Morgunblaðið - 13.04.1996, Page 11

Morgunblaðið - 13.04.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 11 FRÉTTIR Samningur um verndun alþjóðlegra menningar- og náttúruarfleifða FEDERICO Mayor, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, kemur að Viðeyjarstofu í fylgd Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra, og annarra gesta. Ráðstefnugestir í Viðeyjarstofu. 't-.‘ife" - íslensk verðmæti tilnefnd á heims- minjaskrána Samningur UNESCO um vemdun menningar- og náttúruarfleifðar heims var þema málþings í Viðeyjar- stofu í gær á vegum menntamálaráðuneytisins. íslendingar hafa gerst aðilar að samningnum og geta nú óskað eftir því að koma menningar- og náttúruverð- mætum inn á heimsminjaskrá. Jóhanna Ingvars- dóttir var í Viðey í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg AÐALFRAMKVÆMDASTJÓRI UNESCO, Federico Mayor, var aðalgestur á málþingi um verndun alþjóðlegra menningar- og náttúruarfleifða. FIMM svæði á íslandi hafa verið tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO, tvö náttúruminja- svæði og tvö menningarminjasvæði auk Þing- valla, sem flokkast bæði sem náttúru- og menningararfieifð. Nokkur fleiri svæði komu til greina á meðan norrænn vinnuhópur var að undirbúa tillögurnar, en niðurstaðan varð sú að stinga upp á Mývatni og Laxársvæðinu, Surtsey, Snorralaug í Reykholti og Víðimýrar- kirkju í Skagafirði auk Þingvalla. Þetta er í fyrsta sinn sem við tilnefnum svæði á skrána, en það er nú hægt eftir að íslendingar hafa gerst aðilar að samningi Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna um verndun alþjóðlegra menningar- og nátt- úruarfleifða. Norræna ráðherranefndin hefur staðið straum af verkefninu auk World He- rítage Center í París, sem er undirstofnun UNESCO. Nýleg Norðurlandaskrifstofa, sem opnuð hefur verið í Osló, hefur einnig lagt verkefninu lið. Menntamálaráðuneytið stóð fyrir málþingi um samninginn í Viðeyjarstofu í gær og var aðalgestur þess Federico Mayor, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, sem hér er staddur í opinberri heimsókn, en að sögn Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra, mun þetta vera í annað sinn sem aðalframkvæmdastjóri UNESCO sækir okkur heim á því 32 ára tíma- bili sem liðið er frá aðild íslands að stofnuninni. Mayor kvað samninginn hafa orðið til að tilstuðlan UNESCO og var hann undirritaður í október 1972 í París. Nú væru á heimsminja- skrá 469 staðir og byggingar í 105 löndum. Mayor kvað samninginn hafa mikla þýðingu og virka vel enda væri hann mjög lifandi. Aðildarþjóðir væru orðnar 146 að íslandi meðt- öldu sem gerðist aðili 19. mars 1995. Samn- ingnum væri ekki síst ætlað að stuðla að sjálf- bærri þróun og heimsfriði, en hann er sá eini sinnar tegundar sem hefur bæði að geyma ákvæði til verndar menningar- og náttúruverð- mætum sem áður var litið á sem andstæða póla. Menntamálaráðherra íjallaði um mikilvægi UNESCO nú á tímum og nauðsyn þess að halda hugmyndafræði þess á lofti. Ekki væri síður mikilvæg kynning menningarverðmæta. Ólíkt mörgum öðrum þjóðum gætu íslendingar ekki státað af sögulegum byggingum. Stolt okkar lægi í móðurmálinu, sem hefði lítið sem ekkert breyst síðustu 1100 árin, sem sé ein- stök söguleg staðreynd. Vagga íslenskrar menningar væri á Þingvöllum, þar sem Al- þingi hafi verið stofnað árið 930 og væri þar með elsta lýðræðisstofnun heims. Jarðfræði- lega væri staðurinn sömuleiðis einstakur og ef bætt væri við sögulegum og menningarleg- um bakgrunni, mætti segja að Þingvellir falli sérlega vel að markmiðum um verndun menn- ingar- og náttúruarfleifða í heiminum. Ragnheiður H. Þórarinsdóttir, deildarsér- fræðingur í menntamálaráðuneytinu, gerði grein fyrir tillögum norræna vinnuhópsins að svo miklu leyti sem það er hægt, en loka- skýrsla er ekki væntanlgg fyrr en í lok júní. Vinnuhópurinn hóf störf árið 1994 og sátu í honum tveir fulltrúar íslands, Guðríður Þor- varðardóttir frá Náttúruverndarráði og Vil- hjálmur Örn Vilhjálmsson frá Þjóðminjasafn- inu. Ragnheiður sagði að meðal menningar- og náttúruarfleifða á Norðurlöndum væru mik- ilvægir hlutar af menningar- og náttúruar- fleifð heimsins. Fram til þessa hafi nær ein- göngu verið gerðar tillögur um norrænar menningarminjar í heimsminjaskrána. Það lýsti sér best í því að á heimsminjaskránni væru nú fimmtán norrænar menningarminjar og menningarsvæði, en ekki eitt einasta náttúru- minjasvæði. Ágangur og mengun Karitas H. Gunnarsdóttir, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, gerði grein fyrir helstu ákvæðum samningsins og sagði nauð- synlegt að skilningur okkar á ákvæðum hans væru fyrir hendi nú í upphafi aðildar. „Það var á árunum í kringum 1970 að ríki heims vöknuðu upp við vondan draum að ágangur mannsins og aukin mengun umhverfisins og spilling verðmæta af þeim völdum var orðin gífurleg og hafði leitt til mikils tjóns á þessum verðmætum þannig að fast yrði að spyrna fót- um við þessari þróun. Nauðsynlegt væri fyrir ríki heims að vinna sameiginlega að gerð al- þjóðlegs samnings um inenningar- og náttúru- verðmæti þar sem slíkur samningur yrði að byggja á sögulegum, menningarlegum og vís- indalegum sjónarmiðum. Hlutverk slíks samn- ings yrði að knýja samfélag þjóðanna til að sporna við því að menningar- og náttúruminjar landa heimsins verði tortímingu að bráð af völdum ýmissa hrörnunarástæðna sem og fé- lagslegra og umhverfislegra." Líkt og aðrir alþjóðlegir samningar, gerir þessi ráð fyrir að aðildarríkin taki á sínar herð- ar þær skuldbindingar, sem í honum felast. Átt er við að gerðar hafi verið viðeigandi ráð- stafanir, m.a. á sviði löggjafar til að fylgja eftir þessum skuldbindingum. Fullveldi hvers ríkis og eignarréttur þess skv. landslögum er þó að fullu virt en aðildarríkin viðurkenna hins- vegar að þær menningar- og náttúruminjar, sem settar eru á heimsminjaskrá, séu alþjóðleg- ar og því hvíli sú skylda á þjóðum heims í sameiningu að starfa saman að því að vernda þær. Samningurinn hefur að geyma tvö megin- markmið. I fyrsta lagi skulu þau ríki, sem gerst hafa aðilar samningsins, skuldbinda sig hvert í sínu landi til að vernda og varðveita eigin auðlindir og menningarverðmæti. í öðru lagi skulu aðildarríkin takast á hendur skuld- bindingar til að tryggja verndun þeirra verð- mæta, sem eru þeim sameiginleg. Til þess að tryggja að markmiðum þessum verði náð eiga aðildarríkin hvert um sig að sjá til þess að þau verðmæti, sem á þeirra landsvæði eru og falla undir skilgreiningu samningsins, verði skráð og skilgreind á þann hátt sem í samningnum er kveðið á um. Einstakt í sinni röð Nauðsynlegt er að það, sem fallið getur undir menningar- og náttúruarfleifð, sé ein- stakt frá alþjóðlegu sögulegu sjónarmiði, hafi listrænt eða fagurfræðilegt gildi eða er þjóð- fræðilega eða mannfræðilega mikilvægt. Til menningararfleifða teljast minnisvarðar, þ.e. verk á sviði byggingarlistar, höggmyndir, málverk, fornminjar, áletranir og hellahíbýli. Jafnframt teljast til menningararfleifðar bygg- ingarþyrpingar, sem vegna byggingarlistar, heildstæðs yfirbragðs eða hvernig þær falla að landslagi, hafa til að bera sérstakt gildi. Sömuleiðis eru tilgreindir staðir, mannvirki eða sameiginleg verk manna og náttúru, svo og svæði með fornum menjum. Til náttúruarfleifða teljast náttúrufyrirbæri, mynduð með eðlisfræðilegum og lífrænum hætti, eða þyrpingar slíkra myndana, jarð- fræðileg eða landfræðileg fyrirbæri sem eru kjörlendi dýra- og plöntutegunda í útrýmingar- hættu og staðir eða nákvæmlega afmörkuð svæði í náttúrunni sem hafa sérstakt gildi með tilliti til vísinda, náttúruverndar og náttúrufeg- urðar. Það er hinsvegar á ábyrgð hvers aðildar- ríkis um sig að skiigreina, vernda, varðveita, nýta og miðla til síðari kynslóða þessari menn- ingar- og náttúruarfleifð sem er innan land- svæðis þess, að sögn Karitasar. Framkvæmdanefnd Sérstök nefnd um arfleifð þjóða heims, sem skipuð er 21 aðildarríki, skal fara rneð fram- kvæmd samningsins og skal hún hafa sér til aðstoðar skrifstofu, sem skipuð skal af aðal- framkvæmdastjóra UNESCO. Sú skrifstofa er staðsett í París og heitir „World Heritage Cent- er“, en það að setja yfirstjórn undir aðalfram- kvæmdastjórann segir til um mikilvægi þessar- ar nefndar innan samningsins, segir Karitas. Kosið er í nefndina og er reynt að tryggja réttláta dreifingu fulltrúa frá hinum ýmsu heimshlutum og menningarsvæðum, en nefndarmenn skulu hafa sérþekkingu á sviði menningar- og náttúruarfleifða. Nefnd þessi hefur tvö meginverksvið. í fyrsta lagi skal hún velja menningar- og náttúruminjar og skrá á hinn svokallaða World Herítage-lista eða heimsarfleifðarskrá. Þá skal nefndin einnig gera og birta skrá um heimsarfleifð í hættu þegar slíkt á við og gera áætlun um kostnað við aðgerðir. Sú skrá skal einungis hafa að geyma verðmæti, sem eru hluti af þeirri menn- ingar- og náttúruarfleifð sem alvarlegar og tilgreindar hættur steðja að, t.d. vegna eyði- leggingar sem stafar af breyttri notkun eða eignarhaldi lands, hernaðarátaka, eldsvoða, jarðskjálfta, skriðufalla, eldgosa eða breytinga á vatnshæð sökum flóða eða flóðbylgna. Annað meginverksvið nefndarinnar er að stjórna þeim sjóði, sem komið hefur verið á fót til að tryggja framkvæmd samningsins, en alþjóðlegi arfleifðarsjóðurinn fær árlega til ráðstöfunar um þrjár milljónir dollara, eftir því sem fram kom í máli Mayors. Tekjustofn sjóðsins er m.a. skylduframlög og fijáls fram- lög aðildamkjanna, gjafir eða dánargjafir, vextir af fjármunum sjóðsins, söfnunarfé og tekjur af fjáröflunarstarfsemi. Aðildarríkjum er gert að greiða á tveggja ára fresti framlög, en skylduframlag skal aldrei vera hærra en 1% af framlagi þess til reglulegrar fjárhagsá- ætlunar UNESCO.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.