Morgunblaðið - 13.04.1996, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 13.04.1996, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 21 IMEYTENDUR Ódýrara að líftryggja konur en karla „ÍSLENSKAR KONUR lifa að meðaltali lengur en íslenskir karl- menn og þess vegna er ódýrara að líftryggja þær en karlana með venjulegri líftryggingu", segja þeir Baldur Erlingsson deildar- stjóri hjá Líftryggingafélagi ís- lands hf. og Olafur Sigurðsson forstjóri Alþjóða líftryggingafé- lagsins. Þá er einnig tekið tillit til aldurs fólksins, þ.e.a.s. iðgjöld hækka með aldrinum og hjá Al- þjóða líftryggingafélaginu er t.d. tekið tillit til reykingavenja. Síðan er heilsufar viðkomandi tekið til athugunar. Ef fólk er með vissa sjúkdóma þá getur það haft áhrif á iðgjaldið tl hækkunar og ef stunduð er til dæmis köfun eða einkaflug í tómstundum getur það einnig haft áhrif. Atvinna skiptir ekki máli. Ýmsir afslættir eru veittir frá uppgefnu verði fyrir fasta við- skiptavini og ef hjón eru tryggð er gefinn sérstakur afsláttur. Þá er ekki sama hvort trygging er staðgreidd eða borguð með mánaðarlegum greiðslum af kreditkorti. Þrítugur karlmaður borgar sam- kvæmt verð- skrá Líftrygg-_ ingafélags ís- lands 2.413 krónur fyrir hveija milljón sem eftirlifandi ætt- ingjar fá við andlát hans en konan hinsvegar 1.448 krónur. Hjá Alþjóða líftryggingarfélag- inu borgar þritug reyklaus kona I. 291 krónu en 1.414 krónur ef hún reykir. Karlmaðurinn borgar 2.195 krónur ef hann reykir ekki en ef hann reykir 2.294 krónur. Sextug kona sem reykir ekki greiðir 8.618 krónur fyrir hveija milljón en líftryggi reyklaus karl- maður sig borgar hann 13.693 krónur. Verðið er miðað við mán- aðarlegar afborganir af kreditkorti en lækkar, ef staðgreitt er, um 6%. Reyki sextugt fólk og ætli að líftryggja sig hjá félaginu hækkar talan umtalsvert. Þá borgar konan II. 415 krónur en karlinn 18.422 krónur. Kaffívélin sparar rafmagn MEÐ ÞVÍ að laga kaffi í kaffivél í stað þess að sjóða vatnið í potti og hella uppá með gamla laginu minnkar rafmagnsnotkunin um helming. Þetta kemur fram í bæklingi sem Rafmagnsveita Reykjavíkur gaf út og fjallar um orkunotkun heimilistækja. Upp- hitun á hellu og potti sparast. Ráðlagt er að nýlöguðu kaffi sé strax hellt á hitakönnu því álíka mikið rafmagn þarf til að laga einn lítra af kaffi og að halda honum heitum á kaffivélinni í eina klukkustund. Sjálfvirk kaffivél notar um 0.1 kWh við hverja lögun af einum lítra af kaffi. Ef hellt er upp á tvisvar á dag verður ársnotkun kaffivélarinnar 73kWh sem kost- ar nálægt 550 krónum. Það spar- ast um 30% með því að laga kaff- ið í kaffivél í stað þess að nota hraðsuðuketil og hella uppá á gamla mátann. Hraðsuðuketill sparar líka rafmagn í hraðsuðukatlinum er ele- mentið alveg ofan í vatninu svo að rafmagnshitinn nýtist betur en þegar hitað er í potti á hellu. Seljið ekki meira vatn í ketilinn en það sem notað er í hvert I skipti. Franskt garná íslenskan I markað NÝLEGA fékk Garnbúðin Tinna einkaleyfi á dreyfingu á pijónagarni frá franska garn- fyrirtækinu Phildar. Phildar hóf framleiðslu á pijónagarni árið 1932 en auk garnsins eru flíkur úr ull, svo sem dragtir, peysur og sokkar, framleiddar hjá fyrirtækinu. Hér á íslandi ) mun fyrst í stað verða boðið upp prjónagarn og uppskriftir frá Phildar. NISSAIM MULTl-LlNK o Nissan Almera hlaðinn auka og öryggisbúnaði Stórsýning um helgina frá kl. 14-17 Innbyggð þjófavörn (NATS) Loftpúði ístýri (SLXgerðir) Hemlaljós á kistuloki Stereo hljómflutningstœki Verð frá kr. 1.248.000.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.