Morgunblaðið - 17.04.1996, Síða 8

Morgunblaðið - 17.04.1996, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skybanakönnun Gallups vegna forsetaframbobs: ' " Olafur Ragnar meb / langbestu útkomuna JÚ, jú, Ólafur minn, það er nóg pláss fyrir skjóðuræfilinn. Það er ekki svo lítið búið að endurbæta og stækka pleisið . . . Ríkisspítalar kanna lagalega stöðu mála Líklega í mál vegna salmonellusýkingar GUÐMUNDUR G. Þórarinsson, stjórnarformaður Ríkisspítalanna, segir að margt bendi til að spítal- inn muni fara í mál við Samsölu- bakarí vegna salmonellu-sýkingar meðal sjúklinga og starfsmanna en bakaríið sá spítalanum fyrir tjómabollum á bolludaginn. Kristín Guðmundsdóttir, formaður sjúkra- liðafélagsins, segir að félagið muni krefjast þess að ríkisspítalar skoði málið. Guðmundur sagði að enn hafi ekki verið tekin endanleg ákvörð- un um málshöfðun. „Við höfum falið okkar lögfræð- ingi að kanna málið og falið okkar sérfræðingum að meta það tjón sem Landspítalinn hefur orðið fyr- ir. Matið hefur farið fram og þessi lögfræðilega könnun og undirbún- ingur að málinu eru í vinnslu. Það svona bendir margt til að Landsp- ítalinn muni leita réttar síns og að mál verði höfðað. En það er ekki búið að taka endanlega af- stöðu.“ Bætur til starfsmanna Guðmundur sagði varhugavert að tjá sig um bætur til starfs- manna. Tveir starfsmenn væru enn veikir og í veikindaleyfi og þar af leiðandi á launum. „Um afstöðu einstakra aðila í þessu þori ég ekki að tjá mig,“ sagði hann. „Það mun sjálfsagt hver einstaklingur skoða sína stöðu. Við tökum afstöðu út frá hagsmunum sjálfs spítalans.“ Misveikir starfsmenn Kristín Guðmundsdóttir, for- maður Sjúkraliðafélagsins, segir að félagið hafi eins og önnur stétt- arfélög kannað viðbrögð Ríkis- spítalanna en ekki lagt fram kæru. „Við komum til með að gera kröfu um að málið verði skoðað með tilliti til hvers og eins einstakl- ings,“ sagði hún. „Þeir sem hafa sýkst hafa sýkst á mismunandi hátt. Sumir eru varanlega veikir og aðrir eru búnir að ná sér og hafa orðið fyrir minni háttar vandamálum.“ Kristín sagði að starfsmenn hefðu sinn veikindarétt en spurn- ingin væri hvort Iíta mætti á sýk- inguna sem vinnuslys. -----» ♦ ♦---- Dýpkun hafna Snæfellsbæjar Björgun með lægsta tilboð BJÖRGUN ehf. á lægsta tilboðið í dýpkun hafnanna á Rifi og í Ólafsvík. Býðst fyrirtækið til að vinna verkið fyrir 14,8 milljónir króna sem er 68% af kostnaðaráætlun, er hljóðar upp á 21,7 milljónir króna. Vita- og hafnamálastofnun býð- ur verkið út. Dýpka á í hafnar- mynninu á Rifi og í Ólafsvík á að dýpka innan við nýja gijótgarðinn. I báðum tilvikum er um það að ræða að dýpka þarf vegna sands, sem hefur verið að berast að hafn- armynninu á undanförnum árum. Framkvæmdastjóri OECD í heimsókn JEAN-CLAUDE Paye, aðal- framkvæmdastjóri Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, kom til ísland í gærkvöldi í boði Halldórs Asgrímssonar, utanrík- isráðherra. Aðalframkvæmdastjórinn mun í dag eiga fundi með forsæt- isráðherra, utanríkisráðherra og öðrum ráðherrum er fjalla um afmörkuð málefni OECD. Þá mun hann eiga fund með efnahags- og viðskiptanefnd AI- þingis og bankastjórum Seðla- banka íslands og forstjóra Þjóð- hagsstofnunar. A þessum fund- um mun aðalframkvæmdastjór- inn m.a. gefa yfirlit yfir ástand efnahagsmála í aðildarríkjum OECD, skýra frá undirbúningi ráðherrafundar stofnunarinnar í næsta mánuði og greina frá helstu verkefnum sem OECD vinnur að um þessar mundir. IMorðurlandamót í matreiðslu Þróunin í matargerðinni er spennandi Sturla Birgisson STURLA Birgisson, yfir- kokkur í Perlunni, er fulitrúi íslands á fyrsta Norðurlandamótinu í matreiðslu, sem haldið verður í Álesund í Noregi dagana 2.-4. maí. Upp á hvaða rétti ætlar þú að bjóða í keppninni? Samkvæmt reglum keppn- innar verður að styðjast við fyrirfram ákveðin hráefni. Forrétturinn á að byggjast á laxi, aðalrétturinn hreindýri og eftirrétturinn skógarbeij- um. Matseðillinn sem ég 'nef sett saman fyrir keppnina iít- ur þannig út að í forrétt er férskur lax með laxamousse, grillaðri hörpuskel, krækling, kryddjurtasósu og tóm- atsmjörsósu, í aðalrétt hrein- dýr með villisósu, ostrusveppum, epli í calvados, sneiddum og bökuð- um kartöflum og í eftirrétt Ani- sparfait með brómbeijasósu. - Hvernig gengur svo keppnin fyrir sig? Keppnin byijar átta um morgun- inn og klukkan 13 eigum við að bera fram forrétt fyrir tólf manns. Sjö réttir eru fyrir dómara og myndatöku en fímm eru bomir fram á fötum fyrir gesti. Síðan gengur þetta svona fyrir sig koll af kolli með nýjum rétt á hálftíma fresti. Við mat á réttunum er tekið mið af átta atriðum og hægt að fá hæst hundrað stig í heildina. Fyrir frumleika, útfærslu, framsetningu, hráefnisnýtingu og tækni er hægt að fá allt að tíu stig fyrir hvem lið, fyrir bragð allt að íjömtíu stig og allt að fimm stig fyrir tímasetn- ingu og fagleg vinnubrögð. Dómarar koma frá öllum Norð- urlöndunum og er Jakob H. Magn- ússon, formaður Klúbbs mat- reiðslumeistara, fulltrúi íslands í dómnefndinni. - Hvernig fmnst þér þú vera undir keppnina búinn? Mjög vel að því leyti sem ég get undirbúið mig. Auðvitað tekur maður ekki síst þátt í þessari keppni til að fá þjálfun. Hver keppni gefur manni ákveðna reynslu. Fyr- ir keppnina hefur maður undirbúið sig niður í minnsta smáatriði varð- andi framkvæmdina og ef maður fer nákvæmlega eftir þeirri tímaá- ætlun á ekkert að geta farið úr- skeiðis. Andstæðingarnir eru hins vegar mjög sterkir og má nefna að norski keppandinn er fulltrúi í norska kokkalandsliðinu, er ávallt hefur komið vel út á ólympíuleikunum í matreiðslu. - Hvernig standa íslenskir mat- reiðslumenn að þínu rnati í saman- burði við erlenda starfsbræður? Við stöndum nokkuð sterkt. ís- lenskir kokkar fylgjast gífurlega vel með straumum og stefnum í alþjóðlegri matargerð og við vitum upp á hár hvað er að gerast í t.d. Bret- landi, Bandaríkjunum og Frakk- landi. Það virðist það sama eiga við og um fatatískuna að íslending- ar standi framarlega vegna þess hve vel þeir fylgjast með tísku- straumum. Þetta er einhver metnaður hjá okkur íslendingum. Mér fínnst líka sem við íslendingar séum að vakna til lífsins í þessum efnum og famir að bera meiri virðingu fyrir íslensku hráefni, hvort sem það er lamb eða ostar. Við nýtum betur það sem ► Sturla Birgisson er fæddur í Reykjavík árið 1963. Hann út- skrifaðist sem matreiðsluniaður úr Hótel- og veitingaskóla ís- lands árið 1985. Að loknu námi hélt hann til Bandaríkjanna og starfaði fyrst í hálft ár á Columb- ia Gorge Hotel í Oregon og síðan í eitt ár sem yfirkokkur á frönsk- um veitingastað í bænum Carmel í Kaliforníu. Sumarið 1988 starf- aði hann sem kokkur á Hótel Örk í Hveragerði og frá haustinu 1988 í tvö ár á Lækjarbrekku. Hann starfaði í mánuð á þriggja stjörnu Michelin-veitingastað Roger Vergés, Moulin de Moug- ins, í bænum Mougins norður af Cannes í Frakklandi og rak veit- ingastaðinn Punkt og pasta við Amtmannsstíg í tvö ár. Sturla hóf störf sem kokkur í Perlunni vorið 1992 og tók við starfi yfir- kokks árið 1994. Hann var kjör- inn Matreiðslumaður ársins á síðasta ári og hefur verið í kokkalandsliðinu 1993-1996. við höfum í stað þess að sækja stöðugt hráefni til útlanda. íslenska lambakjötið er auðvitað drauma- hráefni fyrir matreiðslumenn. - En hvemig er framtíðin varð- andi matargerðina hér á landi? Ég tel hiklaust að spennandi tímar séu í vændum. Matargerðin á eftir að batna enn frekar með til dæmis þátttöku íslenskra mat- reiðslumanna í keppni af ýmsu tagi, þar sem miklar kröfur eru gerðar. Menn verða að standa undir þeim kröfum og matargerðin verður betri fyrir vikið. Þá skiptir það miklu máli að heildsalar eru famir að standa sig mun betur varðandi inn- flutning á spennandi hráefni á borð við Belugakavíar, tmfflur og edik af ýmsu tagi svo eitthvað sé nefnt. Þetta tel ég að megi ekki síst rekja til þess að kokkar eru nú farnir að gegna sölustörfum hjá innflutningsfyrir- tækjum. Viðskiptavinir veit- ingahúsanna ferðast einnig mikið um heiminn og fara^ á sælkeraveitingastaði er- lendis. I kjölfarið eru gerðar meiri kröfur hér heima. Matargerð í heiminum er líka að taka á sig spennandi mynd og foiyitnilegir straumar að koma upp eftir lægðina sem myndaðist eftir að draga fór úr vinsældum nou- velle cuisine, nýju frönsku matar- gerðarinnar. Það er að koma spenn- andi villt lína inní matargerðina, sem ekki síst veitingahús í New York eiga fmmkvæði að. „Fylgjumst vel með tískunni"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.