Morgunblaðið - 13.04.1996, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 39
EIRÍKUR HAMALL
ÞORS TEINSSON
-4- Eiríkur Hamall
‘ Þorsteinsson
fæddist í Ósló 16.
september 1964.
Hann lést 8. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
Steingerður Þor-
steinsdóttir og Þor-
steinn Guðjónsson.
Eiríkur ólst upp hjá
foreldrum sínum í
Reykjavík og Kópa-
vogi, ásamt bræð-
rum sínum tveim,
Gaut og Þorsteini.
Eiríkur varð stúd-
ent frá MR 1983. Hann lauk
B.S. prófi í eðlisfræði við Há-
skóla Islands vorið 1987, og
kenndi stærðfræði við MR
1987-1988. Eiríkur varð
Diplom-Physiker í kennilegri
eðlisfræði við Hamborgarhá-
skóla 1994. Hann var kennari
við framhaldsskólann á Laug-
um veturinn 1995-1996.
Minningarathöfn um Eirík
verður í Reykholtskirkju í dag
og hefst klukkan 14.
Fyrstu minningar mínar um Ei-
rík bróður minn eru bundnar leik
og starfi á Úlfsstöðum í Borgar-
firði, þar sem við báðir dvöldum
að sumarlagi um margra ára skeið.
Við sóttum kýrnar, rákum kindur
úr túninu og komum heyjum í
hlöðu ásamt frændfólki okkar. Á
f kvöldin var farið í boltaleik eða
setið á tali við Þorstein afa um
* uppruna og eðli lífsins og allrar
I tilveru. Bróðir minn varð, eins og
margir aðrir, fyrir miklum og góð-
um áhrifum af afa sínum og bjó
að þeim æ síðan. Samband hans
við önnur ættmenni var einnig
náið og gott og er óhætt að segja
að öllum hafi líkað við hann vel.
Hann fékk snemma á sig orð fyrir
heiðarleik og sannsögli og þróuð-
! ust þeir eiginleikar með honum frá
{ bernsku til dauðadags. Ávallt sýndi
J hann drenglyndi í samskiptum við
annað fólk, hallmælti engum og
tók málstað þeirra, sem minna
máttu sín.
Skólaganga Eiríks
var alllöng orðin, þeg-
ar fráfall hans bar að.
Barnaskólanám
stundaði hann í Kópa-
vogi og nam þar einn-
ig um skeið fiðlu- og
píanóleik. Síðan lá
leiðin í Menntaskól-
ann í Reykjavík og tók
þá hugur hans að
hneigjast að raun-
greinanámi, þótt
segja mætti að hann
væri nokkuð jafnvígur
á allar greinar. Hann
eignaðist ágæta vini í menntaskól-
anum og minntist námsáranna við
þá stofnun sem einhverra hinna
bestu á sinni ævi. Var oft á heim-
ili okkar rætt um hinn gamla, góða
skóla, því faðir okkar tók þaðan
stúdentspróf, líkt og Eiríkur, og
báðir stunduðum við bræðurnir þar
kennslu um skeið er við höfum
lokið námi okkar við Háskóla ís-
lands.
Eiríkur stundaði eðlisfræðinám
við Háskóla íslands og náði þar
ágætu sambandi við samstúdenta
og kennara. Hann var vandvirkur
við nám sitt, líkt og annað, sem
hann tók sér fyrir hendur og lagði
ávallt áherslu á að skilja viðfangs-
efni sín frá grunni. Var það ríkur
þáttur í eðli hans að hugsa sjálf-
stætt og leggja eigið mat á fræði-
kenningar þær, sem hann braut til
mergjar á námsárunum. Sumar-
störf vann hann á þessu tímabili í
fiskiðjuverum á Stokkseyri og Flat-
eyri og síðar við Raunvísindastofn-
un. Frístundunum fækkaði með
árunum, en þó gafst við og við
tækifæri til að slást í för með
bræðrum og frændum, þegar haldið
var i útilegu á Arnarvatnsheiði.
Hann hreifst af fegurðinni á þeim
slóðum og vildi heldur stunda nátt-
úruskoðun en taka þátt í silungs-
veiðum. Oft horfði hann til jöklanna
hvítu í íjarska og eignaði sér stund-
um Eiríksjökul í gamni.
Þegar bróðir minn hélt til fram-
haldsnáms í Hamborg var ég við
MIIMIMIIMGAR
nám og störf í Kaupmannahöfn og
hittumst við þá stundum til að bera
saman bækur okkar. Og þegar ég
var kominn til starfa í Bremerhaven
haustið 1992 var styttra á milli
okkar en áður og heimsóttum við
hvor annan reglulega. Hann var
þá orðinn vel kunnugur þýsku þjóð-
lífi, menningu og hugsunarhætti
eftir nokkuiTa ára dvöl í Hamborg
og miðlaði mér af reynslu sinni og
þekkingu. Fórum við margar ferðir
saman á listasöfn og í tónleikahús
og töluðum um heimspeki og vís-
indi. Kynntist ég honum betur á
þessu tímabili en nokkru sinni áður
og má segja, að mér hafi þá fyrst
orðið fullljóst, hversu merkilegur
maður hann var.
Eiríkur var hógvær maður og
flíkaði lítt tilfinningum sínum.
Hann var góðmenni og næmur í
lund og sýndi áhuga öllu því, sem
háleitt er og fagurt. Hann lagði
stund á menntir og menningu
hverskonar og heyjaði sér fróðleik
úr öllum áttum. íslensk fornrit voru
honum hugstæð og yndi hafði hann
af ljóðum Jónasar Hallgrímssonar
og annarra góðskálda. Og eins og
mörg ættmenni hans hafa gert
lagði hann stund á kenningar þær,
sem dr. Helgi fyeturss bar fram í
Nýalsritum sínum fyrr á öldinni og
hafði hugsað sér að vinna að rann-
sókn og kynningu þeirra rita í fram-
tíð.
Bróðir minn gekk ekki heill til
skógar síðustu þrjú ár ævi sinnar.
Sjúkdómsins kenndi hann fyrst er
hann var iangt kominn með nám
sitt í Hamborg, sem honum þó tókst
að ljúka þrátt fyrir veikindin. Hann
tók veikindum sínum af æðruleysi
og stefndi ávallt að því að ná fullum
bata á ný. Nokkru eftir heimkom-
una bauðst honum kennslustarf á
Laugum í Þingeyjarsýslu og gekk
honum þar allt í haginn nú í vetur,
þar til reiðarslagið kom skyndilega
hinn 8. apríl sl. Missir hans er okk-
ur nánustu ættingjum hans mjög
þungbær, en minningin um góðan
dreng, sem öllum vildi vel, mun lifa
í hugua okkar. Við munum einnig
minnast þess, að margir studdu
Eirík á margvíslegan hátt í veikind-
um hans og sýndu honum tryggð
og vináttu og vil ég fyrir hönd
ættingja færa þeim öllum bestu
þakkir. Okkur hefur á þessum erfið-
leikatímum orðið það betur ljóst en
SIGRÚN
< SIG URÐARDÓTTIR
Sigrún Sigurðardóttir
fæddist á Dalvík 10. októ-
ber 1916. Hún lést á Sjúkra-
húsi Seyðisfjarðar 10. mars
síðastliðinn og fór útförin
fram frá Seyðisfjarðarkirkju
16. mars.
Móðir mín er látin. Sjúkdóminn
I bar brátt að og skyndilega var öllu
lokið. En minningarnar lifa. Við
systkinin ólumst upp á Siglufirði
I á Lindargötu 20 í góðu yfirlæti.
Þar var reglusemi í hávegum höfð.
Allt var hreint og strokið. Svo var
mömmu fyrir að þakka, en hún
starfaði utan heimilis alltaf við
fiskvinnslu og síld. Vinnudagurinn
hófst kl. 7 að morgni og lauk um
kl. 7 að kvöldi. Oft var unnið um
helgar. Á meðan ég ólst upp tók
1 móðir mín aldrei sumarfrí. Það var
I vinna og aftur vinna. En heimilið
i glansaði samt sem áður. Alltaf
voru til heimabakaðar kökur og
hádegismatur var á slaginu 12,
heitur matur, og ég hljóp heim úr
skólanum til þess að mæta tíman-
lega í hádegismatinn, því að stund-
vísi var ein af reglum heimilisins.
Eg smitaðist af dugnaði mömmu.
Annað var ekki hægt. Krafturinn
I var svo mikill og atorkan að það
sópaði af henni. Alltaf var þvottur-
inn hreinn, svo að vinkonur mínar
I spurðu mig, hvort ég þvæði sjálf.
En ég fékk ekki einu sinni að
snerta ryksuguna hvað þá annað.
Ef hún átti frístund þá var sauma-
vélin tekin fram og hún saumaði
á mig fallega kjóla og kápur, pijón-
aði peysur á okkur systkinin.
Þegar ég var 6 ára gömul lang-
aði mig að prófa að fara í síld með
mömmu. Hún saumaði á mig
síldarpils og ermar, og ég átti að
leggja niður svo langt sem ég náði.
Þetta ævintýri mitt stóð nú stutt,
því að mér fannst ómögulegt að
óhreinka mig í þessu og hætti fljót-
lega. Mamma sagði ekki orð um
alla sína fyrirhöfn heldur hló og
fyrirgaf mér.
Þegar ég stálpaðist færðist síld-
in austur á firði á sumrin. Mamma
fór með. Pabbi varð verkstjóri í
Fiskiðjunni á Seyðisfirði og
mamma saltaði. Hún lét sér ekki
nægja að vera bara í Fiskiðjunni
heldur fór hún á önnur plön og
saltaði þar líka. Aldrei kvartaði
hún um þreytu. Krafturinn var svo
mikill að hún varð síldardrottning
á Seyðisfirði sumarið 1965.
Ég vann um þetta leyti yfir sum-
arið í verslun en skrapp í síld um
helgar. Þá gætti ég þess að standa
ekki nálægt mömmu. Einu sinni
prófaði ég það og ætlaði í kapp
við hana en það endaði með því
að ég skar mig í fingur í öllum
látunum, enda tæmdist síldin svo
fljótt úr kassanum þar sem
mamma stóð.
Árið 1977 fluttust foreldrar
mínir til Seyðisfjarðar og keyptu
sér einbýlishús þar. Síldin var þá
reyndar að hverfa en eitthvað var
um fiskvinnslu. Mamma tók þátt
í því í nokkur ár, en þegar um
hægðist varð hún eirðarlaus. Þá
var barnabarnabörnunum tekið að
fjölga og nú var setið öllum stund-
um við pijónaskap og sauma. Allir
fengu peysur, sokka og vettlinga.
Alltaf var til á heimilinu nóg af
kökum en þetta var henni ekki
nóg. Hún kvartaði um aðgerðar-
leysi og leti, og ef barnabörnin
komu ekki í heimsókn varð hún
leið.
Síðustu árin hafði hún hægt um
sig, en það átti nú síst við hana.
Vinnuþreyta lét á sér bera og henn-
ar sjúkdómur ágerðist en áfram
var pijónað. Hún gafst ekki upp.
Nú tók föndrið við. Hún fór að
mála myndir og dúka, og það tókst
prýðilega.
í lokin vil ég segja, að allt sem
þessi kona, hún móðir mín, tók sér
fyrir hendur, gerði hún ágætlega
vel og af prýði.
Ég vil síðan þakka öllum þeim,
sem sýndu móður minni hlýhug
við útförina og bið föður mínum
velfarnaðar og góðrar heilsu í ell-
inni. Lifið öll heil.
Lifendum guð minn likna þú,
liðnum þú miskunn gefur.
Veit huggun þeim, sem harma nú
hvíld veita þeim er sefur.
Góðir menn, Drottinn gef þú, að
í góðra manna komi stað,
á öllu ráð einn þú hefur.
(Sveinbj. E.)
Anna G. Jónsdóttir.
nokkur sinni áður, hversu mikils
virði það er að eiga góða að.
Þorsteinn Þorsteinsson.
Kæri félagi. Það er sárt að þurfa
að horfa á eftir þér svo ungum og
bjartsýnum á það sem framtíðin
bar í skauti sér. Sjá á bak þér svo
snemma á vit skapanorna þinna, í
átt til þess sem þú veltir stundum
fyrir þér - hvað tæki við að jarð-
vist lokinni.
Þú, sem varst að búa þig undir
að takast á við ný verkefni, njóta
sumarsins í faðmi dásemda þeirra
sem landið býður okkur upp á hér
á Laugum. Þú, sem varst orðinn
hvers manns hugljúfi og aufúsu-
gestur hvar sem þú komst. Tókst
þátt í lífinu hér með okkur á stutt-
um ferli þínum síðan í haust. Varst
'að vinna sigra á sjálfum þér, um-
hverfi og aðstæðum. Varst að búa
í haginn og koma þér fyrir með
blómlega daga og hækkandi sól í
hugskoti þínu. Síðast í sátt við sjálf-
an þig, guð og menn. Síðan horfinn
á braut og eigin vegi, þótt þú hafir
ekki frekar en við ætlað að Iíf þitt
tæki enda með svo skjótum hætti.
Við þökkum þér kæra samfylgd
og þátttöku í samfélagi sem þú
varst farinn að eygja framtíð þína
í. Söknum þín í návist og samveru,
hláturs þíns og gamanyrða, þagnar
þinnar stundum og lítillætis. Kveðj-
um þig með fátæklegum orðum og
hlýjum hugsunum. Með spum á
vörum, horfum hvert á annað en
spyijum einskis, leitum ekki svara
við því sem ekki er unnt að skýra út.
Farnist þér vel, kæri félagi, í
reginvíddum eilífðarinnar. Megi
góður Guð og helgar vættir styrkja
fjölskyldu þína í djúpri sorg hennar
og söknuði.
F.h. samstarfsfólks og nemenda
Framhaldsskólans á Laugum,
Hjalti Jón Sveinsson.
t
KRISTJÁN Þ. KRISTJÁIMSSON,
frá Bolungarvík,
andaðist í Sjúkrahúsinu í Bolungarvík 11. apríl.
Vandamenn.
t
Elskulegur fósturbróðir og frændi okkar,
SIGURÐUR GUÐBJÖRN EINARSSON,
frá Rúffeyjum,
síðast til heimilis
á Hverfisgötu 16, Rvík,
lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur að kvöldi 11. april.
F.h. annarra ættingja,
Ebba H. Ebenesersdóttir,
Þorlákur Ebenesersson.
t
Elskuleg dóttir okkar og systir,
SIGRÍÐUR HULD KJARTANSDÓTTIR,
Sæbólsbraut 17,
Kópavogi,
lést í Landspítalanum að kvöldi 11.
apríl sl.
Guðrún Sigurðardóttir, Kjartan Stefánsson,
Stefán Kjartansson.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
FINNBOGI FINNBOGASON,
Heiðargerði 1b,
Reykjavík,
lést 21. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Sigurveig Jóhanna Árnadóttir,
Finnbogi Finnbogason,
Jónas Finnbogason,
Edda Finnbogadóttir,
Þráinn Finnbogason
og aðrir aðstandendur.