Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. APRÍL 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna vinnu við íbúðarhúsnæði Vísitala byggingar- kostnaðar hækkar um 3,3% VÍSITALA byggingarkostnaðar mun hækka um 3,3% ef endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði verður lækkuð í 60% eins og áætlanir eru uppi um til að mæta tækjutapi sem verður vegna fyrirhugaðra breytinga á álagningu vörugjalda. Þegar einnig er tekið tillit til áhrifa breytinga vörugjalds á byggingarvörur má reikna með að vísitalan hækki um 3,1%. Þetta kemur fram í útreikningi sem Hagstofa íslands hefur gert að beiðni Samtaka iðnaðarins. Ennfremur kemur fram að byggingarvísitaian hafi ekki bein áhrif á vísitölu neysluverðs nema hvað varðar viðhald húsnæðis í húsnæðislið vísi- tölunnar. Gera megi ráð fyrir að vísitala neyslu- verðs hækki um 0,03% af þessum sökum, en aðr- ar breytingar á vístölunni vegna vörugjaldsbreyt- inganna megi áætla að leiði til 0,1% lækkunar hennar. í það heila tekið megi gera ráð fyrir að vísitala neysluverðs lækki um 0,06-0,07% þegar bæði er tekið tillit til hækkunar byggingarvísi- tölunnar og breytinga á vörugjaldskerfinu. Vísi- tala neysluverðs leysti lánskjaravísitöluna af hólmi sem verðtryggingarviðmiðun fyrir nokkrum miss- erum, en áður vó byggingarvísitalan þriðjung í Vísitala neysluverðs lækkar um 0,06-0,07% lánskjaravísitölunni á móti launavísitölu og fram- færsluvísitölu. Þakefni lækka um 14% Þá kemur fram að breytingar á vörugjöldum af byggingarvörum eru helstar þær að vörugjald er fellt niður á málningu og þakefnum, en hækk- ar á góifefnum, blöndunartækjum og raflagna- efni. Ef þessar breytingar skili sér í lækkun vöru- verðs megi gera ráð fyrir að innlend málning lækki um 6% og þakefni um tæplega 14%. Vöru- gjöid á gólfefnum, raflagnaefni og biöndunartækj- um hækka um 1,1%. Samanlagt megi gera ráð fyrir að þessar breytingar vörugjalda geti leitt til lækkunar byggingarvísitölunnar um 0,2%. Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sagði að þessi niðurstaða kæmi ekki á óvart, því þeir hefðu talið að þau verðiagsáhrif sem væru fólgin í því að lækka endurgreiðsluhlut- falls virðisaukaskatts af vinnu við íbúðarhúsnæði væru á bilinu 3-3,5%. Niðurstaða Hagstofunnar staðfesti þetta og að auki komi fram að vörugjöld á byggingarvörur lækki lítið og því séu lækkunar- áhrif sem geti vegið á móti þessari hækkun nú óveruleg. Hann sagði að fyrirhugaðar breytingar á vöru- gjöldum væru í samræmi við það sem rætt hefði verið um við hagsmunaaðila. Hins vegar legðust Samtök iðnaðarins alfarið gegn þeim tillögum sem væru um ijármögnun vegna þessara breytinga, þ.e. að lækka endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu iðnðarmanna við íbúðarhúsnæði á byggingarstað um 450 milljónir króna. „Þarna er verið að lækka neysluskatt og við töldum eðlilegt að það yrði fjármagnað með því að færa það yfir í annan neysluskatt sem er virðisaukaskatturinn, en ekki með því að hækka byggingarkostnað," sagði Sveinn. Hann sagði að byggingariðnaðurinn stæði í raun og veru mjög illa núna að taka þessa þessa hækkun á sig. Hann væri ennþá í lægð. Það væri sölutregða á íbúðarhúsnæði og þess vegna ætti byggingariðnaðurinn mjög erfitt með að þola þessa hækkun nú. Gríms- vötn eft- ir hlaup ÍSSKJÖLDURINN á Gríms- vatnaöskjunni, sem sést til hægri á myndinni, hefur lík- lega sigið um 80 metra eftir nýafstaðið Skeiðarárhlaup. Myndin var tekin 26. apríl síð- astliðinn í skemmtiferð nokk- urra félaga. Greinilega má sjá hvernig íshellan hefur sprung- ið við sigið. Einn ferðalang- anna, Birgir Jónssonjarðfræð- ingur, segir að sprungurnar hafi verið svo rosalegar að ferðafélagarnir hafi ekki hætt sér niður af brúninni. Myndin er tekin til vesturs og er horft meðfram norðurvegg Gríms- fjalls, sem nefnist Stórkonuþil. Þilið er 300-400 metra hátt og hafa mörg snjóflóð fallið niður hlíðina. Hæsti hnjúkur- inn á myndinni heitir Svía- hnjúkur vestri og er um 1.700 metra hár. Þjófar færa fólki blóm TALIÐ er að ungar konur hafi stol- ið flórum málverkum úr sameign fjölbýlishúss aldraðra við Hæðar- garð á sunnudagskvöld. Þessar kon- ur eru taldar hafa leikið það nokkr- um sinnum að stela ýmsum verð- mætum úr sameign og íbúðum í ijöl- býlishúsunum við Hæðargarð. Þær hafa komist inn í húsið með því að kynna sig sem sendla frá blómabúð og hafa fært fólki í húsunum blóm en haft með sér verðmæti úr sam- eigninni. Á sunnudagskvöldið var knúð dyra hjá íbúum í Hæðargarði 33-35 og sagt að á ferðinni væri sendill með blóm. Sendingin kom fólkinu í opna skjöldu en það tók við henni. Kort sem fylgdi sendingunni var autt. Síðar urðu íbúarnir þess áskynja að fjögur málverk voru horfín úr sameigninni. Um er að ræða tvö olíumálverk, 80x60 og 100x80 senti- metrar í þvermál. Á öðru er mynd úr skógi og á hinu er landslagsmynd með brú. Einnig hurfu tvær vatns- litamyndir. Fleiri íbúar hafa undanfarna daga fengið óumbeðnar og óútskýrðar blómasendingar og hefur þá jafn- framt verið stolið myndum, dúkum og blómum úr sameign eða íbúðum nærliggjandi húsa við Hæðargarð. Morgunblaðið/Birgir Jónsson Hægt að fjölga stórlaxi með sérstakri pörun Tíðni stórlaxa . í afkvæmum - 1 /'■'Á;': Tveir stórlaxar paraðir saman, af 399 afkvæmum voru ... I 112 stórir (28,1%) og 287 smálaxar (71,9%) KÍ Stór kvenfiskur og smár Wf karlfiskur paraðir saman, alls 22 pör af 209 afkvæmum voru ... 32 stórir (15,3%; og 177 smálaxar (84,7%) ÞAÐ ER mál fjölmargra veiðiréttar- eigenda og laxveiðimanna að stór- laxi hafí fækkað verulega í íslensk- um ám síðustu árin, en dr. Jónas Jónasson fiskierfðafræðingur hjá Veiðimálastofnun segir að rann- sóknir bendi til þess að ákveðin pör- un laxa geti aukið hlut þeirra á nýjan Ieik. Þær staðfesti að „eigin- leikinn" hjá laxi að dvelja í sjó eitt ár eða tvö sé að einhverju leyti fólg- inn í erfðum, en umhverfisþættir geti einnig komið við sögu. Rannsóknir þær sem Jónas grein- ir frá og voru gerðar í Laxéldisstöð ríkisins í Kollafirði, fóiust í því að úr einum árgangi voru búnar til 53 „fjöiskyidur" stórlaxa, þannig að bæði hængur og hrygna voru tveggja ára fiskar úr sjó, og 22 fjöl- skyldur til viðbótar þar sem hængur- inn var eins árs fiskur úr sjó, eða smálax, en hrygnurnar tveggja ára fiskar. Á bak við hvern hæng voru 2-3 hrygnur. Þar sem foreldrar voru báðir stór- laxar var tíðni stórlaxa 28,1%, en þar sem hængurinn var smálax var tíðnin 15,3%. Jónas kynnti þessar niðurstöður á ársfundi Veiðimála- stofnunar um ‘síðustu helgi og í máli hans kom einnig fram að keim- líkar athuganir sem gerðar voru á írlandi árin 1991 og 1992 bentu til hins sama. Fyrra árið voru smáiaxar paraðir saman annars vegar og stór- laxar hins vegar. Aðeins 3,3% af- kvæma smálaxanna komu aftur sem stórlaxar fyrra árið og 1,4% síðara árið. Afkvæmi stórlaxanna voru 13,4% stórlaxar fyrra árið og 8% síðara árið. Stórlaxar láta undan Jónas sagði að vart væri hægt að gera athuganir af þessu tagi annars staðar en í hafbeitarstöð, þar væri hægt að fylgjast nákvæmlega og vísindalega með gangi mála. „Þarna höfum við grundvöll til að meta áhrif sem veiðar kunna að hafa í þessu sambandi. Stórlaxi get- ur fækkað af ýmsum orsökum, t.d. hefur hagstætt og óhagstætt árferði áhrif á tíðni stórlaxa . Hjá okkur hefur síðasti áratugurinn verið frem- ur kaldur og á sama tíma telja marg- ir að stórlaxi hafi fækkað.“ Jónas heldur áfram: „Þegar niður- stöður á borð við þær sem nú liggja fyrir eru skoðaðar virðist ljóst að stórlaxinn gæti átt í vanda. Hann gengur fyrr í árnar en smálaxinn og er því mun lengur undir veiði- álagi. Það eru ekki til tölur um hlut- fall stór- og smálaxa í göngum ein- stakra áa, en í dag er til tækni til að stærðarmæla allan lax sem í ár kemur, svokallaður vakateljari. Með honum er hægt að meta fjölda stór- og smálaxa í göngunum. Komi í Ijós að neta- og/eða stangaveiði veiði hærra hlutfall af stórlaxi en smálaxi er ljóst að veiðar geta gengið hægt og bítandi á stórlaxa." Erlendis hefur það færst í vöxt að stangaveiðimenn sleppi öllum laxi og hér á landi hefur sú þróun orðið að margir sleppa hluta síns afla, helst stórum hrygnum síðla sumars. Jónas sagði um þetta atriði, að ekk- ert benti til þess að ofveiði færi fram í íslenskum laxveiðiám, en sam- kvæmt niðurstöðunum væri það stuðningur við villta stofna að sleppa stórum laxi og alveg sérstaklega hængum, gagnstætt því sem áður var talið, því þeir væru hlutfallslega afar smár hluti hvers árgangs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.