Morgunblaðið - 13.04.1996, Síða 10
t
10 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Alþjóðleg
ráðstefna
um asma
ALÞJÓÐLEG ráðstefna um asma í
börnum verður haldin í Háskólabíói
í dag, laugardaginn 13. apríl, sem
250 vísindamenn og læknar frá
Englandij Skotlandi, Noregi, Sví-
þjóð og Islandi sækja, þar af 150
erlendis frá.
Ráðstefnan er haldin á vegum
sænska lyfjafyrirtækisins Astra, en
það er leiðandi í heiminum á sviði
asmalyfja, og fjallar um meðhöndl-
un asma meðal barna.
Asmi hefur orðið stöðugt algeng-
ari meðal barna víða um heim og
verður athyglinni beint að fyrir-
byggjandi aðgerðum og meðhöndl-
un asma í.börnum. Míkilvægt þykir
að börn fái rétta greiningu og með-
höndlun svo fljótt sem kostur er til
að koma í veg fyrir að sjúkdómur-
inn nái sér á strik og valdi ofnæmis-
sjúkdómum síðar meir.
Ráðstefnan hefst kl. 9 með ávarpi
Guðbjargar Alfreðsdóttur, mark-
aðsstjóra Astra á íslandi, en síðan
flytja fyrirlestra Unnur Steina
Björnsdóttir læknir, Kjell Aas frá
Noregi og Brinan Lipworth frá
Bretlandi. Að loknu hléi flytur Björn
Árdal, læknir á barnadeild Land-
spítala, fyrirlestur um asma og
veirusýkingar, Hans Bisgaard frá
Danmörku, Leif Bjermer frá Noregi
og loks Magnus Wickman frá Sví-
þjóð. Ráðstefnunni lýkur svo með
almennum umræðum um helstu
niðurstöður.
♦
FRETTIR
Laxá í Kjós
opnuð fyrr
SÍÐUSTU sumur hafa verið ýms-
ar breytingar á opnunardögum í
íslenskum laxveiðiám. Elliðaárnar
verið færðar frá 10. til 15. júní,
Laxá í Dölum fram undir mánaða-
mót júní/júlí og Kjarrá hefur ver-
ið með breytilegan opnunardag,
allt eftir árferði hveiju sinni. Nú
hefur það frést, að opnun í Laxá
í Kjós hafi verið færð fram um
nokkra daga.
„Við opnum núna laugardaginn
8. júní. Það er helgi og stór-
streymi nýafstaðið. Það virðist
ætla að vora snemma og vel og
við þykjumst vissir um að það
verði kominn talsverður lax í
Laxá. í venjulegu árferði koma
fyrstu laxarnir í ána upp úr miðj-
um maí þannig að við óttumst
ekki að þetta sé of snemmt," sagði
Páll G. Jónsson, leigutaki árinnar,
í samtali við Morgunblaðið í vik-
unni. Páll kom mönnum dálítið á
óvart í fyrra er hann leyfði aðeins
fluguveiði í opnuninni. Hann ætlar
ekki að endurtaka það nú. „Við
vorum óheppnir í fyrra, það var
afar mikið vatn í ánni og kalt.
Það kom ekki nógu vel út að nota
bara flugu. En þetta var skemmti-
leg tilraun," bætti Páll við.
Veiða-sleppa í Vatnsdal
Fyrirbæri það sem erlendis er
kallað „catch and release" teygir
nú arma sína til íslenskra laxveið-
iáa. Það eru bandarískir laxveiði-
menn sem standa fyrir þessu,
fluttu það með sér tii Rússlands
og auk þess hefur það víða náð
fótfestu í Bretlandseyjum. Þetta
felst í því að veiðimaður notar
aðeins flugu, helst án agnhalds,
og sleppir öllum laxi sem hann
veiðir. Nokkur holl Bandaríkja-
manna í íslenskum ám síðustu
sumur hafa haldið þetta í heiðri.
Þeir hafa verið í Selá, Hítará,
Langá og víðar. Nú er útlendinga-
tíminn í Vatnsdalsá seldur með
þessari yfirskrift og herma fregn-
SVONA lítur orkuboltinn Eezbee út.
ir að það hafa síður en svo dregið
úr áhuga manna á ánni. Innlendir
veiðimenn sem á eftir koma hugsa
sér auðvitað gott til glóðarinnar,
enda verða fleiri fiskar eftir í
ánni fyrir þá til að kljást við.
Orkuboltinn ...
Sverrir Geirmundsson hjá List-
þjónustunni er byijaður að flytja
inn æfingatæki sem hentar vel
fyrir stangaveiðimenn. Á ensku
heitir það Eezbee eða Dynabee,
en Sverrir hefur velt fyrir sér
hvort hann eigi að kalla fyrirbær-
ið orkuboltann eða kraftkúluna.
Kúla þessi er skel úr harðplasti
og innan í er fest þung blýkúla
sem snýst öfugt við snúning úln-
liðsins. Það þarf að ýta blýkúlunni
af stað og með nettum úlnliðs-
hreyfingum eykst hraði blýkúl-
unnar og getur mest náð 9.000
snúningum á mínútu, en það sam-
svarar að menn séu að renna til
17 kg þunga í lófanum.
„Þetta byggist á gömlu eðlis-
fræðilegu lögmáli. Tækið þjálfar
alla vöðva í lófa, úlnlið, framhand-
legg og upp í öxl og hentar því
stangaveiðimönnum vel. Kylfing-
ar, fjallamenn og aðrir íþrótta-
menn sem nota úlnliðina mikið
ættu einnig að finna not fyrir
kúluna, að ekki sé minnst á fólk
sem notar mikið tölvur. Kúlan
virkar t.d. vel gegn svokallaðri
músaveiki," segir Sverrir.
Stjórnarandstaðan gerir athugasemd við mætingar stjórnarþingmanna
Alþingi sýnd lítilsvirðing
Björgunar-
tilraunir
mistókust
ísafirði. Morgunblaðið.
Á ANNAN tug manna á fjórum
bátum gerðu árangurslausa tilraun
til að ná rækjubátnum Kolbrúnu
af strandstað við Hrútey í Mjóafirði
í ísafjarðardjúpi á miðvikudags-
kvöld.
Tilraunir til að ná bátnum af
skerinu hófust síðdegis sama dag
og hann strandaði en þeim lauk á
ellefta tímanum um kvöldið með
því að báturinn rann af skerinu og
sökk enn dýpra. Vel mun hafa
gengið að dæla sjónum úr bátnum
en þegar því verki var nær lokið
rann báturinn til og steyptist ofan
í djúpið þar sem hann liggur nú nær
á hvolfi á öðru skeri.
í UPPHAFI þingfundar í gærmorg-
un gerðu þingmenn stjómarand-
stöðunnar athugasemdir við mæt-
ingu stjómarþingmanna á fundi
Alþingis.
Einkum var gerð athugasemd við
það að þingmenn í starfsnefndum
væru ekki viðstaddir umræður um
flókin og og mikilvæg mál sem
ættu eftir að koma til kasta nefnd-
anna. Var því beinttil forseta þings-
ins að málið yrði tekið upp á vett-
vangi forsætisnefndar og formanna
þingflokka. Þingforseti sagði að
málið yrði rætt á fundi forsætis-
nefndar eftir helgi.
Ágúst Einarsson, þingmaður
Þjóðvaka, hóf umræðuna og sagði
að á þingfundi daginn áður hefðu
mjög mörg og flókin mál fjármála-
ráðherra verið til fyrstu umræðu í
þinginu. Stjómarþingmenn hefðu
nær ekkert sinnt þessari umræðu
og tímunum saman hefði einungis
fjármálaráðherra verið í þingsaln-
um auk stjórnarandstæðinga. Þetta
væru algjörlega óviðunandi vinnu-
brögð, því við fyrstu umræðu væru
dregnar upp útlínur mála og ábend-
ingar gefnar vegna nefndarstarfa.
Samt hefði engin stjórnarþingmað-
ur úr efnahags- og viðskiptanefnd,
sem fengi málin til umíjöllunar,
verið við umræðuna nema rétt í
upphafi hennar. Með þessum vinnu-
brögðum væru stjórnarliðar að sýna
hinu háa Alþingi lítilsvirðingu.
Fleiri þingmenn stjórnarandstöð-
unnar tóku í sama streng og Svav-
ar Gestsson, þingmaður Alþýðu-
bandalagsins, sagði að ástandið í
þessum efnum hefði verið sérstak-
lega slæmt í vetur.
Sanngjörn ósk
Valgerður Sverrisdóttir, formað-
ur þingflokks Framsóknarflokksins,
sagðist telja að það væri sanngjarnt
að óskað væri eftir því að þingmenn
sætu betur fundi, sérstaklega þing-
menn úr þeirri þingnefnd, sem fengi
málin til umfjöllunar. Væri hún til-
búin til þess að beita sér fyrir því
í sínum þingflokki að bót yrði í
þessum efnum.
Geir Haarde, formaður þing-
flokks Sjálfstæðiflokksins, benti á
að þingmenn gætu fylgst með um-
ræðum í sjónvarpi af skrifstofum
sínum. Fundarseta segði því ekki
alla söguna og engar reglur giltu
um að þingmenn ættu að sitja fundi
og af ýmsum ástæðum væri þeim
það ekki alltaf fært.
mumm
LÁRUS Þ VALDIMARSSON, framkv/vMDasuoRi
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, ioggiiiur fasteignasaii
Nýjar á söluskrá m.a. eigna:
Frábært útsýni - Háaleitisbraut
Nýl. mikið endurn. rúmg. 2ja herb. íb. 64,5 fm á 3. hæð v. Háaleit-
isbr. Parket á gólfum. Nýtt gler. Sameign nýstandsett.
Ágæt íbúð við Austurströnd
Sólrík í lyftuh. 2ja herb. 62,5 fm á 5. hæð. Parket. Vönduð innr. Rúmg.
svalir. Stæði í vel hirtu bílhýsi. Vinsæll staður.
Heimahverfi - lækkað verð - skipti
Sérhæð 5 herb. i þríb. á vinsælum stað. Skipti mögul. á minni eign.
Nánari uppl. veitir Lárus á skrifst.
Lækkað verð - skipti möguleg
Stór, sólrfk 4ra herb. ib. ofarl. í lyftuh. í Vesturborginni. Skipti mögul.
á 2ja-3ja herb. íb. Ýmsir staðir koma til greina. Nánari uppl. á skrifst.
Úrvalsíbúð - aukaherb. - bflhýsi
Stór 4ra herb. íb. á 2. hæð v. Fífusel. Úrvalsgóð innr. Sérþvhús. Stórt
kjherb., nú 1 herb. íb. Mikil og góð lán fylgja. Tilboð óskast.
Safamýri, vesturbær, Hlíðar, nágrenni
Góð 3ja herb. íb. óskast fyrir traustan kaupanda.
Ennfremur gott raðh. eða rúmg. sérhæð.
Rétt eign verður greidd við kaupsamning.
Auglýsingar eftir réttri eign gera fjórðu hverja sölu frá síðustu áramótum.
• •
Opiftídag kl. 10-14.
Góð byggingalóð óskast.
Eign með stækkunarmögu-
leika kemur til greina.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
UUGtVEB118 S. 552 115D-552 137B
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tónleikamiðar í hraðbanka
BRESKA poppstjarnan David
Bowie heldur tónleika í Laugar-
dalshöllinni þann 20. júní og flytur
þar nýtt efni, en einnig nokkur
eldri íög, s.s. Heroes og Under
Pressure. Miðasala fyrir tónleik-
ana hefst á mánudag og verður
með nýstárlegum hætti, því kaup-
endur fá miðana í hraðbönkum
íslandsbanka um allt land. Hægt
er að nota debetkort frá hvaða
íslenskri bankastofnun sem er eða
kreditkort. Kortunum er rennt í
hraðbankann, sem hefur sérstaka
valmynd fyrir miðasöluna. Svo
velur kaupandinn iivort hann vill
miða í eitt af 700 sætum á 3.900
krónur eða stæði á 3.600 krónur,
hraðbankinn tekur uphæðina út
af kortinu og miðinn prentast út.
Ingvar Þórðarson, tónleikahald-
ari, segir að þessi háttur á miða-
sölu sé gjarnan hafður á erlendis,
til dæmis á Spáni. Afgreiðslan sé
örugg og miðafölsun útilokuð, því
miðarnir verði skannaðir við inn-
gang Laugardalshallarinnar.