Morgunblaðið - 17.04.1996, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 17.04.1996, Qupperneq 36
36 MIÐVIKUDAGUR 17. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ MININIINGAR Elskulegur sonur mlnn, bróðir okkar, barnabarn, barnabarnabarn og frændi, ÓLAFUR BERGMANN ÓMARSSON, Hólmgarði 7, Reykjavík, er lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfara- nótt 10. apríl, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 18. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Aðalbjörg Ólafsdóttir, Sara Dögg Ómarsdóttir, Hörður Freyr Harðarson, Arinbjörn Harðarson, Ólafur Bergmann Ásmundsson, Málfríður Ó. Viggósdóttir, Helga Ósk Kúld, Stefán Brynjólfsson, Sverrir Svavarsson, Sigrún Halldórsdóttir, Sigurlín Ester Magnúsdóttir, Rósinkrans Kristjánsson Arinbjörn Kúld, Ásmundur Bjarnason, Magnea Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR E. ÓLAFSSON fyrrverandi kaupfélagsstjóri frá Króksfjarðarnesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 19. apríl kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands. Friðrikka Bjarnadóttir, Bjarni Ólafsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Bjarney Ólafsdóttir, Richard A. Hansen, ' Ólafur Elias Ólafsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Jón Sigurður Ólafsson, Caroline Nicholson, Dómhildur Ingibjörg Ólafsdóttir, Jón Hilmar Friðriksson, Þóra Sigríður Ólafsdóttir, Páll Már Pálsson, barnabörn og langafabarn. t Þökkum af alhug, samúð og vináttu sem okkur var sýnd við andlát, og útför GRETTIS LÁRUSSONAR, bifvélavirkja, Súlunesi 20, Garðabæ. Ólafía Þórðardóttir, Kristín Grettisdóttir, Þórður Grettisson, Lára Grettisdóttir, Áslaug H. Grettisdóttir Hansen, Jenný K. Grettisdóttir, tengdabörn, barnabörn og systkini. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og- langömmu, LOVÍSU G. ÁRNADÓTTUR, dvalarheimilinu Hlíð, áður Norðurgötu 39, Akureyri. Daníel Guðjónsson, Dóróthea Daníelsdóttir, Ingólfur Þórarinsson, Guðjón H. Daníelsson, Anna Þorsteinsdóttir, Anna Lilly Danielsdóttir, Kristján Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför elskulegrar móður okk- ar, tengdamóður, systur, ömmu, lang- ömmu og langalangömmu, MARGRÉTAR SIGRÍÐAR EYJÓLFSDÓTTUR, Skólavöllum 14, Selfossi, áðurhúsfreyju á Læk í Holtum. Sigurður Sigfússon, Eygló Sigfúsdóttir, Davíð Sigfússon, Dóra Sigfúsdóttir, Ólafur Sigfússon, Pálmi Sigfússon, Oddný G. Eyjólfsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Vigdís Magnúsdóttir, Halldór Þorkelsson, Hlfn Magnúsdóttir, Karl Steinbergsson, Hóimfrfður Hjartardóttir, Vigdís Guðmundsdóttir, Erla Björgvinsdóttir, EIRÍKUR HAMALL ÞORSTEINSSON + Eiríkur Hamall Þorsteinsson fæddist í Ósló 16. september 1964. Hann lést 8. apríl síðastlið- inn og fór minningarathöfn um hann fram í Reykholtskirkju 13. apríl. Við viljum minnast vinar okkar, Eiríks Hamals Þorsteinssonar, sem lést 8. apríl síðastliðinn. Við kynntumst Eiríki árið 1979 þegar við hófum nám við Mennta- skólann í Reykjavík. Eiríkur var full- ur lífsgleði og átti ánægjuleg náms- ár. Hann var forvitinn og áhugasam- ur í námi og góður félagi. Eiríkur var einlægur vinur og ávallt reiðubú- inn að hjálpa félögum sínum. Hann var falslaus og hreinn og beinn í öll- um samskiptum. Eiríkur hafði mikinn áhuga á sögu og menningu íslands. Hann sótti þann áhuga tii foreldra sinna. í ferðalagi í íjórða bekk í MR til Borgarfjarðar þótti Eiríki við hæfi að taka Egils sögu með svo að hann gæti lesið hana aftur á söguslóðum. Sumir skólafélaganna höfðu aðrar áherslur í lífinu, eins og algengt er á þessum aldri, og þótti þetta koma spánskt fyrir sjónir. En Eiríkur kom til dyr- anna eins og hann var klæddur og reyndi aldrei að falla í hópinn ef hann hafði aðrar skoðanir. Mörgum árum síðar komu hann og Þorsteinn bróðir hans í heimsókn til annars okkar í París og höfðu þeir einkum áhuga á að sjá sýningu með fomminjum frá víkingatíma. Fyrir vikið gafst ekki færi að sjá önnur listasöfn en fá orð voru höfð um það. Egill Skallagríms- son ýtti Mónu Lísu til hliðar. Eiríkur unni íslenskri tungu, en lagði sig jafnframt fram um að læra erlend mál, og fórst honum það vel, hvort sem var þýska eða latína. Annað sérstakt hugðarefni Eiríks var gerð og gangur alheimsins. Hlustaði hann með sérstakri athygli þegar kennarar okkar greindu frá innstu gerð efnisins eða fæðingu og enda- lokum sólstjarna. Fór hann þá heldur ekki leynt með ef honum þótti ósenni- lega frá skýrt. Sumarið eftir fimmta bekk vann Eiríkur í Þýskalandi. Heimsótti annar okkar hann þangað, og var þá farið í „planetarium“ að skoða stjömur og gerð ferð til fæð- ingarstaðar Johannesar Kepler. Sem áhugamanni um gang himintungla sæmir átti Eiríkur forláta klukku, og voru ekki aðrar nákvæmari í skól- anum í þann tima. Var Eiríkur og kjörinn „inspector platearum“ með yfirburðum, og hringdi hann skóla- bjöllunni allan sjötta bekk svo ekki skakkaði sekúndu. Kom fyrir ekki þótt skólabræður hans reyndu að hamla honum starfans. Alltaf komst Eiríkur undan og til bjöllunnar, enda svo snöggur og liðugur að ekki varð hönd á fest. Að loknu stúdentsprófi hóf Eiríkur nám í eðlisfræði við Háskóla íslands og lauk þaðan BS prófi árið 1987 og lauk síðan framhaldsnámi í eðlis- fræði við háskólann í Hamborg árið 1994. Hann hafði nýhafið störf sem kennari við Framhaldsskólann að Laugum í Þingeyjarsýslu. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU VÍGLUNDSDÓTTUR, Furugrund 71, Kópavogi. Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun sendum við læknum og starfsfólki á Borgarsjúkrahúsi og Sjúkrahúsi Reykja- víkur, Landakoti. Kristfn Jónsdóttir, Óskar Guðjónsson, Stefán Vfglundur Jónsson, Þorgerður Gylfadóttir, Hólmfrfður Salóme Jónsdóttir, Ásgrímur Stefánsson, Guðmundur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Einlægar þakkir til ykkar allra, sem senduð okkur samúðar- og vinarkveðjur eða á annan hátt heiðruðuð minningu HJARTAR E. ÞÓRARINSSONAR, Tjörn, við andlát og útför hans. Sumarkveðjur. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigríður Hafstað. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, KRISTÍNAR N. HANNESDÓTTUR frá Siglufiröi. Gunnar Jens Þorsteinsson. t Alúðar þakkir sendum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, fósturföður og tengdaföður, ÓLAFS MAGNÚSSONAR, Hnjóti, Vesturbyggð. Egill Ólafsson, Ragnheiður Magnúsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Ari Benjamínsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Bjarni Þorvaldsson, Ólafía Jónsdóttir. Eiríkur skilur eftir skarð í lífi vina " sinna sem erfitt verður að fylla. ( Mannkostir hans eru vandfundnir. Barnsleg einlægni, hreinlyndi og heiðarleiki vilja oft víkja til hliðar í lífsins ólgusjó. Það er mikill missir að árin skyldu ekki hafa orðið fleiri. Síðustu árin gekk Eiríkur ekki heill til skógar og voru tvö síðastlið- in ár sérstaklega erfið. Við flytjum foreldrum hans og bræðrum einlæg- . ar samúðarkveðjur. Við söknum góðs vinar. Eiríkur mun ávallt lifa í minn- ingu okkar. ( Gylfi Zoega, Torfi Þórhallsson. Eiríkur Hamall Þorsteinsson var með allra hugljúfustu mönnum sem ég hef kynnst. Hann var afburða næmur og greindur vel, háttvís og velviljaður. Aldrei varð ég þess var að hann bæri kala til nokkurs manns. Ég kynntist honum fyrst sem ungum dreng í sveitinni hjá ömmu og afa, er hann dvaldist þar að sumarlagi. Eiginleikar hans komu fram í leik og starfi og undraðist ég ekki síst yfir tónlistarhæfileikum hans og sá fyrir mér upprennandi listamann. En hugur hans stefndi meir til vísinda en lista. Listamaðurinn blundaði þó í honum og kom einkum fram í hrif- næmi hans gagnvart fegurð og margbreytileika náttúrunnar. Mér er svo minnisstætt þegar við frændurn- ir fórum um hásumar í silungsveiði upp á Arnarvatnsheiði. Veðrið var skínandi og hvelfdan koll Eiríksjök- uls bar við heiðan himin. Veiðimenn- irnir í hópnum tóku fram stengurnar og héldu niður að vatni, en Eiríkur greip úr farteski sínu myndavél og bók og einbeitti sér að náttúrunni á meðan aðrir renndu fyrir físk. Ekki man ég vel hvað aflinn hljóðaði upp á marga fiska. En aflabrögð Eiríks höfðu verið ágæt, þótt af öðru tagi væru. Hann kom til okkar með Flóru íslands undir hendinni og sýndi okk- ur feng sinn sposkur á svip; fjölda blóma og jurta er lifðu í sambýli á einum fermetra. Nefndi hann fle- stallt með íslenskum nöfnum og lat- neskum. Upplýsti hann okkur um sérstæði heiðarflórunnar og marg- breytileika og nefndi að fjöldinn væri meiri á hvern fermetra en á láglendinu. Honum þótti vænt um heiðina eins og flestum þeim sem komast í snertingu við hana og efa ég ekki, að líkt hafí verið með honum og Vestur-íslendingnum, sem þráði að komast í fjárleit á Arnarvatns- heiði og kom einu sinni aftur til ættlandsins í þeim tilgangi. Eiríkur var góður ferðafélagi og kunni ágæt skil á jarðfræði og sögu. Snemma hneigðist hann til bóklestr- ar og hafði mikið dálæti á fornri arfleifð þjóðarinnar. Það fór heldur ekki á milli mála að hann hafði kynnst afa sínum, skáldinu og heim- spekingnum honum Þorsteini Jóns- syni á Úlfsstöðum, þessum bjarta, hæruhvíta öldungi, sem kunni einn af fáum þá sérstöku list að segja frá. Hann leiddi æskumanninn inn í töfraheim fornaldar, íslendinga- sagna, Ijóðlistar og ekki síst inn í hina sérstöku, íslensku heimspeki um lífsamband allra lifandi vera í al- heimi. Að framlíf væri jafneðlilegt og sjálfsagt og jarðlífið í allri sinni mynd. Með þetta veganesti, auk margvíslegs stuðnings góðra foreldra og annarra ættmenna, hélt Eiríkur út í heiminn. Fylgdist hann vel með öllum nýjungum á sviði vísinda og var óspar á að fræða mig græningj- ann og leiða mig inn í þennan merki- lega heim raunvísindanna. Við vorum sammála um það, að sannleikurinn væri sem fjölflata gimsteinn, sem stafar geislum á ýmsa vegu. Ósjaldan ræddum við um heimspeki, goða- fræði og listir. Ég hugsaði oft gott til glóðarinnar að hitta Eirík, þó að langt væri á milli samfunda á meðan hann stund- aði háskólanám erlendis. Eins og endranær bjóst ég við að hitta hann um páskana en sú eftirvænting breyttist í kuldagjóst sem lagði um mig allan er mér bárust tíðindin af fráfalli hans. Þykir mér það ávallt mikill skaði, þegar drengir góðir falla í valinn og get ég ekki annað en þakkað forlögunum fyrir það, að lífs- leiðir okkar Eiríks lágu saman. Far þú heill frændi á Víðbláins lendur. Þorsteinn. V. Sveinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.