Morgunblaðið - 13.04.1996, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 13.04.1996, Qupperneq 38
38 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ H GUÐBJÖRG FINNBOGADÓTTIR + Guðbjörg Finn- bogadóttir fæddist í Minni- Mástungu í Gnúp- verjahreppi 19. ág- úst 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Suð- urlands 7. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ingunn Vigfúsdótt- ir, f. 17. júlí 1874, d. 24. desember 1946, og Finnbogi Guðmundsson, f. 24. desember 1874, d. 29. september 1947. Börn Ingunnar og Finn- boga voru auk Guðbjargar: drengur, f. 1913, d. sama dag; V. Sigríður, f. 11. ágúst 1916, d. 10. febrúar 1981; Guðmund- ur, f. 22. febrúar 1918, d. 9. desember sama ár. Eftirlifandi er Sigurbjörg, f. 22. febrúar 1919. Hinn 4. júní 1950 giftist Guð- björg Árna Hallgrímssyni, f. 17. Á páskadagsmorgun kvaddi j elskuleg ömmusystir okkar. Bagga frænka, eins og við höfum alltaf kallað hana, skipar sérstakan sess í huga okkar systkinanna og vafa- laust í huga margra sem henni kynntust. Það er óhætt að segja að hún var sérstök kona og hafði marga mannkosti til að bera. Hún var sterk og ákveðin. Það sýndi hún meðal annars þegar hún tók við rekstri búsins í Minni-Mástungu og stjórnaði því um tíma með hjálp yngri systra sinna. Árið 1943 fór hún svo ásamt tveimur stallsystrum í leitir á Gnúpveijaafrétt en það hafði ekki þekkst til þess tíma að konur tækju þátt í þeim ævintýrum og reyndar fengu þær leyfi til farar- innar með þeim skilmálum að þær nefndu þetta ekki framar. En nú þykir sjálfsagt að konur fari í leitir líkt og karlar og má því líta svo á að þær vinkonurnar hafi rutt braut- ina. Heimili Böggu var alltaf myndar- legt og hlýlegt. Minnisstæð eru öll blómin hennar en þau hugsaði hún um af mikilli natni enda greru þau og blómstruðu og voru mikil heimil- isprýði. Hún átti líka margan fjár- sjóðinn sem gaman var að líta á, en hún safnaði og hélt ýmsu til haga eins og skeljum, frímerkjum og ljósmyndum. Bagga var einstak- ágúst 1915, d. 13. febrúar 1995. Þau voru barnlaus. Guð- björg ólst upp hjá foreldrum sínum í Minni-Mástungu. Hún dvaldist í Reykjavík einn vet- ur og stundaði nám í fatasaumi. Eftir lát foreldra sinna tóku systurnar við búskapnum í sam- einingu. Guðbjörg var ráðskona í Ása- skóla um árabil á 5. áratugnum. Hún var einn af stofnfélögum Kven- félags Gnúpverjahrepps árið 1929, þá aðeins á 15. ári, og var síðar gerð að heiðursfé- laga. Guðbjörg og Árni tóku við búskap í Minni-Mástungu 1950 en brugðu búi árið 1983 og fluttust á Selfoss. Útför Guðbjargar fer fram frá Selfosskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. lega glaðvær og skemmtileg og heimsókn til hennar var alltaf til- hlökkunarefni og margar yndisleg- ar minningar eigum við frá þeim fundum. Bagga hafði gott lag á börnum og hafði alla tíð yndi af að umgang- ast þau. Við höfðum ekki bara gam- an af að umgangast Böggu frænku heldur líka gott, hún var í raun góð fyrirmynd í alla staði, heilbrigð og heil, lífsglöð og jákvæð. Eftir að við eltumst komumst við líka að því að við hana var hægt að ræða um hreint alla hluti og alltaf voru skoðanir hennar mótaðar af víðsýni og sanngirni. Þegar til baka er litið sér maður helst eftir að hafa ekki oftar gefið sér tíma til að líta til hennar nú í seinni tíð, því alltaf var hún jafn glöð að fá gesti til að veita vel og spjalla við. Bagga var ung í anda og heilsu- hraust og sést það vel á því að síð- astliðið haust dreif hún sig í sína fyrstu utanlandsferð, þar skemmti hún sér vel í góðra vina hópi. Gönguferðir og dansæfingar stund- aði hún líka af miklu kappi. Þó að Bagga væri orðin rúmlega áttræð var henni og okkur ættingj- um hennar og vinum brugðið þegar ljóst var að hún væri haldin mjög alvarlegum sjúkdómi. Lífsgleði hennar og lífslöngun voru enn t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR EINARSDÓTTUR, Suðurgötu 15-17, Keflavík. Lúðvík G. Björnsson, Þórdis Garðarsdóttir, EinarG. Björnsson, Júlíanna Nilsen, María K. Björnsdóttir, Jens Elísson, barnabörn og barnabarnabörn. Við þökkum af alhug samúð, vináttu og hlýhug sem okkur var sýndur við andlát og útför KJARTANS FRIÐRIKSSONAR, Kleppsvegi 134, Reykjavík. Rannveig Oddsdóttir, Finnur S. Kjartansson, Emilía Sveinsdóttir, Ágúst Oddur Kjartansson, Guðrún Sveinbjörnsdóttir, Ragna S. Kjartansdóttir, Friðgeir Þ. Jóhannesson, Þórir Kjartansson, Arna Magnúsdóttir, Jónina G. Kjartansdóttir, Hrafnhildur Kjartansdóttir, Helga Kjartansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. MINNINGAR sterk, en við veikindin fékk ekkert ráðið og þau ágerðust jafnt og þétt. Að lokum varð öllum ljóst að hún fengi ekki lausn nema að kveðja okkur hér. Við fengum tækifæri til að riíja upp með henni góðar minn- ingar og þiggja frá henni lífsreglur í veganesti. Síðustu jólunum eyddi hún á heimili okkar og það var okkur dýrmætt að hafa hana hjá okkur. Það er ekki lítils virði að hafa kynnst konu sem Böggu: Við kveðjum góðan vin með sökn- uði. Megi fögur minning hennar lifa með vinum og ættingjum um ókom- in ár. Smávinir fagrir, foldar skart, fífíll í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvort öðru að segja frá. Prýðið þér lengi landið það, sem lifandi guð hefir fundið stað ástarsælan, því ástin hans alls staðar fyllir þarfír manns. Faðir og vinur alls, sem er, annastu þennan græna reit. Blessaðu, faðir, blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley! sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig, hægur er dúr á daggamótt - dreymi þig ljósið, sofðu rótt! (Jónas Hallgrímsson.) Sigríður Gunnarsdóttir, Hildur Gróa Gunnarsdóttir og Sveinn Þór Gunnarsson. Guðbjörg, eins og börn þess tíma, fór fljótt að hjálpa til við dagleg störf á heimili foreldra sinna. Fljótt kom í ljós að hún var bæði félags- lynd og glaðvær og sem unglingur tók hún þátt í þeim félagsskap sem sveitin bauð upp á. Ung hafði hún mikinn áhuga á að ríða til afréttar í smölun. Þó þekktist varla þá, að stúlkur gerðu það. Fékk hún til liðs við sig dóttur leitarstjórans og varð það úr að þær fóru báðar í fjallferð- ina og smöluðu og voru þær heppn- ar með veður. Oft minntist Guð- björg á, hvað þetta hefði verið skemmtileg ferð. Guðbjörg studdi búrekstur for- eldra sinna en sótti þó vinnu til tekjuöflunar annað þegar færi gafst. Við landbúnaðarstörf mun hún hafa verið jafnvíg á úti- og innivinnu og gekk hún í hvert verk eftir því sem þörf krafði. Eitt verk þótti henni þó öðru skemmtilegra, en það var að slá með orfi. Guð- björg var í allmörg ár matráðskona í Ásaskóla og naut sem slík mikilla vinsælda þeirra sem nutu, enda var geðprýði hennar og matargerðar- hæfni rómuð. Árið 1947 hættu foreldrar henn- ar búrekstri og tók þá Guðbjörg við búinu ásamt systur sinni, Sigur- björgu, og ráku þær búið í þtjú ár, en slitu þá félagsskap en Sigurbjörg fiutti með eiginmanni sínum að Heiði í Ásahreppi og hófu þau bú- skap þar. Nú varð einnig breyting á högum Guðbjargar er Ámi Hall- grímsson flutti til hennar og gengu þau í hjónaband og bjuggu í Minni- Mástungu í 34 ár en þá flytja þau að Selfossi. Árni var maður þeirrar gerðar að hann féll ekki að hverri fjöl, dómharður var hann og sást þá ekki alltaf fyrir. Gat Guðbjörg oft sveigt skoðanir hans til betri hlutar með mildi sinni og geðprýði, enda virti Árni konu sína mikils og vildi veg hennar sem mestan. Mun hjónaband þeirra hafa verið gott, enda áttu þau sameiginleg áhuga- mál. Þau eignuðust frábærlega gott kúakyn og unnu sameiginlega að viðgangi þess. Árið 1967 urðu þau fyrir því tjóni að íbúðarhús þeirra brann til kaldra kola og mun litlu eða engu hafa verið bjargað úr því, en þau voru stödd annars staðar við mjaltir og er þau urðu eldsins vör var orðið of seint að bjarga. Þetta gerðist seinni part vetrar. íbúðarhús var byggt aftur. En erfiður reyndist þeim hjónum sá tími sem smíði þess stóð yfir, enda lét Guðbjörg svo ummælt, að það hefði verið erfíðasti tími sem hún hefði lifað, störf mikil en aðstaða til að leysa þau af hendi afar takmörkuð. Árið 1984 flytja þau að Selfossi en systursonur Guðbjargar tók ábýlisjörð þeirra. Nú hófst ánægju- legur tími í lífi þeirra hjóna er þau festu kaup á Suðurengi 11. Strax er þau fluttu hingað á Selfoss gengu þau í félag aldraðra og nýttu sér vel þá starfsemi sem þar fór fram, sóttu þær samkomur sem það hélt, fóru í innanlandsferðir sem félagið fór, sóttu spiladaga og alla dægra- styttingu sem félagið stóð fyrir. Oft fór Guðbjörg í gönguferðir. Þó Árni gæti ekki verið með vegna hreyfihömlunar hvatti hann Guð- björgu til þeirra ferðalaga. Vel voru þau hjón liðin í götunni, börn í næstu húsum við þau sóttu fast til Guðbjargar, enda mátti segja að hún væri sem amma þeirra allra. Eins og fýrr segir var Árni hreyfihamlaður og ágerðist það eft- ir því sem aldur færðist yfir hann. Alveg var aðdáunarvert hversu Guðbjörgu gekk vel að hjálpa hon- um til sjálfsbjargar. Enda þótt hún væri nokkuð þrotin kröftum þurfti hún ekki að sækja mikla aðstoð til að hann gæti verið heima, en Árni þráði það mjög að vera samvistum við konu sína. Enda var sárstuttur sá tími sem hann var á sjúkrahúsi í ævilokin. Árni andaðist 13. febr- úar 1995. Fljótlega eftir að Árni dó flutti Guðbjörg í smáíbúð í fjölbýlishúsi og hugði gott til veru þar, en hún veiktist fljótlega og varð að fara á sjúkrahús og andaðist þar eftir erf- iða sjúkdómslegn. Þegar ég flutti hingað að Sel- fossi vorið 1986 var ekki annað fólk í götunni á líku aldursskeiði og ég en Guðbjörg og Árni, enda tókust fljótt kynni milli okkar. Oft fór ég, þegar ég hafði lítið við að vera, yfir til þeirra. Hafði Guðbjörg orð fyrir þeim hjónum og átti hún mjög gott með að halda uppi sam- ræðum, var bæði fróð og gaman- söm, glaðvær og gat beitt græsku- lausu spaugi. Þeim hjónum skal svo þakkað fyrir margar ánægjustundir sem ég naut á heimili þeirra og gott nágrenni. Vandafólki þeirra flyt ég samúð- arkveðjur. Olafur Árnason frá Oddgeirshólum. -J J 4 4 > i 4 j ■j ( i i ( ( i + Guðlaugur Gutt- ormsson fæddist á Hafrafelli í Fellna- hreppi í Norður- Múlasýslu 7. nóvem- ber 1908. Hann lést í Vestmannaeyjúm 6. apríl síðastliðinn. Útför Guðlaugs verður gerð frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Orsök þess að Guð- laugur kom til Vest- mannaeyja var sú að þeir Magnús Bergsson bakarameistari og Einar Guttormsson læknir, bróðir Guð- laugs, voru nýbúnir að kaupa Lyng- fellsbúið í Vestmannaeyjum og nú vantaði þá ráðsmann eða bústjóra. Einar hringir í bróður sinn, sem þá var austur á Fljótsdalshéraði, og það er ákveðið að hann komi til Eyja og gerist jafnframt meðeigandi þeirra í búinu. Guðlaugur er þá 28 ára gamall, duglegur og harðfrískur til allra verka, vanur ýmsum störfum, bæði til lands og sjávar. Hafði verið tvo vetur á Laugarvatnsskóla. Vinnu- maður á Korpúlfsstöðum í 2 ár og sá þar um mjaltir og hirðingu kúa, heyskap og annað, sem með þurfti á þessu stærsta og fullkomnasta kúabúi á íslandi. Þá hafði hann einnig verið eitt úthald á línuveiðaranum Kolbeini unga EA frá Akureyri. Líkaði vistin þar heldur illa sökum mikillar vöku og Jangra túra. Á Laxamýri í Suður-Þingeyjar- sýslu hafði hann líka verið við lax- veiðar og dúntekju. Til að byija með býr hann einn á Lyng- felli en þótti vistin þar heldur dauf því vanur var hann fjölmenni þar sem hann áður hafði verið. Hann matbjó í sig sjálfur en mjólk þurfti hann að sækja alla leið að Þorlaugargerði, en ekki taldi hann nú eftir sér sporin þangað, því þar var ung og föngu- leg vinnukona og það sem meira var að hann þóttist sjá að hún svar- aði augnaráði hans með mikilli blíðu. Smátt og smátt samdist svo um þeirra í milli að hún kæmi til hans sem ráðskona. Þessi kona hét Guð- björg Jónsdóttir var á svipuðu reki og kom frá Reykjavík. Eftir að Guðbjörg kom að Lyngfelli var iíkt með henni og Rósu, konu Bjarts í Sumarhúsum: Henni þótti vanbúið heimili, sem var þó í sveit, sem ekki hafði einhvern mjólkurdropa, eink- um þó eftir að þau höfðu tekið í fóstur dótturson Guðbjargar Odd að nafni. Hún er nú að ámálga þetta við Guðiaug, en hann virðist gefa því lítinn gaum til að byija með. Þó svo að Guðlaugi hafí um margt svipað til Bjarts í Sumarhúsum þá var hann ekki eins harðbijósta og Bjartur var sagður. Því ekki leið á löngn þar til kýr var komin að Lyng- felli. Hann vildi líka sem Bjartur koma einhverju nafni á ástina svo þau Guðbjörg giftu sig skömmu seinna. Þegar Guðlaugur kom fyrst að Lyngfelli var aðalbúskapurinn svín og refir og eitthvað af minkum líka, en hann hóf strax mikla ræktun og fargaði bæði svínum og refum. Flestar urðu kýrnar 12 mjólkandi og seldi hann mest af mjólkinni í Magnúsarbakaríi og kom þar dag- lega. Þar kynntumst við fyrst og fór vel á með okkur alla tíð og oft kom ég úteftir í heimsókn og ætíð vel tekið á móti manni. Árið 1964 missti Guðlaugur konu sína og fór þá Oddur að búa þar og átti Guðlaugur þar heimili meðan Oddur lifði, en hann dó iangt um aldur fram. Árið 1967 er Guðlaugur orðinn svo slæm- ur í mjöðmunum að hann tekur sig upp og fer til Noregs og lætur skipta þar um liði. Þetta var mikið átak á þeim tíma, enda ekki almennt farið að gera sfika hluti. Síðar leigir hann Trausta Eyjólfs- syni kúabúið og snýr sér nú alfarið að hænsnarækt, sem hann hafði þó alltaf haft að einhveiju leyti með hinu. Hann kaupir búr og er geysilega duglegur við þá vinnu og ég hygg að fáir munu hafa tekið honum fram í dugnaði og hörku við sjálfan sig eftir að fæturnir fóru að bila. Ekki var nú líf hans alltaf dans á rósum, en hann var þannig skapi farinn að hann lét það aldrei smækka sig. Við Guðlaugur höfðum alltaf mikil og góð viðskipti gegnum árin og bar þá oft ýmislegt skemmti- legt á góma. Hann hafði mikið gaman af að tefla og lifði sig inn í leikinn af líf og sál og átti það til að hugsa þá upphátt: Ja, hvað gerir hann nú við riddarann, skyldi hann drepa peðið? eða, já, jæja. Þessu höfðu menn gaman af, einkum þegar teflt var á mótum og salurinn eitt hljóð svo hvorki heyrðist stuna né hósti. Ekki ólíkt óg hjá Benóný Benónýs- syni skákmeistara þegar svipað stóð á. Guðlaugur hélt vel utan um sitt en gat samt verið örlátur við þá er hann átti bágt með að neita. Farðu vel, gamli vinur, og hafðu þökk fyrir allt. Sigmundur Andrésson. GUÐLAUGUR GUTTORMSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.