Morgunblaðið - 13.04.1996, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 19
ERLENT
Stj órnarmyndun á Spáni
Leiðtogi Katalóna
herðir tökin á Aznar
Barcelona, Madrid. Reuter, The Daily Telegraph.
KONUNGUR Spánar fól í gær
José María Aznar, leiðtoga hægri
manna, að mynda næstu ríkis-
stjórn landsins. Jordi Pujol, leið-
togi þjóðernissinna í Katalóníu,
hefur hins vegar látið að því liggja
að hugsanlega þurfi að boða aftur
til þingkosninga á Spáni innan
fárra mánaða. Pujol og félagar
hans hafa það á hendi sér hvort
Aznar, leiðtoga Þjóðarflokksins,
tekst að mynda starfhæfa ríkis-
stjórn.
Talsmaður Spánarkonungs
sagði í gær að Federico Trillo,
forseti þingsins, hefði verið kallað-
ur á fund hans. Þar hefði honum
verið kynnt sú ákvörðun konungs
að fela Aznar að mynda næstu
ríkisstjórn Spánar.
Víst þykir að sú stjórnarmyndun
reynist erfið ekki síst sökum af-
dráttarlausra krafna þjóðernis-
sinna í Katalóníu. Leiðtogi þeirra,
Jordi Pujol, sagði í gær að Katal-
ónar væru tilbúnir til að styðja
stjórn hægri manna gegn því að
Katalónía fengi innan Spánar við-
líka stöðu og Quebec í Kanada.
„Við kreijumst þess að sérstaða
okkar verði virt en viljum ekki
aðskilnað."
Fyrr í vikunni sagði Pujol í
Barcelona að því færi fjarri að
Þjóðernissinnaflokkurinn sem
hann leiðir og flokkur Aznars
hefðu náð saman. Það var Pujol
sem hélt minnihlutastjórn spæn-
skra sósíalista undir forystu Felipe
Gonzales á floti þar til á haust-
mánuðum í fyrra er þeir slitu sam-
starfínu.
Pujol og Aznar hafa tvívegis
komið saman til fundar frá því í
kosningunum þann 3. fyrra
mánaðar, sem lyktaði með naum-
um sigri Þjóðarflokksins. Pujol
sagði í viðtali að því færi fjarri
að bandalag hefði verið myndað.
„Sá skilningur og það traust sem
er nauðsynlegt í þessu efni er enn.
ekki fyrir hendi.“ Er hann var
spurður hvort Katalónar vildu að
aðrar kosningar færu fram og
hugsanlega sem fyrst sagði Pujol:
„Vil teljum það ekki æskilegt en
það reynist nauðsynlegt skulum
við drífa í því.“
Vilja aukin framlög
Jordi Pujol þykir mikill stjórn-
málarefur og er litið á þessi um-
mæli hans í því ljósi. Það er eink-
um tvennt sem talið er standa í
vegi fyrir samstarfi þessari flokka.
I fyrsta lagi hefur löngum verið
JORDI Pujol, leiðtogi þjóðernissinna í Katalóníu, hefur líf næstu
ríkisstjórnar spænskra hægri manna í hendi sér.
grunnt á því góða milli þjóðernis-
sinna og Þjóðarflokksmanna. I
annan stað vilja Katalónar að
gerðar verði umtalsverðar breyt-
ingar á fjárveitingakerfínu þannig
að tekið verði mið af fjölda íbúa
þegar ausið er úr sjóðum stjórnar-
innar í Madríd. Þetta er eitt lykil-
atriðið í baráttu þjóðernissinna
fyrir aukinni sjálfstjórn nú um
stundir; þeir halda því fram að
framlögin til þeirra sex milljóna
manna sem búa í Katalóníu séu í
engu samræmi við þau sem aðrar
svæðisstjórnir fá á Spáni.
í kosningunum í mars hlaut
flokkur 156 þingsæti en 350 menn
sitja á þinginu í Madríd. Gert hef-
ur verið ráð fyrir að Aznar verði
kjörinn forsætisráðherra á þingi
þann 25. þessa mánaðar en um-
mæli Jordi Pujol gefa til kynna
að hann hyggist fá töluvert fyrir
sinn snúð áður en hann skipar
þessum 16 þingmönnum sínum að
styðja Aznar.
ÞINGHÚSIÐ í Helsinki, höfuðborg Finnlands.
af því að stóru löndin noti það sem
ástæðu til að skera litlu löndin frá
og sigli svo sinn sjó.
I Þetta áhyggjusefni Finna sýnir
einnig hve þeir taka öðru vísi á
aðildinni en hinar tvær norrænu
) ESB-þjóðirnar, Danir og Svíar.
Danir hafa eins og kunnugt er
þegar hafnað myntsambandsaðild,
en Svíar verið tvístígandi og hafa
það í bakhöndinni að hafna aðild
eftir þvi hvernig aðildarskilyrðin
verða túlkuð, þegar að sjósetningu
myntsambandsins kemur.
En áhugi Finna á myntsam-
bandsaðild er ekki eingöngu til að
j tryggja efnahagslega stöðu Finna,
| heldur fyrst og fremst til að undir-
strika hve alvarlega þeir taka að-
ildina. Þeir ætla sér ekki aðeins
að hanga aftan í þeim stóru, held-
ur hafa metnað til að láta til sín
taka. Sökum eindregins Evrópuá-
huga Paavo Lipponens, leiðtoga
jafnaðarmanna og forsætisráð-
herra, og vegna tryggs stjórnar-
meirihluta hefur hann mun sterk-
ari grundvöll að standa á í Evrópu-
málunum en starfsbræður, sem
| halda um stjómartaumana í Sví-
þjóð og Danmörku. í samanburði
við Poul Nyrup Rasmussen.forsæt-
isráðherra Dana og Göran Persson
forsætisráðherra Svía þá er Lipp-
onen mörgum ljósárum nær þeim
raunsæismönnum, sem harðast
vinna að öflugu ESB.
Finnski frumkrafturinn
drjúgur
Margir bjuggust við að Svíar
myndu keyra inn í ESB á sænskri
kjarnorku í krafti fyrri umsvifa og
reynslu á alþjóðavettvangi, en
fæstir bjuggust við miklu af Finn-
um. Sænskir ráðherrar hafa þó
ekki verið atkvæðamiklir í Evrópu-
starfinu og sænska kjarnorkan
hefur þótt kraftminni en búist var
við. Spurningin er hvort það verður
ekki finnski frumkrafturinn, sem
skilar þeim langt.
Á sínum tíma var sagt að Norð-
menn hefðu ekki getað gengið í
ESB, því þeir álitu að þá gætu
þeir ekki lengur verið Norðmenn.
Svíar hefðu gengið í ESB til að
gera það sænskara, en Finnar álitu
sig ekki geta verið Finna utan
þess. Ef þetta er rétt ættu þeir að
eiga hægar með að beita sér í ESB
en norrænu bræðraþjóðirnar.