Morgunblaðið - 13.04.1996, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996
LANDIÐ
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
ÝMSIR brugðu sér í kaffihús nemenda.
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Opnir dagar í Fjölbrauta-
skólanum á Sauðárkróki
Sauðárkróki - Nýlega er lokið
hefðbundnum Opnum dögum í
Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra á Sauðárkróki, en um nokk-
urra ára skeið hefur það verið hluti
skólastarfsins síðla vetrar að bijóta
upp hefðbundna kennslu og hafa
kennarar og nemendur snúið sér
að allt öðrum hlutum, en þeim sem
við er að glíma hversdagslega.
Þeir Eyþór Einarsson, forseti
nemendafélagsins, og Ársæll Guð-
mundsson, aðstoðarskólameistari,
sögðu að þessu sinni hefðu dagarn-
ir byrjað á miðvikudagskvöldi og
staðið til helgar og hefði verið
mjög fjölbreytt og skemmtileg
dagskrá, þar sem allir hefðu fund-
ið eitthvað við sitt hæfi. Nemend-
um var boðið að skrá sig í hópa,
sem störfuðu frá hálfum degi til
tveggja daga, og fengust þeir við
hin ýmsu verkefni undir leiðsögn
kennara eða sérþjálfaðra leiðbein-
enda.
Mikil þátttaka var í hópstarfinu,
þar sem menn gátu kynnst af eig-
in raun bjargsigi, hinum ýmsu
greinum íþrótta, joga, farið á dans-
námskeið eða í fjallgöngur, kynnt
sérförðun, skrautskrift eða hesta-
mennsku, flakkað um internetið,
stundað myndlist, ljóðlist og ljóða-
gerð eða logsuðu, fengist við blaða-
útgáfu, ljósmyndun eða mynd-
bandagerð og er þó fátt eitt talið.
Magnús Skarphéðinsson, sem
þekktastur er sem hvalfriðunar-
maður, kom og hélt fyrirlestra
meðal annars um framliðna, en
einnig hélt Skúli Lorenzon miðill
skyggnilýsingarfund.
Þá var farin hópferð um sögu-
slóðir í Skagafirði, undir leiðsögn
sögufróðra manna, og var fullbók-
að í þá ferð og urðu einhveijir frá
að hverfa.
I tengslum við Opnu dagana var
verknámshús skólans opið öllum
sem vildu kynna sér aðstöðu og
verkefni í grunndeild raf- og málm-
iðna svo og í líffræði og efna-
fræði, en í bóknámshúsinu voru
fyrirlestrar og sýningar. Einnig var
þar opið kaffihús þar sem borð
svignuðu undan girnilegu meðlæti,
en skólakórinn og Ragnar Már
Magnússon, fulltrúi skólans í
Söngvakeppni framhaldsskólanna,
og Harmonikkufélags Skagafjarð-
ar skemmti gestum.
Rás FÁS, sem er útvarpsstöð
þeirra fjölbrautaskólanema, út-
varpaði allan sólarhringinn. Öll
kvöldin létu gestakokkar hendur
standa fram úr ermum, og buðu
ljúffengar kræsingar í matsal
heimavistarinnar, en Opnu dögun-
um lauk síðan með árshátíð skól-
ans, sem haldin var í félagsheimil-
inu Höfðaborg í Hofsósi.
Eyþór Einarsson sagði mjög
ánægjulegt hve þátttaka hefði ver-
ið almenn og góð og bæði nemend-
ur og kennarar lagt mikla vinnu
af mörkum til þess að þessir dagar
mættu takast sem best og verða
eftirminnilegir.
NYUNGAR
í SKIPASMÍÐUM
Námsstefna á Hótel Sögu 19. apríl 1996
Á ráðstefnunni gefst íslenskum skipasmíðastöðvum, smíðaverkstæðum, útgerðum,
verk- og tæknifræðingum og hönnuðum tækifæri tii að kynnast nýjungum í skipa-
smíðum með notkun nýrra léttefna. Námsstefnan er sérstaklega sniðin fyrir verkefni
af því tagi er hentað geta í íslensku atvinnulífí.
Fyrirlesarar:
Karl-Axel Olsson, prófessor við Tækniháskólann í Stokkhólmi, fjallar um hin nýju
léttefni, eðli þeirra og notkun.
Brian Hayman, sérfræðingur við Det norske Veritas í Osló, fjallar um nýjar reglur
varðandi ál, plast og komposit skip.
Sven-Erik Heilbratt, framkvæmdastjóri við Karlskorna skipasmíðastöðina, sýnir
dæmi um notkun léttefna við skipasmíðar í Karlskrona.
Niels Mathiesen, framkvæmdastjóri Mathis skipasmíðastöðvarinnar í Álaborg, rekur
dæmi um nýja kynslóð lítilla fiski-, eftirlits og sportbáta.
Þorsteinn I. Sigfússon, prófessor og framkvæmdastjóri Verkfræðistofnunar, er
námsstefnustjóri og stýrir pallborðsumræðum.
Námstefnugjald er 6.500 kr. Innifalin eru námsgögn, hádegisverður og kaffí.
Skráning fer fram hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands í síma 525 4923
525 2425 eða í myndsíma 525 4080.
Norræni Iðnaðarsjóðurinn Verkfræðistofnun Háskólans
Endurmenntunarstofnun Háskólans Samtök iðnaðarins
Stærsta skip
Eimskips sjósett
NÝTT gámaskip Eimskips var
sjósett í Stettin í Póllandi fyrr
í þessum mánuði. Skipið er hið
stærsta sem félagið hefur eign-
ast til þessa og er því ætlað að
sigla á nýrri siglingaleið félags-
ins, Norðurleið, frá Reykjavík
til Hamborgar og Norðurlanda-
hafna með viðkomu í Þórshöfn
í Færeyjum.
Vinna við skipið hefur gengið
vonum framar, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu frá
Eimskip, og er fyrirhugað að
það verði afhent félaginu í byrj-
un júnímánuðar. I ávarpi sínu
af tilefni sjósetningar skipsins,
sagði Hörður Sigurgestsson,
forstjóri Eimskipafélagsins,
þetta vera merkan viðburð í
sögu félagsins í ljósi þess að
nýja skipið væri fyrsta nýsmíði
Eimskips í aldarfjórðung.
Skipið getur flutt allt að 1.012
gámaeiningar og er 150 metrar
að lengd. Burðargeta þess er
12.500 tonn og aðalvélin 9.500
hestöfl. Ganghraði skipsins er
18 mílur á klukkustund. Nýja
skipið hefur raforkufram-
leiðslugetu til að flytja fleiri en
tvö hundruð 40 feta frystigáma.
Gengið var frá samningum
um smíði skipsins í september
sl. í kjölfar ákvörðunar um að
endurnýja skipastól félagsins í
Evrópusiglingum og vegna
breytinga á siglingaáætlun. Til-
gangur þeirra breytinga er að
auka þjónustu við viðskiptavini
félagsins með styttri flutninga-
tíma og tíðari flutningum til og
frá Evrópu. Með tilkomu skips-
ins verða ekjuskipin Brúarfoss
og Laxfoss leigð eða seld úr
landi.
Hagnaður treystir
stöðu Mercedes
Stuttgart. Reuter.
MERCEDES-BENZ AG bifreiða-
verksmiðjurnar, stolt Daimler-
Benz AG, jók hagnað sinn um 23%
1995 og mun auka sölu sína á
þessu ári að sögn Daimlers.
Hreinn hagnaður jókst í 2,28
milljarða marka úr 1,85 milljörð-
um 1994. Aukin sala vörubíla og
niðurskurður útgjalda vó á móti
styrkleika marksins.
Árið 1996 hefur einnig byijað
vel og hafa tekjur Mercedes aukizt
um 6,8% í 18.1 milljarð á fyrsta
fjórðungi vegna góðrar sölu E-línu
bíia að sögn DB. Þá telur fyrirtæk-
ið að sala á fólksbílum og bifreið-
um fyrirtækja ætti að aukast í ár
þrátt fyrir veikleikamerki í efna-
hagslífinu.
Sala fólksbíla jókst í 145.400
úr 139.365 á fyrsta ársfjórðungi,
aðallega vegna mikillar eftirspurn-
ar eftir E-bílum að sögn Mercedes.
Hreint tap Daimlers nam 5.7
milljörðum marka 1995 vegna
kostnaðar við endurskipulagningu
á dótturfyrirtækjunum Daimler-
Benz og ÁEG.
Bílasala Mercedes 1995 minnk-
aði um 2% í 583.432 og segir
Mercedes það aðallega skýrast af
því að viðskiptavinir drógu bíla-
kaup þar til E-línan var sett í sölu.
Sala sendibíla, vörubíla, almenn-
ingsavagna, fjölnotabíla og ann-
arra bifreiða fyrirtækja jókst hins
vegar í 320.100.
Daimler lagði áherzlu á að
stefna fyrirtækisins í fjárfesting-
armálum miðaði að því að viðhalda
störfum innanlands. Fyrirhugað
er að veija sex milljörðum marka
til fjárfestinga 1996, þar af 4,4
milljörðum í Þýzkalandi.
Ráðstefna um framtíð
*
iðnaðar á Islandi
RÁÐSTEFNA um framtíð iðnaðar
á íslandi verður haldm á vegum
Verkfræðingafélags íslands og
Tæknifræðingafélags íslands, í
samvinnu við Samtök iðnaðarins og
Iðnaðarráðuneytið nk. fímmtudag.
Á ráðstefnunni munu margir
af frumkvöðlum íslensks iðnaðar
fjalla um þær aðgerðir sem þeir
telja nauðsynlegar til að tryggja
samkeppnishæfni íslensks iðnað-
ar, hvort sem þar er um að ræða
matvælaiðnað, byggingariðnað,
sjávarútveg, hugbúnaðariðnað eða
annan iðnað.
Meðal annars verður tekið á
opinberri stefnumótun, uppbygg-
ingu einstakra iðnaðargreina og
helstu vaxtarbroddum framtíðar-
innar. Meðal þátttakenda og ræðu-
manna verða Finnur Ingólfsson
iðnaðarráðherra og Jón Asbergs-
son, framkvæmdastjóri Útflutn-
ingsráðs. í lok ráðstefnunnar mun
Páll Kr. Pálsson stjórna pallborðs-
umræðum.
Ráðstefnan verður haldin í Húsi
iðnaðarins að Hallveigarstíg 1,
fimmtudaginn 18. apríl kl.
13-18:30. Skráning fer fram á
skrifstofu VFÍ og TFÍ og lýkur
17. apríl.