Morgunblaðið - 13.04.1996, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 13.04.1996, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 35 BALDUR ODDGEIRSSON + Baldur Odd- geirsson fædd- ist á Sandfelli á Stokkseyri 9. des- ember 1925. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 7. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðrún Aðalbjörg Jónsdóttir, f. 1889, frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, d. 1976, og Oddgeir Magnússon, f. 1884, frá Þórðarkoti Sand víkurhr eppi, d. 1948. Systkini Baldurs eru Haraldur Georg, f. 1911, bú- settur á Stokkseyri, Magnea Ágústa, f. 1916, d. 1989, var búsett í Reykjavík, og Aðal- björg, f. 1918, búsett á Stokks- eyri. Hinn 4. apríl 1953 kvæntist Baldur Guðrúnu Þóru Guð- mundsdóttur frá Hærings- staðahjáleigu, f. 17. september 1930. Hennar foreldrar voru Þorkelína Eiríksdóttir, f. 1887, d. 1967 og Guðmundur Guð- mundsson, f. 1900, d. 1966, bændur í Hæringsstaðahjáleigu og Keldnakoti. Baldur og Guð- rún eignuðust níu börn. Þau eru: Guðmundur Svanþór, f. 26. júlí 1951, maki Helga Snorra- dóttir, þau eiga þrjú börn; Jón Oddgeir, f. 15. ágúst 1953, maki Sigríður Sigurðardóttir, þau eiga tvö börn; Elías Þór, f. 8. júní 1955, maki Þóra Bjarn- ey Jónsdóttir, þau eiga tvö börn; Erna Guðrún, f. 9. októ- ber 1957, maki Sig- valdi Bjarnason, þau eiga þijú börn og Erna átti eina dóttur fyrir; Hrönn, f. 2. júlí 1960, maki Kristinn Karl Ægis- son, þau eiga þijú börn; Freyr, f. 1. desember 1962, maki Guðrún Gunn- arsdóttir, þau eiga tvö börn og Freyr átti einn son fyrir hjónaband; Aðalbjörn Þorkell, f. 27. júlí 1965, maki Ásta Stef- ánsdóttir, þau eiga eitt barn; Magnús Björn, f. 3. nóvember 1969, maki Erla Jónsdóttir, þau eiga eitt barn; Skúli, f. 24, októ- ber 1971, maki Ingunn Magnús- dóttir, þau eiga tvö börn. Barnabarnabörn Baldurs og Guðrúnar eru þrjú. Baldur bjó á Stokkseyri alla ævi, fyrst í foreldrahúsum á Sandfelli og síðan, eftir að hann hóf búskap, á Tjörn. Hann vann ýmis verkamanna- störf framan af ævi, við hafn- argerð í Þorlákshöfn, virkjan- irnar við Sogið, beitningu o.fl. Frá því í janúar 1967 og til starfsloka í desember 1995 var Baldur fangavörður á Litla- Hrauni. Útför Baldurs verður gerð frá Stokkseyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Enn er vetur senn á enda, einn vetur í safn minninganna, konungur árstíðanna. Vetrarkvíði gerði oft vart við sig í hugum fólks á meðan húsakynni voru lágreist, klæðnaður fábrotinn og efnin af skornum skammti, ekki var hægt að eignast allt sem hugurinn girntist, fjölskyld- ur voru stærri en gerist í dag. En þessi tími er liðinn, og þessi vetur er senn liðinn, sem varla verð- ur kallaður vetur, slík hefur verið veðurblíðan, snjólaust og jörðin klakalaus og vorfuglarnir komnir í mars. En lífið gengur sinn gang og á þessum fallegu útmánaðardögum kveðjum við samferðamann og vinnufélaga. Það var á haustdögum 1973 sem við urðum vinnufélagar við Baldur Oddgeirsson, á Litla- Hrauni. Svona haga örlögin því til að með því að skipta um vinnu kynn- umst við nýjum mönnum, eignumst nýja félaga, þó seinna við bindumst fjölskylduböndum. Baldur var fædd- ur á Stokkseyri, í bæ sem heitir Sandfell. Það var á þeim tíma þegar fólk átti kú til að hafa mjólkurmat, nokkrar kindur til að smakka kjöt, einn eða tvo hesta til aðstoðar við heyskap og til aðdrátta, garðholu við húsið að hafa kartöflur og róf- ur, og fiskurinn fyrir utan brimgarð- inn þegar gaf á sjó. Þetta var Stokkseyri þess tíma þegar Baldur steig sín fyrstu spor. Ég ætla ekki að rekja hans ævi- skeið, það er saga alþýðumannsins sem fæddur er inn í það umhverfí sem ég hef lýst, fylgdist með þróun- inni og tók þátt í henni í þorpinu sínu frá vöggu og þar til hans ljós slokknaði. I þau tuttugu og tvö ár sem við Baldur unnum saman, kynntist ég manninum, persónunni. Það var traustvekjandi að hafa hann við hliðina á sér, ekki síst fyrstu vaktimar á meðan ég var að kom- ast inn í starfið, það var aldrei hálf- velgja þar sem hann fór eða kom nálægt. Það var eftirtektarvert hvað hann var ákveðinn og fastur fyrir hvað sem á gekk, þar sem þetta er sérstakur vinnustaður og þarf að vinna eftir reglugerðum og passa að slaka ekki á þeim, en það var hans aðalsmerki. Baldur var útiverk- stjóri í nokkur ár og er vinnunni hagað þannig að hver maður er með tvo til þijá stráka í vissu verki yfir daginn, en áhuginn og vinnusemin var slík að hann gerði allt sjálfur, gleymdi að hann var með menn í vinnu, en það var mjög vinsælt hjá strákunum. Baldur var sannur Stokkseyring- ur og dró hann taum síns byggðar- lags og sinna sveitunga. Það fékk ekki samhljóm í hans eyrum ef ut- anaðkomandi fóru að gagnrýna hans heimafólk. Hann gat látið óátalið þó að íbúar við Olfusárbrú eða í kvosinni við rætur Hellisheiðar segðu eitthvað, því að hans mati var þetta þjóðflokkur sem var fæddur með silfurskeið í munninum og hafði stutta sögu á bak við sig og tók því ekki að vera svara þeim. En ef ná- grannarnir fyrir vestan Hraunsá fóru eitthvað að reisa sig, tók hann meira mark á þeirra orðum og vildi allra síst beygja sig fyrir þeim. Bald- ur var skemmtilega harður vinstri- sinni og hélt fram sinni stefnu og sinna manna. Þó hann gæti gagn- rýnt þá sjálfur var hann fljótur upp ef við hægri guttamir sögðum eitt- hvað niðrandi um hans menn. Ég minnist margra skemmtilegra stunda í umræðu á vinnustaðnum ef tóm gafst, Baldur var harður verkalýðssinni og studdi fast við bakið á þeim sem þar voru í fram- varðarsveit og ekki lét hann merkið niður falla þótt hann gerðist starfs- maður ríkisins. Við fráfall Baldurs Oddgeirssonar er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt hann að vinnufélaga og samferðamanni. Þakklátur fyrir holl ráð, og ég veit að undir það taka vinnufélagarnir allir. Ég votta eiginkonu, bömunum og fjölskyldum þeirra samúð. Og með hækkandi sól og sumarkomunni, göngu inn í þá nóttlausu veröld sem komandi árstími gefur okkur, léttist hugur þeirra sem syrgja ættarföður og sakna samferðamanns og vinnu- félaga. Blessuð sé minningin. Jón Ólafsson. Með nokkrum orðum langar mig að minnast tengdaföður míns, Bald- urs Oddgeirssonar sem lést á Sjúkra- húsi Suðurlands að kvöldi páskadags eftir langa og erfiða sjúkralegu. Kynni okkar hófust fyrir um tíu áram þegar ég kynntist Alla og fór að venja komur mínar að Tjörn. Strax frá upphafí tók Baldur mér afskaplega vel og var alltaf tilbúinn að bjóða fram aðstoð sína á alla mögulega vegu. Þannig rétti hann okkur oft hjálparhönd er við stóðum í húsbyggingum eða öðra slíku. Síðastliðið ár fylgdist hann grannt með hvemig okkur gekk að gera upp gamalt hús sem við höfðum keypt. Alltaf spurði hann hvernig verkinu miðaði og gaf góð ráð, en sökum heilsubrests komst hann sjaldan til að fylgjast með fram- kvæmdunum. Hin síðari ár sneri Baldur sér nokkuð að áhugamáli sínu sem var garðrækt, hann safnaði afklippum af trjám og kom upp græðlingum auk þess sem hann safnaði könglum og birkifræi þegar færi gafst og sáði fræjunum í lítinn reit að húsa- baki. Margar ánægjustundir átti hann við að fylgjast með plöntunum sínum vaxa og dafna og oft gauk- aði hann að okkur litlum plöntum sem hann hafði komið upp, enda garðrækt sameiginlegt áhugamál okkar. Oft vora margir samankomnir í eldhúsinu á Tjörn og glatt á hjalla, enda afkomendur þeirra hjóna fjöldamargir. Þrátt fyrir það var allt- af nóg pláss fyrir allan hópinn og aldrei var gefist upp fyrr en allir höfðu fengið sér kaffisopa og köku- bita. Síðast voru allir komnir saman á Tjörn hinn 9. desember sl. til að halda uppá sjötugsafmæli Baldurs, en nokkram dögum síðar þurfti hann að fara aftur á sjúkrahús þar sem hann dvaldist þar til hann lést. Bald- ur kom einmitt til dvalar á Sjúkra- húsi Suðurlands í janúar sl. þegar dóttir okkar Alla, tuttugasta bama- bam hans, fæddist. Þegar við kom- um með litlu dömuna á stofuna til hans, til að sýna honum hana, var hann að leggja af stað á hækjum inn á sængurkvennadeild þó að hann væri varla rólfær, svo mikið var honum í mun að fá að sjá hana. Minning Baldurs mun lifa meðal okkar og mun henni verða miðlað til þeirra afkomenda hans sem aldr- ei fengu að kynnast honum. Ásta. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með táram. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta; ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð gefur, og ég, þótt látinn sé; tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Ok. höf.) Löngu stríði er lokið, lausn er feng- in. Baráttan gegn sjúkdómnum var hörð og óvægin en æðraleysi það og styrkur sem hann Baldur sýndi var ótrúlegur. Hann kvartaði aldrei og fáir vissu hve hann var þjáður. Hann var sterkur til sálar og lík- ama, traustur og góður maður, mað- ur sem gott var að leita til og sem krafðist einskis í staðinn. Til hans var líka oft leitað þegar við krakkam- ir stóðum í framkvæmdum og þá dró hann hvergi af sér. Oftar kom hann þó óbeðinn ef hann vissi að einhver var að byggja eða breyta. Baldur var þéttur á velli og þéttur í lund, hann var fastur fyrir og varð ekki imikað með sínar ákvarðanir. Hann var líka glettinn og glaðsinna en fór rólega í gamansemi sinni. Hann var heimakær og leið best þegar hann hugaði að gróðrinum í garðinum eða dyttaði að ýmsu utan- húss. Að leiðarlokum vil ég þakka kynn- in, þakka fyrir greiðvikni hans og góðsemi, þakka fyrir að hafa átt hann að tengdaföður. Guð blessi minninguna um góðan mann. Þóra Bjamey Jónsdóttir. Erfidrykkjur Kiwanishúsið Engjateigi 11 s. 5884460 KRISTÍN HANNES- DÓTTIR + Kristín Hannes- dóttir fæddist á Siglufirði 23. des- ember 1910. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Siglufirði 2. april síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristín Björg Þor- steinsdóttir, hús- freyja, fædd 18. desember 1881 á Stóru-Hámundar- stöðum, Árskógs- hreppi í Eyjafirði, og Hannes Jónas- son bóksali, fæddur 10. apríl 1877 að Ytri-Bakka í Arnarneshreppi í Eyjafirði. Börn þeirra eru: Hallfríður Árdal, húsfreyja og handavinnukenn- ari á Siglufirði; Jónída María, lést fimm ára gömul; Kristín Nanna, bóksali á Siglu- firði; Steindór, bakarameistari á Siglufirði; Þor- steinn Hámundur, óperusöngvari, framkvæmdastjóri í Reykjavík; og Jó- hann S., skóla- meistari á Laugar- vatni. Útför Kristínar fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kveðja frá eldri Valkyrjum frá Siglufirði Látin er Kristín Hannesdóttir skátasystir okkar og félagsforingi til margra ára. í tilefni sextíu ára afmælis fé- lagsins árið 1989 hittust margar eldri valkyijur hér í Reykjavík og var eins og þær hefðu aldrei skil- ið. Samt höfðu þessar konur ekki sést í tugi ára. Hrðfna Tynes, sem var ein af stofnendum skátafélags- ins Valkyija, sagði okkur frá stofnun félagsins og þegar hún og fleiri ungar stúlkur unnu þar sitt skátaheit. Svo gengu þær út í bjarta vornóttina með þá tilfinn- ingu að eitthvað mjög mikið og merkilegt hafði gerst í lífi þeirra. Það mátti sjá þegar þær hittust aftur í tilefni sextugsafmælisins að þessar konur höfðu ekki gleymt sínu skátaheiti, þær höfðu ekki gleymt vináttunni sín á milli, þær voru ungar á ný og minningarnar flugu á milli. Áðeins einn skuggi var á þessari samkomu, sá að Kidda var ekki með okkur en hún sendi okkur góða kveðju og við henni til baka. Mörg orð voru höfð um að hitt- ast aftur en ekki hefur orðið af því. Kristín var félagsforingi til margra ára. Þær Sigríður Lárus- dóttir unnu vel saman að uppeldi ungra skátastúlkna, þjálfuðu flokksforingja þótt ungir væru og sjálfsálit foringjaefnanna ekki margra fiska virði. Við áttum sannarlega margar góðar stundir saman við leik og störf og það vita allir þeir sem unnið hafa sam- an í skipulögðu og öguðu skáta- starfi að þeir búa að því alla ævi. Heimili Kristínar var okkur öll- um opið, hún hafði alltaf tíma til að spjalla, ráðgera og ráðleggja. Óg’.eymanleg er okkur öllum ferð okkar á skátamótið á Þingvöllum sumarið 1948. Við höfðum haft svo fá tækifæri til útilegu og kunn- um fátt til þeirra verka en undir stjórn Kiddu og Siggu gekk allt vel og við nutum lífsins í glöðum skátahópi. Nú hefur Kidda kvatt okkur. Hún eignaðist sjálf aldrei barn en hún átti mikið í mörgum börnum. Hún hafði áhrif á uppeldi okkar og uppvöxt, hún hafði, í gegnum sitt skátastarf með okkur, áhrif á hvernig við höfum alið upp okkar börn. Enginn okkar gleymir fóstursyni Kiddu, Gunnari Jens, sem hún elskaði og verndaði alla tíð, þeirra samband var svo ein- stakt og fagurt. Hún ruddi honum þá braut sem hann gat gengið og kenndi honum að njóta lífsins þrátt fyrir mikla fötlun. Hann hlúði að henni þegar þyngdi undir fæti. í gömlu slitnu skátasöngbókinni minni er handskrifuð lítil vísa: Orðtak allra skáta, vertu viðbúinn sé greypt í huga minn °g greypt í huga þinn. Það varðar okkar leið á lífsins gðngufór, til lokadags er lýkur för. (Höf. ók.) Kristín Hannesdóttir var alltaf viðbúin og tók öllu því sem lífið bauð henni með skynsemi, góðvilja og skýrri greind. Við þökkum henni samfylgd í skátastarfi, vináttu hennar og frændrækni. Fóstursyni hennar, Gunnari Jens, bróður hennar, Þor- steini, systkinabörnum og öðru venslafólki sendum við samúðar-' kveðjur. Að hinsta beð Kristínar hljómar kveðja okkar í kvöldsöng kven- skáta: Sofnar drótt, nálgast nótt, sveipast kvöldroða himinn og sær. Allt er hljótt, hvíldu rótt. Guð er nær. Kveðjur frá okkur öllum. Stefanía María Pétursdóttir. NY LEGSTEINASALA OPNAR í tilefni opnunar SÓLSTEINA bjóðum við 15% kynningar- afslátt á öllum legsteinum til 25. apríl. Verð frá kr. 19.200 Opið kl. 13-18 alla virka daga og laugardaga kl. 13-17. S ÓLSTEINAR SÓLSTEINAR Nýbýlavegí 30, Dalbrekkurnegin, Kópavogi, sími 564 3555.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.