
að stofninn sé á verulegri uppleið. Ef aðeins
væri notað eitt ár væri heimiluð þorskveiði næsta
árs 200 þúsund tonn, en meðaltal tveggja ára
gæfi okkur 170 þúsund. Þar að auki eru þessi
viðmiðunarmörk Hafrannsóknastofnunarinnar
miðuð við óvissuþátt í neðstu mörkum. Áhættan
sem stofnunin ætlar að taka er því alveg í gólf-
inu.“
Kristján segir að það sé vitað mál að flotinn sé
í miklum vandræðum með kvótann vegna mikils
samdráttar sem muni leiða til þess að menn
fari að henda í miklu stærri mæli en áður hafi
verið gert. Það sé mikil áhætta fyrir stofninn
og ekki ástæða til að taka hana á þessu stigi.
„Allar rannsóknir vísindamanna benda til þess
að stofninn sé á verulegri uppleið og því eigum
við að taka strax ákvörðun um að auka kvótann
til þess að koma í veg fyrir að menn hendi físki
í jafn stórum mæli og viðurkennt er að nú tíðk-
ast,“ segir hann.
„Ég tel að af þessum 20 þúsund tonnum eigi
að setja 5 þúsund tonn á svokallaðan vertíðar-
flota, en að öðru ieyti finnst mér að ætti að skipta
þessari aflaaukningu eftir hefðbundnum leiðum.
Ég veit ekki hvort þessi tillaga verður samþykkt
en ég veit að innan Sjálfstæðisflokksins er mikill
áhugi og stuðningur við að auka þorskkvótann á
þessu ári. Menn finna þörfína og ef vísindalega
er hægt að rökstyðja að auka kvótann á þessu
ári á ég von á því að það verði samþykkt."
Hjálmar Árnason lagði til að þorskkvóti yrði
aukinn um 10 þúsund tonn á yfirstandándi fisk-
veiðiári í þingræðu á sl. föstudag. Hann sagði
að það væri á engan hátt ógnun við veiðistofna
íslendinga. Einnig sagði hann að það kæmi vel
til greina að úthluta þessum 10 þúsund tonnum
til vertíðabáta eða „hins gleymda flota“ eins og
hann orðaði það. Það myndi skapa atvinnu,
lækka verð á „hinum umdeilda“ leigukvóta og
lækka hráefnisverð til fískvinnslustöðva og
styrkja þar með stöðu þeirra. Hann sagðist ekki
ætla að nefna neinar tölur fyrir næsta ár, en
sagði þó ljóst að flest mælti með verulegri aukn-
ingu.
Ekkí hlátur í hug
GUÐRÚN Ásmundsdóttir og Rúrik Haraldsson í hlutverkum sínum.
LEIKLIST
Lcikfclag Rcykja-
víkur í Borgar-
I c i k h ú s i n u
KVÁS ARVALSINN
Höfundur: Jónas Arnason. Leik-
stjóri: Inga Bjarnason. Leikmynd
og búningar: Steinþór Sigurðsson.
Tónlist: Leifur Þórarinsson. Lýsing:
Lárus Bjömsson. Leikhljóö: Baldur
Már Amgrimsson. Aðstoðarleik-
stjóri: Gunnar Gunnsteinsson.
Hvíslari: Jónína H. Jónsdóttir. Leik-
endur: Guðrún Ásmundsdóttir, Jó-
hanna Jónas, Margrét Ólafsdóttir,
Rúrik Haraldsson, Sigurður KarLs-
son, Soffía Jakobsdóttir o.fl. Föstu-
dagur 12. april.
í GÆRKVÖLDI var frumsýnt
leikritið Kvásarvalsinn á stóra sviði
Borgarleikhússins. Leikritið heitir
eftir harmonikkulagi sem var vin-
sælt fyrr á öldinni og það var yndis-
legt að fá að riíja lagið upp og
minningar sem fylgja því. Því miður
er ekki hægt að segja það sama
um sýninguna sjálfa.
Kvásarvalsinn var færður upp
hjá Skagaleikflokknum á Akranesi
á liðnum vetri og er nú á fjölunum
í nýrri og betrumbættri mynd hér
i Reykjavík. Þetta er í fyrsta skipti
í yfír tuttugu ár að nýtt verk eftir
Jónas Árnason er frumsýnt hjá at-
vinnuleikhúsi, en Leikfélag Reykja-
víkur hefur sett upp helstu verk'
hans. Þess ér skemmst að minnast
að landsmönnum gafst tækifæri til
að sjá Þið munið hann Jörund eftir
Jónas á jólum 1994 í sjónvarpinu.
Helsta vandamálið við verkið er
að það á ekkert erindi á svið hjá
atvinnuleikhúsi, sérstaklega ekki á
stærsta leiksvið landsins. Leikritið,
sem á að vera blanda af ádeilu og
gríni, nær hvorugu takmarki sínu.
Það er hvorki fyndið né gagnrýnin
beitt. Leikverkið sómdi sér án efa
vel í meðförum áhugaleikara, sér-
staklega þar sem höfundur fór með
eitt aðalhlutverkið, en er hvorki
nógu vel skrifað né nógu skemmti-
lega upp sett til að atvinnuleikhúsi
geti þótt sér sæma að taka það upp
á sína arma. Einnig gæti hentað
vegna byggingar þess að flytja það
í útvarpi.
Persónusköpunin er afar flöt og
klisjukennd. Persónurnar eru týpur
sem kunna að hafa verið til í revíum
fyrr á öldinni en eru ekki og hafa
aldrei verið til í þjóðlífinu. Fína frú-
in slettir dönsku og heitir mörgum
nöfnum og býr í fína hverfínu þar
sem þéringar og vinnukonur tíðkast
ennþá! Bóndakonan lánlausa af
Mýrunum og presturinn, sem er
einhverskonar uppsuða úr kunnri
persónu Laxness, eru algjörlega út
úr kú. Halla sjúkraliði er algóð og
rödd yfírmannsins sem hljómar úr
kallkerfinu ber með sér að sú per-
sóna er alvond. Fáránlegastur er
hinn sjúkraliðinn, Bára, sem hefur
enga skírskotun í veruleika af neinu
tagi.
Textinn er flatur, illa unninn og
ákaflega leiðinlegur. Það sárasta
er hvað hann er óleikrænn. Verkið
felst mest í því að persónumar
ræða saman um atburði sem gerst
hafa í lífi þeirra, fátt markvert
gerist á sviðinu, heldur eru persón-
urnar með hin ótrúlegustu og
ófyndnustu ólíkindalæti sem lengi
hafa sést á sviði hér í borg. Þegar
alvaran barði að dyrum tók væmn-
in við. Verst er þegar höfundur
predikar beint yfír okkur í umræðu-
þætti sem glymur úr útvarpi sem
haldið er á á sviðinu!
Leikurinn hefur engan stíganda,
það er engin spenna í honum og
það er verið að kynna persónurnar
fram á síðustu stund. Leiklausnir
eru oft með eindæmum kauðalegar
og leikslok koma eins og þruma
úr heiðskíru lofti. Að vísu vissu
áhorfendur frá upphafi að svona
myndi fara - það var gefið í skyn
strax þá - en vandamálið er að
endirinn hefur ekki í för með sér
neina leiklausn. Það litla sem vakti
áhuga áhorfandans í leikritinu,
þeir veiku þræðir, sem hægt var
að rekja sig eftir, taka skyndilega
enda án þess að til komi úrlausn
af neinu tagi. Leikritið er bara allt
í einu búið og enginn veit hvað
verður.
Það er gert eins mikið úr leik-
mynd og leikmunum og mögulegt
er til að fylla hið stóra svið og stat-
istar eru á hveiju strái til að áhorf-
endur fái einhverja tilfinningu fyrir
því að verkið gerist á stórri stofn-
un. í fyrsta þætti er leikmyndin
nákvæm eftirmynd nútimalegrar
heilbrigðisstofnunar og er hvorki
meira né minna. Síðan víkur sög-
unni til íbúðar vistmanna. Þessi
flennistóra öldrunaríbúð er afar
ótrúverðug, kauðaleg og ekki hjálpa
skermar sem hylja ekki alveg hluta
úr leikmynd fyrsta þáttar. Búningar
eru samtíningur, ekki áberandi
slæmir en ekki er hægt að segja
að þeir séu sérstaklega vel valdir.
Ljós voru ágæt, en það sáust slæm-
ir skuggar, sérstaklega í lokaatrið-
inu. Tónlist að Kvásarvalsinum
sjálfum undanskildum var lítið not-
uð en það litla sem heyrðist var
haganlega samið og flutt.
Leikstjóri hefur gert sitt ýtrasta
til að blása lífi í sýninguna og text-
ann og voru leikendur stundum á
fleygiferð. um sviðið. Það er ekki
annað hægt en dást að líkamsburð-
um eldri leikaranna. Rúrik Haralds-
son, sem á hálfrar aldar leikafmæli
um þessar mundir, skapaði af ör-
yggi og hlýju persónu sem er meira
í fortíð en nútíð. Fíflalætin áttu
ekki við hann en greinilegt var að
hann á létt með að öðlast samúð
áhorfenda.
Þær stöllur Margrét Óiafsdóttir
og Guðrún Ásmundsdóttir fettu sig
og brettu eins og þær ættu lífið að
leysa þar til tárin streymdu um
andlit nágrannakonu undirritaðs í
röðinni fyrir framan hann. Annars
höfðu þær úr litlu að moða. Mar-
grét stóð sig betur á alvarlegri
augnablikum en Guðrún varð óhóf-
lega hátíðleg. Jóhanna Jónas var
einlit og Soffía Jakobsdóttir ótrú-
verðug, enda höfðu hlutverk þeirra
ekki upp á annað að bjóða.
Það hafa skipst á skin og skúrir
í langri sögu Leikfélags Reykjavík-
ur. Nú hefur rignt mikið og lengi.
Við skulum vona að hann stytti upp.
Sveinn Haraldsson