Morgunblaðið - 13.04.1996, Page 46
46 LAUGARDAGUR 13. APRÍL 1996
MORGUNBLAÐIÐ
GuÖœundm Rapn Gemöal
vcemanleqm poKseTapiacnhjóðandi
Stefnuskrá, 6. liður af 12:
„Að styðja vistvæna ræktun.“
itm-----sa
Breskir seljendur meö
mikið vöruúrval á frábœru verði. Peysur,
sloppar, buxur, skyrtur, antikvara og margt fleira.
QBenni hinn gódi í grillstadi
■ ..og býður úrval af grillkjöti á frábæru Kolaportsverði
■ Nú eru páskamir búnir og tími til að taka fram grillið og fá sér góða
grillmáltíð í góða vcðrínu um helgina (vonandi snjóar ekki). Um þessa
helgi verður Benni hinn kjötgóði með mikið úrval af grillkjöti á frábæm
. verði og landsfræga áleggið sitt á verði sem passar svo vel fyrir þig.
0 Sprengiverd - f san kr. 99 kg.
■ ..1 kq af ýsuflökum og 1 frítt - 5. kg smáýsuflök kr. 985,-
Sprengitilboð á ýsu kr. 99. kg. og tilboð á ýsuflökunum, þú greiðir eitt kg
og færð annað ókeypis. Helgartuboðið er 5 kg pakkn. af smáýsuflökum
á kr. 985,- (197 kr. kg). Einnig glæný stórlúða, rauðmagi, taðreyktur
rauðmagi, söltuð grásleppa, smokkfiskur, hvalkjöt og sjósiginn fiskur.
KOLAPORTIÐ
Opið laugardag og sunnudag kl. 11-17
Á sunnudaginn
svörum við
í einu númeri
5251000
Aöfararnótt simnudagsins 14. apríl tengir
Sjúkrahús Reykjavíkur saman símstöðvar sínar
í Fossvogi og á Landakoti í eitt númer, 525 1000.
Vegna þessara breytinga geta truflanir átt sér stað
á símakerfinu frá kl. 02:00 til 05:00.
ÍDAG
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Söngklúbbur í
Reykjanesbæ
í VETUR hefur verið starf-
ræktur söngklúbbur í
Reykjanesbæ. Við hittumst
annað hvert föstudags-
kvöld í tjaldmiðstöðinni
Stekk rétt við stórmarkað-
inn Samkaup og syngjum
saman, spjöllum saman og
kennum hvert öðru lög og
texta. Leikið er undir á
gítara, ásláttarhljóðfæri og
stundum einnig bassa.
Þegar best lætur eru 3 gít-
arar og bassi, bongó-
tromma og tambúrína.
U.þ.b. 15 manns hafa
mætt í hvert sinn, en þegar
flestir komu voru það um
40 manns. Á síðasta söng-
kvöldi var ákveðið að
klúbburinn skyldi heita
Uppsigling.
Ollum er velkomið að líta
inn, hlusta og taka lagið
eins og þeim sjálfum sýn-
ist. Þeir sem eiga skemmti-
lega texta ættu að taka
þá með. Þeir sem treysta
sér til að leika með á hljóð-
færi ættu endilega að taka
það með, hvort sem það
er gítar, harmóníka,
tromma, fiðla, flauta eða
eitthvað annað. Allar nán-
ari upplýsingar eru veittar
í síma 421 3941.
Ragnheiður og
Þorvaldur Orn.
Þakkir til Gísla
MIG LANGAR að þakka
Gísla S. Einarssyni, þing-
manni Vesturlands, fyrir
þingsályktunartillögu sem
hann lagði fyrir Alþingi
þess efnis að hækka beri
lágmarklaun í 80.000
krónur og að hámarkslaun
mættu ekki vera hærri en
sexföld lágmarkslaun.
Einnig finnst mér Þór-
arinn V. Þórarinsson tala
ómaklega til hans þegar
hann segir að hann sé bara
að auglýsa sjálfan með
þessu frumvarpi og gera
lítið úr hugsjónum hans.
Sigurður Sveinsson.
Tapað/fundið
Týndurjakki á
Kanaríeyjum
Stúlkan, sem var að leita
að jakkanum sínu í flug-
stöðinni á Kanaríeyjum á
heimleið 27. mars sl., er
beðin að hringja í síma
551.2459.
Hringur
tapaðist
GULLHRINGUR tapaðist
miðvikudaginn 3. apríl í
Fjarðarkaupum eða versl-
unarmiðstöð Miðbæjar
Hafnarijarðar. Hafi ein-
hver fundið hringinn er
hann beðinn að hringja í
síma 424 6645 eftir kl. 19.
Keðjuúr
tapaðist
GULLÚR í hálskeðju tap-
aðist þriðjudaginn 9. apríl,
gæti hugsanlega hafa verið
í kringum Landspítalann
eða Kringluna að Pfaff á
Grensásveginum. Finnandi
er vinsamlega beðinn að
hringja í síma 560 1375
fyrir hádegi eða 551 3938
eftir hádegi. '
Golfkylfur
töpuðust
TVÆR golfkylfur af gerð-
inni Ping-zing með grafít-
skafti, nr. 8 og 9, töpuðust
fyrir skömmu. Þær eru
merktar á hausi „S.
Sveinsson". Hafi einhver
fundið kylfurnar er hann
beðinn að hringja í síma
568 5784 eða 552 9900.
Sessa úr stól
fannst
BLÁ sessa úr Trip-Trap
stól fannst í Hamraborg
fyrir nokkru. Uppl. í síma
564 2697.
Lotta er týnd
LOTTA er ljósgrá persnesk
læða og á heima í Lindar-
hvammi 2 í Hafnarfirði.
Hún fór í heimsókn í Reyk-
ás 33 föstudaginn 29. mars
sl., en slapp þaðan út og
hefur ætlað heim til sín en
ekki ratað. Hafi einhver
orðið ferða hennar vár er
hann vinsamlega beðinn að
hringja í síma 555 0141.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Hvítur leikur
og vinnur
SÆNSKI stórmeistarinn
Ulf Andersson (2.630) er
með gætnustu skákmönn-
um allra tíma og bregður
sér sjaldan í hlutverk bragð-
arefsins. En hér hafði eitt-
hvað farið úrskeiðis hjá Úlfi
í stöðuuppbyggingunni og
ekki um annað að ræða en
að plata andstæðinginn sem
var í tímahraki. Það tókst,
hollenski stórmeistarinn
Friso Nijboer (2.475) lék
síðast 35. — Df2-f6?? í stað-
inn fyrir 35. — Df5 og And-
ersson vann glæsilega:
36. Hf4!! - Dxf4 37.
Bd5+ - Df7 37.
Dxg6+ og svartur
gafst upp. Skákin var
tefld á Kloster mótinu
í Ter Apel í Hollandi,
sem lauk fyrir mánaða-
mótin og hún færði
Svíanum sigurinn á
mótinu:
1. Andersson 3 Vi v. af
5 mögulegum, 2. Pre-
drag Nikolic, Bosníu 3
v. 3-4. Nijboer og Peter
Svidler, Rússlandi 2 Vi
v. 5. Peter Leko, Ungveija-
landi 2 v. 6. Lembit Oll,
Eistlandi \Vi v.
Hraðskákmót Hellis fer
fram mánudagskvöldið 15.
apríl kl. 20 í Menningar-
miðstöðinni Gerðubergi í
Breiðholti. Tefldar verða 5
mínútna skákir, 7x2 um-
ferðir, hverteflir 14 skákir.
Verðlaun 5 þús, 3 þús og
2 þús.
HÖGNIHREKKVÍSI
S J Ú KRAH Ú S
REYKJAVÍ KUR
Víkveiji skrifar...
EKKI fer á milli mála að þeim
fjölgar stöðugt sem hjóla í og
úr vinnu eða í og úr skóla. Fyrir
nokkrum árum heyrði það til undan-
tekninga að fólk sæist hjólandi en
nú má stöðugt sjá fjölda fjölks hjól-
andi um götur borgarinnar. Tvennt
veldur líklega þessari byltingu öðru
fremur. í fyrsta lagi hefur aðstaða
hjólreiðamanna á höfuðborgar-
svæðinu batnað stórlega með til-
komu nýrra göngu- og hjólreiða-
stíga. Það er þó enn langt í það
að aðstæður til hjólreiða almenn-
ings verði jafngóðar og í nágranna-
ríkjunum. Borgarskipulag hefur
alltof lengi verið miðað við þarfir
ökumanna einvörðungu en lítið tillit
verið tekið til gangandi vegfarenda
og hjólreiðamanna.
xxx
ÞETTA er miður þar sem auðvit-
að ætti að haga málum þann-
ig að fólk væri hvatt til að nota
aðra samgöngumáta en mengandi
ökutæki. Það er hollt og hressandi
að ganga eða hjóla og að auki er
það mikið öryggisatriði fyrir börn
á skólaaldri að þurfa ekki að ganga
eða hjóla yfir fjölfarnar götur á leið
sinni í skólann. En það sem hefur
líklega valdið einna mestu bylting-
unni varðandi hjólreiðar á Islandi
er tilkoma fjallahjólanna. Þessi
harðgerðu hjól eru tilvalin fyrir ís-
lenskar aðstæður eða öllu frekar
aðstöðuleysi. Að sama skapi henta
þau betur íslenskri veðráttu en aðr-
ar tegundir hjóla þó svo að veðrið
verði líklega um alla framtíð það
sem helst mun aftra mönnurn frá
því að skilja bílinn eftir heima.
xxx
ERSLANAMIÐSTÖÐIN
Kringlan virðist vera sama-
staður margra unglinga, sem halda
sig þar i hópum. Um það er auðvit-
að ekkert nema gott að segja, enda
er þetta lífsglatt og snyrtilegt fólk
upp til hópa. Víkverja, sem á dag-
lega erindi í Kringluna, hefur þó
komið mjög á óvart hvers konar
hegðun einstaka sauður í hjörðinni
telur sig geta komist upp með þar
innan dyra. Víkveiji hefur orðið
vitni að því að einhverjir gúmmí-
töffarar hræki á gólfið, hendi rusli
þar sem þeir standa og veitist að
eldra fólki með afkáralegum til-
burðum. Þetta vekur í fyrsta lagi
upp spurningar um það, hvað for-
ráðamenn Kringlunnar telja við
hæfi að láta viðgangast þar inni —
í flestum fyrirtækjum yrði
komplexeruðum töffurum með
stæla fleygt út. I öðru lagi er þetta
tilefni til að velta fyrir sér stöðu
uppeldismála á sumum heimilum.
Fyrst og fremst er það hins vegar
fyrir neðan virðingu unga fólksins
að láta svona. Það er kominn tími
til að sá stóri meirihluti unglinga,
sem er til fyrirmyndar, taki svörtu
sauðina í gegn fyrir að spilla fyrir
heildinni.