Morgunblaðið - 13.04.1996, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 9
FRETTIR
Starfshópur á vegum fjármála- og viðskiptaráðuneyta
Opinberar stofnanir geti
tekið þátt í útboðum
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur
óskað eftir því við viðskiptaráðu-
neytið að settur verði á laggirnar
starfshópur til að kanna hvaða
breytingar þurfi að gera á reglum
um opinberar stofnanir til að þær
geti tekið þátt í opinberum útboðum.
Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, upplýsti þetta við fyrstu um-
ræðu á Alþingi í gær um frumvarp
til laga um þjónustusamninga og
hagræðingu í ríkisrekstri. Friðrik
r.agði að opinberar stofnanir byggju
oft yfir mikilli þekkingu og reynslu
á þeim sviðum sem útboð færu fram
á og það væri ástæðulaust að kasta
þessari þekkingu fyrir róða þegar
útboðsleiðin væri farin. Nefndi hann
sem dæmi Hafna- og vitamálastofn-
unina sem hefði yfir að ráða mjög
hæfum starfskröftum. Sagði hann
að þjónustusamningur hefði verið
gerður við þessa stofnun og ef hægt
væri að skipta upp starfseminni
þannig að hluti hennar væri á sam-
keppnisgrunni væri „full ástæða til
þess að leyfa starfsfólkinu þar og
stofnuninni að njóta þess að taka
þátt í samkeppninni við aðrar sam-
bærilegar einingar í þjóðfélaginu
sem reknar væru á einkamarkaði."
Form um þjónustusamninga
í umræðunni gagnrýndu fulltrúar
stjórnarandstöðunnar efni frum-
varpsins og töldu það fela í sér víð-
tækt valdaafsal frá löggjafarvaldinu
til framkvæmdavaldsins. Með gildi-
stöku þess hefðu ráðherrar það í
hendi sér að gera þjónustusamninga
án þess að bera það undir Alþingi.
Fjármálaráðherra sagði að ráðherrar
hefðu þetta vald nú eins og málum-
væri háttað. Með frumvarpinu væri
þess hins vegar freistað að skapa
form um slíka þjónustusamninga.
Hver kannást ekki við þessi farartæki
Nú eru Scooter bifhjólin loksins fáanleg á Islandi. þessi hjól eru
einstaklega þægileg í snatt og sendiferðir. Þau eru með u.þ.bþ
49,9 cc, m/rafst
og
Bílatorgi
Haldin verður kynning
hjá bílasölunni
Funahöfða 1,
laugardaginn 1
frákl. 10-16 o
sunnudaginn 1
frákl. 13-16.
Komiö og skoðið - sjón er
sögu ríkari. Fyrstu 10 hjólin
verða á sérstöku kynningar-
verði við pöntun.
Bermundas
buxur og bolir
TESS
Opið virka daga
neöst við kl. 9-18,
Dunhaga, laugardaga
sími 562 2230 kl. 10-14.
V ne®
V
Múrkem ehf.,
Tangarhöfða 6 b. sími 567 9774
Andlát
DANIEL
ÁGÚSTÍN-
USSON
DANÍEL Ágústínusson, fyrrver-
andi bæjarstjóri á Akranesi og
varaþingmaður Framsóknar-
flokksins í Vesturlandskjördæmi,
er látinn, 83 ára að aldri.
Daníel fæddist þann 18. mars
árið 1913 á Eyrarbakka, sonur
Ágústínusar Daníelssonar bónda í
Steinskoti og Ingileifar Eyjólfs-
dóttur. Daníel lauk prófi frá Hér-
aðsskólanum á Laugarvatni árið
1934 og kennaraprófi 1936. Hann
kenndi við Héraðsskólann á Núpi
í Dýrafirði, barna- og unglinga-
skólann í Stykkishólmi og Gagn-
fræðaskóla Áusturbæjar.
Daníel var bæjarstjóri á Akra-
nesi árin 1954-1960 og aðalbókari §
hjá bæjarfógetanum á Akranesi I
frá 1961. Hann var bæjarfulltrúi I
á Akranesi frá 1962, í bæjarráði §
þar 1962-1974, forseti bæjar- |
stjórnar Akraness 1970-71, 5
1972-73 og 1974-77. Daníel var
varaþingmaður Framsóknar-
flokksins 1959-1978 og tók sex
sinnum sæti á þingi á því tíma-
bili. Hann gegndi fjölmörgum öðr-
um trúnaðarstörfum og sat í ýms-
um nefndum og ráðum á vegum
Framsóknarflokksins. Þá ritaði
hann greinar í blöð og tímarit og
ritstýrði Magna á Akranesi, mál-
gagni Framsóknarflokksins, frá
1961-1978.
Eftirlifandi eiginkona Daníels
er Anna Erlendsdóttir. Þau eign-
uðust tvö börn, sem bæði lifa föð-
ur sinn.
sem þú þarft ekki að láta þig dreyma um
HYunpni
til framtíðar
oÆ, ei
5 gíra
2000 cc - 139 hestöfl
Vökva- og veltistýri
Rafdrifnar rúður og speglar
Samlæsing
Styrktarbitar í hurðum
Utvarp, segulband
og 4 hátalarar
VERÐ FRÁ
1.678.000
KR. Á GÖTUNA
rgir eiga sér draum
um að eignast eðalvagn, stóran bíl
með virðulegu yfirbragði,
sem tekur öðrum fram í útliti
og aksturseiginleikum. Við getum boðið
þér bíl sem á við þessa lýsingu.
Og við getum boðið þér hann á svo
góðu verði að þér er óhætt
að vakna upp af góðum draum
og láta hann rætast.
HYUNDAISONATA
... ekki bara draumur
ÁRMÚLA 13
SÍMI: 568 1200
BEINNSÍMI: 553 1236
J