Morgunblaðið - 13.04.1996, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
FARÐU í jakkann aftur Þorsteinn minn. Við sleppum honum með
áminningu í þetta skipti . . .
Dæmt í máli vegna kvótaviðskipta við Líibbert
Þrír sakfelldir að hluta en
tveir sýknaðir að fullu
HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða sýkn-
aði í gær Björgvin Bjamason, fyrrum
framkvæmdastjóra Ósvarar í Bol-
ungarvík, og Ingimar Halldórsson,
framkvæmdastjóra Frosta í Súðavík,
en sakfelldi fyrmm útgerðarstjóra
Ósvarar, starfsmann Lúbberts í Bre-
merhaven í Þýskalandi og fiskútflytj-
anda í Reykjavík í máli því sem höfð-
að var vegna meintra lögbrota í
tengslum við kvótaviðskipti.
Dómurinn teluf sannað að hinn
íslenski starfsmaður Lúbberts hafi í
janúar eða febrúar 1995 fyrir hönd
vinnuveitanda síns keypt 600 tonn
af aflamarki Dagrúnar ÍS og lagt
greiðslur fyrir það, 21,7 milljónir
króna, inn á reikning Ósvarar og
hafi hann samið við önnur fisk-
vinnslufyrirtæki um að aflamarkinu
yrði skipt yfír í karfa og ráðstafað
með samningum til skipa sem síðan
hafi veitt það gegn greiðslu. A sama
hátt hafi hann samið við fram-
kvæmdastjóra Goðaborgar á Fá-
skrúðsfírði um vinnslu á karfanum
gegn greiðslu.
Dómurinn fellst ekki á þá viðbám
starfsmanns Lúbberts að um hafí
verið að ræða fyrirfram fjármögnun
kaupa á fullunnum afurðum. Maður-
inn er íslenskur ríkisborgari en átti
lögheimili í Þýskalandi á þessum
tíma. Því telst hann erlendur aðili í
skilningi laga um fjárfestingu er-
lendra aðila í atvinnurekstri. Brot
mannsins varði við þau lög og lög
um rétt til veiða í efnahagslögsögu
íslands. Hann var einnig sakfelldur
fyrir hlutdeild í því broti fiskútflytj-
anda í Reykjavík, að útbúa útflutn-
ingsskýrslur í samræmi við efnislega
ranga reikninga og að hafa framvís-
að þeim skýrslum hjá íslenskum tol-
lyfirvöldum.
Starfsmaður Lúbberts og fiskút-
flytjandinn voru dæmdir í 60 daga
varðhald, sem er skilorðsbundið til
tveggja ára. Starfsmaður Lúbberts
var að auki dæmdur til að greiða 2
milijóna króna sekt og kemur 4
mánaða varðhald í stað hennar verði
hún ekki greidd innan 4 vikna.
Fyrrum útgerðarstjóri Ósvarar í
Bolungarvík var sakfelldur fyrir að
hafa breytt ódagsettu stöðluðu um-
sóknareyðublaði til Fiskistofu sem
áritað hafði verið af bæjarstjóranum
í Bolungarvík og varaformanni
Verkalýðs- og sjómannafélags Bol-
ungarvíkur um samþykki fyrir flutn-
ingi grálúðukvóta frá Dagrúnu ÍS til
ótilgreinds skips utan byggðarlags-
ins og að hafa síðan notað það við
gerð þriggja umsókna til fískistofu.
Þannig hafí 1.370 tonna aflamark
verið leigt frá Bolungarvík í nafni
Ósvarar og Fiskistofa blekkt um að
fyrir lægi samþykki sjómannafélags-
ins. Fiskistofa, sem sé opinbert
stjómvald, hafi mátt treysta því að
umsóknimar hefðu allar verið bornar
undir bæjarstjóra með þeim hætti
sem áskilið er í lögum en maðurinn
hafði játað fyrir dómi að bæjarstjór-
inn hafí aldrei heimilað honum berum
orðum að breyta umsóknareyðublað-
inu og nota með þeim hætti sem
hann gerði. Fyrir þetta var útgerðar-
stjórinn fyrrverandi dæmdur til 4
mánaða fangelsisvistar, sem var skil-
orðsbundin að öllu leyti til 2 ára.
Þá var vísað frá dómi ákærum á
hendur útgerðarstjóranum fyrir að
hafa komið á samningssambandi
milli Ósvarar og Lúbberts og með
því brotið gegn lögum um stjóm fisk-
veiða og fjárfestingu erlendra aðila
í atvinnurekstri. Dómurinn taldi
málatilbúnað á hendur manninum
að þessu leyti vera með slíkum ann-
mörkum að efnisdómur yrði ekki
lagður á málið. Tilvísun til almennra
viðurlagaákvæða í ákæru var ekki
talin í samræmi við ákvæði laga um
meðferð opinberra mála um að
ákæruskjal skuli þannig úr garði
gert að ákærði og veijandi hans fari
ekki í grafgötur um fyrir hvaða brot
sé ákært.
Á sömu forsendum var ákærum á
hendur Ingimar Halldórssyni, fram-
kvæmdastjóra Frosta og Álftfírðings
í Súðavík, vísað frá en hann var
ákærður fyrir að hafa geymt fyrir
Lúbbert á togaranum Bessa 500 tonn
af því aflamarki sem Álftfirðingur
fékk yfirfært frá Dagrúnu ÍS og fyr-
ir að hafa síðan ráðstafað því eftir
fyrirmælunj Lúbberts.
Þá var Ingimar sýknaður af ákær-
um um að hafa gefíð út efnislega
rangar umsóknir sem fengu staðfest-
ingu Fiskistofu um flutning á afla-
markinu. „Af hálfu ákæruvaldsins
hafa engar sönnur verið færðar fram
því til stuðnings að tilkynningar þær
til Fiskistofu sem frá ákærða Ingi-
mar stöfuðu hafi verið efnislega
rangar eða varði með öðrum hætti
við lög,“ segir í dóminum. Starfsmað-
ur Lúbberts var einnig sýknaður af
ákærum um hlutdeild í því broti.
Þá var ákærum vísað frá á hendur
Björgvin Bjamasyni, fyrrum fram-
kvæmdastjóra Ósvarar, um að hafa
sem ráðstafað með ólögmætum hætti
opinberu leyfi til fískveiða og með
því gert Lúbbert kleift að hagnýta
sér fiskveiðiréttindi í íslenskri land-
helgi. Rökstuðningur var sá sami og
fyrir þeim frávísunum sem að ofan
var getið.
Björgvin var einnig sýknaður af
ákærum um umboðssvik gagnvart
stjóm Ósvarar með ákvörðun um að
leigja aflamark frá Dagrúnu til skipa
utan byggðarlagsins. Til stuðnings
sýknu hans vísaði dómurinn til þess
framburðar þriggja stjómarmanna
Ósvarar að á stjórnarfundi í janúar
1995 hafi verið ákveðið að leigja
aflamark fyrir allt að 30 milljónir
króna og hafí framkvæmdastjóran-
um verið falin framkvæmdin. Hann
hafí því ekki með leigu aflaheimild-
anna brotið gegn samþykkt stjórnar
Ósvarar frá 17. mars 1995 um að
engar meiriháttar ákvarðanir yrðu
teknar um félagið og ráðstöfun afla-
heimilda.
Einnig var talið ósannað að Björg-
vin hefði komið nærri gerð fyrr-
nefndrar falsaðrar umsóknar til
Fiskistofu og tilgreiningu þar á
Bessa IS sem viðtakanda aflamarks
frá Ósvör sem í raun hafi verið selt
til Lúbberts.
Islandsvinur kveður landið
ísland áfram
mitt heimaland
ESBJÖRN Rosenblad
flytur um næstu mán-
aðamót aftur til Svi-
þjóðar eftir 19 ára búsetu á
Islandi. í tilefni af því hélt
hann vinum sínum kveðjuhóf
í Norræna húsinu í gærkvöldi
en hann hefur eignast marga
vini á þessum árum.
- Hvenær komstu til ís-
lands?
„Ég kom í október 1977,
fyrir 19 árum, en tveimur vik-
um áður varði ég doktorsrit-
gerð mína í. Stokkhólmi um
alþjóðarétt. Ég var sendiráðu-
nautur við sænska sendiráðið
hér í 9 ár og hef verið í 10 ár
á eftirlaunum."
- Þú hefur skrifað bækur
um ísland.
„Já, með konu minni, Rakel
Sigurðardóttur. Þær eru fyrir
útlendinga. Önnur Island i
saga och nutid kom út 1990
og er á sænsku. Hin er endurunn-
in upp úr þeirri fyrri og heitir/ce-
land from past to present og kom
út hjá Máli og menningu árið
1993, og hefur líka komið út á
þýsku og frönsku, en Gerard Lem-
arquis þýddi hana.
Bókunum hefur verið mjög vel
tekið og þær hafa fengið góða
dóma, meðal annars í Morgun-
blaðinu. Iceland from past to pres-
ent er skipt í tíu kafla og er með-
al annars greint frá sögulegum
og menningarlegum bakgrunni
þjóðarinnar.
Einn kaflinn fjailar um íslenska
listsköpun í tónlist, myndlist og
leiklist,_ og líka um hinn mikla
áhuga íslendinga á skáklistinni.
Þróun íslenskra utanríkismála
er líka viðfangsefni og sérstaða
íslensku tungunnar. ísland og ríki-
dæmi hafsins nefnist til dæmis
áttundi kafli.
Við vorum mörg ár að safna
gögnum og leituðum við til yfir
30 sérfræðinga um ráðgjöf. Við
vildum nefnilega gera viðfangs-
efninu góð skil og hafa það víðf-
eðmt.“
- Hvenær hittir þú Rakel, kon-
unaþína?
„Ég hitti hana í apríl 1978 og
við vorum saman alla tíð síðan eða
þangað til hún lést úr krabba-
meini fyrir tveimur árum. Ég var
mjög hamingjusamur með henni.
Hún var mjög elskuleg kona.
Rakel var fædd á Laxamýri í
Suður-Þingeyjarsýslu og faðir
hennar, Sigurður Egilsson, var
bóndi þar. Föðurafí hennar var
Egill Siguijónsson, bróðir Jóhanns
Siguijónssonar skálds.
Rakel var leiðsögu-
maður og ferðaðist því
mikið um landið og fór
ég stundum með henni,
þótt ég hafi ekki ferðast
neitt ofsalega mikið hér.
Hún talaði mörg tungumál, til
dæmis frönsku, ensku og sænsku.
Og gerði mér kleift að skrifa bók-
ina um ísland. Við ferðuðumst líka
mikið saman í útlöndum, til dæm-
is í Frakklandi.
Fyrst eftir að við kynntumst
töluðum við bara saman á sænsku,
en svo fór ég að læra málið og
lesa íslenskar bækur og setja mig
inn í menninguna."
- Þú virðist hafa verið hrifinn
af landi og þjóð?
„Já, það er ég, en ég get líka
sagt að ég hafi verið hrifínn af
Rakel fyrst og fremst. Við vorum
mjög hamingjusöm og mikið sam-
an. Hún þekkti marga og við eign-
uðust líka mjög marga vini saman
og það var alltaf gestkvæmt
heima hjá okkur.“
► ESBJÖRN Rosenblad er
fæddur 11. nóvember 1920 í
Svíþjóð. Hann er doktor í al-
þjóðarétti og starfaði í 38 ár í
sænsku utanríkisþjónustunni.
Hann starfaði við sendiráð Svía
á íslandi frá 1977-1986 sem
menningarfulltrúi. Esbjörn
skrifaði bækur um ísland ásamt
konu sinni Rakel Sigurðardótt-
ur, sem hann kvæntist 1979,
húnléstárið 1994.
- Hvernig tilfinning er að
flytja núna aftur til Svíþjóðar?
„Mér finnst það erfitt. En Rak-
el er látin, og vegna þess að börn-
in mín búa í Svíþjóð fínnst mér
ég geta farið. Ég er ennþá sænsk-
ur ríkisborgari. Ég myndi lýsa til-
finningunni við að fara héðan sem
angurværð, meðal annars vegna
þess að Rakel er jörðuð í Foss-
vogi. Það er ekki sorg heldur ang-
urværð. Kannski er ég líka trega-
fullur, því ísland er mitt nýja
heimaland.
Vinir mínir í Svíþjóð og börn
hafa beðið mig um að koma aftur
til Svíþjóðar, svo ég pantaði bara
flugmiða sem var opinn í þrjá
mánuði og hann rennur út núna
um má_naðamótin.“
- Áttu von á mörgum gestum
í kveðjuveisluna?
„Já, mörgum, og þar verða
margir sem áhuga hafa á tónlist
og söng. Heimir Pálsson íslensku-
fræðingur verður veislustjóri, og
Guðmundur Emilsson tónlistar-
stjóri kemur, Atli Heimir Sveins-
son og Valdimar Örnólfsson, sem
hefur gefið út söngbók-
ina Valdimaría. Það
verður því mikill fjölda-
söngur og skemmtileg
dagskrá.
Ég vil ekki bara
hverfa af landi brott án
þess að kveðja, fremur halda
skemmtilega veislu með vinum
mínum.“
- Ferðu héðan sáttur?
„Ég_ get hiklaust sagt að vera
mín á íslandi í 19 ár sé besta tíma-
bilið í lífi mínu. Hérna varð ég
mjög hamingjusamur með Rakel
Sigurðardóttur og landi og þjóð.
Eg hef stundað rit- og fræðistörf
og tekið á móti mörgum gestum,
eignast góða vini. Það var svo
gaman að vinna með Rakel, semja
bækur og hitta vini. Hún var leið-
sögumaðurinn minn þessi ár.
. Islendingar eru mjög fínt fólk.
Eg hef alltaf fylgst vel með hér á
Iandi, en það er til dæmis auðvelt
að fylgjast með bókmenntum í
gegnum íslenska útvarpið. Það er
betra að búa í litlu landi en stóru.“
Árin 19 hér
eru besta
tímabilið í lífi
mínu