Morgunblaðið - 13.04.1996, Síða 24

Morgunblaðið - 13.04.1996, Síða 24
Z4 LAUGARDAGUR 13. APRIL1996 TTTT MORGUNBLAÐIÐ 1 1 iv 1 . , Frönsk kjötvinnsla íhaldssemi hefur lengi gætt við matreiðslu á lambakjöti. Steingrímur Sigurgeirsson segir það þó óþarfa þar sem víða um heim megi fínna framandi og spennandi uppskriftir er byggjast á lambi I ISLENSKA lambakjötið er und- arleg afurð. Flestir virðast sam- mála um að íslenska lamba- kjötið sé eitt hið „besta í heimi“ og að gífurlegir möguleikar séu á sölu þess utan landsteinanna. Svo kann vel að vera. Eg skal fús viðurkenna það að sjaldan rekst maður á betra lambakjöt en hið íslenska þó að ég vilji ekki skrifa upp á að hið nýsjá- lenska sé beinlínis verra. Það er þó langt í land með að við umgöngumst þetta hráefni af þeirri virðingu sem því ber þrátt fyrir þá vakningu sem átt hefur sér stað á síðustu áratugum. „Sunnudags- steikin“ hefur vissulega verið á hröðu undanhaldi á flestum heimil- um en þær steikur voru í flestum tilvikum skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að nota gott hráefni. Kjötið of feitt og steikt það lengi við allt of mikinn hita að fátt lifir eftir af þeim gæðum sem hugs- anlega voru einhvern tímann til staðar. Og ef svo illa vildi til að einhver safi eða bragð væri enn til staðar sáu niðursoðið rauðkál og baunir um að kála því. Framleiðendur hafa á hinn bóg- inn lengi vel lagt metnað sinn í það að bjóða fram kjötið frosið og helst ekki nýtt. Þetta „besta hráefni í heimi“ hefur gjarnan verið skorið niður í grófa, fitumikla bita, troðið í þykka plastpoka og selt undir þeim formerkjum að vera á lágmarks- verði. Þetta eru hins vegar allt leifar af fortíðinni. Lambakjötið hefur blómstrað á veitingahúsum um ára- bil og í heimahúsum hafa sífellt fleiri uppgötvað á hversu fjölbreytt- an hátt er hægt að nýta lambið. Margar þjóðir borða mikið af lambi, ekki síst við Miðjarðarhafíð og í vesturhluta Asíu. Um páskana tók veitingahúsið Argentína upp á því að efna til sérstakra lambadaga þar sem boðið var upp á lambakjöt í hinum ólíklegustu formum. Oskar Finnsson veitingamaður segir kveikjuna að þessum lamba- dögum hafa komið frá velunnara staðarins er hafi sannfært sig um að þetta væri sniðug hugmynd. Hjá mörgum þjóðum, s.s. Grikkjum og Tyrkjum, væri þetta einmitt sá árstími er mest væri snætt af lambi. „Þetta var í byrjun janúar og þá ákváðum við að gera al- vöru úr þessu þó að það hafi sett strik í reikn- inginn að þrír starfsmenn af sex wu að verða feður. A heildina litið erum við hins vegar ánægðir með borðið og höfum fengið góð við- brögð og uppbyggilega gagnrýni. Þetta verður örugglega að árvissum atburði hjá okkur og eflaust betra næst. Nú höfum við prufukeyrt þetta og vitum hvar veiku og sterku punktamir eru. Aðrir veitingamenn hafa einnig haft samband og sýnt þessu áhuga þannig að ég er viss um að á næsta ári verða það þrjú til fjögur veitingahús í það minnsta sem taka þátt í þessu.“ Oskar segir það vera hans nið- urstöðu eftir þessa tilraun að lambið henti vel í hina fjölbreyttustu rétti. „Það þarf hins vegar að passa vel alla utanáliggjandi fitu ef rétturinn á að vera kaldur. Það er erfitt að borða , mikið af kaldri lambafitu,“ segir Oskar. Indverskt lambasalat Hann segir ljóst að íslendingar séu reiðubúnir í að prufa nýja og framandi lambarétti en þó íhalds- samir inn við beinið og sæki að lok- um mest í steikta hrygginn og lærið. „Þetta tekur tíma en við verðum að nýta lambakjötið betur. Ef íslenskar matreiðslubækur eru skoðaðar er ávallt verið að hamra á heilsteikingu vöðva. Það hefur aldr- ei verið lögð áhersla á aðra notkun. Vonandi mun það breytast á næstu árum. Eitt stærsta vandamálið varðandi lambið er hve lítil þróun hefur átt sér stað. Hvers vegna hef- ur til dæmis ekki verið þróað fram álegg er hentar á pizzur eða þá kannað hvort hægt sé að búa til æta skyndibita úr lambi. Eflaust verður að setja meira fjármagn í þróun- arstarf." 10 sveppir 1 kúrbítur 1 gult epli 300 gr. lambakjöt Aðferð: Allt er skorið í álíka stóra bita. Sveppirnir og kúrbíturinn svissaðir á pönnu. Þetta er kælt og síðan er öllu blandað saman og karrýolíudressingu hellt yfir. Karrýolíudressina: 50 gr. fínt saxaður laukur 2 tsk. sterkt karrý 2 dl. ólífuolía 0,5 dl. estragonedik 1 tsk. hunang, salt og pipar. Aðferð: Laukur og karrí er svitað á pönnu og kælt. Öllu blandað saman og hrært vel. Gott að laga fyrirfram þannig að karrýið nái að brjóta sig. Hryggvaðvi með fennel ag sinnep- sargan 400-600 gr. hryggvöðvi (snyrtur og fituhreinsaður) 100 gr. sellerí 10 gr. sinnepskorn 2 tsk. estragon (þurrkað) 1 msk. fennelduft 40 grTaffel sinnep 0,5 dl Estragonedik 1,5 dl ólífuolía, salt, svartur pipar Aðferð: Hryggvöðvinn er brúnaður á pönnu í um 20 sekúndur á hvorri hlið. Kældur! Sellerí er saxað fínt og öllu blandað saman og hrært vel. Hryggvöðvinn er settur í ílát og marineringunni helt yfir. Látið marinerast í 2 sólarhringa og snúið kjötinu við og við. Berið fram kalt sem grafið lamb. Lambakaka frá Kgpur 3 eggaldin eða zucchini Ólífuolía 100 gr. smjör 2 litlir laukar 750 grömm hakkað magurt lambakjöt Salt og nýmulinn svartur pipar Hálf teskeið sykur Hálf dós af niðursoðnum tómötum 100 gr. parmesan 6 soðnar lasagna-plötur. Hálfur bolli mjólk, matskeið hveiti 3 egg 2 bl. matarlím ef bera á fram réttinn kaldan Aðferð: Skerið eggaldinið í ræmur langsum með ostaskera, setjið á plö- tu og stráið salti jnfir. Látið standa í 30 mínútur, skolið og þerrið. Saxið laukinn og steikið í hluta af smjörinu á pönnu uns glær. Setjið til hliðar og steikið kjötið í afgangn- um af smjörinu uns það er orðið fal- lega brúnt. Kryddið með salti, pipar og sykri. Bætið lauknum og tómöt- um á og látið sjóða í um 20 mínútur. Steikið eggaldinsneiðarnar í ólífu- olíunni á pönnu uns þær eru fallega ljósbrúnar, klæðið jólakökuform að innan með eggaldinsneiðunum. Hægt er að nota kringlótt form. Leysið matarlímið upp í köldu vatni og bætið í sjóðandi kjötsósuna. Setið þriðjung af kjötinu í botninn á eggaldinklæddu forminu, leggið eggaldinsneiðar ofan á, stráið þriðj- ungi af ostinum yfir og leggið tvær pastaplötur ofan á. Endurtakið tvisvar eða uns formið er fullt. Efst eru settar eggaldinsneiðar til að loka forminu. Hristið saman hveitið og mjólkina og sláið eggin samanvið með gaffli og hellið yfir kjötbökuna. Bakið við 170 gráður í blásturs- ofni í 40 mínútur. Kælið og berið fram með salati með ólífum, lauk, gúrkum og fetaosti. hestamannsins í greininni Kóngur um stund, sem birtist í Vikulokum laugar- daginn 23. mars síðastliðinn, var rangt farið með Ástarvísu hesta- mannsins, en rétt er hún svona: Stíg fákur létt á foldarvang erfögursólinskín. í bænum undir brekkunni þar býr hún, stúlkan mín. Stíg hraðar svo að heyrist þangad hófaslögin þín. :.Þá klappar hún þér klárinn minn í kvöld er birtan dvín.: Svo kveður Sverrir Haralds- son í Selsundi í Ástarvísu hesta- mannsins sem Sigurður Ólafsson söngvari gerði fræga hér á árum áður. Þá klappar hún þér klárinn minn. ER TR0MMUSETT GUÐMUNDAR STEINGRÍMS UÐMUNDUR Stein- grímsson, „Papa jazz“, er goðsögn meðal tón- listarmanna þessa lands. Hann hefur trommað í yfir fimmtíu ár, með ýmsum hljómsveitum, svo sem Kvintett Gunnars Ormslev og KK-sextettnum. Hann er því kjörinn viðmæl- andi og mikil fróðleiksnáma þegar kemur að umræðum um trommusett. „Fyrsta trommusettið mitt var Ludwig-gerðar, en núna spila ég á Premier-sett. Þess á milli spilaði ég á ýmsar tegundir, svo sem Fibes, en Fibes-settin eru gerð úr fíbergleri, eða glertrefjum. Þau eru afar hvell, mun hvellari en önnur bandarísk sett. Kennarinn minn, Robert Grauso, sem var á vellinum í gamla daga, framleiddi þau. Margir frægir trommarar, svo sem trom- marinn í Blood, Sweat and Tears, no- tuðu svona sett. Robert fékk mig síðan til að sitja fyrir með eitt slíkt sett í Krísuvík á sínum tíma. Myndina notaði hann í auglýsingabækling. Þegar Robert hætti í hernum og fór heim keypti ég Gretsch-sett af honum. Seinna not- aði ég meðal annars þýskt Sonor- sett, sem var afar vandað. Einnig hef ég átt trommusett af gerðinni Remo, sem er bandarískt og mjög gott.“ - Hvað ætli ráði gæðum trommu- setta? Hvað gerir góðan hljóm? „Það er erfitt að segja. Hljóm- nnta ekki bursta urinn í stáltrommu fer eftir þvi hvernig skinnin eru strekkt. Það er mín reynsla, en hafa ber í huga að ég er ekki alvitur," segir Guðmundur af kunnri hógværð. Eins og áður sagði spilar Guð- mundur nú á Premier-sett, sem er enskt. - Er það besta trommusett í heimi? „Nei, ég segi ekki að þau séu best, Premier-settin. En þau eru mjög góð og Englendingum hefur farið mikið fram á síðustu árum. Trommarar eru farnir að nota þessi sett í mjög ríkum mæli.“ Sneriltramman er hjarta settsins Blaðamaður hefur tekið eftir til- hneigingu trommara til að halda sjálfir á sneriltrommunni, þegar trommusettið er flutt milli staða. - Af hverju? „Sneriltromman er hjarta settsins. Hún er einna viðkvæmust. Tromm- arar vilja ekki að gormarnir í henni skemmist, því trommari getur ekki verið án sneriltrommu." - Hvaða skinn eru best? Morgunblaðið/Þorkell NUNA spilar Guðmundúr á Premier-sett. GUÐMUNDUR við fyrsta trommusettið sem hann eignaðist. Það var Ludwig-gerðar. Rnkkarar „Bandarísku skinnin eru best. Þau eru gjarnan úðuð til að fá fram burstahljóm. Þá er yfirborð skinns- ins gróft, eins og sandpappír. Þessi tækni er aðeins notuð í jazz-leik, þar sem rokkarar nota almennt ekki bursta. Núna eru olíuskinn mikið notuð, auk þess sem rafmagnstrom- mur eru komnar fram á sjónarsviðið. IMauðsgnlegt að kunna túnfræði Það er töluverð tónfræði i trommuleik. ' Margir trommarar stilla trommurnar í þríundum og fer- undum, en það er ekki nauðsynlegt. Það fer bara eftir tónlistinni sem verið er að spila. Ollum trommurum og reyndar öll- um hljóðfæraleikurum er nauðsyn- legt að læra að lesa nótur. Þegar við vorum í KK-sextettnum höfðum við það framyfir rokkarana að kunna það. Sjónminnið er að mínu rúati alltaf öruggara, því það er alltaf hægt að hafa bókina með sér til að rifja upp lögin. Ef maður stólar á heyrnarminnið er maður verr settur ef lagið gleymist.“ - Tekur langan tíma að ná fram „sínum hljómi“ sem trommuleikari? „Já, svo sannarlega. Það getur tekið allt upp í tíu ár að stilla eitt trommusett og fá sinn persónulega hljóm. Hljómurinn byggist algjör- lega á stillingu skinnanna. Ég stilli frekar dempað, en hátt, þó ekki hvellt. Ég segi oft við unga tromm- ara, varðandi stillingu á sneril- trommunni, að þeir skuli stilla bæði skinnin alveg eins. Síðan, þegar þeir setja gormana á, slaka báðum megin að vild, þar til rétta hljómnum er náð. Þetta kenndu Kanarnir mér.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.