Morgunblaðið - 13.04.1996, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.04.1996, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Farfuglarnir fyrr á ferðinni Eyjafjarðarsveit. Morgunblaðið. FARFUGLARNIR eru mun fyrr á ferðinni norðanlands á þessu vori en vant er. Þorsteinn, Ingólfsson bóndi og fuglaáhugamaður í Gröf í Kaup- vangssveit hefur skráð komu far- fuglanna mörg undanfarin ár og segir hann að í svona góðu árferði eins og nú er láti farfuglamir sjá sig mun fyrr á Norðurlandi en þegar kalt er í ári. Álftirnar komu fyrst Fyrsti farfuglinn sem Þorsteinn sá á þessu vori voru álftir en þær komu 20. mars. í sama mánuði kom tjaldurinn, en hann sá Þor- steinn fyrst 29. mars, síðan hafa þeir komið jafnt og þétt nú í apríl, auðnutittlingur, stelkur, skógar- þröstur, grágæs og hettumávur. Þá hefur Þorsteinn tekið eftir því að stokkendur sem lifa á Pollin- um við Akureyri að vetrinum eru farnar að flytja sig um set og huga að varpstöðvum sínum á Fiskilækjareyrunum og víðar í sveitinni. Einnig hefur hann séð hávellu, sem heldur sig lengst norður á höfum að vétri til, en er nú farin að koma að landi. Messur AKUREYRARKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun. Mun- ið kirkjubílana. Guðsþjónusta kl. 14 sunnudag. Biblíulestur í safn- aðarheimilinu á mánudagskvöld kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Bamasam- koma í kirkjunni kl. 11. Foreldrar hvattir til að mæta með bömum sínum. Messa kl. 14 á morgun, fermdur verður Guðlaugur Bragi Magnússon. Aðalsafnaðarfundur Lögmannshlíðarsóknar í safnað- arsal kirkjunnar kl. 16 á sunnu- dag. HJALPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli á morgun kl. 13.30, bænastund kl. 19.30, al- menn samkoma kl. 20. Heimila- samband kl. 16 á mánudag, krakkaklúbbur á miðvikudag kl. 17 og biblíulestur kl. 20.30 á fimmtudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 í kvöld. Vakningasamkoma GLERÁRKIRKJA á morgun kl. 15.30, krakkaklúb- bur 9-12 ára miðvikudag kl. 17.30 og biblíulestur kl. 20.30 sama dag. Á föstudag er krakka- klúbbur kl. 17 og bæn og lof- gjörð kl. 20.30. Allir velkomnir. Jörð í Eyjafirði Jörðin Gilsá I í Eyjafjarðarsveit er til sölu. Á jörðinni er ágætt 114 fm íbúðarhús - í úti- húsum má hýsa 20-30 hesta - rúmgóð hlaða áfost. Ennfremur vélageymsla. Ræktuð tún um 10-12 hektarar. Enginn framleiðsluréttur. Ákjósanlegur kostur fyrir þá sem vilja góða aðstöðu og gott rými til þess að rækta hross. Á jörðinni er einnig skógrækt. Hafið samband við Fasteigna- og skipasölu Norðurlands. Sími 461 1500. Fax461 2844. Hvar flnnur þú orku til að standast vinnuálagið Og reka heimili Og sinna bömunum ogstunda félagslífið og stunda líkamsræktina Og...? Efþérlíðurstundum einsog þig vanti orku ofunnennis til að ráða við þetta allt gæti I belgur á dag af Ostrín GTZ plus verð eínmitt það sem þú þarfnast. Hentarsérstaklega íþróttamönnum og öldmðum. Sendum í Skipagötu 6, Akureyri sími/fax 462 1889. Morgunblaðið/Kristján ÞEIR bræður Jóhann og Heimir Ingólfssynir, kartöflubændur á Ljómatjörn, voru að pakka útsæði, ásamt Ægi syni Jóhanns, er ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferð í Grýtubakkahreppi í vikunni. Kartöflubændur farnir að huga að útsæðinu Marga farið að klæja í fingnrna KARTÖFLUBÆNDUR eru famir’ að huga að útsæðinu enda styttist í að hægt verði að setja niður. Jóhann Ingólfsson, kartöflu- og refabóndi á Lómatjörn, segist von- ast til að geta farið að setja niður fljótlega upp úr næstu mánaða- mótum. Jóhann segir að í fyrravor hafi ekkert verið sett niður fyrr en í júní vegna tíðarfarsins og var það í fyrsta skipti á hans búmanns- ferli, sem hófst 1979, að ekki var hægt að setja niður kartöflur í maímánuði. Nú er útlitið hins veg- ar mun betra enda tíðin verið ein- stök í vetur. Enn til íslenskar kartöflur Uppskera síðasta árs var í minni kantinum, að sögn Jóhanns, en aftur voru söluaðstæður þeim mun betri. Enn eru til íslenskar kartöfl- ur á markaðnum og sagðist hann reikna með að kartölfubirgðir ent- ust fram í lok maí eða byijun júní. Jóhann og bróðir hans Heimir, sem reka félagsbú á Lómatjörn, voru að vonum ánægðir með tíðar- farið í vetur, „enda annað ekki sanngjarnt“, sagði Heimir. Jóhann segir að nú hafi komið kippur í sölu á útsæði enda fari marga að klæja í fingurna þegar veðrið væri gott. Þeir bræður hófu refarækt á ný í vetur en þeir höfðu hætt þeim búskap fyrir um 6 árum. Húsin voru hins vegar til staðar og nú eru þeir með 60 læður og stendur pörun yfir þessa dagana. Verð á refaskinnum hefur hækkað mikið á síðustu misserum og er því mun bjartara yfir loðdýraræktinni um þessar mundir. 5,6 milljóna króna tap á reksti verka- lýðsfélagsins Einingar á síðasta ári Atvinnuleysi setti svip á starfsemina ATVINNULEYSI setti mjög svip sinn á starfsemi verkalýðsfélags- ins Einingar á síðasta ári að því er fram kom í máli Björns Snæ- bjömssonar, formanns félagsins, á aðalfundi þess í vikunni. Heildarniðurstaða af rekstri allra sjóða félagsins er jákvæð um 3,3 milljónir króna, en það er vegna hækkunar á gengi hluta- bréfa félagsins í Útgerðarfélagi Akureyringa. Þótt tekjur Einingar hafi aukist milli ára varð 5,6 millj- óna króna rekstrartap á félaginu. Sjúkrasjóður var rekinn með 5,9 miiljóna króna tapi árið 1995 og voru samþykktar breytingar á reglugerð sjóðsins sem vonast er til að komi í veg fyrir eins mikinn hallarekstur á næsta ári. Félagið styrkti átakið „ísenskt, já takk“ Félagið veitti styrki til nokkurra mála á liðnu ári, rekstarstyrk tii Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, til átaksins „íslenskt, já takk,“ til Mæðrastyrksnefndar, Neytend- afélags Akureyrar og nágrennis og hátíðarfundar vegna 20 ára afmælis kvennafrídagsins, alls um 320 þúsund krónur. Fræðslusjóður kostaði eða styrkti 13 félagsmenn til að sækja námskeið og gaf enn fremur öllum 10. bekkingum á Eyjafjaðarsvæð- inu bækling um réttindi og skyldur launamanna en hann heitir Vega- bréf á vinnumarkaði. Á þriðja hundrað manns tóku þátt í ýmsum starfsmenntunar- námskeiðum sem haldin voru á liðnu ári. Félagsmönnum fjölgaði milli ára Aðalfélagar í Verkalýðsfélaginu Einingu er nú 4.193 talsins og aukafélaga 822 eða alls 5.015 og hefur félögum fjölgað um 227 milli aðalfunda. Langflestir eru í Akureyrardeild eða 3.834. í stjórn Einingar eru Bjöm Snæbjörnsson formaður, Matthild- ur Sigurjónsdóttir varaformaður, Ólöf Guðmundsdóttir ritari, Erna Magnúsdóttir gjaldkeri, Hilmir Helgason, Sigurður Búason og Sigríður Rut Pálsdóttir meðstjórn- endur. Aðalfundur Einingar Arásum á launafólk svarað af hörku AÐALFUNDUR Verkalýðsfé- lagsins Einingar sem haldinn var í vikunni mótmælir harð- lega „þeim ásetningi félags- málaráðherra og þar með rík- isstjórnar íslands að skerða vald félagsmanna einstakra stéttarfélaga til afgreiðslu kja- rasamninga, boðun verkfalla og ekki síst að kljúfa félögin niður í lítil vinnustaðafélög," eins og segir í ályktun sem samþykkt var á fundinum. Enn fremur segir að þessari árás félagsmálaráðherra verði íslenskt launafólk að svara af fullri hörku og bijóta aftur stefnu hægri aflanna í landinu og hvetur launafólk til að standa saman gegn slíkri árás. „Fundurinn skorar á þing- menn kjördæmisins að gera kjósendum sínum skýra grein fyrir afstöðu sinni til frum- varps félagsmálaráðherra, þannig að launafólk eigi auð- veldara með að gera upp hug sinn í næstu kosningum.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.