Morgunblaðið - 13.04.1996, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 13.04.1996, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996 45 BRÉF TIL BLAÐSINS Löggubandið heimsækir félags miðstöðvar Frá Gísla Kr. Skúlasyni: í FEBRÚAR og fram í mars heim- sótti Hljómsveit lögreglunnar í Reykjavík, Löggubandið, félags- miðstöðvar í Reykjavík, Sel- tjarnarnesi og Mosfellsbæ. Tilgangurinn með því var að nálgast unglingana, kynna Iög- regluna og lögreglumanninn og bijóta niður vegginn sem hefur verið á milli unglinga og lögregíu. Þótti okkur þetta takast vel og var aðsóknin, í heildina litið, ágæt þó svo að við hefðum viljað sjá fleiri á sumum stöðunum. Að sögn unglinganna hafði það áhrif á mætinguna að þeir bjugg- ust við þreyttum körlum syngjandi heilræðavísur. Hafi þau ekki búist við lögreglu- mönnum sem spiluðu dúndrandi rökk, röppuðu, fluttu pistla á létt- um nótum, slógu á létta strengi og fluttu leikþátt þar sem lög- reglumenn léku unglinga og ungl- ingar lögreglu. Ekki grunaði þau að lögreglumenn gætu leikið ung- linga á þann hátt sem þeir gerðu þarna. í leikþættinum var sýndur sá misskilningur sem svo oft kemur upp hjá unglingum og reyndar líka hjá þeim fullorðnu í samskiptum við lögreglu. Hápunkturinn á öllu þessu fannst okkur vera umræðurnar í lokin. Þar gátum við útskýrt ýmislegt fyrir unglingunum og komu þeir með margar spurningar. Það sem oftat bar á góma var útivistartíminn, samskipti lögreglu og unglinga, hvað má lögreglan gera og ekki gera, „lögregluof- beldi“ og „unglingavandamálið" svo að eitthvað sé nefnt. Við gátum að vísu ekki rætt einstök atvik vegna þagnarskyldu okkar en við ræddum vítt og breitt um starf lögreglunnar og uppgötv- uðu unglingarnir margt sem þeir vissu ekki áður. Það kom okkur að vísu á óvart hvað sumir unglinganna gerðu sér miklar ranghugmyndir um lög- regluna. Oft er talað um unglingavanda- málið en að okkar áliti er það heldur ódýr Iausn að afgreiða málið þannig. Það er ekkert ungl- ingavandamál til að okkar mati og eins og einn unglingurinn sagði væru þetta einhveijar tröllasögur sem margir væru til- búnir að trúa. Sögðum við unglingunum að álíka tröllasögur væru til um lög- regluna sem ótrúlega margir væru tilbúnir að gleypa við. Hvað varðar samskipti unglinga og logreglu komumst við, þ.e.a.s. unglingarnir og lögreglumennirn- ir, að þeirri sameiginlegu niður- stöðu að þetta væri spuming um mannleg samskipti. Hver og einn á að dæma fyrir sig sjálfan og draga eigin ályktanir í stað þess að gleypa við einhveijum trölla- sögum. Hugmyndin að þessari dagskrá kviknaði um mitt ár 1995 og var þá þessi mikla umræða um vímu- efnavandann ekki byijuð. Við sigldum síðan, alveg óvart, inn í þessa umræðu. Okkar hugmynd var ekki sú að fara út í harðan áróður gegn áfengi og eiturlyfjum, þó svo að við þekkjum nokkuð vel til á þeim slóðum. Við teljum áróður vera mjög vandmeðfarinn og má hann ekki vera of mikill, og náttúrulega ekki of lítill, því þá verður hann ómark- viss, missir marks og skemmir ef eitthvað er. Við vildum byija á því að und- irbúa jarðveginn áður en við byijuðum að sá, þ.e.a.s. kynna þá aðila sem myndu síðar miðla þekk- ingu um málefnið út frá reynslu sinni. Þannig myndu unglingarnir hugsanlega meðtaka boðskapinn betur án fordóma gagnvart þeim sem kæmu til með að flytja hann, þ.e.a.s. lögreglunni í þessu tilfelli. Við teljum okkur hafa gert það að einhveiju leyti með þessari dag- skrá þó svo að við hefðum ekki farið víða. Þetta er þó byijun sem lofar góðu. Hvað við komum til með að gera í framtíðinni er óráðið. Ekki vantar viðfangsefnin og hugmynd- irnar. Má t.d. nefna það að félag- arnir í Mótorsmiðjunni, að öllum öðrum ólöstuðum, eru að gera stórkostlega hluti og væri hægt að gera ýmislegt í samvinnu við þá svo og forvarnadeild lögregl- unnar. Þetta er bara lítið dæmi sem ég nefni hér og eru margir aðrir að gera svipaða hluti og ef kraftar allra væru nýttir sameiginlega, á skipulegan hátt, væri hægt að gera stórkostlega hluti. T.d. er landsbyggðin algjörlega óplægður akur hvað okkur varðar. En eins og með allt er þetta spurning um fjármagn og tíma. Er það okkar von að við getum haldið áfram að heimsækja ung- linga, og einnig fullorðna, og spil- að tónlist og miðlað fróðleik og þekkingu þeim til yndisauka og uppfræðslu. GÍSLIKR. SKÚLASON, lögreglumaður í Reykjavík. -kjarni málsins! MESSUR Á MORGUN ASKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Ferming og altarisganga kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta í Bústöðum kl. 11. Ferm- ingarmessa kl. 10.30. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn Fl. Friðriksson. Eftir messuna verður fundur í Safnað- arfélaginu. Þar mun Þorsteinn Gunnarsson arkitekt segja frá Hólakirkju og endurþyggingu hennar. Bar'nastarf í safnaðar- heimilinu kl. 11 og í Vesturbæjar- skóla kl. 13. Ferming og altaris- ganga kl. 14. Prestarnir. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. Organisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Fermingar- messur með altarisgöngu kl. 10.30 og kl. 14. Prestar sr. Halldór S. Gröndal og sr. Kjartan Örn Sigur- þjörnsson. Organisti Árni Arin- þjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fermingar- messa kl. 11. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Karl Sigurþjörnsson og sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Barnastarf á sama tíma. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Helga Soffía Kon- ráðsdóttir. Ferming kl. 13.30. Org- anisti Pavel Manasek. Prestarnir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Fermingarmessa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristins- son. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju syngur. Barna- guðsþjónusta í safnaðarheimilinu á sama tíma í umsjá Sóleyjar Stef- ánsdóttur. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Barnastarf á sama tíma. Fermingarmessa kl. 13.30. Félagar úr Kór Laugarneskirkju syngja. Organisti Gunnar Gunn- arsson. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Opið hús frá kl. 10. Munið kirkjubílinn. Fermingarmessa kl. 11. Prestarnir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Ferming- arguðsþjónusta kl. 14. Barnastarf á sama tíma. SELTJARNARNESKIRKJA: Ferm- ingarmessur kl. 10.30 og kl. 13.30. Organisti Vera Gulasciova. Prestar sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir og sr. Hildur Sigurðardóttir. Barna- starf kl. 11. í umsjá Elínborgar Sturludóttur. Börnin gangi inn niðri. ÁRBÆJARKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta kl. 11. Altarisganga. Organleikari Sigrún Steingríms- dóttir. Barnaguðsþjónusta kl. 13. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- Guðspjall dagsins: Jesús kom að luktum dyrum. (Jóh. 20.) þjónusta kl. 11. Fermingarguðs- þjónusta kl. 13.30. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jón- asson. DIGRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Smári Óla- son. Gunnar Sigurjónsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Ragn- ar Schram. Ferming kl. 14. Altaris- ganga. Prestur sr. Hreinn Hjartar- son. Organisti Lenka Máteóva. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- guðöþjónusta kl. 11. Umsjón Hjört- ur og Rúna. Fermingarguðsþjón- usta kl. 13.30. Altarisganga. Órg- anisti Ágúst Ármann Þorláksson. Prestarnir. HJALLAKIRKJA: Fermingarmessa kl. 10.30. Kór kirkjunnar syngur. Barnaguðsþjónusta kl. 13 í umsjá sr. Bryndísar Möllu og Dóru Guð- rúnar. Kór yngri barna Snælands- skóla syngur undir stjórn Heiðrún- ar Hákonardóttur. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Kyrrðar- stund kl. 21 í umsjá safnaðarfé- lagsins. Kyrrð, íhugun og bæn. Allir velkomnir. Kristján Einar Þor- varðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Börn úr Kárs- nesskóla syngja undir stjórn Þór- unnar Björnsdóttur kórstjóra. Org- anisti Örn Falkner. Ægir Fr. Sigur- geirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Org- anisti Kjartan Sigurjónsson. Sókn- arprestur. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guðs- þjónusta kl. 14. Ferming. Organ- isti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. KFUM og KFUK, v/Holtaveg: Samkoma á morgun kl. 17. Ræðu- maður: Ástríður Haraldsdóttir. Barnasamverur á sama tíma. Veit- ingar seldar eftir samkomu. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11 á sunnudögum. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræð- issamkoma sunnudag kl. 20. Elsa- bet Daníelsdóttir talar. MOSFELLSKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta kl. 13.30. Jón Þor- steinsson. VÍDALÍNSKIRJA: Fermingarguðs- þjónusta kl. 10.30. Bragi Friðriks- son. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Fermingar- guðsþjónusta kl. 10. Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 14. Fimm ára börn sérstaklega boðin velkomin. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón sr. Þórhildur Ólafs. Munið skólabílinn. Fermingarmessa kl. 10.30 og kl. 14. Flautuleikur Gunnar Gunnars- son. Prestar sr. Gunnþór Ingason og sr. Þórhildur Ólafs. Organleik- ari Ólafur W. Finnsson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði:Barna- samkoma kl. 11. Fermingarmessa kl. 13.30. Orgel- og kórstjórn Krist- jana Þ. Ásgeirsdóttir. Einar Eyjólfs- son. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnudaga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. KÁLFATJARNARKIRKJA: Ferm- ingarguðsþjónusta kl. 13.30. Bragi Friðriksson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 14. Ferming. Sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 14. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Úlfar Guð- mundsson. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Fermingarguðsþjónusta kl. 11 og kl. 14. AKRANESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta laugardag kl. 11. Stjórn- andi Sigurður Grétar Sigurðsson. Fermingarguðsþjónustur sunnu- dag kl. 11 og kl. 14. Björn Jóns- son. Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík Guðþjónusta kl. 14.00. Fermd verður: Berglind Hildur Ágústsdóttir, GrjitaseB 4. Þriðjudag kl. 16.00. Kátir krakkar, starf fyrir 8-12 ára. A

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.